Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 85 ára í dag: Sigríður Guðmundsdóttir frá Bökkum í Bolungavík Mörg eru þau smáatriði, sem festast I barnsminninu og fylgja manninum alla ævina. Eitt sinn kom ég inná ísafjörð eins og við Bolvíkingar segjum, með systur minni. Hún lagði leið sína strax og komið var inneftir að lágreistu timburhúsi, sem stóð út við Fjarðastræti að mig minnir og kvaddi þar dyra. Það var gjörvu- leg kona, sem kom til dyranna, og mér er enn minnisstætt, hvernig allt andlit hennar ljómaði af brosi, þegar hún sá okkur. Svo liðu ein 45 ár að ég sá ekki þessa konu, leiðir lágu ekkert saman, en þessi mynd af henni brosandi í dyrunum varveittist með mér og þannig sá ég hana fyrir mér, ef mér varð hugsað til hennar. Hálf- um fimmta áratug síðar, kvaddi 'eg dyra á herbergi á F-gangi á Hrafnistu og aldurhnigin kona kom til dyra og þá mætti mér sama brosið, sami vingjarnlegi ljóminn á andlitinu, eins og fyrir 45 árum. Hún hafði varðveitt þetta bros í strangri lifsbaráttu. Sigríður Guðmundsdóttir var tengd æskuheimili mínu í Bol- ungavík með þeim hætti, að bróð- ir hennar Guðmundur var kvænt- ur systur minni. Sigriður bjó I Bolungavík fram til 1928, að hún fluttist til ísafjarðar. Hún hafði flutzt til Bolungavíkur barn að aldri með foreldrum sínum og þar giftist hún Árna Sigurðssyni inn- fæddum Bolvíkingi og af bol- vískri ætt. Það var spölur milli heimila okkar, þar sem Sigriður bjó úti á Bökkum, en mitt æskuheimili var miðsvæðis á Holtunum. Samt var nokkur samgangur milli heimil- anna, bæði vegna tengdanna og eins máski vegna þess, að bæði móðir mín og Sigriður voru að- fluttar og áttu margt sameiginlegt einkum í húshaldinu, þvi að báðar voru annálaðar fyrir að halda heimilinum sínum snyrtilegum og þriflegum, þótt aðstæður væru ekki ævinlega góðar til þess á barnmörgum sjómannsheimilum við misjafnar aðstæður. Það þætti, til dæmis, ógott nú við þvott í vetrahörkum að þurfa að spora tröppur í klaka-höggið við lækjarsytruna til að komast niður að henni að skola þvottinn og síð- an fraus hann i höndum konunn- ar, meðan verið var að hengja á snúrur. Það var vissulega kald- — Síra Ragnar fimmtugur Framhald af bls. 29 dóra Anna, innan við fermingar- aldur. öll eru þessi börn hin mannvænlegustu, og er það vart ofmælt, að þau hjónin hafi átt miklu barnaláni að fagna. Séra Ragnar hefir rækt starf sitt af mikilli kostgæfni og hvar- vetna unnið sér traust, virðingu og vinsældir meðal safnaða sinna. Hann hefir, auk prestsstarfsins fengizt talsvert við kennslu og tekið virkan þátt í félagsmálum. Æskulýðs- og bindindismál hefir hann látið sérstaklega til sín taka. Undirritaður hefir átt samleið sem sr. Ragnari að mestu leyti frá upphafi vega. Auk náinnar frændsemi höfum við, frá þvi við fyrst munum eftir okkur, verið tengdir órjúfandi vináttubönd- um. Það er ekki ætlun mín að mæra minn góða vin og frænda með hástemmdum lýsingarorðum lofsamlegra umraæla, þó að vart verði hann, frá mínu sjónarmiði, oflofi borinn. Ekki verður heldur út í það farið að rifja upp minn- ingar liðinna tima, þótt af mörgu sé að taka. En frá þeim öllum stafar yl og birtu, sem gera þær æ dýrmætari, eftir því sem lengra líður á ævidaginn. Aðeins eitt get ég ekki stillt mig um að nefna i sambandi við sr. Ragnar Hann hefir reynzt móður sinni góður sonur. Ég minntist í upphafi á umsögn skagfirzks bónda, sem ég sjálfur samt verk að þvo af stórum fjöl- skyldum við þessar aðstæður. Þvotturinn varð drifahvítur en hendurnar frostbólgnar. Minning- ar mínar frá æskuárunum um Sig- ríði eru að mestu sagnir systur minnar og móður, ef undanskilin er áðurnefnd skyndimynd af henni brosandi í dyrunum. Báðar báru þær Sigriði gott orð, aldrei heyrði ég annað en þetta væri öndvegiskona i alla máta. Einkum var hún lofuð fyrir gjafmildi sína og hjálpfýsi og ég man að systir mín hafði einhvern timann orð á því, að það væri iífsskoðun og orðtak Sigriðar, — að guð myndi gjalda henni greiðasemina með einhverjum hætti, og það væri víst að aldrei hefði hún liðið skort. . . Það var líka svo, að þrátt fyrir að