Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 19 Hákon Hjaltalín Jónsson - Fæddur. 17. ágúst 1910 Dáinn 7. júnl 1977 I dag er til moldar borinn svili minn Hákon Hjaltalin Jónsson, sem andaðist á heimili sínu 7. júni. Hákon var fæddur og uppalinn í Reykjávík, og voru foreldrar hans hjónin Jón Hjaltalín Kristinsson, málarameistari, og kona hans Ingibjörg Egilsdóttit. Faðir hans af gömlum Reyk- vízkum ættum, en móðir hans ætt- uð úr Mosfellssveit. Hákon var alla tið heilsuhraustur, en hafði þó kennt lasleika að undanförnu. Andlátsfregn hans kom þó mjög að óvöru. Hákon var minn nánasti vinur allt frá barnæsku. Við ól- umst upp í Vesturbænum. Vorum báðir félagar i KR og í knatt- spyrnuliði þess á okkar yngri ár- Minning um. Siðan hefur vinátta okkar haldist óslitið, án þess að skugga hafi þar nokkurn tima borið á. Hákon var bókhneigður, og las mikið, og kunni vel skil á mönn- um og málefnum. Hann hafði mikinn áhuga á skák, og eru þær skákir ótaldar, sem við höfum teflt saman. Eins og faðir hans, hafði Hákon yndi af söng og tón- list. Hákon hóf störf með föður sín- um ungur, og við andlát hans árið 1933 fékk hann málarameistara réttindi. Mun enginn áður svo ungur hafa fengið slík réttindi. Hann var mjög vandvirkur í sín- um störfum, en þó voru afköstin mikil. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Elínu Fanneyju Ingólfsdóttur árið 1935, og eign- uðust þau þrjá syni, Jón vél- virkja, sem er látinn, Ingólf barnalækni, sem kvæntur er Kristrúnu Magnúsdóttur, og Gunnar lögg. endurskoðanda, sem er kvæntur Helgu Stefánsdóttur. Barnabörnin eru fimm, og dáðist ég að því hve þau voru hænd að honum, og hve glaður hann var í nærveru þeirra. Ég vil að leiðarlokum þakka vini minum ógleymanlegar sam- verustundir, sem mér munu aldrei gleymast. Ég og kona min sendum Fanneyju, börnum hennar og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Margeir Sigurjónsson. Fáein kveðjuorð frá barnabörnum: Okkur langar til að minnast með fáeinum línum afa okkar Hákonar Hjaltalin, sem lézt þriðjudaginn 7. þ.m. tæplega 67 ára. Betri afa var vart hægt að hugsa sér. Hann var sérstaklega barngóður og fór það ekki fram hjá neinum, sem til hans þekktu. Þannig tóku mörg frændsystkini okkar það upp hjá sér að nefna hann einnig Hákon afa og lfkaði honum það mjög vel. Hvergi leið honum betur heldur en þegar við börnin hans vorum í kring um hann. Hann hafði jafn mikinn áhuga fyrir öllu þvi, sem við tók- um okkur fyrir hendur, hvort sem um var að ræða nám eða leik. En hvergi var hann ánægðari heldur en þegar við fórum öll saman upp í sumarbústaðinn þeirra afa og ömmu, sem þau höfðu gert svo skemmtilegan, en þar eyddi hann mörgum frístund- um sínum ásamt með okkur. Oft var hann búinn að minnast á það að núna í sumar væri kom- inn rétti timinn að sá yngsti í okkar hópi, rúmlega 1 árs gamall og sem ber nafn hans, færi að hlaupa um og leika sér með okkur í bústaðnum. Fjórum dögum áður en hann dó, gafst honum þó tæki- færi á að skreppa með litla nafna sinn upp i bústað og fylgjast þar með honum i leik. Söknuður okkar er mikill, en afi var veikur og við vitum að nú hvilist hann og við trúum þvi að hann muni halda áfram að fylgj- ast með okkur, þótt við sjáum hann ekki á meðal okkar lengur. Við biðjum Guð að geyma góðan afa okkar og styrkja ömmu okkar í hennar sorg. Afabörnin. mnu hluti hennar hefur verið sá sami árum saman, reyndar allt frá fyrstu útgerðarárunum. Öll skipt- höfnin sér nú á bak góðum vini. Ég veit að mér er óhætt að mæla fyrir munn hennar allrar, þegar ég þakka fyrir öll þessf góðu ár með Gunnari. Gunnar var fæddur hinn 2. des. 1922 í Ögri í Norður- ísafjarðarsýslu. Hann var þriðja barn hjónanna Hermanns Her- mannssonar, útvegsbónda Sval- barði í Ögurvik og konu hans Sal- óme Rannveigar Gunnarsdóttur, en alls voru börnin ellefu: Anna, Þuríður, Gunnar, Þórður, Sig- ríður, Karitas, Sverrir, Gisli Jón, Halldór, Guðrún Halldóra og Birgir. Gunnar