Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 2

Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULl 1977 Kanadamaður leitar nýrnaveikisbakteríu að Laxalóni og Elliðaám Rannsókna hans á Kollafjarðarstöðinni ekki óskað KAXADAMAÐUR að nafni Trevor Ewellin dvaldist hér á landi á dög- unum á vegum veiði- og fiskimálaráðs Reykjavíkur- borgr. Rannsakaði hann stöðvarnar að Laxalóni og við Elliðaárnar og heim- sótti Kollafjarðarstöðina. A síðasttalda staðnum gerði hann engar rann- sóknir og sagði Einar Hannesson hjá veiðimála- stofnuninni í samtali við Mbl. í gær, að ekki hefði verið talin ástæða til að hann framkvæmdi neinar rannsóknir. þar sem stöðin væri undir stöðugu eftirliti rannsóknarstöðvarinnar „FARIÐ í róður kl. 6.30. Vjð fyrstu hauju fer Binni í spilið og slasast. Farið út aftur kl. 9.30.“ þessa færslu getur m.a. að lesa í nýútkominni skýrslu rannsóknar- nefndar sjóslya og er hún tekin upp f skýrsluna til að sýna hve dagbókarfærslur eru oft illa unn- ar af skipstjórnarmönnum. Þórhallur Hálfdánarson, starfs- maður Sjóslysanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri skylt samkvæmt sigl- að Keldum. Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Jakobi Hafstein, hjá veiði- og fiskimálaráði Reykjavíkur- borgar. „Hann sagði nú í samtali við mig þessi Kanadamaður, Trevor Ewellin, að hann teldi sig ekki geta sagt af eða á fyrr en hann væri búinn aö ganga frá og rann- saka þau sýni, sem hann tók hér“, sagði Skúli Pálsson á Laxalóni i samtali við Mbl. í gær. „Þessi maður fullyrti í min eyru og annarra, að þessi nýrna- veikibaktería væri í öllum ám og vötnum í Bandaríkjunum og hana væri Ifka að finna i Skotlandi, írlandi og Bretlandi. Og svo sagði hann, að ef þessi baktería væri hér að Laxalóni, þá gæti hún allt eins verið í öllum ám á íslandi. ingalögum, að tilkynna næsta yfirvaldi um slys, er orðið hefði um borð í skipi strax og kostur væri og því fyrr sem sjópróf færu fram þeim mun líklegra væri að þau kölluð fram rétta mynd af atburðinum. Um þá færslu sem sjóslysa- nefnd birtir í skýrsiunni, sagði Þórhallur, að í því tilviki hefði verið um alvarlegt slys að ræða og maðurinn hefði tvfhandleggs- brotnað. Ég spurði manninn um laxveið- ina á vésturströndinni. Hann kvaðst ekki vita um magnið, en hitt hefði hann heyrt að fiski- menn hefðu fengið 200 milljónir dollara fyrir lax á síðasta ári og þessi fiskur gengur nú niður úr þessum ám, sem hann sagði bakteríuna vera i. Ég vil taka það fram, að það er ég sem hef sent grunsamlegan lax utan til rannsókna og þvf er það mér að þakka, ef upp um þennan sjúkdóm kemst hér á landi. Þessi svokallaða fisksjúkdómanefnd hefur nú starfað í sjö ár, en allan þann tíma hefur starfsmaður hennar, Guðmundur Pétursson, aldrei komið hingað í Laxalón til rannsókna. Það er ekki fyrr en ég sendi fisk í rannsókn til útlanda að allt fer af stað. Ég hef margoft undanfarin ár skrifað þessari fisksjúkdóma- nefnd og beðið um rannsóknir og útflutningsvottorð fyrir regn- bogasilunginn minn; sem rann- sóknir erlendis hafa aldrei fundið neitt athugavert við, en ég hef ekki fengið svo mikið sem svar. Svo er mér sagt, að þessi Kanadamaður hafi ekki fengið leyfi til að rannsaka eldisstöðina i Kollafirði. Það er eftir öðru í þessu öllu saman. Mér er nú næst að halda þess vegna, að það sé bara allt eins líklegt og hvað ann- að að þessi nýrnavitleysa sé upp- runninn þaðan, ef hún á annað borð er til á íslandi.“ 100 færri hvalir veidd- ir en í fyrra í GÆR höfðu veiðzt 120 hvalir frá upphafi vertíðar, 92 langreyðar og 28 búrhvalir. í fyrra höfðu veiðzt á sama tíma 219 hvalir. Vertíðin byrjaði að þessu sinní tæpum mánuði seinna en venju- lega og auk þess hefur veiði verið dræm vegna veðurs. I gær voru tveir hvalbátar væntanlegir til Hvalfjarðar með samtals 6 hvali. íri í heimsókn ÍRSKA birgðaskipið „L.E. Setanta" verður í heimsókn hér i Reykjavík dagana 1. til 5. ágúst og mun liggja við Ingólfsgarð. Það verður til sýnis almenningi frá kl. 14 til 17 þann 3. og 4. ágúst. Skipið er tæp tólf hundruð tonn og með sextíu og þriggja manna áhöfn. ----- Miles með vinnings forskot BREZKI stórmeistarinn Miles er í efsta sæti skákmótsins i Bienne í Sviss eftir 10 umferðir með l'A vinning. Næstir eru Anderson og Torre með 6H vinning og Kavalek og Hernandez eru með sex vinn- inga hvor. í tíundu umferð sömdu Miles og Anderson um jafntefli eftir 14 leiki og Miles vann biðskák sína úr níundu umferð við Wirthensohn. Önnur úrslit í tíundu umferð; Kavalek vann Flesch, Pann og Hug sömdu um jafntefli eftir 41 