Morgunblaðið - 28.06.1977, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
HEIMSMET
í MÍLUNNI
Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI I
Bukarest fyrir skömmu setti
rúmenska stúlkan Natalia
Pi/ramarescu nýtt heimsmest f
ei ki-i mflu er hún hljóp á
4:23.8 mfnútum. Bætti hún
fyrra met ftölsku stúlkunnar
?aola C:cchi um 5.8 sekúndur.
aola Cacchi er fyrrum heims-
methafi f 1500 metra hlaupi
(4:02,9) og 3000 metra hlaupi
(8:56.6), enn hún varð brons-
verðlaunahafi í 1500 m. á
Ólympíuleikum f Munchen.
0 Á mótum í Svíþjóð hafa
þeir Hans Höglund og Ricky
Bruch kastað sæmilega langt.
Höglund kastaði kúlu 20.02 og
Ricky kringlunni 63,60 metra.
0 Silfurmaðurinn frá Montre-
al, Austur-Þjóðverjinn Wolf-
gang Schmidt, kastaði um
helgina 66.86 metra í kringlu-
kasti.
0 Ólympíumeistarinn í
kringlukasti 1972 Ludvik Dan-
ek, sem rui er 40 ára, sýnir
engin ellimörk því hann hóf
keppnistímabilið með 64,20
metra kasti. Ætlar hann scr
áreiðanlega stóran hlut á
Evrópumeistaramótinu í
frjáls-íþróttum sem haldið
verður í heimaborg hans, Prag,
á næsta ári. Danek hefur hlot-
ið gull, silfur og bronz á Ólym-
I píuleikum og gull og silfur á
| EvrópumeistaramótUm.
0 En það eru fleiri sem láta
aldurinn ekkert aftra sér.
Fjórfaldi Ólympíumeistarinn í
kringlukasti, Bandarikjamað-
urinn AI Oerter, hefur hafið
æfingar og keppni að nýju og
um helgina kastaði hann
kringlunni 62,20 metra. í vetur
greindi Morgunblaðið frá
þeirri ætlun Oerters að vera
meðal keppenda á Ólympíu-
leikunum í Moskvu, þá hátt á
fimmtugsaldri, en í þeirri frá-
sögn var hermt eftir Oerter að
hann gerði 'sig ánægðan með
60 metra kast í sumur. „Sá
gamli“ virðist því vera á hrað-
ari leið upp á toppinn en hann
hafði sjálfur spáð.
Erfiður róður hjá sundlands-
liðinuíátta landa keppninni
LANDSLIÐIÐ f sundi fær erfitt verkefni um næstu helgi, en þá fer fram átta-landa keppni f
sundlaugunum f Laugardal. Keppt verður f 26 greinum, eifin keppandi frá hverri þjóð keppir f hverri
grein. Auk tslands taka þátt f mótinu Noregur, Spánn, Sviss, Skotland, Wales, Belgfa og tsrael.
Landsliðið skipa systkinin Þór-
unn, Axel og Hermann Alfreðs-
börn, öll úr Ægi, Bjarni Björns-
son, Ægi, Hafliði Halldórsson,
Ægi, Hulda Jónsdóttir, Ægi, Sig-
urður Ólafsson, Ægi, Sonja Hreið-
arsdóttir, Ægi. Frá Selfossi kem-
ur Ólöf Eggertsdóttir, Vilborg
Sverrisdóttir úr Hafnarfirði og
Ármenningarnir Árni Eyþórsson
og Guðný Guðjónsdóttir.
Róðurinn verður eflaust erfiður
hjá íslenzka sundfólkinu á þessu
móti og líkiega verður það hlut-
skipti íslenzka liðsins að berjast á
botninum. Hefur íslenzka liðið að-
eins einu sinni komist f 7. sæti í
þessari keppni, það var árið 1973
og þá munaði ekki nema einu
stigi að landinn næði 6. sætinu.
ísraelar hafa ævinlega verið við
hlið íslendinga á botninum í
keppninni.
Þrátt fyrir að íslenzka liðið
verði tæplega oft í verðlaunasæt-
um í keppninni má búast við góð-
um árangri í nokkrum greinum
og ekki er ólíklegt að einhver
íslandsmet falli. Mestar likur á
því eru í boðsundunum og hjá
þeim Þórunni, Sigurði og Sonju.
Er Sigurður Ólafsson reyndastur
íslenzka sundfólksins, hann hefur
tíu sinnum tekið þátt í lands-
keppni fyrir íslands hönd, en
fimm nýliðar eru í liðinu Guðný,
Ölöf, Hulda, Hermann og Hafliði.
