Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1977
Engar takmarkanir
á lúðuveiðum Fær-
eyinga og Norð-
manna við Island
ÞÆRfregnir hafa borizl frá Nor-
egi og Færeyjum að undanförnu,
að þarlendir llnubátar, sem leyfi
hafa til veiða innan 200 mflna
fiskveiðilögsögunnar við ísland,
hafi fengið gððan lúðuafla á
islandsmiðum I vor. Vegna þessa
hafði Morgunblaðið samhand við
Jðn B. Jðnasson deildarstjöra í
sjávarútvegsráðuneytinu og
spurði hann hve mikið af lúðu
skip frá þessum þjððum mættu
veiða á islandsmiðum. Kvað Jðn
engar takmarkanir vera á lúðu-
veiðum þessara þjðða við ísland,
þau skip frá þessum þjððum sem
leyfi hefðu til veiða hér, legðu sig
eftir að fá lúðu, en ekki væri vitað
um nein fslenzk fiskiskip sem
hefðu hug á að stunda lúðuveiðar.
— Nautakjöt
Framhald af bls. 48
verið leyft að flytja inn nokk-
uð af svínakjöti en það hefði
einungis verið bundið viö
notkun í kjötvínnslu hjá kjöt-
vinnslufyrirtækjum. — Bann
viö innfiutningi á kjöti er sett
vegna hættu á gin- og klaufa-
veiki og það er skemmst að
minnast þess, að fyrir nokkru
barst sú veiki til Þýzkalands
með kindakjöti frá Argentinu.
Við íslendingar höfum i land-
inu það mikið úrval af matvæl-
um að þó svo við hefðum ekki
völ á nautakjöti i tvær vikur,
þá er sú áhætta, sem samfara
e-r innflutningi á því, meiri en
svo að slikt sé ráðlegt, sagði
Páll aö lokum.
— Boris
Spassky
Framhald af bls. 48
setaembættis Alþjóðaskáksam-
bandsins. „Það hlýtur að vera
talsverð fórn fyrir Friðrik að
ákveða þetta framboð, þvi setj-
ist hann i forsetastól FIDE,
hlýtur skákin að verða útundan
hjá honum.
En Friðrik er maður mjög
vinsæll i skákheiminum og
þekktur sem traustur og heil-
steyptur persónuleiki. Ég óska
honum alls góðs. Hann mun án
efa vinna skákheiminum vel,
verði hann forseti FIDE, en það
verður líka sjónarsviptir að
missa hann svo mjög frá skák-
borðinu."
— Viðræður
á Spáni
Framhald af bls. 1
Carlos konung að taka aftur í her-
inn niu félagsmenn sem voru
dregnir fyrir herrétt í fyrra sak-
aðir um samsæri um byltingu.
í Madrid beitti lögregla kylfum
gegn 200 manns sem kröfðust
náðunar pólitískra fanga. Samtök
vinstriöfgamanna, Grapo, lýstu
sig ábyrg á sprengjuárás sem ollu
skemmdum í skrifstofum frjáls-
lynda blaðsins Diario 16 i gær.
Að sögn Jóns fengu Norðmenn
220—230 lestir af lúðu við ísland
i fyrra, en engar tölur eru til frá
Færeyjum. I þeim tölum, sem
Færeyingar gefa upp til sjávarút-
vegsráðuneytisins telst lúðan með
öðrum tegundum, og af þeim
fengu þeir 839 lestir við island á
siðasta ári, og er hér átt við fisk
sem bæði togar ar og linubátar
fengu.
— Tóku
rækjubát
Framhald af bls. 47
Morgunblaðið ræddi við hann, að
reglugerðin um bann við öllum
fiskveiðum á umræddu svæði
hefði verið sett áóur en farið var
að stunda djúprækjuveiðar, og
þær veiðar þvi ekki hafðar i huga
þegar hún var sett.
Þorvarður Kjerulf bæjarfógeti
á ísafirði sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann, að búið
væri að yfirheyra varðskipsmenn,
og skipstjóri bátsins kæmi fyrir
rétt í dag.
