Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 5 Landspítalinn: Fjögur tilboð í innanhússfrágang geðdeildarinnar TILBOÐ f innanhússfrágang á grðdeild Landspltalans voru opn- uð hjá I nnkaupastofnun ríkisins I gær. Fjögur tilboð bárust; frá Njörva hf. upp á 225 milljónir króna, sem er sama upphæð og áætlun Innkaupastofnunarinnar, Siglufjörður: Nýi löndunarbún- aðurinn reyndur Siglufirdi. 18. ágúst. NVl loðnulöndunarbúnaður Síldarverksmiðja ríkisins var reyndur I dag og virðist allt ætla að ganga að óskum. Komnir eru finnskir barkar við dælurnar og á fyrsta hálftíman- um var dælt í land 104 tonnum, en afkastagetan er gefin upp 230—40 tonn. —Fréttaritari. frá Trésmiðju Austurbæjar upp á 228 milljónir, frá Byggingafélag- inu Einingu upp á 246 milljónir og hæsta tilboðið var frá Ar- mannsfelli hf. og hljóðaði upp á 276 milljónir króna. Samkvæmt útboðum felst i inn- anhússfráganginum trévinna, málning, dúklagnir, raflagnir og uppsetning hreinlætistækja. Ut- boðið nær til alls hússins, nema norðurendans við Eiríksgötu, og er innanhússfráganginum skipt í fimm lotur, sem hverri um sig á að skila fullfrágenginni. Göngudeild á fyrstu hæð á verk- taki að skila af sér f janúarlok næstu, sjúkradeild á annarri hæð i april 1978, sjúkradeild á þriðju hæð og göngudeild á annarri hæð á að skila i árslok 1978, endurhæf- ingardeild i mai 1979 og kennslu- deild, vinnuherbergjum og öðru á verktaki að skila af sér i árslok 1979. Pophúsið FYRIR nokkru opnaði Pophús- ið í nýjum húsakynnum, að Bankastræti 14 í Reykjavík, en frá árinu 1970 hefur verzlunin verið til húsa við Grettisgötu. Nýja verzlunin er á 110 fer- metra gólffleti og að sögn Jóns Ármannssonar, eiganda Pop- tJr Pophúsinu. Ljósm. Mbl. RAX í nýjum húsakynnum hússins, þá er einkum kven- fatnaður á boðstólum, auk snyrtivara. Innréttingar í nýju verzlun- inni hafa vakið óskipta athygli, að sögn Jóns, en hann fékk enskan innanhússarkitekt til landsins i vetur til að sjá um innréttingarnar og koma þær allar frá Englandi. Pophúsið verður 7 ára þann 29. ágúst n.k., en auk Pophúss- ins á Jón einnig verzlunina Buxnaklaufin við Laugaveg. Verzlunarstjóri í Pophúsinu er Guðlaug Baldursdóttir. Skýringatafla verkfræóinga á launakröfum og launatilboOum. h <*- u 0> Starfsaldur Núverandi laun i stofum Núverandi laun R-borg. Kröfur Tilboft Kröfur % Tilboft % u. 0—1 ár 185.200 144.198 178.047 155.013 23,5 7,5 e e 1—2 ár 198.100 160.059 190.510 172.063 19.0 7,5 o> e 2—3 ár 212.000 175.921 203.846 189.115 15.9 7,5 < 3—4 ár 226.000 175.921 218.115 189.115 24.0 7,5 4—5 ár 226.000 191.783 218.115 206.167 13.7 7,5 5—6 ár 242.700 191.783 233.383 206.167 21.7 7,5 u. 6—7 ár 242.700 191.783 233.383 206.167 21.7 7,5 U 4> 7 ár 259.700 207.644 249.720 223.217 20.3 7,5 U <« 2 'Z G 297.300—389.800 231.231 285.904 23.6 Iðnþing hefet á Ak- ureyri í næstu viku Verkfræðingar hjá Reykjavikurborg: Svara verkbanninu með verkfallsboðun ÞESSA töflu lagði Gunnar H. Gunnarsson fram og sagði hana skýra stöðuna í launadeilu verk fræðinga og Reykjavíkurborgar. Laun á stofum eru laun sam- kvæmt nýgerðum kjarasamningi Stéttarfélags verkfræðinga og stofnana, laun Reykjavikurborg- ar eru laun samkvæmt kjara- samningi frá ágúst 1976, en hann gilti til 10. júli sl. Tilboð Reykja- víkurborgar er um 7.5% hækkun frá launum 10. júli og gildistimi til 1. nóvember 1977. Að sögn Gunnars hefur Reykjavíkurborg gert annað tilboð, sem hljóðar upp á 12% hækkun á laun 10. júlí ásamt áfangahækkunum eins og ASÍ og VSÍ sömdu um, en gildis- tími þess samnings yrði til 1. des- ember 1978.