Morgunblaðið - 12.08.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.08.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 vekur mér vonir um það, og ég vil að lokum fara nokkrum orðum þar um. Greinar af sama meiði Ég er nú staddur i einni elztu borg Bandaríkjanna. Þetta er fall- egur bær og allir Bandarikja- menn eru stoltir af menningu hennar og þokka — á sama hátt og þjóðir Sovétrikjanna eru stolt- ar af fornum borgum á borð við Tiblisi og Novgorod. Þeir varð- veita minjar þessara borga, en veita jafnframt inn i þær nýju lífi, þannig að þær eru annað og meira en lífvana minnismerki um forna frægð. Þrátt fyrir djúpstæð ágreiningsefni Bandarikjamanna og Rússa og mismunandi verð- mætamat, þá erum við greinar af sama meiði og byggjum á sömu menningu, sem á sér eldfornar rætur. Utan við alla misklíð okkar, ut- an við beinharðar tölur, stað- reyndir og hagsmunamál, sem við fjöllum um við samningaborðið, — stendur ósýnilegur, óáþreifan- legur raunveruleiki, sem tengir okkur órofa böndum. Þar á ég við hina sterku þráæftir friði, raun- verulegum friði, sem býr í okkur öllum. Ég er þess fullviss að ibúar Sovétríkjanna, sem færðu slikar fórnir sem raun ber vitni i síðustu heimsstyríold, ala þessa sömu þrá í brjósti, og að þessu leyti ber ekkert á milli þeirra og ibúa Bandaríkjanna. Það er á valdi okkar allra að gera þessa þrá að öðru meira en óljósri draumsýn, en ábyrgðin hvílir þyngst á þeim, sem hafa i hendi sér hið skelfi- lega vald, er nýtizku striðsvélar hafa fært þeim, og á ég þá við menn eins og sjálfan mig og Brezhnef. Brezhnev sagði nýlega mjög at- hyglisvert. Það var á þ'essa lund: „Það er trúa mín, bláköld sann- færing mín, að raunsæisstefna í stjórnmálum og viljinn til að bæta samskipti stórveldanna, muni að lokum ráða ferðinni og þegar 21. öldin renni upp verði friðarhorf- ur tryggari en nokkru sinni fyrr.“ Ég sé engar duldar aðdróttanir i þessum orðum. Ég met þá ein- -lægni 5em í þeim felst og tek undir þaá sjónarmið, þá von og trú, sem þar kemur fram. I and- streymi og árekstrum munu iarðarbúar þurfa að fylgja eftir, segir i biblíunni: „Keppum eftir þvi sem til friðarins heyrir." — Ræða Carters Framhald af bls. 12 Reiðubúnir að breyta vfgbúnaðaráætlunum okkar, ef ... Umræðurnar um takmörkun gereyðingarvopna eru staðfesting á samkomulagi frá Vladivostok, og byggjast þar af leiðandi á þvi. 1 þessum umræðum verðum við að stefna jafnt og þétt að framtiðar- takmarki okkar um verulegan niðurskurð og strangar takmark- anir, en viðhalda jafnframt hinu mikilsverða hernaðarjafnvægi. Við höfum mótað tillögur, sem fela i sér mikilsverð ákvæði um vopnaeftirlit: talsverða fækkun hergagna hjá báðum aðilum, tak- markanir á vísindarannsóknum I hernaðarskyni og eftirlit með ýmsum þáttum hermála beggja aðila, sem hætt er við að geti stefnt i voða því hernaðarjafn- vægi, sem er við lýði. 1 Vladivostok samkomulaginu tókst ekki að útkljá ýmis atriði, og eðlilegur ágreiningur hefur orðið um túlkun. Þá hafa ný vandamál skapazt vegna hinnar öru tækni- þróunar. Sovétmönnum stendur stuggur af hinum sjálfstýrðu eldflaugum, sem við höfum framleitt. Okkur er umhugað um, að varnarveggur okkar sé sem traustastur. Hinar sjálfstýrðu eldflaugar okkar eru andsvar gegn þvi, að Rússar hafa búið nýjar hersveitir árásarvopn- um. Við erum reiðubúnir til að breyta vigbúnaðaráætlunum okk- ar, ef Rússar gera slíkt hið sama. En ef okkur tekst ekki að ná samkomulagi, þá er það engum vafa undirorpið, að Bandaríkja- menn geta gert og munu gera það sem þarf til að varðveita öryggi lands og þjóðar og tryggja víg- stöðu sfna á fullnægjandi hátt. Hinar nýju tillögur okkar ganga miklu lengra en aðrar þær, sem fram hafa komið. Við byggjum á gerðum samningum og leitumst við að fækka verulega kjarnorku- vopnum, sem þegar hafa verið framleidd. 