Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULÍ 1977 GRANI göslari Svona eiga kaffitímarnir að vera! Get ég ekki fengið minna áber- andi köflótt efni? Ilættu að sleikja hann Dúdda, hann er fullur af kvefi! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson „Manneskja vön múrverki óskast’ ’ „Manneskja vön múrverki ósk- ast, starfskraftur óskast“. Þessar1 setningar eru teknar úr auglýs- ingum sem eiga víst að vera tákn um jafnrétti milli kynja. Ef af lögunum leiðir jafnvandræðalegt orðaval og þetta hljóta þau að vera vandræðalega skilin eða vandræðalega orðuð. Það er 1 senn vandræðalegt og allt að því hlægilegt, að auglýsa eftir „manneskju vanri múr- verki“ til að þjóna jafnrétti milli kynjanna. Er ekki jafnréttishug- sjóninni og löngunum fullnægt (í auglýsingum) með því að auglýsa eftir „manni"? Eða á tegundar- heitið „maður" ekki jafnt við kon- uma sem karlinn? Er kona ekki maður að jöfnu við karl? ' Atti ekki bezt við að auglýsa eftir „manni, vönum múrverki"? Konur gátu sótt um jafnt og karl- ar. En ætli nokkur hefði gert það? Það mun undantekning að þær stundi múrverk. Vanti t.d. skipstjóra ber auðvit- að auglýsa eftir skipstjóra en ekki „manneskju" eða „starfskrafti" vönum skipsstjórn. Sá, sem aug- lýsir og ætlar að fá konu, tekur konu, hversu margir karlar sem sækja um starfann og öfugt. En mér er spurn hvort það sé ekki í rauninni brot á jafnréttinu ef bannað er að auglýsa eftir karli eða konu eftir því sem við á? Ef banna á bónda, sem vantar vinnu- konu, að auglýsa eftir vinnukonu, þá mun harm ekki i auglýsing- unni skýra starfssviðið þannig að vel megi skilja, að hann vantar vinnukonu en ekki vinnumann. Það væri jafnréttisbrot. Og lik- lega mætti hann ekki einu sinni auglýsa eftir „manni", þvf að flestir myndu skilja það þannig að hann vantaði karlmann. Hann neyddist því til að nota hinn óræða „starfskraft", sem greinir ekki kyn og velja svo milli kvenn- anna, sem sæktu, en hafna körl- unum. Svo sannarlega á að vera jafn- rétti til launa og starfs. En eigum við ekki að viðurkenna þá stað- reynd, að kona verður alltaf kona og karl karl. Og sum störf hæfa konum betur en körlum og öfugt. Samkvæmt því á að mega auglýsa. Auðveldast mun að þjóna jafn- réttinu hjá opinberum stofnun- um. Og þegar launajafnrétti er komið á munu flestir velja milli kynja eftir hæfni, en ekki kyni. Og sá hæfnismunur verður aldrei jafnaður með vélvæðingu. Og ég hygg að bæði kyn uni hið bezta, þótt starfssviðin geti aldrei runn- ið til fulls saman. En verði haldið áfram að birta þessar vandræðalegu jafnréttis- auglýsingar fer varla hjá þvi að Eflaust hefðu ekki margir kom- ið auga á vinningsleiðina í spilinu hér að neðan en ekki reyndi á það nema í einu tilfelli, þegar spilið kom fyrir í tvimenningskeppni. A flestum borðanna voru austur og vestur hraktir upp í fjögur hjörtu, sem yfirleitt töpuðust eft- ir að suður spilaði út laufi. En á einu borðinu spilaði suður þrjá spaða eftir að vestur opnaði á einum tígli og austur sagði hjörtu. Norður S. 108764 H. Á4 T. D73 L. 1062 ''estur Austur S. 95 H. G8 T. KG1092 L. AKD3 S. K H. D107532 T. Á8 L. 8754 Suður S. ÁDG32 H. K96 T. 654 L. G9 Vestur spilaði út laufás, kóng og síðan drottningu, sem suður trompaði. Hann fór inn á blindan á hjartaás og tók trompin af and- stæðingunum. Þegar i ljós kom, að austur átti spaðakónginn datt spilaranum í hug, að vestur ætti bæði ás og kóng í tígli. En sá von bráðar, að það var ósennilegt. Mun liklegra var, að austur ætti annaðhvort þessara spila ásamt einu smáspili. Stuttu síðar hafði suður náð fram þessari stöðu: Norður (blindur) S. 8 H. — T. D73 L. — Vestur S. — H. — T. KG102 L. — Suður S. G H. — T. 654 L. — Austur