Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNt 1977 29 TTf/1'™ ■ Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI og stóð sig mjög vel. Það er alveg víst að í þessu liði eru margir A-landsliðsmenn framtíðarinnar, t.d. Sigurður Björgvinsson, Þórir Sigfússon, Einar A. Ólafsson og Guðmundur Kjartansson og hljóta allir þessír leikmenn að vera undir sérstakri smásjá lands- liðsnefndar um þessar mundir. Og það eru fleiri góðir knatt- spyrnumenn hér til en unglinga- landsliðsmennirnir okkar, leik- menn eins og Ingi Björn Alberts- son og Guðmundur Þorbjörnsson, báðir mjög snjallir og ættu þeir tvímælalaust að fara út í atvinnu- mennsku sem allra fyrst, þvi þar ættu þeir möguleika á þvi að bæta verulega við getu sína sem þeir myndu ella ekki gera héldu þeir áfram i áhugamennskunni hér á landi. Þessir leikmenn eru of góð- ir til að leika knattspyrnu við þær aðstæður sem eru hér á landi sem eru hinar verstu í allri Evrópu, ef Færeyingum er sleppt. Það væri vissulega mjög ánægjulegt ef Ingi Björn Alberts- Þessir hringdu . . % Litlir knatt- spyrnuvellir Þótt undarlegt sé þá er það staðreynd að knattspyrnuvellirn- ir hérna þeir stærstu eru miklu minni en annars staðar í Evrópu. Sem dæmi um þetta þá er Laugar- dalsvöllurinn 30 metrum styttri en flestir knattspyrnuvellir í Evrópu og auk þess er munurinn 15 metrar á breiddina, Laugar- dalsvellinum í óhag. Þegar þetta er haft í huga þá er ósköp eðlilegt að knattspyrnumenn okkar vilji fara út í atvinnumennsku og kynnast aðstæðum eins og þær gerast beztar í stað þess að þurfa að leika á mjög lélegum völlum og það á malarvöllum yfir hásumarið þegar 1. deildarkeppnin er vel á veg komin, en slikt er næstum einsdæmi og gerist hvergi nema auðvitað á Islandi og i Færeyjum. % Skrflslæti í áhorfendum Mig lang næst að minnast á áhorfendur eða stuðningsmenn hinna ýmsu liða. Eg fór á leik IBK og Vals i sumar og hafði ég af honum góða skemmtun þar sem bæði liðin stóðu sig vel. En það sem ég var óánægður með voru ólætin i áhorfendum meðan á leiknum stóð, og ég gat ekki betur séð en stuðningsmenn Vals kæmu þessum ólátum af stað, sem er ekki i fyrsta skipti, sem þeir eru viðriðnir slikt og þeir ætla seint að læra af mistökunum, enda oft Bakkus með i för. Ég skora á stuðningsmenn Vals að láta þetta ekki koma fyrir aftur því nógu SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Bandaríkjunum í fyrra kom þessi staða upp i skák Ghizdavu, Rúmeníu, sem hafði hvitt og átti leik, og Dunne, ír- landi: slæmt er ástandið samt víða hvað þetta varðar. Með þessu setja stuðningsmenn ljótan blett á þau lið sem þeir styðja og Valur á betra skilið en slikt. Þeir menn, sem skipuleggja hópferðir á hina ýmsu leiki verða að setja stuðn- ingsmönnum liðanna ákveðnar reglur t.d. um framkomu og forð- ast allar óspektir og ólæti, hleypa engum mönnum á vellina sem eru mjög drukknir þvi þeir eru bæði sjálfum sér og öðrum til leiðinda. Góðir knattspyrnuáhugamenn, verum yngri kynslóðinni góð fyr- irmynd, sýnum góða frariikomu á knattspyrnuvöllunum i sumar og i framtiðinni og munum að það fer mikið eftir því hvernig okkur tekst til hvernig þeim sem á eftir koma reiðir af. Knattspyrnuáhugamað- ur, 1730 — 6804.“ # Skipulagt starf margra manna „1 dálkum þinum föstudag- inn 9. þ.m. þá hefur ökumaður hringt til blaðsins og spyrst þar fyrir um það, hvort lögreglan sé eitthvað farin að draga úr hraða- mælingum á götum borgarinnar. Einnig spyr hann hvort lögreglan hafi fastan mannskap í hraðamæl- ingunum. Þessu er því til að HOGNI HREKKVÍSI 1977 McNaught Synd., Inc. m FOR- STJbRI 0 p —J Gleymið því ekki drengir, að nýja kattamatar- formúlan verður að vera algjört leyndarmál fyrirtækisins. S3? SIG6A V/öGA í AHVtWM Síra Ragnar Fjalar Lárusson - Fimmtugur son fetaði i fótspor föður síns og yrði atvinnumaður í knattspyrnu og það er ég viss um að það ætti ekki að vera erfitt hjá honum eins vel kynntur og faðir hans er sem er