1 raun réttri leitumst við nú i fyrsta sinn við að snerta sjálfa kvikuna, þar sem eru samslungn- ar rætur áralangra deilumála. Við erum að reyna að ná samkomu- lagi, sem fellur ekki um sjálft sig með nýjum tæknireglum — með öðrum orðum: við erum að vinna að raunverulegri málamiðlun. Öryggismálum ekki fórnað Engin þessara tillagna felur i sér fórnir á sviði öryggismála. All- ar miða þær að því að auka öryggi í S-Carólínu beggja aðila. Við teljum, að SALT-samkomulag, sem yrði ekki annað og meira en lægsti sam- nefnari, sem aðilar gætu komið sér saman um, myndi aðeins vekja mönnum falsvonir og jafn- vel hafa neikvæðar afleiðingar fyrir afvopnunarumleitanir al- mennt. Við teljum, að beri SALT- viðræðurnar verulegan árangur, muni það ekki einungis koma fram i minnkandi vígbúnaði, heldur leiði það einnig til bættra samskipta i stjórnmálasviðinu. Þegar ég tek þannig til orða, að þessum umleitunum sé ætlað að draga úr viðsjám, á ég ekki aðeins við öryggismál. Ég á einnig við hugarfar hinna óbreyttu borgara, sem gera sér grein fyrir þeirri uggvænlegu staðreynd, að það sé á valdi leiðtoga Sovétrikjanna og Bandaríkjanna að leggja mann- legt samfélag i rúst vegna mis- skilnings og mistaka. Ef við get- um slakað á þessari spennu með því að draga úr hættunni á kjarn- orkuhernaði, munum við ekki ein- ungis gera heiminn friðvænlegri, heldur fáum við þá einnig ráðrúm til að grípa til samstilltra aðgerða til að bæta mannlifið. Verulega hefur þokazt i áttina að sumum stefnumiðum okkar, en i hreinskilni sagt hefur nokkuð borið á úrtölum Sovétmanna vegna SALT-viðræðnanna og sam- skipti þjóðanna i heild. Ef þessi sjónarmið byggjast á því, að þeir hafi misskilið tilgang okkar, mun- um við leitast við af fremsta megni að gera þeim hann ljósan. Ef hér er hins vegar aðeins um áróðursbragð að ræða til að knýja okkur til undanlátssemi, þarf eng- inn að vera í vafa um, að við verðum harðir í horn að taka. En það sem meginmáli skiptir er að okkur takist að efna til náinnar samvinnu, sem báðir aðil- ar hefðu hag af. I stefnumótun tökum við mið af sibreytilegum aðstæðum, og sú er von okkar, að Sovétmenn geri slikt hið sama. Ef við stöndum saman, getum við veitt breytingunum í jákvæðan farveg. Aukin verzlun milli rikjanna yrði báðum aðilum i hag. Hin sam- eiginlega verzlunarnefnd Sovét- ríkjanna og Bandarikjanna hefur hafið fundahöld á nýjan leik eftir langt hlé. Það er von min, að unnt sé að skapa aðstæður sem gera okkur kleift að stórauka verzlun og viðskipti milli landanna. Við höfum lagt á það áherzlu, að Sovétríkin og Kúba haldi að sér höndum í málefnum rikja i sunnanverðri Afríku. 1 afskiptum okkar af hlutlaus- um rikjum miðum við ekki að þvi að hvetja til andófs eða knýja þjóðirnar inn í tvær fylkingar. sem byggja á andstæðri hug- myndafræði. Við viljum þvert á móti að æ fleiri þjóðir öðlist sjálf- stæði og verði óháðar öðrum efna- hagslega, og jafnframt beitum við okkur gegn tilraunum annarra til að undiroka þessar þjóðir undir nýjum merkjum. Afstaða Sovétrikjanna i okkar garð á ef til vil einhverjar rætur að rekja til þess, að þeir virðast halda, að mannréttindaáhugi okk- ar beinist einkum gegn þeim og sé árás á mikilverðustu hagsmuni þeirra. Þar skjátlast þeim þó. Jákvæð og einlæg stefna f mann- réttindamálum 1 yfirlýsingum okkar um mann- réttíndamál eru engar duldar að- dróttanir. Við byggjum á þvi, sem við höfum áður sagt um þessi málefni. Stefna okkar er sett fram eins og hún er, — jákvæð og einlæg tjáning okkar dýpstu þjóðarsannfæringar. Hún beinist ekki gegn neinni sérstakri þjóð eða heimshluta, heldur á hún jafnt við um allar þjóðir, þar á meðal um okkur Bandarikja- menn. Og henni er alls ekki ætlað að æsa upp vigbúnaðarkapp- hlaupið eða