Við spurðum Guðmund Þ. Harð-
arson landsliðsþjálfara að því á
dögunum hvernig hann héldi að
röðin yrði á mótinu. — Ég hef trú
á að Norðmenn sigri, þeir hafa
lagt gífurlega vinnu í unglinga-
starfið undanfarin ár og byggt
sundíþróttina markvisst upp. Þá
hefur landsliðsþjálfari þeirra far-
ið vftt og breitt um landið til
aðstoðar félögunum. Til nokkurra
þeirra fremstu hefur hann ekki
komist reglulega vegna fjarlægð-
ar, en sinnt þeim í staðinn með
bréfaskriftum. Auk þess hafa
norskir sundmenn gert talsvert af
því að æfa í Bandaríkjunum með
góðum árangri.
— Ætli Skotar verði ekki í öðru
sæti, síðan Spánverjar, Belgar,
Walesbúar, Svisslendingar, ísra-
elar og við rekum trúlega lestina.
Ég geri mér engar gyllivonir. Þó
svo að við verðum ekki í fremstu
röð á þessu móti, þá verður örugg-
lega skemmtileg keppni í flestum
greinum. Þarna er mikið af fólki,
sem keppt hefur í úrslitum á
Evrópumótum og ég geri mér von-
ir um góðan sundárangur á mót-
inu.
— Hvað kostar að halda svona
mót?
— Ég er ef til vill ekki rétti
maðurinn til að svara þessu, en
Sundsambandið þarf að greiða
allt uppihald fyrir landsliðin sjö í
þrjá daga hér á landi og það kost-
ar talsvert fé. Mér hefur verið
sagt að þegar allt kemur til alls
verði kostnaðurinn ekki undir 4
milljónum króna.
'—
SUNDLANDSLIÐIÐ, sem verður f eldlfnunni f átta—landa keppninni
um næstu helgi. Frá vinstri: Ölöf Eggertsdóttir, Selfossi, Hafliði
Halldórsson, Ægi, Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, Hulda Jónsdóttir, Ægi,
Guðný Guðjónsdóttir, Ármanni, Bjarni Björnsson, Ægi, Sigurður
Ólafsson, Ægi, Vilborg Sverrisdóttir, Sundf. Hafnafjarðar, Axel Al-
freðsson, Ægi, Hermann Alfreðsson, Ægi, Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi
og Árni Eyþórsson, Ármanni. Fyrir aftan Iiðið eru landsliðsþjálfararn-
ir Olafur Gunnlaugsson og Guðmundur Þ. Harðarson. (Ljósm. RÁX).
„Meðan viö ekki sam-
einum kraftana hjakkar
alltí sama farínu hjá okkuK7
ALLS EKKI er hægt að segja að sundíþróttin hafi verið f dvala á íslandi undanfarin
ár, stöðugt æfir aiistór hópur ungs fólks sund með keppni fyrir augum. Sá hópur er
örugglega stærri nú en fyrir nokkrum árum. Eigi að síður drögumst við aftur úr og
sennilega er landsiið íslands í sundi nú það lakasta í Evrópu, en hver er ástæðan?
— Ástæðurnar fyrir þessu eru margar, en þó er rétt að það komi fram strax
taisverðar framfarir hafa orðið f sundinu hér á landi undanfarin ár og landsliðið
núna myndi sigra landsliðið frá 1973 í keppni. Hins vegar hafa framfarirnar ekki
orðið eins miklar og æskilegt væri og við höfum dregist talsvert aftur úr upp á
síðkastið, segir Guðmundur Þ. Harðarson landsliðsþjálfari í sundi, en hann hefur
verið manna ötulastur við uppbyggingu sundfþróttarinnar hér á landi sfðasta
áratuginn.
— I fyrsta lagi má nefna að við
höfum ekki nægilega marga hæfa
sundþjálfara og í rauninni ekki
nógu marga þjálfara í sundfþrótt-
ínni til að fylla upp í æskilegar
stöður — hvað þá að þeir séu
hæfir til starfsins. Aðstaða sund-
fólksins er alls ekki nægilega góð,
en til að ná árangri þarf sund-
maðurinn að æfa allt árið tvisvar
á dag. Slíkt gerir enginn maður í
fullri vinnu til lengdar. Það er
helzt meðan fólkið er í skóla að
slfkt er hægt. Okkar afreksfólk er
það ungt að allt önnur sjónarmið
eru gildandi hjá okkur en f flest-
um öðrum íþróttagreinum. Þetta
fólk þarf að fá sína sumarvinnu
þegar frf er frá skólanum og ég
held það væri ekki vitlaus byrjun
í sundkþróttinni, ef hið opinbera
myndi fást að styrkja íþróttina
meira, að borga sundfólkinu unga
kaup fyrir að æfa, sem samsvar-
aði kaupi í unglingavinnunni.
