Morgunblaðið - 28.06.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
39
Karl Kristinsson
forstjóri-Minning
skrum honum þyrnir í augum.
Leiöarljós hans var heiðarleiki,
iðni og hjálpsemi og þess vegna
vegnaði honum vel í lífinu. Þessar
gömlu dyggðir standa ennþá vel
fyrir sínu. Hann vildi hafa allt í
röð og reglu. Um leið og hann
ætlaðist til þess að starfsmenn
fyrirtækisins gerðu skyldu sína,
gleymdi hann aldrei að ganga á
undan með góðu fordæmi í þeim
efnum. Hann var þekktur utan
lands sem innan fyrir áreiðanleik
í viðskiptum og mátti ekki vamm
sitt vita á neinn hátt. Þrátt fyrir
alvarleg veikindi um nokkurra
ára skeið, reyndi hann fram á
síðustu stundu að fylgjast með
rekstrinum, því hann kunni ekki
að vera iðjulaus.
Hans var mjög dulur og fáorður
um fyrirætlanir sinar, en var
stundum fljótur að taka mikil-
vægar ákvarðanir og framkvæmdi
þær sfðan á örskömmum tíma.
T.d. hóf hann fyrstur manna hér á
landi verksmiðju-framleiðslu á
litmyndum, árið 1969, og hefir
starfsemin stóraykizt ár frá ári.
Nú vinna yfir 50 manns við fyrir-
tæki hans. Jafnframt því að vinna
að viðgangi fyrirtækisins, hefir
hann reynzt starfsfólki sínu góður
húsbóndi, því honum var það ljóst
að ekkert fyrirtæki getur verið
sterkt, ef starfsfólkið unir eigi
hlut sínum. Fyrir hönd starfs-
fólksins vil ég þakka honum órofa
vináttu og skilning í þess garð á
umliðnum árum.
Það er erfitt að sjá á eftir kunn-
ingjum sfnum yfir landamærin
miklu, en þetta er eðlileg leið og
ég er sannfærður um að Hans
Petersen bfða björt framtíðar-
lönd. Að lokum sendi ég frú
Helgu, dætrunum, systkinunum
og öðru venzlafólki þeirra innileg-
ustu samúðarkveðjur og vona að
minningin um góðan dreng megni
að draga úr sárustu sorginni.
Adolf Karlsson.
Fæddur 16. október 1907.
Dáin.21. júnf 1977.
Shelley hóf eitt ljóða sinna
þessum óvæntu en skáldlegu orð-
um: „How wonderful is Death,
Death and his brother Sleep;“
Vfst eru þau gullsönn. Svefninn
er þreyttum dýrlegur og eins
dauðinn sjúkum. Vinir Karls
Kristinssonar ættu þvf að stilla
harm sinn þó sjónarsviptir sé að
slfkum manni. Honum verður
hvíldin kær eftir langt og hart
helstríð.
Kynni okkar Karls byrjuðu af
tilviljun fyrir mörgum árum. Við
hittumst í mannfagnaði um há-
degisbil fagran vordag og urðum
samferða um miðbæinn að fundi
loknum. Sátum við svo á tali sam-
an i skrifstofu hans, og fór þannig
á með okkur að af varð kunnings-
skapur. Karl hafði ungur verið á
skútu með gömlum stokkseyring-
um og fleiri sunnlendingum er ég
kannaðist við, og rifjaði hann upp
minningar frá þeim stundum.
Duldist enganveginn að frá-
sagnargáfa hans var rík og frjó
enda maðurinn sjóðfróður og stál-
minnugur. Greindi hann og iðu-
lega svo frá atburðum að mér
fannst ég hafa verið þar nær-
staddur þó fjarri væri. Eins lýsti
hann mönnum og stöðum. Var
mér eftirminnilegt að hlýða á mál
hans þegar Karl naut sfn best. Má
ekki minna vera en ég þakki hon-
um viðkynninguna að leiðarlok-
um.
Karl Kristinsson fæddist í
Reykjavik 16. október 1907. Voru
foreldrar hans Kristinn Magnús-
son skipstjóri og kona hans,
Kristjana Elínborg Jónsdóttir.