S. — H. DIO T. Á8 L. — Vestur reyndi það sem hann gat og lét tígulgosa þegar suður spil- aði lágum frá hendinni. En það dugði ekki. Sagnhafi lét lágt frá blindum en austur varð síðan fastur inni í næsta slag og varð að spila út í tvöfalda eyðu. Þetta er nú sundbolur í lagi. — Þú ættir að ná þér í einn svona! RÉTTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 10 hægt I því. öðru hverju blistrar hann lágt. — Þetta eru þá fórnarlömb þín þessi þrjú ár i Englandi? Þvillkar disir! Það er ekki hollt fyrir barnslega sál að horfa á þetta. Ég æsist.svo upp. Hver er þetta? — Tja, sko, hún var ballett- dansari f Liverpool. Ég var þar einu sinni í námsferð I viku- tima. — Já, þvi get ég trúað. Þessar námsferðir þinar eru hrifandi. — Hlauptu yfir allt þetta, nn- ars komum við aldrei að önnu Guntl. — Engan veginn. Ég hef hugsað mér að rannsaka gaum- gæfilega þetta ofboðsiega myndasafn. Mullah færir sig lítið eitt til i hinum hægindastólnum, leggur fæturnar upp á stól og kveikir I vindlingi. — Ætli Anna verði ekki sú siðasta í röðinni? Það vona ég að minnsta kosti. Eg er nefni- lega að hugsa um að kvænast henni. Forss rekur upp stór augu. — Hvað þá? Og taka hana með þér til Suður-Afríku? Ert það ekki þú, sem hefur sagt, að þar sé helviti búið hvitum konum, sem eru giftar þeldökkum mönnum? Ahmed svarar hægt, opnar varla munninn og hefur langar þagnir á milli setninganna. — Jú, það er rétt . . . En hún vill þetta sjálf — og ég lika . . . Mér þykir reglulega vænt um hana . . . Og sá tfmi hlýtur að koma, að kynþáttar- fordómarnir hjaðna. Forss leggur alhúmið ófús frá sér. — Jæja, þú segir fréttir. Heldur þú, að hún þoli það . . . þarna suður frá? — Já, ég held það. Anna er frábær stúlka . . . Hún er lát- laus, og hún er góður félagi og heiðarleg . . Ég ber ekki virð- ingu fyrir einni einustu allra þeirra ensku stúlkna, sem ég hef verið með. Sama hræsnin hjá þeim öllum. Miklar með sig og nákvæmar í þvf ytra, en þeg- ar til kastanna kemur, eru þær svo villtar, að það er ekki nokk- ur leið að fylgja þeim eftir, og er ég þó enginn engill. Og þær skammast sfn fyrir litinn á mér gagnvart öðrum. Ég má ekki láta ættingja þeirra sjá mig. En önnu er ekki þannig farið. Hún hefur verið hrein og bein allt frá upphafi. Forss hélt áfram að fletta bókinni. — Er þetta ekki Anna Giintl? — Jú, þetta er einmitt hún. Hefur þú séð svona heiðarlegan og einlægan andlitssvip? Þaðer kraftur f henni. Forss horfir á myndina um stund. Hann er altekinn af fréttinni. Loksins segir hann: — Ég get ekki gefið þér ráð, hvorki á einn veg né annan. enda þekki ég ckki, hvernig málum er háttað í Suður- Afrfku. Hann þegir og situr hugsí um stund.— En ef svo fer í raun og veru, að þú gengur að eiga Önnu og hvftu mennirnir sýna ykkur fyrirlitningu, þá heiti ég þvf að standa heilshug- ar við hlið ykkar þarna suður frá. Þú lætur þér sennilega fátt um finnast, þótt ég segi þetta, en hérna hefur þú hönd mfna orðum mfnum til staðfestingar. Forss hneppir sloppnum aftur að sér og reynir að lfta út eins og hetja. En Mullah held- ur áfram að stara á bókahilluna er hann svarar. — Þakka þér fyrir. En nú vertu ekki að lofa neinu. Það yrði bara miklu verra, ef þú . . . — Ef ég er hcigull og fer að eins og hvitu mennirnir, áttu við? Heldur þú, að ég sé f raun og veru slíkur félagi? Komdu með framloppuna, og svo tök- umst við f hendur upp á það, að við snúum bökum saman suður frá. — Gott og vel. En þú veizt ekki, um hvað þú ert að tala. Hann réttir fram brúna hönd- ina án þess að líta á Forss. K.vrrðin færist yfir herberg- ið. Forss sýgur pfpuna enn um stund. Sfðan gengur hann að bókahillunni, tekur fram þrjú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.