Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977
5
Undirbúningur að
áframhaldandi uppgræðslu
í Vestmannaeyjum byrjaði
snemma i vor, en sáning og
dreifing áburðar hófst um
miðjan mai. Hefur verkið
gengið einstaklega vel með
miklum dugnaði þess fólks
sem lagt hefur hönd á plóg-
inn. Búið er að sá og dreifa
áburði í stór opin svæði og
fjöll, t.d. í allt Helgafellið
upp í % af hæð fellsins og
einnig er búið að sá upp í
miðjar hlíðar Eldfellsins,
hraunkantinn við Heima-
götu og alla kanta flug-
brautanna.
90% af þessu verki hefur verið
unnið af handafli, því ekki hefur
verið unnt að koma við tækjum á
þessu svæði vegna bratta. Einnig
hefur verið unnið við viðgerðir á
svæðum frá því í fyrra. I fyrra var
gerð tilraun með að setja niður
melgresi úr Botninum í Eyjum og
af Eiðinu á nýja hraunsvæðið og
hefur það heppnast mjög vel. 20
þús. slikar plöntur voru settar
niður á austustu svæðum Heima-
eyjar sem lentu undir ösku og er
allt að koma upp þar. Plantað var
með þeim hætti að hver planta
var gróðursett í bréfpoka þar sem
Vs hlutinn var mold og afgangur-
inn sandur.
í vor og sumar er búið að vinna
við svæði sem er alls 200 hektarar
og í það hafa farið 110 tonn af
áburði, 9 tonn af fræi og 7 tonn af
gúanómjöli, sem verksmiðjurnar i
Eyjum hafa að mestu gefið.
Við þetta verk hafa unnið um
50 manns, unnið af einhug við að
klæða öskusvæðin í græna kápu i
stil eldri hluta Eyjanna.
Yfirvinnubann og skyndiverk-
föll hafa tafið verkið nokkuð, en
ef fer sem horfir, verður ekki
langt þar til unnt verður að nytja
þessi ræktunarsvæði, en það er
talið nauðsynlegt til þess að halda
þeim vel við. M.a. hefur Páll
Árnason bóndi í Þorlaugargerði
komið með hugmynd um gras-
kögglaverksmiðju, en nauðsyn er
talin að slaka ekki á ræktuninni
fyrr en fullur árangur hefur
náðst. — á.j.
Meðfylgjandi myndir tók Sigur-
geir ljósm; Mbl. I Eyjum.
Fyrirlest-
ur um Há-
skóla SÞ
í dag, þriðjudag klukkan
17.15, flytur dr. Walter
Manshard, einn af aðstoð-
arrektorum hins nýstofn-
aða Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, fyrirlestur á
vegum Félags S.Þ. um há-
skóla þennan og starfsemi
hans hvað snertir hagnýt-
ingu og stjórnun náttúru-
auðlinda.
Fyrirlesturinn verður i stofu
102 I Lögbergi og hefst kl. 17.15.
Allt áhugafólk er velkomið.
Dr. Manshard, sem er kunnur
þýzkur raunvisindamaður, er
hingað kominn til viðræðna við
Islenzk stjórnvöld um Háskóla
S.Þ. og hugsanlega þátttöku ís-
lands f skólahaldinu.
Háskóli S.Þ. tók til starfa 1975
og eru stjórnstöðvar hans I Tokyo.
Ekki er hins vegar ráðgert að
háskólinn verði að öllu leyti þar
eða á neinum öðrum stað. Skólinn
er fremur hugsaður sem rann-
sókna- en menntastofnun. Eitt af
þremur meginviðfangsefnum Há-
skóla S.Þ. fyrst um sinn verður
hagnýting og stjórnun náttúru-
auðlinda og er dr. Manshard yfir-
maður starfsemi skólans á þvf
sviði.
Kvenfólkið gengur rösklega fram f s&ningunni f hlfðunt Eldfellsins, en Sáð f öskusvæðin ofan við bæinn og búið er að sá f hluta af hraunkant-
neðar sjást aðrar konur vinna með hrffur. inum sem teygir sig inn f byggðina miðja.
vörubifreióastjórar
verólækkun
á ^miim hjólbördum - ótrúlegt tilboó,
sem enginn ætti aó hafna - pantið strax
Framhjólamynstur
noo X 20/16 - 56.300
1000 x 20/14 - 52.600
900 x 20/14 - 47. 700
825 x 20/12 -36.600
JÖFUR HF.
Afturhjólamynstur
1100 x 20/16 - 57.800
1000 x 20/14 - 54.500
900 x 20/14 - 49.200
825 x 20/14 - 39.600
AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600
i