Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 „Dagur iðnaðarins” á Selfossi á morgun — Gjörbreytt andrúmsloft Framhald af bls. 32 lands og vinnuveitenda — aðeigs væri um að ræða útfærslu á kauplið og samningstíma Morgunblaðið spurði þá Björn, hver væru þessi jákvæðu atriði samningsins og kvað hann þau vera uppsagnarákvæðin. Uppsagnar- ákvæðin eru hin hefðbundnu um að ef veruleg gengisbreyting verður á gengi krónunnar megi segja samningnum upp, en síðan koma tvö ný uppsagnar- ákvæði, sem ASÍ hafði raunar krafizt, en ekki fengið samþykkt af vinnuveit- endum Þau ákvæði eru um að samn- ingurinn sé uppsegjanlegur, ef sjórn- völd raska á einhvern hátt verðbótavísi- öluákvæðum samningsins og ef um- talsverðir kjarahópar í þjóðfélaginu fái meiri kjarabætur en samningurinn seg- ir til um Mun þar átt við sambönd á borð við BSRB og BHM Þá kvað Björn Jónsson vísitölu- ákvæði samningsins að vestan hin sömu og samizt heíði um hér syðra. Hins vegar mun kauphækkunin í vest- firzka samningnum koma aðfullu inn í bónusgrunninn. Þá spurði Morgunblaðið Jón H Bergs, formann Vinnuveitendasam- bandsins, um vestfirzka samkomulag- ið. Jón kvað samkomulagið taka til tiltölulega fárra launþega í fáum starfs- greinum á öllu landinu Vinnuveitenda- sambandið væri hins vegar að semja fyrir mikinn fjölda starfsgreina og land- ið í heild Því væri mjög erfitt að bera saman aðstæður við gerð þessara samninga, auðveldara væri að semja fyrir fáar starfsgreinar í einum lands- hluta en fyrir atvinnuvegina í heild ,.Það er nú nauðsynlegt fyrir báða aðila," sagði Jón, „að Ijúka þessu samningaþófi, því að ef þetta dregst mikið úr þessu er hætta á aukinni •hörku af beggja hálfu Við höfum heyrt um þessi staðbundnu allsherjarverk- föll. sem í undirbúningi eru af hálfu ASÍ í næstu viku og það er afar hætt við að vinnuveitendur verði að hefja gagnaðgerðir Afleiðingin er að aukin harka verður við samningaborðið af beggja hálfu." Jón H Bergs sagðist ekki minnast þess að vinnuveitendur hefðu þurft að beita verkbannsaðgerð- um á breiðum grundvelli áður, enda kvað hann verkbönn aðgerð, sem menn reyndu að komast hjá eða draga í lengstu lög Hann kvaðst vona að til slíkra aðgerða þyrfti ekki að koma, sér virtist samningsvilji vera fyrir hendi frá ASÍ, með einhverjum undantekningum þó, en hann sagðist vonast til þess að unnið yrði af fullum krafti við að Ijúka samningaviðræðum. Þá spurði Morgunblaðið formann Vinnuveitendasambandsins, hve lang- ur tími þyrfti að líða, unz samkomulag næðist ef fullur samningsvilji héldist hjá báðum aðilum Jón sagði að ef til vill væri kaupliðurinn hið auðveldasta í samningsgerðinni, þar sem þar væri um að ræða ákvörðunaratriði, sem fljótlegt væri að setja inn í samninginn Margt annað, sem tengt er kaupliðnum er hins vegar erfiðara viðfangs, en hann kvað mikinn hluta þess leystan, svo sem vísitölukerfið Hins vegar kvað hann sérkröfur einstakra hópa iðnaðar- manna enn óleystar ,,Ég vil ekki full- yrða, hve langan tíma tekur að Ijúka þeim. Það fer eftir samningstímanum og á þessi atriði