Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 32
PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cffij Nýborg? Q Armúla 23 — Sími 86755 J iors0íiwWa»Jii!?j> ÍLYSINÍÍASIMINN EH: 22480 JWorciinblnbit) LAUGARDAGUR 20. AGÚST 1977 Frystihúsin: Búizt við frek- ari uppsögn- um eftir helgi — Erfiðleikar með launagreiðslur 17 brezkir sægarpar, flest ungt fólk á aldrinum 16—21 árs, kom til Reykjavíkur f gær á 22 metra langri seglskútu, Francis Drake. llnga fólkið er fólagar í brezkum siglingaklúbb. en hingaó kom það til þess að þjálfa betur siglingakunnáttu sfna og kynnast landi og þjóð og þá sérstaklega ungu fólki á líku reki. Yngsti skipverjinn, 16 ára piltur t.v. og 18 ára stúlka, eru þarna að hnýta tryggan hnút á landfestar Francis Drake f Reykjavfkurhöfn. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. L,ngal“<1; 250 miHjón króna borhola ónýt MORGIJNBLAÐINU er ekki kunnugt um frekari uppsagnir starfsfólks í frvstihúsum í gær, en þegar hefur verið skýrt frá. Hins vegar kom fram í samtölum sem Morgunhlaðið átti í gær við forstöðumenn nokkurra frysti- húsa á Suðvesturlandi, að frysti- húsin ættu í erfiðleikum með launagreiðslur, að fjallað yrði um viðhorfin f málefnum þeirra um helgina og jafnvel mætti búast við frekari uppsögnum eftir helgi. llér fer á eftir frásögn af samtölum Morgunhlaðsins við forráðamenn frystihúsanna í ga'r. ,,Við höfum ekki sagt upp fólki enn, og ástæðan fyrir því er m.a. að við erum ekki með fiskvinnslu í húsinu eins og er, þar sem togar- inn okkar er í slipp og hefur verið frá 3. ágúst. t>að fólk sem er í vinnu hjá okkur er við frágang á saltfiski. Annars þýðir lítið að hefja frystingu á ný, þegar tap er á hverju kílói, á meðan svo er heldur maður ekki lengi út,“ ságði Benedikt Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavfkur. Benedikt sagði, að þessa dagana væri verið að hreinsa allt frysti- húsið en það þyrfti að gera einu sinni^á ári. Togarinn kæmi úr slipp á næstu dögum, en því mið- ur væri enginn grundvöllur fyrir að hefja vinnslu á ný. Menn yrðu að vona að lausn fyndist á þessum vanda sem fyrst, þannig að frum- atvinnugrein þjóðarinnar stöðv- aðíst ekki alveg á næstunni. „Það hefur enginn maður áhuga á því að stöðva frystihúsin, en það er viða orðið svo aðkreppt, að menn geta ekki haldið áfram öllu lengur og sumir eru reyndar stopp nú þegar, og ef ekkert verð- ur gert, sé ég ekki betur en að öll hús á hinu hefðbundna vertíðar- svæði stöðvist um mánaðarmót- in,“ sagði Oiafur B. Olafsson, framkvæmdastjóri Miðness h.f. í Sandgerði. Olafur sagði í samlalinu við Morgunblaðið, að þótt árið 1976 yrði að teljast nokkuð gott ár inn- an sjávarútvegsins, hefði svæóið frá Höfn i Hornafirði að Patreks- firði rekið lestina og nú syrti fyrst að þeim sem staðið hefðu verst undanfarin ár. Hann kvað Miðnes ekki enn hafa sagt upp sinu fastráðna starfsfólki, en það yrði jafnvel gert eftir helgi og fólkinu þá skýrt frá hvernig komið væri. Þá sagði hann, að þeim hefði enn tekizt að borga sinu fólkí kaup og hann vænti þess að það yrði hægt til mánaðamóta, en ekki lengur miðað við núverandi ástæður, og líklegt væri að öll frystihús á um- ræddu svæði stöðvuðust þá, því væri nauðsyn að finna lausn á þessu vandamáli á þeim tima sem eftir væri fram til mánaðamóta. „Ein höfuðástæðan fyrir því hvernig komið er í sjávarútvegin- um tel ég vera hve fáir starfa við þessa atvinnugrein núna. Það fer alltaf fleira og fleira fólk i alls- konar þjónustustarfsemi, t.d. má benda á að bankastarfsmenn eru jafn margir og allir þeir sem starfa við fiskvinnslu. Fá fer allt- af meira og meira i milliliði, þró- un sem þessi kann ekki góðri lukku að stýra, og þá má benda á að fólk starfandi við fiskvinnslu hefur lægzt laun allra," sagði Ölafur. „Ég tel að hraðfrystihúsin hér á Snæfellsnesinu, að minnsta kosti hér í Ólafsvik og á Hellissandi, neyðist til aó loka um aðra helgi, þannig að þeir, sem þrauka fram að henni hætti fiskfrystingu á helginni“, sagði Guðmundur Björnsson, forstjóri Hraðfrysti- Framhald