Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 22

Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNri977 Þrenna Gunnars í9marka leik ÁHORFENDUR sem sóttu leik KA og Reynis á Akureyri á laugardag fengu eitthvaS fyrír aurana slna. þ.e.a.s. ef fólk vill sjá mörk. Nfu mörk voru skoruð, KA skoraði sex sinnim en Reynir þrlvegis. Á köflum var um ágœta knatt- spymu að ræða, en þess á milli var IFtiS um tilþrif. Það var framherjinn skæði. Gunnar Blöndal, sem opnaði markareikning KA og sinn eigin, þegar hann skoraði á 8 min leiksins. KA-menn bætlu öðru marki sinu á 38 mln. Sigbjörn átti þá hörkuskot á mark Reynis, sem fór i Guðjón Harðarson, samherja hans, og þaðan I netið Reynir minnkaði siðan muninn með marki Péturs Sveinssonar á siðustu sekúndum fyrri hálfleiks Þegar í upphafi siðari hálfleiks settu KA-menn tvö mörk. Fyrst Ármann Sverrisson og tveimur minútum slðar Gunnar Blöndal, fjögur eitt fyrir KA. Um miðbik slðari hálfleiksins fullkomn- aði Gunnar Blöndal þrennu slna þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Ármann hafði átt skot á markið. Ör- skömmu sfðar minnkuðu Reynis-menn enn muninn Pétur Sveinsson skoraði þá eftir mikil varnarmistök KA-manna Á 30. mln. var dæmd vltaspyrna á Reyni Sigbjörn Gunnarsson fram- kvæmdi spyrnuna, en skaut himinhátt yfir Sigbjörn bætti þó fyrir mistök sln skömmu siðar. lék á tvo varnarmenn Reynis og skoraði slðan með góðu skoti Áður en yfir lauk bættu Reynis- menn einu markí við Ómar Bjarnason skoraði þá með skoti utan af kanti Eins og af úrslitunum má sjá var leikurinn afar opinn. Varnir liðanna voru slakar, einkum þó KA-vörnin sem gerði óteljandi byrjendavitleysur. Framllnan var hins vegar I stuði og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Gunnar Blöndal lék nú sinn besta leik I ár, og er greinilegt að hann er að násérástrik. 99 UDO BEYER MEÐ 21,46 AUSTUR-ÞJÖÐVERJAR sýndu það áþreifanlega um helgina hvert stórveldi þeir eru orðnir f frjálsum fþróttum er þeir unnu Sovétrfkin og Pólland glæsilega f landskeppni f frjálsum fþrótt- um f Karl Marx-stadt um helgina. Arangur Sovétrfkjanna olli vonbrigðum I þessari keppni, en eina heimsmetið, sem sett var á mótinu var þó eign sovézku stúlkunnar Tatiönu Storeschevu, sem hljóp 400 metra grindahlaup á 55,74. Sovétmenn mæta Banda- rfkjunum f landskeppni f frjálsum fþróttum við Svartahaf I lok vikunnar og er árangur þeirra f þessu móti ekki til að auka bjartsýni þeirra um sigur. Udo Beyer frá A-Þýzkalandi náði frábærum árangri f kúluvarpi en hann þeytti kúlunni 21,46 metra og er það langbezti árangur f greininni f heiminum f ár. Arangur Hreins Halldórssonar, 20.74 metrar, er þó enn mjög ofarlega á blaði. Hinn 19 ára gamli Eugen Ray vann Sovétmanninn Valery Borzov bæði f 100 og 200 metra hlaupum og er þessi ungi A-Þjóðverji greinilega gffurlegt sprett- hlauparaefni. Urslitin f keppninni urðu þessi: KARLAR: A-Þýzkaland 125 — Sovétrfkin 97, A-Þýzkaland 135 — Pólland 87, Sovétrfkin 128 — Pólland 95. KONUR: A-Þýzkaland 93 — Sovétrfkin 64, A-Þýzkaland 103 — Pólland 54, Sovétrfkin 93 — Pólland 64. Spennandi kenpni í Crystal Paface HEIMSMETHAFINN f mfluhlaupi, Nýsjálendingurinn John Walker, upplifði sjaldgæfa reynslu á miklu frjálsfþróttamóti f Crystal Palace f Englandi um helgina. Ekki nóg með að Walker tapaði hlaupinu heldur mátti hann gera sér fjórða sætið að góðu, en sigurvegari varð Bretinn Steve Owett. Allt útlit var fyrir öruggan sigur Walkers fram á síðasta hring, en þá brast hann þrek og hann missti örugga forystu sína. Walker, sem sigraði f 1500 metra hlaupi á sfðustu Ólympíuleikum, mátti gera sér að góðu að sjá undir iljaar þeirra Owetts, Wilsons Waigva frá Kenya og Ari Pauntonen frá Finnlandi. Tími Owetts var nýtt brezkt met, 3:54.69. Mike Boit frá Kenya tók ekki þátt f mfluhlaupinu eins og búist