leik, Partos og Huss sömdu um jafntefli eftir 44 leiki, Torre sigr- aöi Kestler í 26 leikjum, Vukic vann Lombard í 28 leikjum og Robatsch og Wierthenson sömdu um jafntefli eftir 38 leiki. Þegar Morgunhlaðsmenn litu við f Fossnesti á Selfossi sl. föstudag var starfsfólk hins nýja veitingastaðar að leggja síðustu hönd á undirbúning að opnuninni. (Ijósm. Mbl. RAX). Nýr veitingastað- ur á Selfossi NVR grill-staður, Fossnesti, hefur verið opnaður á Selfossi. Er hann i húsnæði Bifreiða- stöðvar Selfoss hf. við Austur- veg og er það bifreiðastöðin sem á og rekur hinn nýja veit- ingastað, en áður hefur verið rekin benzínstöð og ferða- mannaverzlun i minna húsnæði á sama stað. I spjalli við Gunnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóra staðarins, var Morgunblaðs- mönnum tjáð að i hinum nýja grill-stað yrði boðið upp á fjöl- breyttan matseðil svo og rétt dagsins, en einnig yrði boðið upj) á þá þjónustu að matur yrði sendur i hús. Þá er í bígerð að Fossnesti búi út veiz.lur í heimahús, og einnig verður lögð áherzla á smurbrauðs- og samlokuþjónustu. „Við munum að öllu leyti leggja áherzlu á að veita góða og fjölbreytta þjón- ustu“, sagði Gunnar. Hið nýja húsnæði Bifreiða- stöðvar Selfoss er teiknað af Arkó í Reykjavík, og starfs- menn sömu teiknistofu hafa jafnframt teiknað allar innrétt- ingar. Byggingaverktakinn Sel- ás sf. á Selfossi byggði húsið og smíðaði allar innréttingar, en smíði grillstaðarins hófst fyrir um ár-i síðan. Starfsmenn þjón- ustustöðvarinnar í heild verða um 20 manns með tilkoinu mat- sölunnar. Ekki hefur verið end- anlega ákveðið hvér opnunar- tími-Fossnestis verður. Á næst- unni mun staðurinn þreifa fyr- ir sér í þeim efnum, en Gunnar sagði að fyrst um sinn yrði opið frá 9 á morgnana og til a rn.k. 10 á kvöklin. Rannsóknarnefnd sjóslysa; Skipst j órnarmenn trassa dagbókarfærslur Beygjan tekin með svingi. Ljósm. Friðþjófur. „Gefa karlmönn- um ekkert eftir nema síður sé ” TELJA má fullvfst að fyrirj nokkrum árum hefði fólk rekið upp stór augu hefði það séð kvenfólk við stýri strætisvagna borgarinnar. En tfmarnir hafa breytzt og Ifklega kippa fáir sér upp við það nú að sjá kven- strætisvagnastjóra í dag, en sú sjón virðist verða æ algengari. Morgunblaðið hafði samband við Strætisvagna Reykjavíkur og Kópavogs og innti nánar eftir fjölda kvenna f þessu starfi. Karl Árnason forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs sagði að tvær konur störfuðu við akstur hjá þeim núna. Önnur þeirra, Aðalheiður Arnljóts- dóttir, væri fastráðin, hefði keyrt Kópavogsvagnana s.l. tvö ár, og hin, Kristín Árnadóttir, væri i þann mund að verða fast- ráðin, en hún hefði verið við- loðandi starfið s.l. tvö ár. Fastakaup þeirra er i kring- um 108 þúsund að viðbættu vaktaálagi. Hver vakt er sex stundir og einn frídagur í viku. Sagði Karl að báðar konurnar stæðu sig prýðilega og gæfu karlmönnunum ekkert eftir, nema síður væri. Hefði hann t.d. rekið sig á það að karlmenn væru mjög hressir yfir því að ferðast með kvenstrætóstjóra. Og öruggt væri að farþegafjöld- inn minnkaði ekki við tilkomu þeirra. Skilyrði til starfans eru meirabilpróf og svokallað rútu- próf. Keyra báðar konurnar Kópavogsvagnana frá Hlemmi, sem fara þaðan fimmtán minút- ur fyrir heila timann. Á sumrin eru fjórir til fimm strætisvagn- ar í gangi en á veturna tveimur fleiri. Hjá strætisvögnum Kópa- vogs eru starfandi sextán til sautján bilstjórar að meðaltali. í sumar voru ráðnir þar til afleysinga sex bílstjórar og voru það allt karlmenn. Jakob Sigurðsson, vaktfor- maður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, sagði að sex stúlk- ur störfuðu við strætisvagna- akstur i sumarafleysingum. Tvær þeirra hefðu starfað i fyrrasumar einnig, þær Guðný Maria Guðmundsdóttir nemi Qg Margrét Þorvaldsdóttir. Sagði hann að ásókn kvenna í starfið hefði aukizt mjög samanber umsóknir og hefðu allar þær sem sóttu um starfið í sumar verið ráðnar. Eru þær á byrjun- arlaunum, sem er 9. launaflokk- ur að viðbættu 33 prósent vaktaálagi. Jakob kvað undirtektir far- þega gagnvart kvenbílstjórun- um mjög góðar og hefði svo til engin kvörtun borizt, enda sýndi það sig að þær væru rólegar og yfirvegaðar við akst- urinn. Þá sagði Jakob að enn sem komið væri hefði engin kvenbílstjóri starfaö hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur yfir vet- urinn, þegar færð væri öll verri, en með hliðsjón af frammistöðu þeirra á sumrin sæi hann ekkert þvi til fyrir- stöðu að þær ækju einnig i ófærð og hálku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.