á bls. 20. LJÖST er að dýrasta horhola landsins að Laugalandi f Eyja- firði sem lokið var við í maímán- uði s.l. er að mestu ónýt og efamál hvort borgar sig að nýta það litla vatn sem úr henni kemur. Kostnaður við gerð þessarar holu er samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér um 250 milljónir króna, en þessi hola er sú dýpsta á landinu, 2800 metra djúp. Ilelgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Morgunhlaðið f gær, að búið væri að sprengja holuna út, en það hefði engan árangur borið, og væri því efamál hvort það borgaði sig að setja dælur í holuna til að ná upp því litla vatni, sem holan gæfi af sér. Að sögn Helga Bergs þarf Hita- veita Akureyrar 300—320 I sekúndulítra af vatni, til að hita allan Akureyrarbæ upp, en núna væru 150 sekúndulítrar fyrir hendi af Laugarlandssvæðinu. I HEILDARFISKAFLI lands- manna nálgast nú milljón tonn og eru nokkur ár síðan fiskaflinn fór yfir milljón tonn. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu fiskifélags ts- lands var aflinn orðinn 917.236 lestir um s.l. mánaðamót en var á Þar hefðu verið boraðar 4 holur, tvær gæfu verulega mikið vatn af sér, en tvær væru lélegar og þvi sem næst ónothæfar. Framhald á bls. 20. sama tima f fvrra 687.451 lest, þannig að heildaraflinn er nú 229.785 lestum meiri. Botnfiskafli er orðinn það sem af er árinu 322.797 lestir, en var á sama tima í fyrra 304.529 lestir, þar er aukningin 18.260 lestir. Af botnfiskafla er afli báta 177.557 lestir, en i fyrra 181.057 lestir, þannig að bátaaflinn hefur dreg- izt saman um 3.500 lestir. Afli togaranna hefur hins vegar aukizt um 21.769 lestir. Hann var fyrstu sjö mánuði yfirstandandi árs 145.240 lestir en sömu mánuði í fyrra 21.769 lestir, og hefur orðið aukning á togaraafla í öllum landsfjórðungum. Loðnuaflinn var orðinn um s.l. mánaðamót 568.889 lestir, en var i fyrra 369.817 lestir og er loðnuafl- inn því 199.072 tonnum meiri fyrstu 7 mánuði þessa árs. Rækjuaflinn er svipaður því sem hann var í fyrra. í lok júli var búið að landa 4.430 lestum, en í fyrra 4.318 lestum á sama tíma, hefur því ræjuafli aukizt um 112 lestir. Humarafli hefur einnig aukizt litillega frá siðasta ári eða úr 2.663 lestum í 2.770 lestir og nemur aukningin 137 lestum. Hins vegar hefur hörpudiskafli dregizt saman, úr 1454 lestum í 1330 lestir eða um 124 lestir. Kolmunnaafli hefur aukizt mik- ið, úr 174 lestum í 10.291 lest og er aukningin hvorki meira né minna en 10.117 lestir. Annar afli eru nú 6.729 lestir (spæriingur meðtalinn) en var 3.144 lestir í lok júli á síðasta ári, og er afla- aukningin þar 3.585 lestir. Spasskí: „Stefni að mínum fyrri styrkleika 99 „AÐUR en cinvígið byrjaði var ég bjartsýnn, en ég varð að játa að þegar það var um það bil háifnað átti ég í smávandræð- um, en allt fór síðan að ganga til betri vegar eftir viku frí Portisch og seinn hlutann tókst mér að tefla af sa*milegu öryggi," sagði Boris Spasskí þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir að einvfgi hans og Portisch lauk í gær, en Spasskí þáði þá jafnteflisboð Portisch og var orðinn sigur- vegari einvfgis þeirra, með 8'A vinning gegn 6‘A vinning Portisch. „Nú þarfnast ég góðr- ar hvíldar og að því loknu fer ég að undirbúa mig fyrir ein- vfgið við Korchnoi. Morgunblaðið spurði Spasskí hvort hann teldi sig nú hafa náð sínum gamla styrkleika, en margir hafa haldið því fram að í sfðustu skákunum hafi Spasskí teflt eins og hann gerði bezt hér áður fyrr. „Ég vil ekki dæma um það sjálfur hvort ég hef náð aftur minum fyrri styrkleika, ég held varla enn. Það er hins vegar engin laun- ung að ég stefni nú að þvi marki að ná mínum gamla styrkleika og þegar hef ég náð mér vel á strik bæði lfkamlega og andlega." Þá spurói Morgunblaðið Spasskí hvað hann vildi segja um fyrirhugað einvígi við Korchnoi. „Ég er lítið farinn að hugsa um það enn. En eitt er Framhald á bls. 31 Portisch: 99 Tólfta skákin réði úrslitum 99 Heildaraflinn nálg- ast milljón lestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.