— Alþingi greiði
Framhald af bls. 2.
514.972 krónur, en hækkar um
mánaðamótin f 535.571 krónu. Af
sömu ástæðum og hækkun þing-
mannalauna hafa því ráðherra-
laun hækkað á rúmum mánuði
eða frá þvi f maf 50.317 krónur, en
laun forsætisráðherra um 53.075
krónur.
Utan þessara launa, sem nefnd
hafa verið, hafa allir þingmenn
ferðakostnaðarstyrk eða bifreiða-
styrk, sem nemur 300.000 krónum
á ári. Sú greiðsla er yfirleitt gerð
upp á 6 mánaða fresti. Þingmaður
utan af landi hefur og húsaleigu-
styrk, sem nemur 31 þúsund krón-
um á mánuði og hann fær greidd-
an dvalarkostnað I Reykjavik,
sem er 2.350 krónur á dag þann
tfma, sem þing situr eða rúmlega
70.000 krónur á mánuði.
Þingmenn, sem búsettir eru í
Reykjavik fá ekki þessar greiðsl-
ur, en ef þeir eru þigmenn kjör-
dæmis úti á landi fá þeir greiddan
húsnæðiskostnað á sumrin, milli
þinga, sem er hálfur á við það sem
utanbæjarmennirnir fá um þing-
tlmann. Báðar þessar tölur eru
lægri en nemur dagpeningum,
sem opinberir starfsmenn fá á
ferðalögum út um land, en þar er
nú fæði og húsnæði i sólarhring
virt á 6 þúsund krónur. Allar upp-
hæðirnar, er þingmenn fá, eru
ákvörðun þingfararkaupsnefndar
og tók hún siðast ákvörðun um
þessar upphæðir í október siðast-
liðnum og gildur hún, þar til ný
ákvörðun verður tekin.
Reglur þær sem hér um ræðir
hafa verið I gildi frá árinu 1971 og
hefur þingfararkaupsnefnd þar
engu breytt siðan, nema hvað
upphæðir húsaleigustyrks, dag-
peninga og bifreiðastyrks hafa
verið endurskoðaðar miðað við
verðlagsbreytingar.
Aukaferðir þingmanna út á
land I kjördæmi sín eru greiddar
samkvæmt reikningum, sem þing-
menn sýna að lokinni ferð og
breytast þær að sjálfsögðu sam-
kvæmt verðlagi á hverjum tíma.
Ferðirnar mega alls verða 24 á
ári. Þingmaður fær þó aðeins
ferðir greiddar, en uppihald ekki
fari hann heim til sín yfir þing-
tímann eða I kjördæmið. Fari
þingmaður að kjördæminu á eigin
bil, fær hann kílómetragjald eins
og hver annar opinber starfsmað-
ur, sem nú er 37 krónur á hvern
ekinn kilómetra. 300.000 krónurn-
ar eru ætlaðar til ferðalaga innan
kjördæmisins.
Þingmaður fær greiddan kostn-
að við rekstur eins sima og að
auki eru greidd öll sfmtöl, sem
hann hringir frá Alþingi. Reglur
um greiðslur vegna ferðakostn-
aðar eiga við, hvort sem menn eru
kjördæmakjörnir eða lapdskjörn-
ir. Landskjörinn þingmaður fær
greiddan ferðakostnað I það kjör-
dæmi, sem hann var í framboði i
við siðustu kosningar.
Ráðherrar fá engar greiðslur
frá Alþingi, nema þingfararkaup-
ið. Hins vegar greiða ráðuneytin
ferðakostnað þeirra.
— Síld
Framhald af bls. 47
mæti síldarinnar nemur um 900
milljónum króna, og til þess að
framleiða framangreint magn,
þarf rúmlega 6.200 smálestir af
fersksild.
Einnig hafa verið undirritaðir
samningar um sölu á 20.000 tunn-
um af sykur- og kryddsaltaðri síld
til Finnlands og var einnig samið
um hækkun á söluverði þangað.