ómegð hlæðist á þau hjón, Árna og Sigríði, og viða væri mikil fátækt i Bolungavík á þeirra búskaparár- um þar, þá voru allir velhaldnir á heimili þeirra hjóna, þótt húsmóðirin viki bita að gesti og gangandi og þeim, sem aumastir voru. Þau hjón voru að vísu af- burða dugleg. Árni var annálaður verkmaður við öll sjóverk og ekki síður eftir að hann varð vélamað- ur. Hann var einstaklega laginn við verk og hraðvirkur og vinnu- þrek hans var með eindæmum en þó var mestu um vert kannski þann mann, að skapbetri maður var vandfundinn. Hann var alltaf glaðsinna bæði til sjós og lands og á hverju sem gekk. Það hafa sagt var óvart heyrnarvottúr að. Eg Tæ ekki betur séð, þegar ég lít yfir hálfrar aldar ævidag vinar míns og frænda, en þar hafi verið um ótvíræða spásögn að ræða. Hann hefir verið gæfumaður í lífi sínu. Og hann hefir notið þeirrar náð- ar, að verða öðrum gæfa. Yfir vegferð slíkra manna verð- ur alltaf bjart. Kveðja mín og fjölskyldu minn- ar og okkar bestu og einlægustu heillaóskir berast til þin, eigin- konu þinnar og f jölskyldu ykkar á þessum merku tímamótum ævi þinnar, kæri vinur. Drottins heilög hönd blessi þig og styrki á framtiðarvegi héðan I frá sem hingað til. Sr. Ragnar Fjalar dvelur er- lendis um þessar mundir. Björn Jónsson. Tónlistarskóla Keflavíkur slitið TÓNLISTARSKÓLA Keflavíkur var slitið 19. maí sl. og lauk þar með nítjánda starfsári skólans. Nemendur voru 140. Kennt er á öll helztu hljóðfæri og auk þess var í vetur söngkennsla við skól- ann. Skólastjóri er Herbert H. Ágústsson og auk hans 11 kennar- ar. Við skólaslitin afhenti skóla- stjóri tvenn verðlaun til þeirra nemenda sem hæstar einkunnir hlutu á vorprófi, en auk þess veittu Lionsklúbbur Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja tvenn verðlaun þeim nemendum sem fram úr sköruðu. mér menn sem voru honum lengi samskipa. Kona hans var honum ekki síðri að dugnaði og vinnuþreki. Hún gekk I ýms verk utan síns stóra heimilis, beitti með manni sfnum og hjálpaði honum við fisk- verkunina, og stundum gekk hún i fiskvinnu til annarra. Það var orð á þvi gert, hvað þau hjón væru samhent. Árni gekk í heimilisverk ef þurfti og rétti konu sinni hjálparhönd ekki síð- ur en hún honum. Þegar ég hitti Sigríði á Hrafn- istu, þá var eins og áður líkt og ekkert hefði breytzt: Samp við- mótið, sama lífsgleðin og styrkur- inn. Það er trúin, sem hefur hjálpað þessari konu til að varðveita lífs- þrótt sinn og bjartsýni. Hún trúir því staðfastlega að allt hennar ráð sé í guðs hendi og hún lifi í hans varðveizlu. Það vita þeir, sem um- gangast aldraða mikið, hvílfkur styrkur fólki er að heitri og rót- fastri guðstrú. Sigríður Gu . mundsdóttir er um það eitt bezta dæmi, sem ég þekki. Það örlar ekki á kvíða fyrir dauðanum né þeim árum, sem ólifuð kunna að vera. Þótt ég muni ekki til, þó kannski hafi það verið fyrir mitt minni, að þessi kona hafi vikið að mér nema brosi sínu, og hlýjum orðum og máski einhverjum góð- gerðum, þá stf nd ég i þakkar- skuld við hana. Bros hennar, stað- föst trú á æðri handleiðslu og bjartsýni hlýtur að hafa áhrif á þá sem umgangast hana. Þetta greinarkorn er skrifað, þar sem ég á ekki kost gagna eða heimilda um æviatriði, enda eru þessi fáu orð á 85 ára afmæli Sigriðar ekki hugsuð sem ævisaga, heldur þakkarorð og það er von mín, að hún og hennar taki þeim sem slík- um. Vonandi gefst mér síðar tæki- færi til að vinna fyllri afmælis- grein. Ásgeir Jakobsson Henipd’s skípamálning varnar því aðstálogsjórmæí' ' aWr- ro ©7 o c ooccccccc i <> 0 c c c c COtCctCCCCOCCC o ‘ o c o c C c ^ c O . • C OCOOOOCOOÓCCOC m c. <J t 0 C t C C C t> o c tr! vcotocöco c o o c co o o : ( r 'H OP, Slippfé/agid ífíeykjavíkhf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 CD BÁTAVÉLAR hö. 1090 -1125 m/v 1225 sn. Einnig bjóðum við hinn vidurkennda i(('WLSIŒEH skiptiskrúfubúnaö. kraftur öryggi - en HEKLA HF Caterpillor, Cat.og CB eru skrásett vörumerki Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Sölu-, viðgerða- og varahluta- þjónusta í sér-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.