Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 13 Leikhópurinn með höfundi og leikstjóra: Steinunn Gunnlaugsdótt- ir, Guðný Helgadóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðlaug Marfa Bjarnadóttir, Sigurður Pálsson, Guðrún Gfsladóttir, Bjarni Ingvars- son, Guðbrandur Valdemarsson, Edda Hólm, Sigurbjörg Árnadóttir og Lísa Pálsdóttir. Fósturlandsins freyja NEMENDALEIKHUSIÐ SYN- IR: HLAUPVÍDD SEX. HÖFUNDUR: SIGURDUR PALSSON. LEIKSTJÖRI: ÞÖRHILDUR ÞORLEIFS- DÓTTIR. TJÖLD OG BUNINGAR: MESSlANA TÓMASDÓTTIR. MUSlK: SIGURÐUR BJÓLA GARÐ ARSSON. UNDIRLEIKUR: ARNÞÓR JÓNSSON. Því er ekki að neita að Nem- endaleikhúsið er orðið snar þáttur í leiklistarlífinu. Fyrr á leikárinu voru á vegum leik- hússins sýndir einþáttungar eftir Brecht. Nú er röðin aftur komin að Sigurði Pálssyni með leikritinu Hlaupvídd sex, en I fyrra léku leiklistarnemar Und- ir suðvesturhimni eftir hann. Sigurður hefur ýmislegt lært síðan seinast. Hlaupvídd sex er heilsteyptara verk en Undir suðvesturhimni, en enn sem fyrr má að þvi finna með nokkr- um rökum að ég held að f leik- ritun sinni leggur Sigurður áherslu á; að bregða upp svip- myndum f staðinn fyrir að semja samfelld verk. En þetta er hans aðferð. Sumum getur ef til vill virst það styrkur sem öðrum þykir miður. Þvf má ekki gleyma að Sigurður er háð- ur vissum takmörkunum. Svið- ið er lítið og leikararnir sem verkið er beinlinis samið fyrir eru flestir konur. Með þessar og fleiri takmarkanir í huga hefur Sigurði i raun tekist framar vonum með ástandsleik- ritið Hlaupvídd sex. Ég verð þó að lýsa þvf yfir að leikbrúðurn- ar og það tal sem þeim var lagt í munn var einhvern veginn ut- anveltu í sýningunni. Af þvi að leikritið er að mestu raunsæi- legt pössuðu brúðurnar ekki. Þann dóm má því kveða upp að tækifærið sem þessi efniviður gaf höfundinum til að semja raunsæilegt og agað verk um eftirminnilega tíma nýttist ekki til fulls. Aftur á móti skal ég með glöðu geði fagna þeim árangri sem þessir ungu leikar- ar hafa náð. Hér er á ferðinni samstilltur hópur sem án efa á eftir að láta að sér kveða í fram- tíðinni. Leikstjórinn Þórhildur Þor- leifsdóttir hefur unnið vanda- samt verk af alúð, fengið leik- arana til að sýna hvað í þeim býr og hvað þeir hafa lært. Sér- staklega er ástæða til að geta leiks Guðrúnar Gísladóttur í hlutverki Katrínar Brynjúlfs. Hún túlkar jafn vel hina stoltu góðborgaradóttur áður en hún fer að syngja og dansa fyrir hermennina og eftir að hún er komin á kaf í ástandið. Edda Hólm (Katla Brímdal) skilar líka sinu hlutverki með prýði. Tjöld og búningar Messíönu Leikllst eftir JOHANN HJÁLMARSSON Tómasdóttur voru við hæfi og músík Sigurðar Bjólu gerði sitt til að gera sýninguna lifandi. Ljóðskáldið Sigurður Pálsson birtist á nokkrum viðkvæmum stöðum í verkinu, en var sem betur fer ekki einrátt. Leikrita- skáldið með sama nafni varð ofan á. Byrjun verksins er draumkennd og sömuleiðis niðurlagið. Minnt er á að lífið er draumur og hvað skammt er á milli draums og veruleika. Þó held ég að þau hlutverk i leik- ritinu sem raunverulegust eru (Stella, Elísabet og Nína til dæmis) séu markverðust og skilji mest eftir. Þar er Sigurð- ur að lýsa fólki af holdi og blóði, ekki aðeins týpum. Brím- dalshjónin eru að verða hefð- bundin í islenskri leikritun og má það undarlegt heita ef ekki er hægt að sýna borgaralega fjölskyldu öðruvísi en gera úr henni safn af kjánum og tauga- sjúklingum. Hér er líklega ver- ið að flytja boðskap og þá er einföldun besta ráðið þegar annað er ekki fyrir hendi. Póli- tiskur boðskapur verksins er reyndar að mestu í þeim anda að hann virðist vera sniðinn fyrir einlitan áhorfendahóp sem sifellt vill láta mata sig á því sama. En leikrænir kostir leikrits Sigurðar Pálssonar eru eins og látið hefur verið í ljós hér að framan nógu margir til að vega upp á móti þvi sem litlum tíðindum sætir. MAHARISHI MAHESH YOGI KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN Transcendantal Meditation Technique ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR verður í kvöld, miðvikudag í Norræna húsinu kl. 20.30. Fjallað verður um áhrif tækninnar á þróun andlegs atgerfis, á heilsufar og hegðun. Tæknin losar djúpstæða spennu, eykur sköpunargreind og þroskar vitsmuna og tilfinn- ingarlíf til fulls. ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR. íslenzka íhugunarfélagið. CANDY 290 SILEIMT U ppþvotta vél í mjög háum gæðaflokki Hér kynnum við nýja og fullkomna gerð af Candy uppþvottavélum og viljum m.a. benda á eftirfar- andi kosti: ★ Hivaðalltil, anda mjög vandlega einangruS. ★ Stillanleg fyrír heitt eSa kalt vatn. ★ HurUir og þvottahólf úr rySfrfu stáli. ★ Gufueyðir breytir gufunni jafnóSum aftur I vatn. if 7 gagnleg þvottakerfi ★ Rúmar auSveldlega stsrstu matardiska og háa bolla ★ Kröftugur vatnsþrýstingur I neSra hólf- inu, þar sem pottar og pönnur eru þvegn- ar, en minni þrýstingur I efra hóHinu, þer sem diskar, bollar og glös eru þvegin. Hæ8 85(82), breidd 60, dýpt 60. VERÐ KR. 144.000 (afborgunarskilmálai) Verzlunin PFAFF sími 26788 Ný flugleið hjá Vængjum hf. reykjavík MÝVATNSSVEIT reykjavík Daglecjt áætlunarflug hefst a morgun, 1 6. júni. Öryggi, þægindi, hraði- vængir h/f símar26060,26066 brottför frá Reykjavík kl. 1 9.00 brottförfrá Mývatnssveit 21.00 VÆNGIRHF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.