Heildarsöluverðmæti síldar þeirr-
ar, sem samið hefur verið um við
Finna, nemur um 500 milljónum
króna. Tæplega 3.000 smálestir af
fersksild þarf til að framleiða hið
umsamda sölumagn til Finnlands.
í samningavióræðuum við hina
sovézku aðila tóku þátt af hálfu
Sildarútvegsnefndar þeir Gunnar
Flóvenz, framkvæmdastjóri, Har-
aldur Sturlaugsson, útgerðarmað-
ur, Jón Þ. Árnason, framkvæmda-
stjóri og Óskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands ís-
lands. Segir í fréttatilkynning-
unni, að gert sé ráð fyrir að síðar
verði teknar upp viðræður við
Sovétmenn um viðbótarmagn til
afgreiðslu á 1. ársfjórðungi 1978.
Þá er og gert ráð fyrir að undir-
búningsviðræður um sölu á salt-
aðri síld til Sviþjóðar hefjist i
næsta mánuði.
— Flugvél
grandað
Framhald af bls. 1
flutzt úr landi á einum mán-
uði.
Í London sagði talsmaður
brezka utanríkisráðuneytisins
í dag, að Bretar og Bandaríkja-
menn hyggóust senda alþjóð-
legt friðargæzlulið til Rhódes-
íu til að auðvelda aðlögun að
myndun meirihlutastjórnar
blökkumanna. Daily Mail segir
að Kanadamenn, Indverjar,
Ghanamenn og Nigeríumenn
vilji leggja til gæzluhermenn.
Jafnframt hefur Pieter van
der Byl utanríkisráðherra lýst
því yfir að stjórn hvita minni-
hlutans muni aldrei gefast upp
og verja hvern þumlung lands.
— Bretar slaka
á kröfu
Framhald af bls. 1
laga Breta hafi fengið misjafnar
undirtektir. Sumir gáfu í skyn, að
meira mundi miða i samkomu-
lagsátt á næsta fundi ráðherranna
í Brússel 18. júli.
Franski sjávarútvegsráðherr-
ann, Marcel Cavaille, tók hins
vegar harða afstöðu og hélt því
fram, að ekki mætti hrófla við
þeim rétti sem EBE-löndin nú
hafa til veiða í landhelgi annarra
aðildarlanda.
Austen Laing, formaður brezka
togarasambandsins, sem fylgist
með fundinum, lagðist gegn hug-
myndum um kvótaskiptingu.
Hann sagði að þótt samkomulag
tækist um kvóta tryði enginn að
hægt væri að framfylgja þeim.
í London sagði Bruce Millan
Skotlandsráðherra áður en hann
fór til Brússel, að Bretar veiddu
um 60% alls afla EBE og að viður-
kenna yrði þá staðreynd. Hann
sagði í yfirlýsingu að Bretar teldu
tillögur sínar um 50 milna einka-
lögsögu sanngjarnan samkomu-
iagsgrundvöll og að þær gætu
tryggt nauðsynlegustu hagsmuni
brezka sjávarútvegsins.
Síldveiðibann
F'rá Ole Wiirtz, frétta-
ritara Mbl. f Luxemborg:
Sjávarútvegsráðherrar EBE-
landanna samþykktu á fundi sin-
um að framlengja til 20. júlí bann
við sildveiði á hafinu milli Skot-
lands og írlands og á Eystrasalti
og samkvæmt áreiðanlegum
heimildum mun bannið vara út
árið.
Átta aðildarlandanna af níu
voru reiðubúin að leyfa að
minnsta kosti takmarkaða sild-
veiði á þessum hafsvæðum, en
Paddy Donegan, sjávarútvegsráð-
herra fráfarandi stjórnar írska
lýðveldisins, lagðist sem áður
gegn þvi.
Verið getur að breyting verði á
afstöðu íra þegar hin nýja stjórn
Jack Lynch tekur við völdum 5.
júlí, en háttsettir írskir diplómat-
ar draga það i efa.