reynir nú næstu daga, eins og það hefur raunar gert allt frá því er umræðugrundvöllur sáttanefnd- ar kom fram hinn 17 maí síðastlið- inn." Árdegis í gær hélt samninganefnd ASÍ fund um stöðuna, sem kom upp í samningunum, er vestfirzku samning- arnir höfðu verið gerðir Morgunblaðið spurði Guðmund J Guðmundsson um það hvað hefði verið rætt á fundinum „Menn tóku sólarhæðma", svaraði for- maður Verkamannasambandsins Morgunblaðið benti þá Guðmundi á að það hlyti að hafa verið erfitt því að alskýjað hefði verið í Reykjavík í morg- un. „Já," svaraði Guðmundur, „það kom ekki að sök, því að nenn fengu veðurskeyti að vestan." — Vestfirzku samningarnir Framhald af bls. 32 þeír farið nokkuð út fyrir þá braut sem tiðkaðist i vinnubrögðum Hann benti á að kjarasamningagerð væri um flest auðveldari hjá Vestfirðingum en i heildarkjarasamningsgerðinni, þar sem á Vestfjörðum væri verið að semja fyrir mun þrengri hóp ..Og verði það niður- staðan að félagar okkar syðra fáí eitt- hvað betri samning en við höfum gert, þá erum við ekkert viðkvæmir fyrir því Það er hlutur sem við höfum alveg tekið með inn í dæmið og sættum okkur víð, þvi að þetta er algjörlega bíndandi samkomulag af okkar hálfu," sagði Pétur Á MORGUN verður haldinn á Sel- fossi „Dagur iðnaðarins" og hefst hann kl. 9 með þvf að forráða- menn íslenzks iðnaðar munu heimsækja nokkur iðnfyrirtæki á Selfossi. Að loknum hádegisverði i boði sveitarstjórnar Selfoss þar sem veitt verður viðurkenning Afmæli SJÖTUGUR verður á morgun Stefán Pálsson fyrrum bóndi á Vfðidalsá, en hann á nú heima að Hafnarbraut 23 Hólmavfk. Hann verður að heiman á afmælisdag- inn. __. . ._ — 63% lækkun Framhald af bls. 1 Örn kvað lítinn vafa vera á því, að þetta ferðafyrirkomulag myndi draga til sín eitthvað af farþegum frá Flugleiðum, svo sem frá öðrum félögum sem héldu nú uppi áætlunarflugi yfir Atlantshafið, en hvort það yrðu veruleg brögð að því væri annað mál, sem mjög erfitt væri að meta Hann kvaðst hafa heyrt það eftir ráðamanni í Banda- ríkjunum, að „fluglestin" myndi þó ekki ná til sín nema um 2% af heildarfarþegaflutningunum á þess- ari flugleið Örn var spurður að því hvort hann teldi „fluglestina" mundu hafa áhrif á fargjaldastefnu Flugleiða til lækkunar. en hann kvað svo ekki verða miðað við óbreyttar aðstæður, þar sem fargjöld félagsins væru nú eins ódýr og þau frekast gætu verið Örn benti jafnframt á, að margvísleg rýmkun á leiguflugsreglum í Banda- ríkjunum hefði þegar hoggið mjög inn í hið reglubundna farþegaflug á Atlantshafi á þessu ári, og mikil óvissa væri ríkjandi, enda farþega- flugið á þessari flugleið rekið með tapi um þessar mundir og sam- keppnin væri gífurleg. — Mikil röskun Framhald af bls. 32 ekki í dag Jafnframt er í dag rafiðn- aðarverkfall og eins meðal félaga sem semja fyrir launþega í veitingahúsa- og hótelrekstri. í dag fella og kjötiðnaðar- menn niður vinnu Á morgun, fimmtu- dag, fella verzlunarmenn niður vinnu, en breytingar hafa þó verið gerðar á verkföllum verzlunarmanna, sem vinna hjá Flugleiðum, flugafgreiðslumenn fresta