Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 1
44 SÍÐUR
167. tbl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 31. JULÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
t>jálfudu Nord-
menn Finna til
njósna í Sovét?
Getur brugðið til beggja
vona með friðaráætlun
EINN Á BÁT — Eins og fram kemur f baksfðufrétt okkar f dag átti
ökusprettur fcrðalanganna útúr borginni einkanlega að hefjast upp úr
hádeginu f gær. En svona var umhorfs f Austurstræti um tfuleytið í
gærmorgun.
Oslö —30.1011—AP.
GREIN f norska biaðinu Ny tid
hefur valdið miklu fjaðrafoki í
Noregi, en þar segir fyrrverandi
yfirmaður í norska hernum, Sven
Blindheim, sem hlaut fjölda heið-
ursmerkja fyrir frækilega fram-
göngu f strfðinu, að á árinu 1953
hafi hann tvfvegis farið til Ilel-
sinki þeirra erinda að þjálfa
finnska borgara f njósnum og
skemmdarverkum f Sovétrfkjun-
um. Vegna þessa máls komu
Hvar er
stóri, guli
sparibauk-
urinn?
Paris — 30 júli — AP
FRAKKAR veltast um af
hlátri þessa dagana yfir
„stærsta sparibauk i
heimi", en þaS er reyndar
17 tonna trukkur, gulur að
lit, fullur af nýsleginni
skiptimynt, en verðmætið
nálgast hálfan milljarð
islenzkra króna. Fjórir
vopnaðir menn rændu
trukknum í Paris s.l. mið-
vikudagskvöld, og síðan
hefur farið fram viðtæk en
árangurslaus leit.
Frakklandsbanki, sem er eigandi
myntarinnar, tók á leigu flutninga-
vagn til að flytja farminn til að vekja
ekki athygli á honum, og hafði
bifreiðastjórinn ekki einu sinni hug-
mynd um hvað hann var að flytja
Skömmu eftir að hann var lagður af
Stað varð á vegi hans maður, sem
§tóð í stimabraki með bílinn sinn
Þar sem bifreiðarstjórinn mun vera
maður hjálpsamur að eðlisfari
fannst honum ástæða til að rétta
hjálparhönd. en eftir drykklanga
stund komu á vettvang fjórir viga-
legir menn og miðuðu byssum um
leið og þeir stjökuðu bilstjórunum
tveimur inn i bifreið, sem komin var
á vettvang Einn ræningjanna sett-
ist undir stýri „sparibauksins ', en
hinir þrir óku á eftir með gisla sina.
Klukkustundu siðar var þeim sleppt
i útjaðri borgarinnar, en „spari-
baukurinn" var á bak og burt þegar
þeim hafði tekizt að ná i lögregl-
una
Þessi atburður er eftirlætisefni
blaðanna i Frakklandi, og almenn-
ingur gerir sér ekki siður mat úr
Menn láta þá athugasemd fylgja er
þeir inna af hendi greiðslur með
smámynt að hún sé „spánný úr
sparibauknum", og blaðið L'Aurore
hefur ritað ræningjunum opið bréf
þar sem þeir eru beðnir að skýra frá
hugmyndum sinum um hvernig
þeír ætli að fara að þvi að koma
peningunum i lóg. Þeim er bent á i
fullri vinsemd að þeir geti ekki
keypt sér höll, ekki bil — ekki
einsu sinni skó úr krókódilaskinni
fyrir skiptimynd, og detti þeim i
hug að fá sér að borða til hátiðar-
brigða, þá muni grunsemdir hvers
einasta veitingamanns vakna þegar
túskildingarnir fari að tinast fram á
veitingaborðið
Le Matin rifjar upp framburð
tveggja manna, sem komust yfir
vænan skammt af smámynt í fyrra,
en þeir sáu ekki aðra leið til að losa
sig við peningana en að stinga
þeim i spilakassa, einum i einu.
helztu ráðherrar norsku stjórnar-
innar saman til skyndifundar f
fyrrakvöld.
Eftir ráðherrafundinn sagði
Rolf Hansen varnarmálaráðherra
að þess yrði farið á leit við dóms-
málaráðherra, að hann léti fara
fram rannsókn með það fyrir aug-
um að gefin yrði út ákæra fyrir
meint trúnaðarbrot ef ástæða
þætti til. Þá hefur ráðherrann
birt yfirlýsingu þar sem segir, að
það sé mjög alvarlegt hvernig'
ákveðnir menn séu reiðubúnir til
að leika sér með mikilvæga þjóð-
arhagsmuni og stofna þeim í
hættu, þ.e. núverandi samskipti
við nágrannariki, eins og segir
orðrétt, en að öðru leyti hefur
varnarmálaráðuneytið ekki viljað
tjá sig um málið.
t greininni, sem birtist i Ny tid
27. júli s.l., segir Blindheim m.a.
að njósnastarfsemin hafi fyrst og
fremst beinzt að hernaðarmann-
virkjum Sovétmanna og hafi þeir
Finnar, sem við söguna koma,
fengið í hendur njósnamyndavél-
ar, auk þess sem þeir hafi fengið
tilsögn í skemmdarverkum, hvaða
upplýsinga þeim væri ætlað að
afla og hvernig þeir ættu að nálg-
ast þær. Þá hefðu Finnarnir verið
fluttir til tiltekinna afskekktra
svæða við landamæri Sovétrikj-
anna og Finnlands og fengið þar
lokaþjálfun áður en þeir fóru yfir
landamærin. Eftir að greinin birt-
ist kom Blindheim fram í norska
sjónvarpinu þar sem hann endur-
tók fyrri frásögn og kvaðst ekki
samvizku sinnar vegna getað þag-
að lengur.