í kvöld sagði John Silkin,
sjávarútvegsráðherra Breta, að
Bretar neyddust til að gripa til
einhliða ráðstafana til verndar
fiskstofnum þar sem Efnahags-
bandalagið hefði ekki getað fallizt
á bann við síldveiði í Norðursjó.
Aðeins Bretar og að nokkru
leyti írar styðja tillögu ráðherra-
nefndarinnar um algert bann við
sildveiói í Norðursjó til áramóta.
Brezkir embættismenn segja að
nú sé sennilegt aó Bretar banni
síldveiðar í 200 mílna lögsögu
sinni þegar núverandi bann renn-
ur út í júnílok.
Bruce Millan Skotlandsráð-
herra kvaðst ætla aó gefa Neðri
málstofunni skýrslu á morgun um
afleiðingar þess að viðræðurnar í
Luxemborg hefðu farið út um
þúfur.
— Hægrimenn
og Israel
Framhald af bls. 1
landamærunum i Golan-hæðum.
Þangað er aðeins hægt að komast
með því að fara um ísrael eða
Golanhæðir og ísraelsmenn hafa
hleypt þeim inn.
Slíka aðstöðu hafa israelsmenn
ekki áður veitt hægrimönnum i
Suður-LIbanon en stuðningur
ísraelsmanna við þá meó stór-
skotaliði, vistum og birgðaflutn-
ingum er ekki lengur leyndarmál.
Frá Kfar Shouba er hægt að gera
tangarsókn gegn vinstrisinnum.
Einna hörðustu bardagarnir I
Suður-Libanon geisa um sex km
frá Kfar Shouba. Barizt er á
tvennum vigstöðvum og straumur
flóttamanna frá Suður-Líbanon
hefur aukizt verulega.
— Auknar fram
framfarir í skák
Frambald af bls. 47
setakjörið á þingi Alþjóðaskák-
sambandsins annað haust.
Þessum 97 skáksamböndum
er skipað í 11 svæði; Vestur-
Evrópusvæði, Mið-Evrópusvæði
og Austur-Evrópusvæði, Sovét-
ríkin eru eitt svæði, Bandaríkin
annað og Kanada er eitt svæði,
sjöunda svæðið nær yfir Mið-
ameríku og Karbíahaf, það átt-
unda er Suðurameríkusvæðið,
níunda nær yfir Vestur-Asiu,
það tiunda yfir Austur-Asíu og
Ástraliu og ellefta svæðið er
Afriku og Miðjarðarhafssvæði.
Eins og komið hefur fram í
Mbl. hafa forsetar fyrsta og
annars svæðis, þeir H. Golom-
bek og W. Dorasil, lýst ein-
dregnum stuðningi við framboð
Friðriks Ölafssonar og telja lik-
legt að skáksamböndin á þeirra
svæðum muni öll styðja fram-
boð Friðriks.
Til Austur-Evrópusvæðisins
heyra; Albanía, Búlgaría,
Tékkóslóvakia, A-Þýzkaland,
Ungverjaland, Pólland, Rúmen-
ía og Júgóslavía, en frá Júgó-
slaviu kemur einmitt
Evrópumótframbjóðandi Frið-
riks, stórmeistarinn Glicoric.
Til sjöunda svæðisins heyra;
Bahama-eyjar, brezku Jóm-
frúareyjarnar, Kólumbía, Costa
Rica, Kúba, Dóminikanska lýð-
veldið, Equador, Guatemala,
Jamaica, Mexico, hollenzku
Antilleseyjarnar, Nicaragua,
Panama, Puerto Rico, Salvador,
Trinidad og Tobago, banda-
rísku Jómfrúreyjarnar,
Venezuela, Bermúda, Gyana og
Honduraz. Þetta svæði hefur
flest skáksambönd innan sinna
vébanda, eða 21, og þaðan kem-
ur einn frambjóðandi, Rafael
Mendez frá Puerto Rico. Var
talið að hann yrði eini fram-
bjóðandinn utan Evrópu, en nú
hefur verið rætt um annan,
Campomanes, forseta skáksam-
bands Filippseyja, og er þá
nokkuð óljóst, hvað hans fram-
boð ef af verður, hefur að segja
fyrir fylgi Rafael Mendez.