hafði verið við. Hljóp hann f staðinn 800 metrana, sem er hans bezta grein, og sigraði örugglega á 1:45.68. Var þetta annað 800 metra hlaupið á mótinu. t þvf fyrra sigraði heimsmethafinn Alberto Juantorena frá Kúbu og fékk hann 0,18 sekúndum betri tfma en Boit. Kúbumaðurinn sterki sigraði f 400 metra hlaupinu fyrri dag keppninnar á góðum tfma, 45.30. Að mótinu loknu sagði Juantorena að hann hefði heldur kosið að hlaupa einnig 800 metra seinni dag keppninnar og sleppa 400 metra hlaupinu er hann hefði vitað að Boit yrði þar meðal keppenda. — Ég er ekki hræddur við nokkurn mann, eins og ég sannaði f Montreal á síðasta ári, sagði Juantorena. Það voru mikil vonbrigði fyrir áhorfendur að fá ekki að sjá þessa kappa keppa saman. Juantorena var ekki eini maðurinn, sem sigraði f tveimur greinum á þessu mikla móti. Félagi hans og landi, Alejandro Casanas, gerði slfkt hið sama og f 110 m grindahlaupinu fékk hann tfmann 13,54. Don Quarrie frá Jamaica sigraði glæsilega f 200 metra hlaupinu á 20,69. Hasely Crawford frá Trinidad varð þriðji í þessu hlaupi á 20,92 sek., á milli þeirra varð Clancy Edwards frá Bandarfkjunum á 20,78.1 þessari grein var einnig keppt fyrri dag keppninnar og þá vann Quarrie einnig, en Crawford varð aðeins 1/100 úr sekúndu áeftir honum. Handknattleiks- þjálfarar Knattspyrnufélagið Týr í Vestmanna- eyjum óskar að ráða þjálfara fyrir þriðju deildarlið félagsins í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Ekki er skilyrði að þjálfarinn leiki með liðinu. Þeir sem hafi áhuga hafi samband við Guðmund Ólafs- son, Hrauntúni 6, Vestmannaeyjum. Týr Hafþór Jónasson skorar eina mark Völsunga f leiknum gegn Þrótti. (Ljósm. Börkur). Þóf er Þróttur vann Völsunga ÞRÓTTUR Reykjavík sigraði Völ- sunga 1—2, á Húsavfk á laugar- dag. Veðrið var mjög vont, rign- ing og kuldi, og setti það mark sitt á leikinn sem var þófkendur og illa leikinn af beggja hálfu. 1 fyrri hálfleiknum voru Þróttarar meira með boltann en samt tókst þeim ekki að skapa sér nein færi. Hins vegar fengu Völsungar tvö góð færi sem þeim tókst ekki að nýta. Á 42. min fengu Völsungar dæmda á sig hornspyrnu sem Þorvaldur Þorvaldsson tók. Hann sendi boltann inní teiginn þar sem Halldóri Arasyni tókst að skalla að marki. Boltinn lenti í polli og skaust þaðan undir Rúnar Arason markmann. í síðari hálfleik sóttu Þróttarar ákaft en vörn Völsunga stóð föst fyrir. Undir lok hálfleiksins snér- ist dæmið við og á 41. mín. skoraði Hafþór Helgason mark Völsunga eftir hornspyrnu sem Sigurkarl Aðalsteinsson tók. Þróttarar áttu svo siðasta orðið, á markamínút- unni, þegar Páll Óiafsson skoraði hálf klaufalegt mark sem skrifa má á markmann Völsunga. Bestu menn Þróttar í þessum leik voru þeir Halldór Arason og Þorgeir Þorgeirsson, en í liði Völ- sunga voru þeir Hermann Jónas- son, Sigurbjörn Viðarsson og Rúnar Arasdfi. Hreiðar Jónsson, dómari leiksins, stóð sig ekki sem skyldi og orkuðu margir dómar hans tvímælis. — BA Öruggur sigur Þrótt- ara í botnbaráttunni ÞRÓTTUR, Neskaupstað, vann þægilegan sigur f botnbaráttunni f 2. deild, er liðið lagði Reyni frá Arskógsströnd með 2 mörkum gegn engu á Norðfirði á laugardaginn. Hefði sigurinn getað orðið mun stærri eftir gangi leiksins og lyftu Þróttarar sér með þessum sigri nokkuð frá botni deildarinnar, en skildi sjómennina frá Arskógsströnd þar eftir með sárt ennið. Léku Þróttarar á móti vindi í fyrri hálfleiknum, en sóttu þó mun meira fyrstu 20 mínútur leiksins. Þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að skora og er leið á leikinn tóku Reynismenn aó sækja meira, en mest var þó um miðjuþóf. Á 17. mínútu seinni hálfleiksins skoraði Helgi Benediktsson fyrsta mark leiksins. Fékk hann knött- inn við vítateig. Lék á tvo varnar- menn Reynis og renndi knettin- um síðan af öryggi í markhornið fjær, framhjá