Slíkt getur varla kallazt atvinnu-
mennska, heldur greiðsla á vinnu-
tapi.
— Vegna fámennisins hjá okk-
ur, vegna þjálfaraskorts, vegna
skorts á tíma og plássi í laugum er
nauðsynlegt að taka upp meiri
samvinnu til að fá meira út úr
hverju þessara liða. í Reykjavík
æfa t.d. ekki fleiri sund en hjá
meðalstóru félagi úti í heimi. Það
myndi án efa verða til mikilla
bóta ef einhver aðili, t.d. Sund-
sambandið, sameinaði kraftana í
íþróttinni á suð-vestur-horninu til
samstarfs, ekki aðeins á félags-
lega sviðinu, heldur einnig og
miklu frekar á þjálfunar- eða
tæknisviðinu. Landsliðsþjálfari
gæti þá t.d. farið til félaganna og
hefði samræmt „prógramm" alls
staðar. Eða þá t.d. í Reykjavík að
afreksfólkið í félögunum yrði
sameinað undir einn þjálfara.
— Eins og málum er nú háttað
hjakkar allt i sama farinu og með-
an við getum ekki sameinað okk-
ur i ákveðnum aðgerðum drög-
umst við aðeins enn lengra aftur
úr. Bandarikjamenn, sem hafa nú
helzt verið orðaðir við einkafram-
takið, hafa brotið odd af oflæti
sínu innan félaganna og sameina
nú sitt bezta fólk ákveðinn tíma á
ári við æfingar hjá sínum beztu
þjálfurum. Þetta ákvað banda-
ríska ólympíunefndin að gera eft-
ir að kvennalandsliði þeirra fór
svo mjög hnignandi eins og raun
bar vitni.
— Þá er eitt atriði, sem er
alveg fyrir neðan allar hellur og
ég verð að minnast á. Undanfarna
vetur höfum við ekki fengið tíma
í Iaug fyrir unglingana fyrr en
klukkan 8 á kvöldin. Það er að
segja eftir löglegan útivistartfma
þeirra, eðlilega háir þetta ungl-
ingastarfinu hjá okkur.
— Fjárhagserfiðleikar Sund-
sambandsins eru miklir og gera
það að verkum að starfið verður
minna en æskilegt væri og fólkið
fær ekki nóg af hvetjandi verk-
efnum. Eins og þetta er f dag, þá
höfum við 8—landa keppnina ár-
lega og síðan Norðurlandamót,
Evrópumót og Ólympíuleika á
fjögurra ára fresti. Þessi verkefni
takmarkast við alltof þröngan hóp
og þarna hefur orðið afturför frá
því 1968—1973. Þá kepptum við á
móti öðrum þjóðum og háðar voru
landskeppni með 16—18 manna
landsliði gegn þjóðum eins og ír-
um, Skotum og Dönum.
— Síðastliðið haust gátum við í
rauninni setzt niður og valið 10 af
þeim 12, sem verða í landsliðinu f
8—landa keppninni um næstu
helgi. Þetta er lítið spennandi fyr-
ir hina og of auðvelt fyrir þau,
sem ganga að landssætum sínum
vísum, segir Guðmundur Þ.
Harðarson að lokum.
Sjálfsagt mætti lengi telja upp
vandamál sundfþróttarinnar og
þau eru ugglaust fleiri en hér
hefur verið drepið á. Það er bara
ekki nóg að rekja raunir sínar,
það verður eitthvað að gera. Guð-
mundur Harðarson er sér fylli-
lega meðvitandi um þetta og einn-
ig fleiri sundáhugamenn. En væri
ekki rétt að fara að ráðum Guð-
mundar og reyna að sameina
kraftana f stað þess að hver
krúnki í sínu horni og félaga-
rígurinn fæli jafnvel frá sund-
íþróttinni og dragi kraftinn' úr
öðrum?
-áij
Rætt viö Guðmund Þ. Harðarson um vandamál sundíþróttarinnar
BMBHII—WM
I