Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JÚLI 1977
17
Annað var það ekki. Og enga smá-
hiuti að sjá.
Gísli kveðst hafa verið kunnug-
ur í Herdísarvík. — Var oft búinn
að vera i að vinnu þar segir hann.
Þau voru með fénað og þurftu oft
hjálp við slátt og annað. Maður
fékk ekki mikið borgað, en gerði
þetta fyrir þau. Maður bar mikla
virðingu fyrir skáldinu Einari
Benediktssyni. Hlín rak búskap-
inn. Einar skipti sér ekkert af
slíku.
— Einar var glæsimenni og fór
ekkert aftur i útliti. Það sópaði að
honum. Hann gaf sig oft á tal við
okkur, ef við vorum þar. Var ekki
á honum að heyra þá að hann
væri stórbokki. Hann talaði um
daginn og veginn, ef hann hafði
fengið snafs hresstist hann strax
og glaðnaði yfir honum. Þá átti
hann það til að taka lagið. Hann
hafði mikla bassarödd. Nei, hann
var aldrei drukkinn, þetta var svo
litið sem hann tök i einu, enda
farinn að eldast. Eins kom fyrir
að hann fór með ljóð sín fyrir
okkur, en það var sjaldan. Hann
Ias þau vel. Það var gaman að
hlusta á hann.
— En þó Einar væri svona ljúf-
ur, þegar minni háttar fólk eins
og við átti í hlut. þá var hann
ekkert myrkur i máli, ef það voru
höfðingjar, sem komu, heldur
Gísli áfram. Ég man að einhverju
sinni kom maður, og gerði grein
fyrir sér — mig minnir að hann
hafi verið vegamálastjóri. Þá
sagði Einar: „Annað eins hefi ég
nú séð“! Þetta þótti mér skrýtið.
En alltaf heyrði maður að hann
væri góður við litilmagnann. Sú
saga var sögð, að einhverju sinni
hefði drengur brotið rúðu í
Reykjavik. Eigandinn krafðist
borgunar, en drengarinn átti
enga peninga. Þá kom Einar,
kvaðst mundu borga rúðuna. En
þá ætti hann hana lika og vildi fá
öll glerbrotin afhent. Eigendur
yrðu að standa skil á þeim. Þann-
ig lauk þvi máli.
— En mér fannst alltaf að Ein-
ar væri óánægður að vera hérna í
Herdísarvík. Þetta var afskekkt
og hann var aldrei neitt fyrir bú-
skapinn, þekkti ekkert til skikra
verka. Honum fannst hann vera
eins og fangi. Einu sinni var hann
lagður af stað i burtu, var kominn
út fyrir tún. En hann hefði ekki
komist langt gangandi. Hlín sendi
mig þá á eftir honum, og hann tók
því vel og var góður að snúa við
með mér.
WESSI STf'RI
TlGULEGI 'ViAÐUR
Á hinum hæn .m í Þorkelsgerði
býr Rafn Bj;r :.ason, sem þar ólst
upp i síór’ .. barnahópi. Hann
inu, þegar hurðin opnaðist og
þessi stóri tígulegi maður birtist i
dyrunum. Hann var í siðum
frakka, eins og hann var jafnan.
Og hann tók mig tali. Einar var
með allra myndarlegustu mönn-
um. Hann var með hæstu mönn-
um að mér fannst, og eftir þvi
þrekinn. Þegar hann dó var farið
með kistu af stærstu gerð til Her-
dísarvíkur og hann rétt komst
fyrir í henni. Og hann breyttist
litið í útliti, augun voru alltaf hin
sömu.
— Svo vildi til að ég var sendur
i Herdísarvík 6. janúar nokkrum
dögum áður en Einar dó, sem var
12. janúar 1940. Einar var veikur
i rúminu. Hlín vissi áreiðanlega
að hverju stefndi. Hún sagði; Nú
er Einar orðinn gamall. Ég held
að hann ætli að fara að deyja,
hann Einar minn. Og hún fór með
mig inn til hans. Hann var mjög
horaður orðinn. Andlitið á kodd-
anum var samt líkt og áður og
augun jafn lifandi. Hann brosti
við, þegar hann sá mig og ætlaði
að segja eitthvað við mig. En nú
skildi ég hann ekki lengur, sagði
Rafn. Hjúkrunarkona hafði verið
fengin og hún hugsaði um hann,
þegar svona var komið.
— Einar Benediktsson spjali-
aði oft við okkur, þegar við kom-
um i Herdísarvik. Hann skildi svo
vel börn og unglinga, þó hann
gæti verið stórbokkalegur við
fullorðna, sagði Rafn ennfremur.