markverðinum. Áfram sótti Þróttur og réð nú lögum og lofum á vellinum. Á 32. mínútu hálfleiksins skoraði Sig- urður Friðjónsson síðan gott skallamark eftir aukaspyrnu Helga Ben. og mistök í vörn Ár- skógsstrendinga. Fleiri urðu mörkin ekki, en báðir markaskor- arar Þróttar áttu góð færi I seinni hálfleiknum. Beztur í liði Reynis var Magnús Jónatansson, fyrrum þjálfari Þróttar, en nú þjálfari Reynis. Af Norðfirðingum stóðu þeir sig bezt Magnús Magnússon og Sigurður Friðjónsson, en Helgi Benedikts- son var einnig „sæmilegur". Óli Fossberg frá Eskifirði dæmdi leikinn og stóð sig vel. — HB/ — áij SeHyssingum gef- iö stig á Isafirði SELFYSSINGAR náðu öðru stig- inu 1 leik gegn iBl í 2. deildinni á ísafirði á laugardaginn. Urslitin urðu 1:1 og skoruðu Selfyssingar jöfnunarmarkið úr vafasamri vítaspyrnu rétt fyrir lok leiksins. Eftir gangi leiksins voru þetta 1 hæstá máta ósanngjörn úrslit, þar sem heimaliðið sótti nær látlaust allan leikinn. Það var greinilegt að Gylfi Þ. Gíslason, þjálfari Selfyssinga, þekkir vel til isfirðinga, en hann þjálfaði áður á Selfossi. Vissi Gylfi greinilega að ástæða var til að óttast lið heimamanna og stillti hann liði sinu upp í vörn í leikn- um. Voru yfirleitt 11 menn á vall- erhelmingi Selfoss I leiknum og flestir þeirra við vítateiginn. Örnólfur Oddsson skoraði mark ísfirðinga á 42. minútu fyrri hálf- leiks, er hann átti gott skot i stöng og inn. Tókst ísfirðingum ekki að skora fleiri mörk í leiknum þrátt fyrir mýgrút af tækifærum. Á 41. minútu seinni hálfleiksins skor- aði hins vegar Tryggvi Gunnars- son úr vítaspyrnu, sem dæmd var á markvörð iBÍ. Átti hann að hafa brotið á sóknarmanni Selfoss, en það brot sá enginn nema dómar- inn. — ÓÞ/ — áij Falleg mörkí slök- um leiktoppliðanna ÞAÐ VAR greinilega mikið 1 húfi á Laugardalsvelljnum á föstudag. er lið Armanns og Hauka mættust Leikmenn liðanna voru greini- Reyta stigin hvertaf öðru MIKIC SPENNA er nú I keppninni I 3ju deild I knattspyrnu á Austfjöröum. Leika liðin I einum riðli og skiptast á um að taka stig hvert af öðru Fjögur lið eru nú nær samhliða I baráttunni og hafa Austri Eskifirði, Einhverji Vopnafirðrog Leiknir Fáskrúðsffirði tapað tveimur stigum hvert félag, en Huginn á Seyðisfirði er búinn að missa 3 stig. Úrslit slðustu leikja fyrir austan hafa verið sem hér segir: Leiknir — Sindri 1:0 Einhveri — Hrafnkell Freysgoði, Breiðdalsvlk 0:2 Höttur — Austri 0:1 Sindri — Huginn 2:2 Leiknir -— Einherji 1:4 Huginn — Höttur 2:1 Tap Einherja gegn Hrafnkatli Freys- goða kemur mjög á óvart og verður spennandi að sjá hvað Breiðdælingar gera I sumar, en þar er þjálfari Birgir Finnbogason fyrrum landsliðsmark vörður I handknattleik. Þá átti enginn von á sigri Einherja gegn Leikni og það 4:1 á Fáskrúðsfirði. Annað kvöld leika Leiknir og Einherji aftur á sama stað. en nú f bikarkeppninni. Sigurvegarinn I þeim leik mætir slðan Þróni Nk I úrslitaleik I Austfjarðariðlinum. — HB/— áij lega mjög taugaveiklaðir og kom það niður á knattspyrnunni, sem liðin sýndu. Reyndar sóttu Hauk- arnir sig er leið á leikinn, og hefðu átt skilið bæði stigin, en Armenningar voru hins vegar talsvert frá sfnu bczta. Jafntefli varð f leiknum, 1:1, og eru liðin þvf bæði enn með 1 baráttunni á toppi deildarinnar þó KA og Þróttur hafi hlotið fleiri stig. Þó leikur þessara toppliða deildarinnar hafi verið slakur þá voru bæði mörkin mjög góð. Hið fyrra gerði Andrés Kristjánsson fyrir Hauka um rniðjan fyrri hálf- leikinn með góðu skoti. Armenn- ingarnir kvittuðu aðeins 4 mfnút- um siðar er Sveinn Guðnason sendi knöttinn með góðu skoti beint úr aukaspyrnu framhjá varnarvegg Hauka og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki, en í seinni hálfleiknum sótti Hauka- liðið mun meira. — GH/ — áij

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.