fór að stunda sjó strax innan við fermingu og lauk prófi frá Sjómannaskólanum i Reykja- vik árið 1947. Árið 1956 — '59 var hann skipstjóri á Faxaborginni, en siðan á Eldborgunum þremur. Gunnar var kvæntur Kristínu Önundardóttur frá Neskaupstað og áttu þau fimm myndar börn: Bjarna, skipstjóra, sem hefur ver- ið með Eldborgina á móti föður sinum að undanförnu, Salóme Rannveigu, bankaritara, Kristján, háskólanema, Harald og Kristjönu. Eru tvö hin síðasttöldu innan við fermingu. Þá átti Gunnar einn son, Hafsteinn, áður enn hann kvæntist. Með þessum fáu orðum vil ég og fjölskylda min votta fjölskyldu Gunnars. og ástvinum öllum dýpstu samúð, og þá ekki sizt öldruðum foreldrum hans, sem sjá nú á bak syni sinum langt fyrir aldur fram. Þórður Helgason. Gunnar Hermannsson skipstjóri — Minning Vinur minn og félagi Gunnar Hermannsson hefur skyndilega horfið úr okkar hópi og fer útför hans fram á morgun. Fregnin um að hann hefði orðið bráðkvaddur kom eins og reiðarslag. Aldrei hafði ég orðið þess var að hann kenndi sér nokkur meins og mér fannst hann alltaf allra manna hraustastur. Þegar við kveðjum Gunnar i dag lít ég yfir langa og góða sam- vinnu okkar og ég er forsjóninni þakklátur fyrir að leiðir okkar skyldu liggja saman, þvi að betri og skemmtilegri samstarfsmann en Gunnar get ég ekki hugsað mér. Hann var vinur og félagi í starfi og leik. I rúmlega tvo ára- tugi, eða nánar tiltekiið i 21 ár höfum við verið saman til sjós, þar af i 17 ár saman i útgerð. Við vorum um þritugt, hann þremur árum betur, en ég nokkru yngri, þegar leiðir okkar lágu saman I skipsrúmi á Faxaborginni árið 1956. Fjórum árum siðar, eða árið 1960, byrjuðum við svo á útgerð saman. Allt frá þvi að við hittumst fyrst á Faxaborginni höfum við fetað sömu slóðina og aldrei i öll þessi ár hefur hlaupið snurða á sam- vinnu okkar. Gunnar var slikur maður, að til þess var engin von. Það er margs að minnast og allar eru minningarnar um Gunnar góðar. Mann brestur orð. Gunnar var einstakur maður. Hann var leiðtogi, sem átti auð- velt með að láta aðra fylgja sér. Geðprýðin var sérstök og aldrei minnist ég þess að hann hækkaði róminn við skipsstjórnina. Hann þurfti þess ekki, þvi að hann bar af sér slika persónu. Gunnar var mjög sjálfstæður I öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann fór sínar eigin götur, hvað sem öðrum leið. Hann elti engan, en fór sínar eigin leiðir. Ég minnist þesS, að einhvern tim- ann, þegar það barst I tal, hvar aðrir voru að fiska og hvað þeir fengu, þá sagði hann: „Þeir eru í útgerð fyrir sig, við erum i útgerð fyrir okkur." Og svo var haldið á allt önnur mið. Þau reyndust ekki síðri. Kunnáttu Gunnars sem fiski- manns þarf ég ekki að tíunda. Hún er landsþekkt og um liana vitna aflatölur. En Gunnar var ekki vara mikill fiskimaður, held- ur jafnframt mikill sjómaður. Skipið með öllum þess búnaði lék í höndum hans. Mér sem vélstjóra er t.d. minnisstætt hve vel hann kunni að nota vél skipsins. En Gunnar var líka félagi og vinur allrar skipshafnarinnar. Hann var frjálslegur, hress og glaður í hópi skipsfélaga og lét sér annt um hag þeirra allra. Ótaldar eru þeir námsmenn, sem fengu rúm hjá Gunnari til þess að létta sér róðurinn á námsárunum. — Með svo góðum félaga og skip- stjóra fór ekki hjá því, að skips- höfnin yrði mjög samtaka og stór Látið frómasið þiðna fyrir neyslu. 0,85 Iftrar, th Aoitron Fromas ess Bragðast Ijomandi eitt ser. eða t.d með: niðursoðnum á\ö\tum. íssósu. þévttum rjóma eða rjómaís. auðv eidlt er dííið í sióðand ur forminu Geymsla Geymsluþo! Þiðnar á: Næringarefni i 100 g (frystikistu - 18°C I frystihólfi kæliskáps - 3°C ( kæliskáp + 5°C Við stofuhita (óopnaðar umbuðir) 5-6 mán u.þ b. 3 sólarhringa u.þ.b. 24 klst. u.þ b 3 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. Tilbúið til neyslu Tilbúið til neyslu u.þ.b. 150 hitaein. 7,5 g feiti 5 g prótín 17,0 g kolvetni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.