Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skjalavarsla Opinber stofnun óskar að ráða starfs- mann til skjalavörslu, símavörslu og aðstoðar á skrifstofu. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudag 20. þ.m. ! Framkvæmdastjóri Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga aug- lýsa hér með lausa stöðu framkvæmda- stjóra samtakanna. Umsóknir um stöðuna þurfa að hafa borist skrifstofu samtak- anna, Austurvegi 22 Selfossi, fyrir 20. júní n.k. Ritari Opinber stofnun óskar að ráða ritara hið fyrsta. Laun samkvæmt B-09 í launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, er greini aldur menntun og fyrri störf sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir 20. júní n.k. merkt „Ritari: 2382". Sendibílastöð Hafnarfjarðar Óskum eftir bílum á stöðina upplýsingar í síma 51111. Atvinna óskast 23 ára stúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn. Er vön afgreiðslu. Upplýsingar í síma 75041. Húseigendur — Húsbyggendur Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkum. Upplýsingar í síma 75415 eftir kl. 19. Tölvari óskast Stórt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða tölvara (Operator). Við leitum að manni, sem: — hefur góða enskukunnáttu — er tilbúinn að taka á verkefnum af dugnaði — hefur atorku og frumkvæði Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins merktar : „Tölvari — 21 52" sem fyrst eða eigí slðar en 26. júní n.k. Bankaritari Innlánsstofnun óskar að ráða banka- ritara til framtíðarstarfa. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 21. júní merkt: Bankaritari — 2379. r Oskum að ráða Ungling til að þvo og yfirfara bíla. Framtíðarstarf kemur til greina. Þarf að geta byrjað strax. Bílaleigan Geysir Laugavegi 66. Sími: 24460 og 28810. Hárgreiðslusveinn óskast Eins hárgreiðslusveinn sem vill sér- mennta sig í lit og permanentum. Mögu- leikar á þægilegum starfsíma. Frekari þjálfun og menntun fylgir. Salon VEH s. 85305 Bílstjóri óskast Bílstjóri með meirapróf óskast strax. Ráðningartími 4 mánuðir. Ferðir um allt land. Upplýsingar í síma 1 7430. Kennarar óskast að Bjarnastaðaskóla á Álftanesi. Um er að ræða tvær stöður, almenna kennslu í 1. — 6. bekk grunnskóla. Nánari upplýs- ingar veitir Valgeir Gestsson í síma 53828. Nokkra kennara vantar við grunnskóla Grindavíkur þar á meðal eðlis- og stærðfræðikennara og handa- vinnukennara stúlkna. Upplýsingar í sím- um 8250 og 81 19. Við Menntaskólann við Hamrahlið eru lausar til umsóknar kennarastöður i stærðfræði og eðlisfræði (16 staða) Æskilegt er að umsækjendur geti kennt báðar þssar námsgreinar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um namsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júlí n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. júní 1977 Lausar stöður Við Flensborgarskólann I Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru lausar kennarastöður i eftirtöldum kennslugreinum: viðskipta- greinum (hagfræði, bókfærslu o.fl ), stærðfræði, sérgreinum heilsugæslubrautar (V6 staða) félagsfræði og sálarfræði. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsöknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júli n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. júní1977 Ritari Sérskóii vill ráða ritara frá 1. ágúst n.k. Góð vélritunarkunnátta og gott vald á ensku og einu norðurlandamáli nauðsyn- legt. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, sendast afgreiðslu Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Rösk — 2378". Gjaldkeri — Ritari Óskum að ráða starfsmann til gjaldkera og ritarastarfa. Góð vélritunarkunnátta og verzlunarpróf áskilið, ásamt öruggri og þægilegri framkomu. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Verzlunarráðs Islands. Verzlunarrád íslands, Laufásveg 36, R. Starfsmaður vörulager Stórt útflutningsfyrirtæki auglýsir eftir starfsmanni til starfa við innpökkun á fatnaði til útflutnings. Hreinleg vinna. Tilboð, er tilgreini fyrri störf, sendist augld. Mbl. merkt: „Á—2383" fyrir 23. júní. Einkaritari forstjóra Stórfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða einkaritara forstjóra sem fyrst. Nauð- synlegt er að viðkomandi hafi hraðritunar- kunnáttu (enska) til greina kemur erlend- ur einkaritari, með starfsreynslu á íslandi. í boði eru há laun auk hlunninda. Tilboð merkt: „Executive—2383", sendist blað- inu fyrir 21. júní. Hagvangur hf. óskar að ráða Sölu- og deildarstjóra fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið: —Traust og vaxandi innflutningsfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. í boði er: — Starf sölustjóra, er getur af dugnaði unnið að uppbyggingu sérstakrar deildar, sem nú er í vexti og mótun. — Sjálfstætt starf, sem felur I sér sölu bifreiðavarahluta og vörupantanir. Bréfa- skipti (á ensku) og viðskipti við erlenda aðila. — Ágæt laun. — Framtíðarstarf. Við leitum að starfskrafti: — Sem hefur verzlunar- eða samvinnu- skólamenntun. — Sem hefur reynslu af deildarstjórn eða sjálfstæðum rekstri. — Sem hefur áhuga og reynslu í verzlun bifreiðavarahluta. — Sem getur unnið sjálfstætt að áfram- haldandi uppbyggingu viðkomandi deild- ar. -— Sem getur stundað enskar bréfaskrift- ir og unnið birgða- og söluáætlanir. — Sem getur hafið störf í ágúst — september 1977. Byrjunartími getur þó hafizt fyrr. — Sem er á aldrinum 25—35 ára. Skriflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir menntun, starfsferil og mögulega með- mælendur, sendist fyrir 21. júní 1977 til: Hagvangur hf. c/o Ölafur Örn Haraldsson, Rekstrar- og þjóðhagfræðiþjónusta, Klapparstíg 26, Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem algert trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.