Til áttunda svæðisins, Suður-
ameríkusvæðisins, heyra;
Argentína, Bólivía, Brazilía,
Chile, Paraguay, Perú, Suri-
nam og Uruguay.
Tiunda svæðið er Austurasíu-
og Ástralíusvæðið; Ástralía,
Hong Kong, Indónesía, Kína,
Japan Malasia, Nýja Sjáland,
Papúa, Nýja Gínea, Filippseyj-
ar, Singapore og Thailand.
Til ellefta svæðisins heyra
svo skáksambönd; Alsir,
Ghana, Grikklands, italiu, Kýp-
ur, Möltu, Mauretaniu, Mar-
okkó, Nígeríu, Portúgais, Tún-
is, Tyrklands, Záire og Zambíu.
Til þess að sigra i fyrstu at-
kvæðagreiðslu þarf forsetaefni
minnst 50% atkvæða, eða 49
atkvæði, en nái enginn til-
skyldu atkvæðamagni í fyrstu
umferð, er kosið aftur um þá
tvo, sem flest atkvæði fengu og
ræður einfaldur meirihluti þá
úrslitum.
— íþróttir
Framhald af bls. 21
aldrei leikið jafn oft gegn nokk-
urri þjóð. Landinn hefur unnið
4 sinnum, 1 sinni hefur orðið
jafntefli og 13 sinnum höfum
við tapað. Leikurinn hefst
klukkan 20 á fimmtudaginn og
dómari verður D. Syme frá
Skotlandi, línuverðir Óli Olsen
og Magnús Pétursson.
Þess má geta að leiknum
verður ekki lýst i útvarpi þar
sem samningar hafa ekki tekizt
milli KSÍ og rikisútvarpsins.
Fyrsta lýsing á 1. deildarleik i
sumar verður hins vegar á
sunnudaginn er ÍA og Valur
mætast á Akranesi. Verður
þetta fyrsta útvarpslýsing Her-
manns Gunnarssonar.
r
— 7 Islandsmet
Framhald af bls. 25
3. ísland ísl. met 3.51.7
4. Grikkland 3.52.08
. Danmörk 3.46,1 7
4x400 m — karlar
Fyrir þetta hlaup var séð að ís- lendingar kæmust ekki áfram, svo að Vilmundur keppti ekki Þarna var þvl fyrst og fremst hlaupið upp á stig.
enda lenti íslenzka sveitin I siðasta
sæti.
1 Portúgal 3.12,95
2. írland 3.13.42
3. Danmörk 3.13.79
4. Luxemborg L.met 3.15.74
5. ísland (H) 3.26.7
Hástökk — konur
Þarna mátti ekkert út af bera. Þórdls
Glsladóttir átti lakastan árangur kepp- enda I ár, og helzti keppinauturinn, griska stúlkan, hafði stokkið 1 ár 1,75 eða 3 sm hærra en íslenzka metið. En
Þórdisi tókst að gulltryggja sigur fs-
lenzku stúlknanna yfir hinum grfsku,
og þar með farseðilinn til Belfast 1
undanúrslitin. Hún setti nýtt : íslands-
met — 1,76 og bætti eldra metið um 4 sentimetra og hlaut annað sætið. Hún átti síðan mjög góða tilraun við
1.79. 1 Astrid Tveit NOR 1.82
2 Þórdls Glslad ÍSL ísl.met 3. Alexandra Batatoli 1 76
GRIKKL. 1.73
4. Cristina Abreu PORT. 1 73
Gritt Ejstrup DAN 1.79
Lokastaðan:
Evrópukeppni kvenna: Stig.
1. Noregur 49
2 Portúgal 35
3. ísland 34
4. Grikkland 31
Evrópukeppni karla: 1. Portúgal 74
2. írland 65
3 Danmörk 64
4. ísland 54
5. Luxemborg 43