Rek ég ekki ættir hans, en þar er
margt góðra stofna. Var f ráði að
Karl gengi langskólaveg að lok-
inni barnafræðslu og hygði á em-
bættisframa, en hann valdi annan
kost, fór snemma til sjós og kvaðst
sjá fyrir sér einn og óstuddur. Þó
leitaði hann sér brátt frekari
menntunar. Sótti hann fyrst
einkatfma og kvöldskóla f Reykja-
vfk en hélt þvfnæst til Englands
og nam tungumál og verslunar-
fræði f Oxford og Lundúnum.
Heimkominn réðst Karl til starfa
við Björnsbakarf 1928 og varð for-
stjóri þess 1935 en rak jafnframt
Hótel Vík frá 1950. Voru umsvif
hans mikil í ýmiskonar félagsskap
og viðskiptum og myndi sitthvað
frásagnarvert af þeim störfum.
Karl veiktist skyndilega í fyrra og
lá dauðvona f Landakotsspftala
mánuðum saman. Hann lést á sól-
stöðum og verður borinn til
moldar í dag frá dómkirkjunni
skammt þaðan sem vegga hans
stóð. Honum er því hvfla reidd í
grænum og mjúkum faðmi ilm-
andi jarðar á hásumarstfð.
Karl var gæfumaður f einkalífi
sinu. Hann kvæntist 1933 önnu,
dóttur Jóns Brynjólfssonar kaup-
manns í Reykjavík, og áttu þau
hjón fagurt heimili að Víðimel 67.
Börn þeirra eru Guðrún, kona
Benedikts Blöndals hæstaréttar-
lögmanns, og Kristinn háskóla-
nemi og kennari, kvæntur Ragn-
heiði Indriðadóttur. Leyndi sér
ekki að Karl unni heitt konu
sinni, börnum og barnabörnum og
taldi heimili sitt kastala.
Karl Kristinsson var prýðilega
menntaður og einkum af sjálfs-
námi. Hann las mikið og kunni
skil á mörgu. Dvölin í Oxford og
Lundúnum varð þessum unga og
framsækna Islendingi happasæl.
Karl náði mjög góðu valdi á
enskri tungu og átti því að þakka
viðsýni og sjálfstrausti. Hann
fylgdist vel með atburðum og mál-
efnum, var skemmtilega forvitinn
um menn og viðhorf og gerðist
víðförull heima og eriendis. Hann
gat verið þéttur i lund og ein-
beittur en taldist þó frjálslyndur.
Vilji hans var traustur, hugsunin
sjálfstæð og persónuleikinn heil-
steyptur. Aðskotadýri eins og mér
leið einstaklega vel i návist hans.
Karl var allra manna vinfast-
astur. Er mér' ógleymanlegt
hversu karlmannlega hann sakn-
aði fallinna vina sinna og félaga,
Friðriks A. Jónssonar og Sveins
Jónssonar í Sandgerði. Þeir taka
áreiðanlega vel á móti honum i
öðrum heimi ef líf er eftir þetta.
Trúarskoðanir Karls Kristins-
sonar vissi ég ekki, en hann unni
lífinu og tilgagni þess. Því var
hörmulegt að hann mæddist í von-
lausri baráttu við dauðann. Karl
hefði átt skilið að sjá margan
glaðan dag langt fram á haust, en
sæll er hann að njóta svefnsins og
gleyma raunum sfnum úr þvf sem
komið var. Hann var borinn og
barnfæddur í miðbæ Reykjavíkur
og starfaði þar lengi uppkominn.
Nú er allt i einu eins og syrti að á
miðjum degi um þær slóðir þegar
hann vfkur brott. Þó væri minn-
ingu hans lfkast að f hönd færi
gott sumar.
Sigurbjörg Benónís-
dóttir-Minningarorð
Fædd 8. desember 1890
Dáinl6. júnf 1977
Sigurbjörg var fædd á Sæunn-
arstöðum f H:llárdal, A-Hún. For-
eldrar hennar voru Benóní Ólafs-
son og Sigurbjörg Andrésdóttir.