verkföllum sínum til 20 júní, er félagar í Verkamannasambandinu leggja niður vinnu hjá Flugleiðum. Því ætti flug ekki að stöðvast nema einn dag í stað tveggja. Sams konar sam- komulag hefur verið gert við dagblöð- in Þeir starfsmenn innan Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem vinna við dagblöð og áttu að fara í verkfall 1 6 júní, fara í verkfall í dag, 1 5 júnf, á sama tíma og bókagerðarmenn. Því getá síðdegisblöð komið út á morgun og morgunblöð 1 7. júní Verkfallið, sem stöðvar afgreiðslu skipa, er í raun virkt frá 1 7. júní, þar sem sá dagur er frídagur, 18 er laugardagur og 19. sunnudagur 20. júnf sem er mánudagur er verkfall í hafnarvinnu, 21 allsherjarverkfáll f einn dag og 22 taka síðan við hinar nýju ákvarðanir, algjör flutningastöðv- un. Um verzlanir, þar sem eigendur geta ekki annað afgreiðslu, er mikið um að dagar falli úr á næstu dögum. í dag eru kjötverzlanir lamaðar vegna verk- falls kjötiðnaðarmanna, á morgun, 16. júní er allsherjarverkfall verzlunar- manna í einn dag, 1 7. júní eru verzlan- ir lokaðar. 18 júní, sem er laugar- dagur, eru þær lokaðar vegna yfir- vinnubanns, 19. júnf er sunnudagur, en sfðan eru verzlanir opnar á mánu- dag, en lokaðar á þriðjudag 21 júní vegna allsherjarverkfallsins, sem stendur f einn dag Það eru því í raun aðeins tveir dagar, sem fólk hefur til að verzla fyrir næstu sex daga og má þvf búast við miklum erli í verzlunum, þar sem eigendur geta ekki annast af- greiðslu. FRAM OG Valur geröu jafntefli á Laugardalsvelli í 1. deild íslands- mótsins í gærkvöld og var ekkert mark skorað. Engu að síður þótti leikurinn hinn skemmtilegasti, og jafntefli voru sanngjörn úrslit. fyrir snyrtilegustu iðnaðarlóðina verður opnuð sýning í Gagnfræða- skóla Selfoss. í>ar mun Guðmund- ur Jónsson, skósmiður, flytja ávarp. Klukkan 14.15 hefst fund- ur um iðnaðarmál á Hótel Selfossi og mun Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra flytja ávarp og er- indi flytja Bragi Hannesson, bankastjóri, Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti, og Einar Elíasson, fram- kvæmdastjóri. „Degi iðnaðarins“ á Selfossi lýkur siðan með mót- töku iðnaðarráðherra og verða þá ýmsir aðilar heiðraðir fyrir störf af íslenzkum iðnaði. — 100 ára Framhald af bls. 2. Björnsson, síðar forseti íslands, fyrsti formaður félagsins. Síðan tók við Pétur Thorsteinsson, þá Aug Flygenring, Ólafur Johnson, Jón Hermannsson. Pétur Ólafsson og Björn Ólafsson. í stjórn nú eru: Ólafur B. Thors, Eyjólfur K Sigurjónsson, Katrín Ólafsdóttir Hjaltested og Henrik Sv Björnsson Núverandi framkvæmdastjóri er Lúðvík Jónsson en framkvæmdastjórar á und- an honum voru Kristinn Gestsson, Pétur Ólafsson, Gunnar Einarsson og Herbert Sigmundsson, sem var fyrsti framkvæmdastjórinn — Kosningar á Irlandi Framhald af bls. 14 fortiðina rósrauða meðan hryll- ingur líðandi stundar er for- dæmdur. Hann virðist vera aö segja að þvert á móti hafi Provoarnir rétt á að halda því fram, að þeir séu erfingjar mannanna, sem tóku sér það verkefni árið 1916 að stofna fullvaljlfstætt