Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 183. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 20. AGÚST 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Taka þau upp þráð- inn aftur? Myndin er af Margaret Trudeau, forsætisráð- herrafrú Kanada, með tveimur sonum sínum. Hún dvelst nú í Vancouver hjá foreldr- um sínum og var haft eft- ir henni í viðtali við blað í Vancouver að hún vonað- ist eftir að þau hjón tækju upp sambúð á ný innan tíðar. Sagði hún þau hafa stefnt að þessu síðustu vikur og væri hún mjög glöð yfir því að svo virtist sem þeim tæk- ist að yfirstiga erfiðleik- ana. Sagði hún að for- sætisráðherrann kæmi flugleiðis til Vancouver nú um helgina og þau myndu fara öll saman heim til Ottawa. Símamynd AP. Mesti jarðskjálfti á þessu ári í gær Talið að ekkert manntjón hafi orðið Gífurlegar skemmdir urðu á mörg- Bali, Indónesíu, Perth, Ástralíu 1 9 ágúst — AP—Reuter JARÐSKJÁLFTINN sem varð á eyja- klasa á Indónesíuhafi mældist um 8.3—8.9 stig á Richterkvarða Var skjálftinn talinn ámóta öflugur og sá sem lagið kinversku borgina Tagshan I rúst í fyrra og hundruð þúsundir létust. Enn bid á ad Teng verði f orsætisráðherra í Kína Hua endurkjörinn formaður á flokksþinginu Pekinii, Belgrad 19. á};úst. Reuter—AP t AREIÐANLEGUM heimildum AP og Reuterfréttastofanna segir að kfnverska flokksþinginu hafi lokið f kvöld föstudag. Hua Kua- feng hafi verið endurkjörinn for- maður flokksins við fögnuð við- staddra, og „bófarnir fjórir“ og allir áhangendur þeirra látnir vfkja úr þeim fáu trúnaðarstöð- um sem voru enn á þeirra hönd- um. Aftur á móti verði ekki til- kynnt hvort Teng Khiao-Ping verði skipaður f embætti forsætis- ráðherra að svo stöddu. Telja fréttamenn að enn kunni að verða Varar Schmidt við upp- gangi ný nazista Bonn. 19. ágúst — AP WILLY Brandt. fyrrum kanslari. hef- ur hvatt eftirmann sinn, Helmut Schmidt. til að grlpa til viðeigandi ráðstafana gegn vaxandi starfsemi ný-nazista I V Þýzkalandi, að þvl er talsmaður þýzka jafnaðarmanna- flokksins skýrði frá I gær. Gerði Brandt þetta i bréfi hinn 12. júli sl. en það hefur nú verið dregið fram i dagsljósið sem málsvörn fyrir stjórn- völd, þar sem miklar umræður hafa orðið um neitun þýzkra stjórnvalda við beiðni Itala um framsal striðs- glæpamannsins Kappler, sem nýlega flúði frá Róm til V-Þýzkalands með ævintýralegum hætti. Þýzka stjórnin ber því við að framsal sé ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá rikisins. Að sögn talsmannsins eiga við- brögð kanslarans við þessu bréfi Brandts að hafa orðið þau, að hann fyrirskipaði rannsókn þegar i stað og væntir skýrslu um málið i lok þessa mánaðar. nokkurra mánaða bið á þvf, en gengið er út frá því sem gefnu að flokksþingið hafi fjallað um mál- ið. í fréttastofufregnum segir að á þinginu hafi verið m.a. kjörin ný miðstjórn kommúnistaflokksins og enda þótt ekkert hafi enn verið birt þar að lútandi, geri menn að því skóna að umtalsverðar mannabreytingar hafi þar orðið. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði i kvöld að gera mætti ráð fyrir því að opinberar tilkynningar um flokksþingið yrðu birtar í Kina innan tíðar, og ef til vill á veggspjöldum nú um helgina. Þessi fundur var sá fyrsti sinnar tegundar frá andláti Mao Tse-tung. Hins vegar er ekki óvenjulegt að fréttir af slikum þingum séu heldur snautlegar, þar sem Kinverjar birta ekki fréttir af þeim fyrr en eftir á. Tanjug taldi í kvöld að Teng hefði verið kjörinn varaformaður flokksins ásamt Ba Yeg Ying. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum flutti Hua aðalræðuna þar sem hann fjallaði um stjórnmála- ástandið í landinu. Önnur mikil- Framhald á bls. 20 Hljóðnemi í brjóstahald- ara kom upp um kauða Londort 1 9 ágúst — Reuter UPP KOMST um þukl virðulegs brezks gleraugnasérf ræðings á kvenfólki eftir að viðskiptavinur af veikara kyninu hafði komið fyrir hljóðnema í brjóstahaldara sínum til að sanna á hann athæf- ið. John Clenton heitir maðurinn og var sekur fundinn um kynferðisaf- brot fyrir dómstóli i London og dæmdur til að greiða 300 sterlingspunda sekt í janúar sl hafði 18 ára stúlka borið fram ákæru um að hann hefði þuklað á henni meðan hún var í dáleiðslu en Clenton notaði dáleiðslu til að koma augnlinsum fyrir i augum viðskiptavina sinna. Ekki reyndist unnt að sanna framburðinn á Clent- on fyrr en kona háfði tekið að sér að leita til hans með hljóðnema hulinn í brjótahaldara sínum, og með því að hlusta á viðskipti kon- unnar og Clenton gat