Var hann ættaður úr Skagafirði
(af Mallandsætt), en hún úr Eyja-
firði (af Kjarnaætt).
Sigurbjörg ólst upp hjá foreldr-
um sinum, er bjuggu á fleiri en
einum bæ á Skagaströnd og
Skaga. Það kom snemma í hlut
hennar að hlúa að veiku fólki, þvi
hún var aðeins ellefu ára, þegar
faðir hennar missti heilsuna og
var sjúklingur i mörg ár, og sfðar
stundaði hún móður sína, er lá
lömuð hinztu æviár sfn. Um árabil
sá hún um heimilisstörf og jafn-
framt póst- og simavörzlu í Kálfs-
hamarsvfk, en það var oft ærið
starf, þvf á þessum tfma lágu
margir tugir erlendra og inn-
lendra fiskiskipa dögum saman í
landvari á vfkinni, og þurfti þá
bæði mikið að síma og senda bréf.
Um 1935 flutti Sigurbjörg til
Reykjavfkur og vann lengst af við
aðhlynningu að gömlu og las-
burða fólki, er dvaldi i heimahús-
um. Árið 1960 var þrek hennar
sjálfrar þrotið, og keypti hún litla
íbúð í félagi við Jónfnu Snorra-
dóttur. Bjuggu þær saman í sex ár
og voru ætfð mjög samrýndar;
reyndist Jónfna henni mjög vel.
Síðustu árin var hún vistkona á
elliheimilinu í Hveragerði og á
Grund f Reykjavík, þar sem hún
andaðist.
Sigurbjörg var fremur stórskor-
in en myndarleg kona, í meðallagi
há, miðað við eigin kynslóð. Hún
hafði sérstaklega gott minni og
kunni fjölmargt að segja frá ætt-
mennum sínum og bernskuum-
hverfi, allt aftur í forna tíð.
ögmundur Helgason.
Helgi Sæmundsson.
Aðfaranótt 21. þ.m. lést i Landa-
kotsspítala Karl Kristinsson for-
stjóri, eftir langa og stranga sjúk-
dómslegu.
Við Karl vorum félagar í yfir 40
ár. Það upphófst þegar hann hinn
1. nóv. 1935 tók á leigu Björns-
bakari við Vallarstræti 4, hér f
borg. Þá réð hann mig sem
bakarameistára til þess að sjá um
daglegan rekstur bakarísins því
sjálfur var hann ekki lærður bak-
ari. Aftur á móti hafði hann hlotið
góða verslunarmenntun, meðal
annars I London.
Hann var prýðisvel að sér I bók-
haldi og öllu er þvf við kemur, og
sérstaklega reikningsglöggur.
Nokkrum árum síðar keypti
hann húseignina að Vallarstræti
4, og gerði það sfðan aó hluta-
félagi og var ég einn meðeigandi í
því.
Á þessum byrjunarárum var við
margskonar erfiðleika að etja f
öllum atvinnurekstri, enda þá at-
vinnuleysi töluvert. Þvf var reynt
að fara vel og sparlega með alla
hluti, gera sem hagstæðust inn-
kaup, hafa sem minnst mögulegt
vinnuafl, o.s. frv. Því urðum við
árum saman að leggja mjög hart
að okkur við vinnu, og var þá
unnið myrkranna á milli, eins og
sagt er, og oft vel það. En með
samstilltu átaki tókst þetta
blessunarlega og framleiðslan
jókst ár frá ári. Því var það okkur
báðum ánægjuefni þegar við nú á
siðari árum ræddum saman um
byrjunarörðugleikana og hvernig
tókst að yfirvinna þá.
Karl tók fljótlega virkan þátt í
félagsstörfum bakarastéttarinnar
og reyndist þar góður starfskraft-
ur. Þó mun þar hæst bera bygg-
ingu Rúgbrauðsgerðarhússins að
Bórgartúni 6. Þar var hann í
fararbroddi og tel ég persónulega
að það hús hefði aldrei verið reist
með slíkum myndarbrag sem
raun varð á ef Karls hefði ekki
notið við.
