Morgunblaðið - 28.06.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977
3
Ferðamennirnir banda-
rísku, talið frá vinstri:
Cathy Sternberg, Bar-
bara Reidhaar, Mark
Wolpa og Joan Ciark.
komst, þar eð hann er afgreiðslu-
maður þar og getur ekki hlaupið
langt og þar sem fáir voru í verzl-
unarerindum kaus hann að standa á
þröskuldi búðarinnar til að ná sér í
smá sólarglætu ,,Það er drepleiðin-
legt að hanga inni í svona góðu
'veöri," sagði Rúnar A Ingvarsson,
sem er átján ára gamall. „Annars hef
ég fengið minn sumarauka. því ég
er nýkominn frá Spáni."
Rúnar kvaðst selja hljómplötur í
Karnabæ Þar væru tvær plötur vin-
sælastar, önnur með hljómsveitinni
Abba og hin með Manhattan Trans-
fei\ sem syngja lagið „Chanson
d amour" og væru viðskiptavinirnir
aðallega á aldrinum fjórtán til
tvitugs.
P P Reykjavík
erengulíkj |
FÁTT breytir eins mikið um svip og fólk í miðbænum
þegar sólin lætur sjá sig þar eftir þó nokkra fjarvist eins
og undanfarið. Á sunnudagsmorgun kom hún upp óvenju
broshýr og enn skein hun skært í gær og skulum við vona
að á því verði framhald, þvl fáir hafa eins mikla þörf fyrir
sólina, sem fjörefnisgjafa eftir langan vetur og einmitt
fólkið í miðbæ Reykjavíkur.
því einangraðari verður mannssálin i
lifsgæðakapphlaupinu. Á írlandi er
fólkið enn þá fátækt og broshýrt.
Nei, ég hyggst ekki búa á írlandi
til langframa — hyggst hvergi búa
til langframa á þessari plánetu" —
bætti hún við hlæjandi. Og síðan:
..Þessi setning er ekki trúarlegs eðlis
og ekkert i þá áttina að himnariki sé
eini staðurinn, þar sem ég ætli að
búa til langframa, þvi ég hef enga
skoðun myndað mér á þvi hvort til
sé llf eftir þetta lif og það hefur
heldur ekkert að gera með sálar-
fræðina, þvl hún er I engu sambandi
við trú eins og margir virðast þó
álita. þvi i upphafi þessarar aldar
hugðust einhverjir sálfræðingar gera
hana að þeim visindum, sem hún er
ekki."
Við fórum að hugleiða þau orð
Sue Aylwin, að landarnir góndu
beint fram fyrir sig án þess að gefa
náunganum nokkurn gaum eftir að
Ijósmyndarinn hafði itrekað reynt að
festa vegfarendur á filmu, sem hið
skjótasta litu undan og gengu m.a.s.
svo langt að hlaupa yfir Lækjargót-
una á rauðu Ijósi, þegar þeir sáu
myndavélinni bregða fyrir.
Fyrir utan verzlunina Karnabæ
stóð þó ungur maður. sem hvergi
Ljósm. Hax.
Fátt er vinsælla myndefna en
broshýrar blómarósir að spóka sig i
góða veðrinu og þær fyrstu sem
urðu á vegi Rax Ijósmyndara
Morgunblaðsins i gær, voru einmitt
tvær slikar, sem kváðust vera að
koma úr sundlaug Vesturbæjar. Þær
heita Margrét ísdal og Herdís
Sveinsdóttir. Sú fyrrnefnda er flug-
freyja hjá Flugfélagi íslands og hin
er sjúkraliði. „Þegar vel viðrar er
ágætt að skella sér i laugarnar Þar
er lika nóg af sætum strákum. brún-
um og aðlaðandi. En við förum að
sjálfsögðu i laugarnar til að ná sama
takmarki. ekki bara þeirra vegna."
bættu þær við hlæjandi
..Það er blessuð blíðan," tautaði
gamall maður með mikið skegg um
leið og hann gekk yfir Austurvöllinn.