og sameinað írland. Það sem meira sé, þaó sé ekkert undar- legt þótt þeir trúi þessu á of- stækisfullan hátt, því að frá stofnun írska lýðveldisins hafi allar stofnanir þess stjórnmála- flokkar og jafnvel menntastofn- anir baðað sig í ljómanum af páskauppreisninni sem dæmi um hina fullkomnu föðurlands- ást. Litlar líkur eru þó á að kosningarnar á morgun snúist um þetta, eins og áður er sagt, því skattamál, atvinnuleysi og verðbólga valda kjósendum meiri áhyggjum en hvort mat þeirra á sögunni er rangt, eða ekki. — Magnús Finns- son formaður Framhald af bls. 2. varpinu, og Gunnar Kvaran, AlþýSu- blaðinu Launamál blaðamanna voru mjög til umræðu á fundinum. Fram kom I skýrslu bæði fráfarandi formanns, Einars Karls Haraldssonar, og formanns launamálanefndar Braga Guðmundssonar, að kjör blaðamanna hafa dregizt mjög aftur úr, og launa- skriðið víða i þjóðfélaginu ekki náð að marki inn á ritstjórnir dagblaðanna. Kjaradeila blaðamanna er nú hjá sátta- semjara, en samningafundur hefur ekki verið haldínn frá þvi 4 mai sl. Þá kom fram óánægja meðal fundar- manna með þá ákvörðun Félags blaða- útgefenda að gerast félagi I Félagi Isl prentiðnaðarins og þar með að Vinnu- veitendasambandi islands. en sá er skilningur Blaðamannafélagsins að I gildi hafi verið munnlegt samkomulag um að aðilar stæðu fyrir utan heildar- samtök aðila vinnumarkaðar vegna sér- stöðu blaðamennskustarfans. Fram kom á fundinum að fjárhagur félagsins og ýmissa sjóða þess stendur með miklum blóma, en nokkrir erfið- leikar hafa þó orðið vegna þess að erfiðlega gengur með innheimtu ýmissa launatengdra gjalda hjá nokkr- um blöðum, Áhugi kom fram á fundinum á að félagið festi kaup á húseign til að skapa aðstöðu fyrir aukið félagsstarf Einnig var ákveðið á fundinum að skipa nefnd til að vinna að því með lögfræðingi félagsins að taka lög félagsins til gagngerðrar endur- skoðunar með það fyrir augum að færa stjórnskipan félagsins að fullu i átt til hefðbundins stéttarfélags og lögfestá skilgreiningu á réttindum og skyldum blaðamanns I starfi Jafnframt var önnur nefnd skipuð til að vinna að sams konar endurskoðun á siðareglúm félagsins. Ákveðið var að boða tíl framhaldsaðalfundar síðar á árinu þar sem þessi mál hlytu afgreiðslu í siðanefnd BÍ eiga nú sæti sr. Bjarni Sigurðsson, Þorbjörn Guðmundsson og Indriði G Þorsteinsson. í launa- málanefnd félagsins voru endurkjörnir: Bragi Guðmundsson, Sigtryggur Sig- tryggsson. Bragi Sigurðsson, Úlfar Þormóðsson, Fríða Björnsdóttir og Gunnar Kvaran. í stjórn Menningar- sjóðs og Orlofsheimilissjóðs voru endurkjörnir Sverrir Þórðarson, Kári Jónasson auk Björns Vignis Sigurpáls- sonar. — Stærsti ullar- vörusamningur Framhald af bls. 2. landið leggja hönd á plóginn við framleiðsluna. Hönnun hefur verið gerð í sam- starfi við Kinetic, af hönnuði iðnaðardeildar Sambandsins, Þór- steini Gunnarssyni, en eftirlit með framleiðslu annaðist Ingólf- ur Kristjánsson ásamt Þórsteini. Framleiöslustjóri er Örn Baldurs- son, en sölustjóri útflutnings er Jón Arnþórsson. Vonir standa til að með stærri samningum á næsta ári muni fleiri fyrirtæki víðar á landinu koma inn í þessa fram- leiðslumynd. Iðnaðardeild Sam- bandsins hefur áður gert stærri ullarvörusamninga og þá við Ráð- stjórnarríkin, en að sögn hefur útflutningur þangað ekki vaxið í sama hlutfalli og á vestrænum markaði, þar sem eftirspurn eftir íslenzkum ullarvarningi eykst sífellt. Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildarinn- ar, sagði enn fremur að mesti bölvaldurinn í sambandi við út- flutningsiðnaðinnn væri verð- bólgan og segði fjármagnsskort- urinn stöðugt til sín með vaxandi þunga og margvíkslegur aðstöðu- munur íslenzks iðnaðar i saman- burði við iðnað annara þjóða leiddi af sér versnandi sam- keppnisaðstöðu. Sagði Hjörtur að lokum aó það væri metna&armál hjá Iðnaðar- deild Sambandsins að vinna markvisst að nýtingu innlendra hráefna, sem skapaði verulega gjaldeyrisöflun og fjölda atvinnu- tækifæra. Og vildi hann minna sérstaklega á þá kröfu Sambands- ins að fá endurgreiddan uppsafn- aðan söluskatt af útflutningi. — Hvergi heyrt þennan tón . . . Framhald af bls. 2. og sú hugsun hvarflaði aldrei að honum að þvl er hann segir sjálfur, þótt að hann færi í 2—3 söngtlma til Rutar L Magnússon „Nei, ég var ákveðinn i þvl að leggja fyrir mig hjúkrun og hélt til Noregs árið 1 973 I þeim erindagjörðum. Þá vildi svo til að ein kennsluhjúkrunarkonan heyrði einhvern tíma I mér, þar sem ég tók lagið svona upp úr þurru meðan ég var að sýsla við eitthvert verk Hún hafði sjálf verið lengi við söngnám og mikil áhugakona um söng. svo að hún spurði mig hvort ég hefði lært söng. Nei, sagði ég henni, ég hef aðeins sungið I kór." Upp úr þessu tókust nánari kynni með Jóni og húkrunarkonunni og Jón komst inn I hóp af söngglöðu fólki sem var á hjúkrunarskólanum. „Þessi kona var þó alltaf að jagast I mér að læra söng, sem ég þvertók alltaf fyrir þar til að lokum að ég lét undan. mest til að losna við ansans naggið i kerlingunni. Það varð úr að ég fór fyrir hennar tilstilli til söng- kennara, eða söngkonu, sem hún hafði sjálf lært hjá á sfnum tima og ég komst að þvi að hún þótti með beztu kennurum I Ósló. Hún hlust- aði á mig. fann að öllu og sagðist siðan ekki hafa neinn tíma fyrir mig lausan. Þá vildi svo til að siminn hringdi meðan ég var hjá henni og var þar einn nemandi hennar að afpanta 4 tíma vegna utanlandsferð- ar. Kennarinn gaf mér þá kost á þessum tímum og bætti við — „en ég er strög og ég er dýr, en ef þú þróast í jákvæða átt sjáum við hvað setur með framhaldið " Þannig upphófst söngnám Jóns Þorsteinssonar fyrir alvöru, sem fljótlega leiddi tl þess að hann hætti við hjúkrunarnámið Hann varð sið- an óreglulegur nemandi við tón- listarháskólann I Ósló, en fékk þar ekki fulla inngöngu þar sem hann þótti ekki hafa nægilega fræðilega undirstöðu á sviði tónfræði Jafn- framt náminu söng hann með óperukórnum I Ósló en siðasta vetur flutti hann sig yfir til Árósa og hélt áfram söngnámi þar hjá þekktum prófessor við tónlistarhásólann I vor þreytti hann siðan inntökupróf í sjálfan tónlistarháskólann og var