Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 28

Morgunblaðið - 28.06.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNI 1977 * GÓÐIR GOLFGESTIR í HEIMSÓKN HINGAÐ HINN 16. júlí n.k. koma hingað til lands 10 bestu atvinnumenn Skotlands í golfi og keppa 4iér við heimamenn. Langt er síðan íslenzkir kylfingar fengu áhuga fyrir að koma slfkri heimsókn á, og undirbúningur hefur staðið lengi. Ragnar Olafsson og félagar hans f landsliðlnu f golfi voru ekki meðal keppenda á Evrópumótinu, en hins vegar fð þeir skemmti- legt verkefni er skozku atvinnumennfrnir koma hingað til lands um miðjan næsla mánuð. Hinn 17. júlf feika skotarnir og Þorvaidur Ásgeirsson við fs- lendinga á Grafarholtsvelli þannig að S hverjum riðli verð- ur einn atvinnumaður ásamt þrem íslendingum. Leikið verð- ur eftir kerfinu „besti bolti“ sem er þannig, að á hverri holu telur sá sem farið hefur á fæst- um höggum og hver riðill kepp- ir sem eitt lið. Mánudaginn 18. júlf verður einnig keppt á Grafarholtsvelli og þá keppa atvinnumennirnir innbyrðis við íslenzka lands- liðsmenn. Leiknar verða 18 hol- ur fyrir hádegi og 18 holur sfð- ari hluta dags. Góð verðlaun, verða veitt og eru þar bæði peningaverðlaun og golfáhöld. Magir þekktir golfmenn eru að sjðlfsögðu f þessum tfu manna hópi skota en þekktastur meðal fslendinga mun vera David Huish sem er atvinnugolfleik- ari og kennari á West Links við Marine hótelið f Skotlandi, en þar hafa margir fslenzkir kylf- ingar dvalið. Stjórn Golfsambands Islands og Golfklúbbur Reykjavfkur hafa sýnt skilning og hjálpsemi við að koma þessari heimsókn á, en eftirtalin fyrirtæki standa að þessu Pro-Am móti: Tak h.f. á Akureyri.lslenzka útflutn- ingsmiðstöðin h.f. og Flugleiðir h.f. Þeir kylfingar sem áhuga hafa fyrir þátttöku f Pro-Am keppninni hafi samband við Einar Guðnason c/o Tak h.f. Akureyri, Óttar Yngvason, Islensku útflutningsmiðstöð- inni h.f. eða Birgi Þorgilsson Flugleiðum f Reykjavfk. Skotar Evrópu- meistarar SKOTUM tókst að verja Evrópumeistaratitil sinn f golfi áhugamanna en EM lauk að þessu sinni f Hollandi á sunnu- daginn. I sfðasta leiknum unnu Skotarnir lið Svfa 5:2. Frakkar unnU Dani með sömu tölum og urðu f þriðja sæti, Englend- ingar unnu Svisslendinga S‘/i:í'A f keppninni um fimmta sætið og Italir enduðu f 6. sæti með þvf að sigra V-þjóðverja 4:3. Islendingar voru ekki meðal keppenda á mótinu að þessu sinni vegna fjárskorts GSt, en röð annarra þjóða varð þessi: Wales, Noregur, Spánn, Irland, Holland, Beigfa, Austurrfki, Portúgal. VEL VARIST, ENGIN MÖRK Tveir harðir f baráttu um knöttinn, Ragnar Gfslason og Einar Friðþjófsson, Karl Sveinsson og Theódór Magnússon fyrir aftan þá. LIÐ VÍKINGS, sem er f þriðja sæti f 1. deildinni, lék sinn lakasta leik á keppnistfmabilinu er liðið mætti Eyjamönnum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Lið tBV var mun sterkari aðilinn f leiknum og það var ekki að undra þó ungur Vfkingur sönglaði „sértu stálheppinn...“ á leið sinni út af leiknum eftir að Vfkingum hafði tekizt að halda jöfnu, 0:0. Það var ekki rismikil knattspyrna sem liðin sýndu að þessu sinni, en nær allt það skemmtilega f leiknum kom frá Vestmannaeyingum. Hvað eftir annað náði liðið góðum sóknarlotum, en Vfkingar vörðust vel eins og oftast og tókst að hrinda öllum sóknaraðgerðum iBV-liðsins. Það var helzt í byrjun fyrri hálfleiksins að Víkingar voru eins og þeir eiga að sér, en eftir um 20 mfnútna leik fór ekki lengur á milli mála hvor aðilinn væri sterkari. Þó svo að leikurinn færi mest fram á miðjunni, þá voru það Eyjamenn, sem voru þar mun atkvæðameiri og réðu gangi leiks- ins. Tómas og Valþór fóru illa að ráði sinu i góðum færum og Dið- rik Ólafsson varði meistaralega gott langskot frá Einari Friðþjófs- syni, sem stefndi í samskeytin. Eitt gott marktækifæri áttu Víkingar í fyrri hálfleiknum, er Jóhannes Bárðarson komst einn innfyrir vörn