Hann heitir Sígurður Guðmundsson
og tjáði okkur að nú væri fremur illt
I ári hjá sér, þrátt fyrir bliðvirðið, þar
sem hann væri atvinnulaus. „Það er
búiðað segja mér upp hjá Eimskipa-
félaginu en þar vann ég i þrjátiu og
fjögur ár sem vaktmaður Ég verð nú
sjötugur i ágúst og þeir hjá Eimskip
sögðu mér, að það væri hagræðing
fyrir þá ef ég færi. Þannig að nú
verðum við hjónin að lifa á ellilifeyr-
inum einum saman, sem er tuttugu
og þrjú þúsund á mánuði Þá hef ég
einnig verið slæmur til heilsunnar
hin siðari ár. þjást af vöðvarýrnun
og ekki bætti það úr skák að ég varð
fyrir árás á vakt I fyrra." Sagði
Sigurður siðan, að nú væri hann að
leita sér að atvinnu við vaktmanns-
störf til að geta séð sér og konu
sinni farboða og skulum við vona að
honum vegni vel I þeirri leit.
í Austurstrætinu stóð kona dökk
yfirlitum og broshýr, og alls ófeimin
við Ijósmyndarann. þannig að við
reiknuðum með að hún væri fremur
gestkomandi hér á landi en íbúi Og
sú ágizkun reyndist rétt. Konan er
ensk að ætt og uppruna, heitir Sue
Aylwin og er sáifræðiprófessor við
háskólann I Cork á írlandi.
Kom hún til íslands i fyrradag ein
sins liðs og hyggst staldra hér við í
þrjár vikur Sagðist hún vera sérlega
hrifin af húsþökum hér i bæ. þ.e.
bárujárnsþökunum, og hvernig lit-
um þau væru máluð i. Ástæðuna
fyrir þvi að hún valdi ísland til að
ferðast um I sumarleyfi sinu, sagði
Sue vera þá sömu og að hún hefði
valið írland til búsetu. „islenzku
fornsögurnar hafa heillað mig alla
tið og sú sérkennilega menning,
sem fylgir sögu landsins. Ég hef
hugsað mér að fara og sjá almenna
ferðamannastaði eins og Gullfoss og
Geysi og ganga mikið um, þvl
skemmtilegasti ferðamátinn er að
nota fæturna." Sue Aylwin kvaðst
hafa kennt sálarfræði við Cork-
háskóla siðastliðin fjögur ár. en
þangað hefði hún komið frá New-
castle ( Englandi, þar sem hún ólst
upp og stundaði nám. „Já. ég kann
mjög vel við mig á írlandi og kann
vel við fólkið, sem er vingjarnlegt og
gott við náungann Það skynjar og
veit að náungakærleikurinn borgar
sig, þvl maður er manns gaman og
sá greiði, sem maður gerir náungan-
um er yfirleitt endurgoldinn.
Það hafa verið mér ofurlitil von-
brigði að sjá hversu ólikir islending-
ar erum írum á þann veg, að þeir lita
ekki á mann á götu, heldur horfa
beint fram fyrir sig án þess að gefa
náunganum gaum Kannski er
munurinn fólginn i almennari vel-
megun hér en þvl meiri, sem hún er.
Herdls Sveinsdóttir og Margrét tsdal.
Sigurður
Guðmundsson.
Sue Aylwin.
m,m If
m
„Sést það á okkur að við erum
túristar?" spurðu þrjár stúlkur og
einn maður, sem svar við spurningu
okkar. Við þurftum þó ekki að spyrja
hvaðan þvi hreinurinn var auð-
heyranlega upprunninn vestan frá
Brandarlkjunum. Þau kváðust þvi
miður ekki staldra lengur við hér á
Islandi en einn sólarhring á leið
sinni til Evrópu, nánar tiltekið til
Luxembourgar og London og þaðan
áfram yfir eins mörg lönd megin-
landsins og tækifæri leyfir.
Stúlkurnar eru allar frá Idahofylki
en maðurinn læknir frá San
Francisco. Kváðust þau hafa kynnzt I
flugvélinni á leiðinni frá New Vork.
„Reykjavik er engu lik. svo yndis-
lega hrein og skemmtileg borg."
sagði ein stúlknanna sem er Ijós-
myndari og hin tóku undir.
w
Rúnar A. Ingvarsson.
RABBAÐ VIÐ FÓLK Á FÖRN-
UM VEGI í SÓLINNI í GÆR