einn fárra af fjölda umsækjenda sem tekinn var inn. Alltaf hefur hann þó haldið tryggð við Pólýfónkórinn og söng hér t d einsöng með kórnum er hann flutti H-moll messuna um páskana I fyrra. „Ég hef alltaf sungið í kórum með námiu 'W SEGIR Jón, „og vil halda þvi fram að kórsöngur sé einhver bezti skóli, sem söngvari hlýtur, bæði hvað raddbeitingu og tónheyrn snertir Og til dæmis sé ég það nú eftir á hvað það hefur mér óendanlega mikils virði að syngja t d með Pólýfónkórnum og fæ sennilega seint fullþakkað þann lær- dóm sem ég fékk þar Siðan hef ég sungið með ýmsum kórum og hlust- að á kóra bæði í Noregi og Dan- mörku, Sviþjóð og viðar, en hvergi hef ég heyrt þennan góða og dýrð- lega hljóm eins og hjá Pólýfónkórn- um, og sú hugsun að hann sé nú að hætta ja, ég er satt að segja ekki búinn að kyngja henni ennþá." — Heildarvelta Framhald af bls. 15 ur á sl. ári og nam heildarvelta þeirra 44,9 milljörðum króna á árinu, sem er 39,2% aukning frá 1975. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem hófst í Reykjavík í gær og lýkur síðdegis í dag. Auk þess að fjalla um mál- efni Sambandsins með venjuleg- um hætti er þessi aðalfundur helgaður fræðslu- og félagsmálum samvinnuhreyfingarinnar og er það í tilefni af 75 ára afmæli SÍS fyrr á þessu ári. Brúttótekjur Sambandsins 1976 námu 4,836 milljónum króna en rekstrargjöld námu alls 3,345 milljónum. Á árinu 1976 greiddi SlS 236,5 milljónir króna i opin- ber gjöld og 533,7 milljónir króna runnu til vaxtagreiðslna. Tekjur að frádregnum fyrningum, er nema 344 milljónum, eru 641 milljón og eftir að tekjur utan rekstrarreiknings, 264 milljónir, hafa verið færðar á höfuðstól, er rekstrarafgangur samtals 377 milljónir króna. Af þessari upp- hæð var ráðstafað við reiknings- lok í endurgreiðslur til kaupfél- aga og frystihúsa 85,3 milljónum, í birgðavarasjóð 132,9 milljónum og í flýtifyrningar á fastafjár- munum 33,1 milljón. Tekjuaf- gangur til ráðstöfunar á aðalfundi SÍS er því 125,6 milljónir króna. Fjárfestingar Sambandsins á sl. ári námu 866 milljónum króna og er hlutur Iðnaðardeildarinnar á Akureyri og nýrrar birgðastöðvar, SÍS við Elliðavog stærstur. Hjá Iðnaðardeildinni var samtals fjár- fest fyrír 375,2 milljónir króna og í Holtagörðum, hinni nýju birgða- stöð, var fjárfest fyrir 372,6 millj- ónir króna en hlutdeild þessara tveggja fjárfestinga er um 86% af heildarfjárfestingu SÍS í fyrra. Af einstökum deildum SÍS var veltan mest hjá Sjávarafurða- deild eða rúmir 8,7 milljarðar króna, næst í röðinni kemur Bú- vörudeild með 6,7 milljarða, þá Innflutningsdeild með 6,3 millj- arða en alls eru deildir SÍS sjö. — Belgrad ráðstefna Framhald af bls. 1 Carter sagði á blaðamanna- fundi I Washington, að Sovét- stjórnin hefði sakað sig um íhlutun I sovézk innanrtkismál og bætti við: „Þannig verður það.“ Belgradfundinn sitja nú hátt- settir embættismenn þátttöku- þjóða, en allir æðstu leiðtogar þjóðanna sátu Helsinkifund- inn. Gert er ráð fyrir að ráð- stefnan muni standa í margar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.