— Hann var alitaf í þessum
skósiða frakka og mikill fyrirferð-
ar. Einhverju sinni kom hann út á
tún, þar sem tveir menn voru að
slá með orfi og ljá og vildi taka i
orfið. Eftir að hafa slegið nokkur
ljárför, hætti hann og virti verkið
fyrir sér, henti svo frá sér orfinu
og sagði, um leið og hann struns-
aði burtu: „Svona eru þessir and-
skotans aumingjar,, sem aldrei
hafa gert ærlegt handtak."
— Þegar Einar talaði við okkur
unglingana, þá hélt hann sjálfur
uppi samræðum, enda vorum við
ekki upplitsdjarfir við þennan
tígulega mann. Og allt sem hann
sagði við okkur var af fullri skyn-
semi. Á köflum mun hafa slegið
út í fyrir honum, en þá hóf hann
ekki samræður við okkur. Og við
yrtum ekki á skáldið að fyrra-
bragði.
GRlSKAR OG
LATNESKAR BÆKUR
Eftir að Einar dó hélt Hlín
áfram að búa i Herdisarvík. Með-
an hún var þar, var húsið upphit-
að. Og eftir að hún fór í bæinn,
litu dætur hennar eftir þvi að
1 stofu Einars Benediktssonar voru leðurstólarnir, skrifborðið hans og
mikið af bókum, segir Gfsli tiestsson. Ekkert annað var þar. Mynd úr
stofunni I Herdfsarvfk.
man vel eftir Einari Benedikts-
syni, var oft sendur með póstinn
til Herdisarvikur þegar hann var
drengur. Einnig var þá á heimili
hans Anna Guðmundsdóttir, sem
hafði verið vinnukona á Elliða-
vatni, æskuheimili Einars, og tal-
aði oft um dvölina þar. Þótti mik-
ið til um. — Þetta var ekkert
venjulegt fólk í okkar augum,
sagði Rafn. Ég var því ákaflega
spenntur, þegar ég fór i fyrsta
sinn í Herdisarvik og velti því
fyrir ntér hvort ég fengi nú að sjá
Einar. Ég var að drekka i eldtús-
einhverju leyti, upplýsa Selvogs-
menn. En þá var það ekki lengur
kynt og mun hafa farið illa.
En hvað varð um bækurnar og
húsgögnin? I sögu Háskóla ís-
lands segir um bókasafn Einars
Benediktssonar: „I Herdísarvík
var safnið geymt til ársins 1950,
er það var flutt i Háskólabóka-
safnið, þar sem það er varðveitt
að mestu i sérstökum luktum
geymslum. Safn þetta er alls 1225
bindi, nær helmingur þess eru
latnesk og grísk fræði. En meiri
Eramhald á bls. 25
KC-4430
Sambyggt útvarp og segul-
band, rafmagn/rafhlöður.
Allar bylgjur, FM, lang, mið
og stuttbylgja. Innbyggður
mjög næmur hljóðnemi,
sjálfvirkt stopp á segulbandi
Sjálfvirk upptaka, fimm
pinna Din tengi, innbyggður
hljóðnemi fylgireinnig laus
hljóðnemi, sem er með rofa
á. Cassetta óátekin fylgir
ásamt rafleiðslu og heyrna-
tæki.
Verð kr. 41.980,-
KC-2552
KC-0316
KC-0317
Sambyggt stereo cassettu
bílútvarp og segulbandtæki
FM og miðbylgja, 9 vött.
Hraðspólun áfram, sjálfvirkt
stopp oa útkast á spólu.
Styrk/ tón/ jafnvægis stillar
Handstýrður stopp/ útkast
þrýstitakki, LEO Ijós sem sýn-
ir, ef stereoútsending erfrá
útvarpi. Bylgjuskiftir FM,
miðbylgju. Allar festingar
fyigja
Verð kr. 39.500 -
TVO ,
GOÐ ,
FRA
Bílsegulband 9 vött, sjálfvirkt
stopp/ útkast. Hraðspilun
áfram og afturábak. Styrk-
stillir, tónbreytir, jafnvægis-
stillirá sleðabrautum. Hand-
stýrt stopp/ útkast.
Verðkr. 22.780,-
Sama og KC 1316 nema
ekki með hraðspilun afturá-
bak.
Verðkr. 19.630,-
Hátalarar
Verð frá kr.
5000 —
9 200 parið
-XCROWNV-
CAR 200 «v»r bylgjur. Mjög gott útvarps-
tœki fyrir lágt verð.
Aðeins kr. 10.733,-
útvarpstski á markaðnum
Verð aðeinskr. 13.892,-
J3UÐIN Skipholti 1 9 v/Nóatún. a
Simar 23800 og 23500