Það var ekki lítið sem hann
lagði á sig við þessa byggingu, að
vfsu hafði hann alla bakarastétt-
ina einhuga að baki sér, við að
vinna við húsbygginguna. En á
honum hvildu mest fjárhags-
örðugleikarnir, því stofnfé var af
skornum skammti, og oft hljóp
hann þá persónulega undir bagga
með lánsfé um stundarsakir eða
greiddi á annan hátt úr aðsteðj-
andi vanda, og eitt og annað er
mér kunnugt um, sem hann I þvf
sambandi greiddi úr eigin vasa,
t.d. ferð sina til Svíþjóðar til
kaupa á bökunarofnum og vélum
fyrir fyrirtækið, enda var það
eins og hann orðaði það sjálfur
vió mig, að þessi húsbygging væri
sinn óskadraumur. Því tók það
hann mjög sárt þegar selja varð
húsið. En vegna strangra verð-
lagsákvæða gat rekstur með fram-
leiðslu á rúgbrauðum eingöngu,
engan veginn borið sig fjárhags-
lega, og þvf fór sem fór.
Ég held að mér sé óhætt fyrir
hönd bakarastéttarinnar að færa
honum bestu þakkir fyrir allt,
sem hann vann stéttinni til heilla,
meðan hans naut við.
Karl var mjög ljóðelskur mað-
ur, las mikið af ljóðum og lærði
þau, enda var það algengt hjá
honum í samræðum að hann vitn-
aði bæði í Einar Benediktsson og
fleiri af okkar góðskáldum.
Einnig hafði hann gaman af vel-
gerðum og hnyttnum vfsum, enda
„húmoristi" mikill. Fyrr á árum
stundaði hann mikið laxveiðar,
var afbragðs veiðimaður og hafði
næma tilfinningu fyrir því hvar
laxinn væri að fá i hyljum og
hvernig að þvf skyldi staðið að ná
honum.
Ættir Karls ætla ég ekki að
rekja, það munu aðrir verða til
þess. En kvæntur var hann Önnu
Jónsdóttur, Brynjólfssonar kaup-
manns. Þau eignuðust tvö börn,
Guðrúnu sem gift er Benedikt
Blöndal hæstaréttarlögmanni, og
Kristin, sem kvæntur er Ragn-
heiði Indriðadóttur.
Við hjónin sendum Önnu, börn-
um, tengdabörnum, barnabörnum
og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur, með innilegu
þakklæti fyrir margar ánægju-
stundir á þeirra fallega heimili.
Að lokum kveð ég Karl með
þökkum fyrir okkar langa sam-
starf. Hann kvaddi þetta jaró-
neska lif, þá lengstur er sólar-
gangur hér á landi. Ég óska hon-
um fararheilla til fyrirheitna
landsins, þar sem sólin aldrei sest
til viðar.
Far þú í firði.
Stefán Ó. Thordersen.
Karl Kristinsson forstjóri, löng-
um kenndur við Björnsbakari,
verður jarðsunginn i dag.
Karl var fæddur I Reykjavík
hinn 16. október 1907. Foreldrar
hans voru Kristjana Elinborg,
dóttir Jóns Jakobs meðhjálpara á
Selvelli í Breióavfk Jóhannes-
sonar og Árni Kristinn skipstjóri
Magnússon, bróðir séra Ólafs f
Arnarbæli og Sigurðar læknis á
Patreksfirði. Vigdis, móðir þeirra
bræðra, var dóttir Ölafs, síðast
prests i Vfðvfk Þorvaldssonar
prests i Holti undir Eyjafjöllum
Böðvarssonar, en Magnús faðir
þeirra var sonur Árna Sigurðs-
sonar f Stokkhólma og voru þeir
bræðrasynir Magnús og Kristinn
Magnússon skipasmiður i Engey.
Hann ól nafna sinn upp og voru
þau sem systkin Engeyjarsystur
og Kristinn Magnússon yngri.