Framhald á bls. 43
Líbýa-Egyptaland:
Kaíró — 30. júlf — Reuter.
OPINBER fréttastofa í Kaíró
hafði það I gærkvöldi eftir ónafn-
greindum talsmanni egypzku
stjórnarinnar, að enginn sátta-
fundur leiðtoga Líbýu og Egypta-
lands væri á næsta leiti. Ilafa
þessi ummæli vakið undrun, en
aðeins aólarhring áður höfðu Eg-
yptar fallizt á friðaráætlun, sem
meðal annars felur í sér fund
deiluaðila f byrjun ágúst.
Áður hafði fréttastofan skýrt
frá þvi að Gaddafhi ofursti i Lib-
Gaddafhi
ýu og Sadat Egyptalandsforseti
hefu fallizt á að áróðursstríði rikj-
anna skyldi hætt 1. ágúst, leið-
togafundur yrði haldinn í Alsír
eða Kuwajt einhverntima fyrir
10. ágúst og að herstjórnir rikj-
anna kæmu saman til fundar.
Illskeyttar árásir blaða í Kairó
á hendur Gaddafhi halda áfram
og segir Al-Ahram, að fáránlegar
staðhæfingar hans megi rekja til
þess að hann sé orðinn uppi-
skroppa með þvætting og lygi.
Gaddafhi sé að leika sér að eldin-
Sadat
um, sem Komi ekki á óvart, þar
sem hann hafi hvorki samvizku
né vitsmuni.
Utanríkisráðherra Libýu sagði i
gær, að stjórn hans væri reiðubú-
in til að jafna ágreininginn við
Egypta, og sagði, að átökum á
landamærum ríkjanna væri lokið,
en tók fram um leið að Egyptar
hefðu átt upptökin.
Yfirlýsingin í Kairó um að eng-
inn leiðtogafundur sé á döfinni
veldur þvi að í Mið-Austurlöndum
óttast ýmsir um afdrif friðaráætl-
unarinnar.
Spánn:
11 handtekn-
ir fyrir
ETA-aðild
San Sebastian — 30. júlí — Reuter
LÖGREGLAN á Spáni hef-
ur handtekið 11 manns,
sem grunaðir eru um aðid
að skæruliðasamtökunum
ETA, en þau starfa í Baska-
landi.
Að sögn lögreglunnar
tóku tveir mannanna þátt i
því að sprengja í loft upp
endurvarpsstöð sjónvarps
á sínum tíma, auk fleiri
hryðjuverka,'og hafi fund-
izt mikið magn sprengiefn-
is og vopna í vörzlu ETA
skammt frá San Sebastian.
Um fimmtán þúsund
manns söfnuðust saman í
borginni í gærkvöldi í
minningu ETA-foringjans
Bergereche, sem hvarf
Frakklandsmegin landa-
mæranna fyrir ári, og talið
er að hægri sinnaðir öfga-
menn hafi ráðið af dögum.
Gæzlusveit-
ir við búðir
Palestínu-
araba
Beirút — 30. júlí — Reuter
FRIÐARGÆZLUSVEITIR
Arababandalagsins hafa
tekið sér stöðu við búðir
Palestínuaraba í Beirút til
að sjá til þess að nýjum
reglum, sem meðal nann-
ars kveða á um að
Palestínuarabar megi ekki
yfirgefa búðir sínar vopn-
aðir eða einkennisklæddir,
verði framfylgt.
Reglurnar gengu í gildi á
miðnætti s.l. og hafa þær
enn sem komið er ekki
valdið erjum. Áframhald
varð á bardögum stórskota-
liða í Suður-Líbanon ínótt
og í morgun, og segja
Palestínuarabar, að hægri
sinnar með tilstyrk ísraels-
manna geri harða hrið að
þorpum, sem eru í höndum
vinstri sinna og Palestínu-
araba.
Sleppt gegn
lausnargjaldi
Novara, ttalfu. 30. júlí. AP.
ANGELO Galli, kaup-
sýslumanni frá Mílanó,
sem rænt var í maímán-
uði s.l., var í dag sleppt
gegn lausnargjaldi. Að
sögn lögreglunnar er
Galli við góða heilsu og
greiddi fjölskylda hans
lausnargjaldið, en hefur
ekki viljað skýra frá þvi
hver upphæðin var.
Yfirvöld á Ítalíu segja,
að á þessu ári hafi 47
manns verið rænt, og er
15 enn saknað.