lögreglan gripið hann glóðvolgan Aganefnd gleraugnasérfræðinga hefur þó tekið þá ákvörðun að Clenton skuli ekki sviptur starfsrétt- indum vegna mannkosta og orð- stirs sins, og hann hefur strengt þess heit að dáleiða viðskiptavini sína aldrei framar. um eyjanna, hús hrundu þar eins og spilaborgir og ægileg flóðalda, sem skall á eyjunum i kjölfar jarðskjálftans. mölbraut báta og skip Þrátt fyrir þenn- an gifurlega skjálftastyrk hafa ekki ver- ið tilkynnt nein dauðsföll og raunar hefur hvergi frétzt um nein slys og þykir það ganga kraftaverki næst Verst varð úti fjallaeyjan Sumba, sem telst til eyjaklasans Nusatengara er liggur frá Java til Timor Á Sumba búa um 25 þúsund manns í borginni Perth í Ástralíu sem er í 3000 km fjarlægð frá upptökum skjálftans gætti hans þó svo mjög að fólk þusti i ofboði út á stræti og torg Skjálftans gætti mjög víða, meðal annars mun hann hafa komið fram á mælum hérlendis Sænskir vísmda menn við jarðskjálftamælastöðma i Uppsölum sögðu að þetta hefði verið einhver kröftugasti skjálfti sem hefur orðið á þessu ári Fréttastofur telja að hefðu upptök skjálftans verið ögn vestar hefðu Bali og Austur-Java orðið einna harðast úti og hefði þá verið hætta á miklu mann- tjóni Jarðskjálftinn varð um kl 6,30 á föstudagsmorgun Indónesia varð fyrir mjög vondum jarðskjálfta i fyrra og létust þá 400 manns. Engin þátta- skil í við- ræðunum Moskva, 19 ágúst. — Reuter TITO, forseti Júgóslavíu, kom i dag til borgarinnar Irkutsk i Austur Siberiu og þar mun hann verja næstu fimm dögum, en síðan fer hann til Norður Kóreu og Kína. Áður en Tito hélt frá Moskvu var birt yfirlýsing um viðræður þeirra Brezhnevs, forseta Sovétrikjanna Var sú tilkynning mjög ámóta þeirri er birt var, þegar Brezhnev kom i heimsókn til Júgóslaviu i fyrra og segja sérfræðing- ar að ekkert komi þarna fram sem til tíðinda geti talizt. Hins vegar sé af öllu Framhald á bls. 20 Enn dregur til tíðinda í Ny Tids-málinu: Þingmaður Miðflokksins sakaður um ærumeiðingar Telur aðgerðir lögreglu jaðra við fasisma Osló, 1 9 ágúst Frá Fréttaritara Mbl , Guðmundi Stefánssyni NORSKI rlkissaksóknarinn. L.J. Dorenfeldt, gaf i gær út meiðyrða- ákæru á hendur norskum stórþingsmanni, Björn Unneberg, vegna ummæla hans um norsku lögregluna. Unneberg, sem er þingmaður fyrir Miðflokkinn, lét þau ummæli falla I viðtali við Ny tid, málgagn Social-venstre, að hann sæi fasista tilhneigingar gægjast upp á yfir- borðið hjá norsku lögreglunni og lýsti háttsettum lögregluforingja, Arne Huuse, sem angurgapa. Huuse þessi stjórnar einmitt rannsókn Ny Tids-málsins svonefnda I Noregi. Mörgum hefur þótt lögreglan ganga hart til verks, en stjórnandi pessara aðgerða hefur verið Arne Huuse, lögregluforingi í Osló Með- al þeirra sem hafa gagnrýnt aðgerðir 'ögreglunnar í þessum málum er Björn Unneberg, þingmaður Mið- Mokksins og formaður i laganefnd Allmiklar umræður hafa orðið undanfarið í Noregi um leyniþjón- ustuna norsku Ny Tid og fleiri blöð hafa haldið þvi fram, að njósnað sé um vinstri menn i Noregi vegna stjórnmálaskoðana þeirra Viðkom- andi yfirvöld hafa átt i erfiðleikum með að sanna að svo sé ekki, og í íramhaldi af þessu kom í Ijós að skrifstofustjóri hjá Gyldendal Norsk Forlag hafði viðað að sér upplýsing- um og gögnum um leyniþjónust- una, starfsemi hennar og starfslið Fyrir skömmu lét svo lögreglan til skara skriða, gerði þessi gögn upp- tæk og handtökur fylgdu i kjölfarið Meðal annars var skrifstofustjórinn, Ivar Johanssen, úrskurðaður i gæzluvarðhald i þrjár vikur og fær nú ekki að taka á móti heimsóknum, pósti né horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp Arm* Huusc. angurgapi lögregluforiilgl — kallaúur stórþingsins I viðtali við Ny Tid sl miðvikudag sagði Unneberg, að nann sæi fasistablæ yfir aðgerðum ;ögreglunnar i Ny Tid aðgerðunum Raunar ætti þetta ekki aðeins við Jögregluna heldur leyndist þessi iasistablær viðar i norsku þjóðfélagi ^á lýsti Unneberg Huuse lögreglu- ormgja sem angurgapa. sem hann tæri lítt hrifinn af að hlyti frama nnan lögreglunnar. og að honum Dætti litið til þess koma þegar ameriskar lögregluaðgerðir skytu upp kollinum Siðan hefur Unne- berg staðfest þessi ummæli sin i ijónvarpi og í blöðum hefur hann >agt. að hann hafi ekki í hyggju að oiðjast afsökunar á ummælum sín- jm Hann hafi að visu ekki haft i nuga að ráðast á persónu Huuse heldur hafi ummælin eingöngu átt við lögreglumanninn Huuse og lög- Framhald á t)ls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.