enginn annar en Albert Guð- mundsson, bezti knattspyrnumað- urinn sem við Islendingar höfum átt. Myndi hann vafalaust vilja hjálpa til ef Ingi Björn hefur áhuga, eins og þeim mörgu knatt- spyrnumönnum sem hann hefur hjálpað í atvinnumennsku og á hann þakkir skilið fyrir það. svara, að það er siður en svo, að dregið hafi verið úr hraðamæling- um, eða öðru umferðareftirliti m.a. þá sýna eftirfarandi tölur þetta. Fyrstu fimm mánuði árið 1976, þá voru 625 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík, en á sömu fimm mánuðum í ár, er tala þeirra, sem hafa verið kærðir fyr- ir ökuhraða, orðin 1174. Hraðamælingar og annað al- mennt umferðareftirlit, er ekki íhlaupavinna heldur skipulagt starf margra manna, þar er leið- beiningastarfið er númer eitt og kærum aðeins beitt, er aðrar leið- ir eru ekki færar. Einnig minnist ökumaðurinn á stöðubrotin og er það rétt ábend- ing, því þrátt fyrir að á fjórða þúsund ökumanna hafi verið kærðir á þessu ári óg sektaðir fyrir en sekt fyrir hvert brot er 3.000,- krónur, þá virðist ástandið lítið batna og þarf því sannarlega að herða eftirlitið, jafnframt því að borgaryfirvöld verða að leysa vanda ökumanna með stór aukn- um bílastæðum. Ég þakka svo ökumanni fyrir- spurnirnar, sem gefa tækifæri til að upplýsa þetta og jafnframt tek ég undir síðustu orð hans, en þar segir: „Þessa hlið umferðarmenn- ingarinnar þyrftu ökumenn að taka til gaumgæfilegrar athugun- ar og lagfæringar." Oskar Ólason yfirlögregluþjónn." „Þetta er gæfulegur unglingur. Það er svo bjart yfir honum.“ Þessi orð voru mælt af skagfirzk- um bónda, sem hafði þann starfa í vegavinnu að moka úr malar- hlössum, sem flutt voru að í hesta- kerrum, en strákar og unglings- piltar teymdu hestana. Þá voru bílar enn lítt þekkt tæki til slfkra starfa. Viðmælandi bóndans og samstarfsmaður horfði um stund á eftir umræddum pilti og kinkaði því næst kolli til samþykkis. Þar með var sú .staðhæfing útrætt mál, enda næsti kúskur þegar kominn á staðinn og beið af- greiðslu. Þessi gæfulegi, svipbjarti ungl- ingur er fimmtugur í dag. Þá var hann löngum nefndur Ragnar í Sólheimum. Nú er hann sóknar- prestur í Hallgrimskirkju í Reykjavík. Ragnar Fjalar Lárusson er fæddur að Sólheimum í Blöndu- hlíð i Skagafirði. Foreldrar hans voru Jensina Björnsdóttir, fyrrv. prófasts í Miklabæ og sr. Lárus Arnórsson prestur í Miklabæ. Hann ólst upp í Sólheimum hjá móður sinni. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum á Ak- ureyri vorið 1948 og embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla ís- lands i janúar 1952. Þá um vorið vigðist hann til Hofsósspresta- kalls í Skagafirði. Veitingu fyrir Siglufjarðarprestakalli fékk hann snemma árs 1955 og frá 1. janúar 1968 var hann skipaður sóknar- prestur við Hallgrimskirkju i Reykjavík. Sr. Ragnar kvæntist hinn 16. júní árið 1951, Herdisi Helgadótt- ur hjúkrunarkonu frá Akureyri. Þau eiga 6 börn. Elzt þeirra er Guðrún, búsett i Svíþjóð, gift Ei- riki Briem, sem stundar við- skiptafræðinám í Svíþjóð; Þór- steinn guðfræðinemi, kvæntur Elsu Guðmundsdóttur; Valný Helga, við nám í hjúkrunarfræð- um, gift Magnúsi Ingimundarsyni háskólanema; Lárus læknanemi, unnusta hans er Þóra Tryggva- dóttir; Ragnheiður Jensína hjúkr- uriarfræðinemi og yngst er Hall- Framhald á bls. 30 Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur óskar eftir sölufólki til aðselja merki þjóðhátiðardagsins 1 7. júní. Sölufólk komi að Frikirkjuvegi 11 á 17. júní kl 10.00 Góðsölulaun. Nýkomnir kvenskór úr mjúku leðri, leðursólar. Stœrð 37—41 Litur hvltt Verð kr. 6.400. — Stærð 36—41 Litur hvítt og svart Verð kr. 6.400 - Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 26. Re3!— Dc6 (Þvingað, því svartur verður að geta svarað 27. Rf5 með Df6) 27. Hf6! — e6, 28. Rf5! og svartur gafst upp, þvf að eftir 28.. ,exf5 29. Hxc6 — bxc6, 30. exf5 er staða hans auðvitað gjörtöpuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.