kalla kalda stríðið yf- ir okkur á nýjan leik. Það er hins vegar trúa mín, að miklu áhrifaríkara sé að vinna að auknum mannréttindum, ef frið- samleg sambúð er við lýði, en ekki úlfúð og striðsótti. Þetta hef- ur reynslan sýnt okkur hvað eftir annað á þessari öld. Við gerum okkur engar gylli- vonir um, að framfarirnar verði stórstigar og breytingarhar komi fyrirvaralaust. En við erum sann- færðir um, að höldum við vöku okkar, mun vegur mannréttinda og persónufrelsis i heiminum aukast. A siðasta misseri höfum við gert það lýðum Ijóst, að við erum staðráðnir i því að láta dýpstu sannfæringu bandarisku þjóðar- innar kveða við, og jafnframt finna varanlega lausn á ágrein- ingsmálum austur- og vesturveld- anna. Ef við látum okkur í greip- um ganga þetta tækifæri til að efla frið og samvinnu i stað fjand- skapar og sundurþykkju, förum við á svig við vonir okkar og ásetning. Við verðum ávallt að láta fara saman sannfæringu okkar og raunsæi. I athöfnum okkar verð- um við að taka mið af þeim verð- mætum, sem þjóðfélag okkar byggist á, því að á þessum verð- mætum hvílir sú fullvissa, að sam- félag manna þróist i hagfellda átt. Ég get ekki séð fyrir um, hvort við munum hafa erindi sem erfiði á öilum sviðum. En eitt og annað Margrét Þorgrímsdótt- ir Selfossi sjötug Selfoss — kauptúnið við Ölfus- árbrú — er eitt yngsta þéttbýli landsins. Flestir Selfossbúar af eldri kynslóð eru því aðfluttir og hafa komið hingað margir i blóma aldurs síns. Verkefnin hafa verið hér næg — uppbyggingin hröð — og e.t.v. höfum við ekki veitt þvi athygli hve tíminn hefur liðið hratt. Margrét Þorgrímsdóttir, Austurvegi 50 á Selfossi, er ein þeirra er Iifað hefur og starfað hér drjúgan hluta ævi sinnar. Margrét er sjötug i dag 12. ágúst. Það er að vísu ekki beint senni- legt, ef mið er tekið af því, hve létt hún er á fæti, er hún gengur til starfa sinna á degi hverjum við póstdreifingu. En þjóðskrána þýð- ir víst ei að rengja. Margrét er fædd i Reykjavík og ólst upp í hópi fimm systkina — þriggja systra og tveggja bræðra — sem öll eru á lífi nema annar bróðirinn — Öttó — sem lézt ung- ur maður. Foreldrar hennar voru hjönin Sigurbjörg Illugadóttir frá Stóra — Lambhaga i Skilamanna- hreppi og Þorgrímur Jönsson, sem ættaður var úr Reykjavík. Þorgrimur hafði skipstjórnarrétt- indi og var með skútu frá Reykja- vík. Síðar hætti hann sjómennsku og lærði múrverk og vann við það seinni hluta ævinnar. Margrét giftist 1933 Eyjólfi Sveinbjörnssyni frá Snorrastöó- um i Laugardal. Þau bjuggu nokkur ár að Skógum, nýbýli út úr Snorrastöðum. Þau slitu sam- vistum. Þau eignuðust eina dóttur — Erlu — sem býr hér á Selfossi og er gift Sigurði Ágústssyni járn- smið. Þorleifssyni frá Arhrauni i Hraungerðishreppi. Þau hófu þá búskap hér á Selfossi og bjuggu að Austurvegi 50. GIsli starfaði lengst af hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, traustur maður, hæggerð- ur en vinafastur. Hann lézt fyrir réttu ári um aldur fram. Þeim Margréti og Gisla varð tveggja dætra auðið. Þær eru Val- gerður — gift Stefáni Jónassyni — hárgreiðslumeistara hér á Sel- fossi og Sigurbjörg — gift Sveini Ármanni Sigurðssyni, húsasmið á Selfossi. Þó að Margrét sé félagslynd og hafi tekið virkan þátt i ýmis kon- ar félagsmálum hér á Selfossi á undanförnum árum er fjölskyld- an sá vettvangur, sem hún helst kýs að verja kröftum sinum og alúð á. Barnabörnin eru orðin 11 og eitt barnabarnabarn. Á þessum tímamótum sendi ég og fjölskylda min Margréti hug- heilar afmæliskveðjur. Megi hún njóta góðrar heilsu um mörg ókomin ár og þeirrar gæfu að starfa aö því sem hún helzt kýs. ÓIi Þ. Guöbjartsson dyrmætan gjaldeyrir og tíma melka SWEDISH DESIGN *ð ftítnaðinn Árfð 1945 giftist Margrét Gísla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.