“ Við sættum okkur Síldarverksmiðja EG stækkuð um helming B< lunuarvlk. 18. áKÚst SÍLDARVERKSMIÐJA Einars Guðfinssonar h.f. hefur nú tekið á móti 5400 lestum af loðnu, það sem af er sumai vertíð. Senn í'er að ljúka um- fangsmikilli stækkun á verksmiðjunni, og aukast afköst hennar þá um helm- ing eða í 450—500 lestir á sólarhring. Búizt er við að ar mjög ánægðir með þau orð Alberts Guðmundssonar i Mbl. i dag, að launamálanefnd borgar- innar sé reiðubúin til frekari við- ræðna,“ sagði Gunnar. „Við erum ávallt reiðubúnir til viðræðna." ÞRlTUGASTA og sjöunda Iðn- þing Islendinga verður haldið á Akureyri 25.—27. ágúst n.k. Rétt til setu á þinginu eiga 130 fulltrú- ar frá hinum ýmsu aðildarfélög- um Landssambands iðnaðar- manna. Auk þess eiga rétt á fund- arsetu með tillögurétt og mál- frelsi fulltrúar frá iðnráðum og iðnskólum, svo og innlendir og erlendir gestir, sem sérstaklega hefur verið boðið til þingsins. 1 fréttatilkynningu frá Lands- sambandi iðnaðarmanna segir, að mjög hafi verið vandað til alls undirhúnings þessa þings og megi segja, að sá undirbúningur hafi staðið frá því f marz á þessu ári, en þá tóku til starfa fimm undirbúningsnefndir Iðnþings. Hafa þær fjallað um hina ýmsu málaflokka, sem til umræðu verða og skilað til stjórnar tillög- um sínum og drögum að ályktun- um ( hinum ýmsu málaflokkum. Eru fundargögn mjög viðamikil, enda verða tekin til afgreiðslu 25 málefni. Iðnþingið verður sett i Borgar- bíói á Akureyri fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10.30 með ræðu Sigurðar Kristinssonar, forseta Landssam- bands iðnaðarmanna. Þvi næst mun iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og gestir frá norræn- Framhald á bls. 21 ekki við svo langan tíma þar sem samningur verkfræðinga við stof- urnar gildir til 1. febrúar 1978,“ sagði Gunnar,. „Okkar síðustu kröfur fela í sér samningstima til 15. marz 1978. Við förum líka fram á 2.5% hækkun 1. desember 1977 eins og verkfræðingar sömdu um við stofurnar." „Við höfum ákveðið að svara verkbanni borgarinnar með verk- fallsboðun hjá þeim 27 verkfræð- ingum, sem verkbann borgarinn- ar beinist að. Verkfall þeirra kemur til framkvæmda á mið- nætti aðfararnótt föstudagsins 26. ágúst eða degi siðar en verkbann- ið,“ sagði Gunnar H. Gunnarsson, verkfræðingur, i samtali við Mbl. í gær. „Annars erum við verkfræðing- nýi hlutinn verði tekinn í notkun í september. Fyrirtækið á nú í pöntun löndunardælu, sem væntanlega mun auðvelda og flýta mjög löndun úr bátunum, en eins og er þarf að landa allri loðnunni með krabba og hefur það gengið eins vel og hægt er með þeim búnaði. Gunnar UTSALA UTSALA Utsalan hefst á mánudag ULLARKAPUR JERSEYKÁPUR TERYLENEKÁPUR FLAUELSKÁPUR REGNKÁPUR DRAGTIR JAKKAR fjölbreytt úrval lágt vérð þepnhard laK<al KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.