ÍBV undir lokin. Missti hann knöttinn of langt frá sér og Sigurður Haraldsson var á undan honum að ná til knattarins. Strax á 1. mínútu seinni hálfleiks- ins fengu Víkingar sfðan bezta tækifæri leiksins er Theódór Magnússon stóð skyndilega einn og óvaldaður um 1 metra frá marklinu ÍBV. Náði hann ekki að skjóta, en knötturinn fór þó í fæt- ur hans og mátti Sigurður hafa sig allan við að verja. Varð Eyja- mönnum þarna hált á annars vel útfærðri „rangstöðutaktik" og voru ekki nógu fljótir frá marki sínu, eftir stutta sendingu Vik- inga úr horni og sfðan fyrirgjöf. Það voru þó Eyjamenn sem voru oftar í sókn, en færi þeirra voru þó ekki ýkja hættuleg. Er aðeins ein mfnúta var eftir af leiknum gerðist umdeild atvik í vítateig Víkinga og þeir voru margir, sem vildu þá fá víta- spyrnu. Sigurlás Þorleifsson og Helgi Helgason lentu þá f árekstri og féll Sigurlás. Þorvarður Björnsson dómari var nærstaddur er atvik þetta átti sér stað og sá hann ekkert athugavert við atvik- ið, en ekki voru allir á sama máli. Lauk leiknum því án þess að mark væri skorað og vörpuðu Vfk- ingar öndinni léttar að leik lokn- um. Víkingur-ÍBV 0:0 Texti: Ágúst I. Jónsson Mynd: Ragnar Axelsson Talsverð harka var í þessum leik og meiddist Viðar Elfasson í fyrri hálfleiknum og varð hann að yfirgefa völlinn. Braut Einar Friðþjófsson gróflega og algjör- lega að óþörfu á honum, dæmt var frfspark, en gjarnan hefði einnig mátt lyfta rauða spjaldinu. Bæði lið áttu sök á hörkunni, en þó einkum 2—3 menn í hvoru liði. Beztu menn liðanna að þessu sinni voru þeir Óskar Valtýsson og Tómas Pálsson hjá ÍBV, en Ólafur og Þórður stóðu einnig fyr- ir sfnu. Af Víkingum komst Dið- rik Ólafsson bezt frá þessari við- ureign, en Magnús Þorvaldsson var einnig drjúgur. Það vakti at- hygli að er Viðar Eliasson meidd- ist kom Theódór Magnússon inn á. Stóð hann sig hvorki betur né verr en aðrir leikmenn liðsins, en var þó kippt útaf á ný er 15 minút- ur voru eftir. Hefði þó verið næi að fjarlægja einhvern annan Vík- ing, þreyttari og lakari. Ólafur Lárusson þjálfari 1. og 2. flokks Vfkings, fyrrum leikmaður með KR, gerði sér það til dundurs meðan leikurinn stóð yfir að taka tfmann, sem knötturinn var í leik. Fékk Ólafur þá útkomu að f alls 55 af mínútunum 90 hefði knött- urinn verið f leik, en úr leik i heilar 35 mínútur! ! ! 628 áhorfendur sáu þennan marklausa leik, engináminning var gefin, en nokkrir leikmenn aðvaraðir. VlKINGUR: Diðrik Ólafsson 3, Ragnar Gfslason 2, Magnús Þor- valdsson 3, Eirfkur Þorsteinsson 1, Kári Kaaber 2, Helgi Helga- son 2, Róbert Agnarsson 2, Gunnar örn Kristjánsson 1, Viðar Elfasson I, Jóhannes Bárðarson 1, Hannes Lárusson 1, Róbert Agnarsson 2, Theódór Magnússon (vm) 1, Gunnlaugur Krist- fínnsson (vm) 1. IBV: Sigurður Haraldsson 2, Ólafur SigurvinssoA 3, Einar Frið- þjófsson 2, Friðfinnur Finnbogason 2, Þðrður Hallgrfmsson 3, Snorri Rútsson (vm) 1, Valþór Sigþórsson 2, Óskar Valtýsson 3, Sveinn Sveinsson 1, Tómas Pálsson 3, Karl Sveinsson 1, Sigurlás Þorleifsson 2, Þórður Hallgrfmsson 3. DÓMARI: Þorvarður Björnsson 3. STAÐAN I 1. DEILD STAÐAN I 2. DEILD: Akranes 10 7 1 2 17:6 15 KA 7 5 1 1 15:7 11 Valur 10 6 2 2 15i8 14 Þróttur, R 7 5 1 1 12:7 11 Víkingur 10 4 5 1 9:7 13 Haukar 7 3 4 0 9:4 10 ÍBV 10 4 2 4 10:9 10 Ármann 7 4 1 2 12:5 9 Breiðablik 10 4 2 4 13:12 10 Reynir, S 7 3 1 3 11:15 7 Keflavfk 10 4 3 3 12:13 11 tBl 7 2 2 3 7:10 6 Fram 10 2 4 4 12:14 8 Selfoss 7 2 1 4 6:8 5 FH 10 3 1 6 12:16 7 Völsungur 7 2 1 4 7:10 5 KR 10 2 2 6 15:18 6 Þróttur, N 7 1 3 3 6:9 5 ^ Þór 10 2 2 6 11:21 6 Reynir, Á 7 0 2 5 3:14 1 Lið vikunna Ómar Guðmundsson, UBK Óskar Færseth, IBK Jón Gunnlaugsson, lA Þórður Hallgrfmsson, IBV Magnús Þorvaldsson, Vfkingi Óskar Valtýsson, IBV Þór Hreiðarsson, UBK Atli Eðvaldsson, Val Karl Þórðarson, IA Gunnar Blondal, KA Tómas Pálsson, IBV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.