Einkum var vináttan náin við
Háteigsfólkið, en þau Ragnhildur
og Halldór tóku Pétur, son
Kristins, f fóstur, eftir að móðir
hans dó, og kostuðu hann til
endurskoðurnarnáms i Englandi
þar sem hann lézt úr heilablóð-
falli rúmlega tvftugur að aldri og
voru jafnsvipleg örlög systkina
hans tveggja, Guðrúnar og
Jakobs, en þeim bræðrum tveim,
Karli og Magnúsi bakarameistara
Árnasyni, voru ætlaðir lengri lif-
dagar.
Á uppvaxtarárum mínum á
Háteigi man ég oft Kristin
Magnússon og hvilikur aufúsu-
gestur hann var. Gagnvart mér,
barni og unglingi, var hann um-
burðarlyndur og hlýr og verður
ávallt í minni mfnu ógleyman-
legur sem hluti af þvi heimili.
Karl fór ungur til sjós og náði í
endann á skútuöldinni, en hugur
hans hneigðist til annarra starfa
og svo var kapp hans mikið, að
hann hafói námsbækurnar með á
sjóinn en hafði áður þegið góð ráð
Snæbjarnar Jónssonar. Hartn
lagði sig einkanlega eftir erlend-
um málum og þvi, sem að verzlun
laut. Hann stundaði kvöldskóla-
nám f Reykjavik, áður en hann
hélt til náms f Ruskin College í
Oxford, þar sem hann var með
félaga sinum og vini Sveini Jóns-
syni, síðar útgerðarmanni f Sand-
gerði. Þeim þótti þessi skóli ekki
koma sér að nægu gagni og fóru
þess vegna á Pitman’s verzlunar-
skólann i London og luku þaðan
prófi 1926.
Eftir aó heim kom, fór Karl
aftur til sjós um skeið, en réðst
svo til starfa f Björnsbakarí árið
1928 hjá Birni Björnssyni. Árið
1935 keypti hann bakariið og rak
til dauðadags. Jafnframt stundaði
hann ýmislegan annan rekstur og
var opinn fyrir margvíslegu sam-
starfi bakara. m.a. um kaup á
rekstrarvörum o.fl. Má þar nefna
innflutningssamband bakara,
sem var ómetanlegt á haftaárum,
og Alifuglabú þeirra. Þá beitti
hann sér fyrir stofnun Rúg-
brauðsgerðarinnar h/f og bygg-
ingu stórhýsis hennar við Borgar-
tún, sem var geysilegt átak á sinni
tíð og bar stórhug vitni. Hins veg-
ar tókst ekki sú samstaða um
rekstur hennar, sem þurfti, og
lagðist hann niður fyrir nokkrum
árum. Er og orða sannast, að
miklu olli, að öll framleiðsla Rúg-
brauðsgerðarinnar vó þungt f vísi-
tölunni, svo að heimildir til eðli-
legra hækkana vegna aukins
rekstrarkostnaðar á verðbólgutíð
voru veittar seint og illa. Er þetta
eitt skýrasta dæmið um það,
hvernig sjúkt verðlagseftirlit er
til þess að drepa niður framtak og
steypa grundvellinum undan
annars heilbrigðum rekstri.
Árið 1950 tók Karl við rekstri
Hótel Vikur og hélt honum áfram
fram á sfðustu ár.
Karl kvæntist hinn 16. desem-
ber 1933 Önnu Jónsdóttur skó-
smfðameistara og kaupmanns i
Reykjavík Brynjólfsonar bónda á
Hreðavatni Einarssonar og Guð-
rúnar Jósefsdóttir verkamanns í
Reykjavik Magnússonar. Anna er
hin mætasta kona, skaprik og bjó
manni sfnum gott og fallegt
heimili, þar sem margir hafa not-
ið góðrar gestrisni, rausnar og
höfðingsskapar.
Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið. Hið eldra er Guðrún,
gift Benedikt Blöndal, og hið
yngra Kristinn, kvæntur Ragn-
heiði Indriðadóttur.
Þau hjón áttu tvö fósturbörn,
Pétur, sem nú er látinn, og Helga,
sem fyrir allmörgdum árum varð
aðstoðarmaður Karls við rekstur
gamla bakarisins f Vallarstræti 4
og hefur annazt hann i veikindum
Karls. Þeir Pétur og Helgi voru
synir frænku og fóstursystur
Framhald á bls. 37