Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGUST 1977 VEIÐIÞÁTTUR Þeir sem veiða á flugu kynn- ast oft misjöfnum skoðunum manna á þessu uppátæki. Stundum eru viðbrögðin undr- un eða vorkunnlátt augnaskot þegar sett er saman. Þá er gjarnan spurt: „Veiðirðu bara á flugu?" eða „notarðu ekki maðk?“ — Og, eins og títt er i daglegu lífi, þegar menn lýsa því yfir í upphafi máls, að þeir hafi ekki íhugað eða beri ekki skynbragð á eitthvað, er stutt I fullyrðingar hjá þeim um sama efni og setningarnar „hér veið- ist best á maðk“ eða „það þýðir ekkert að nota flugu hérna, væni minn“ er algeng upplyft- ing, sem „fluguveiðimaður" fær i veganesti. Það hendir einnig að menn grufla ekkert út í þetta, en dæma viðkomandi aðila sérvitran og skritinn að þessu leyti. Jafnvel þaulvanir dorgarar; menn sem langa ævi hafa veitt lax á maðkinn sinn með þverkasti, eru haldoir furðulegustu bábiljum um flug- una. Þeír segja við þig eitthvað á þessa leið.: „— Ja, það eru staðir hérna þar sem hann tek- ur flugu, þú getur reynt þar.“ Þá eiga þeir við að í ánni eru lygnur og breiður þar sem stundum er lax. — En að flugan hafi möguleika í hvítfyssandi straumnum eða kvörninni, sem þeir eru vanir að sökkva maðk- inum í, telja þeir fráleitt. Ég nefni þetta ekki í þeim tilgangi að hefja fluguna til skýjanna sem merkilegra agn en annað, þó þeir séu margir sem telja svo, af einhverjum ástæðum, heldur langar mig til vegna þeírra, sem eru að taka fyrstu sporin með flugustöngina sína, að eyða ýmsum þrálátum mis- skilningi um þetta veiðitæki. Flestir stangaveiðimenn, sem nota flugu, hafa veitt á maðk, sumir i mörg ár, áður en þeir lögðu hann til hliðar. Þeir vita því gjörla hve skemmtilegt það er þegar laxinn er að smakka og japla á maðkinum og toga lín- una út af hjólinu og hve nota- legur fiðringur fer um mann allan þegar þyngist alvarlega á. Þeir gengu þann veg sem flest- ir fara í þessum veiðiskap. Fyrst var það maðkastöngin og nokkrir spænir í vasanum, ef allt um þryti. Svo einn dag voru stangirnar orðnar tvær, sú gamla og spónhúsaný flugu- stöng. Þá var byrjað á því að maðka vel og ef laxínn tók ekki, fékk hann tækifæri á flugu áð- ur en farið var á næsta veiði- stað, en bara smá „sjans", því sá sem dinglaði flugunni hafði litla trú á því sem hann var að gera. Þannig leið tíminn. Sumir voru heppnir og komust fljót- lega að því, að það gat allt farið af stað í hyl þegar flúgukrili fór í hann, þó enginn lax virtist vera þar áður, þegar maðkinum var beitt. Slík hending, sem endurtók sig þeim til undrunar af og til, breytti smám saman áliti þeirra og flugan fékk fyrstu umferð, maðkurinn þá seinni og svo kom spónninn. Þetta er hin algenga orsakaröð. Flugunum í veiðiboxinu fjölg- aði og þeir urðu fleiri laxarnir með hverri ferðinni sem veidd- JÓN HJARTARSON ust á þetta agn. Svo einn góðan veðurdag, þegar maðkur var ófáanlegur í bænum, eða tími hafði ekki unnist til að tína hann kvöldið áður, varð stöngin aftur ein, en nú var það flugu- stöng. Þá fóru hlutirnir að þró- ast hraðar. Nú urðu veiðimenn- irnir að treysta á þetta tæki, og nývöknuð athyglin beindist að þvi, hvernig aðrir fóru að. Þeir tóku að spyrja og skoða og læra. Það sem þeir höfðu aldrei hugs- að út i áður varð nú allt i einu skemmtilegt spursmál. Vatns- hiti? Hvað kemur hann málinu við? Sólin? Hvaða vitleysa er þetta, er ekki sama hvoru meg- in á bakkanum maður stendur. Sökklína? Hva, — ertu með línu sem flýtur? Þannig komu upp ýmis atriði, svo auðskilin og fljótlærð. Viðfangsefnið fór að verða spennandi. Nýr heim- ur var að opnast. Flugustöng er veiðitæki sem er allt í einum hlut. Henni má jafna við haglabyssu skyttunn- ar, sem dugar við ólíklegustu aðstæður, einnig þar sem kúlu- byssan hefði betur náð tii. Það er bara undir manninn komið hver árangurinn verður. Af fiugustöng fleygjum við eftir- líkingum úr dýraríkinu; flugu, lirfu, maðki, rækju, sili, marfló og álsseiði og fleiru og fleiru, en einnig hreinum tilbúningi, sem á sér enga fyrirmynd eða stoð í veruleikanum. Er aðeins hugmyndaflug veiðimannsins. Að þessu leyti er flugustöngin fremri öðrum sportveiði- tækjum, sem enn hafa verið búin til, þ.e.a.s. ef hin margvís- ástæða til að fjalla um þær nú, en línurnar þrjár eru hrað- sökkvandi, hægsökkvandi og flotlína. A vorin og snemma sumars, meðan ár eru enn kald- ar og hættara við vatnavöxtum en seinna, er sökklína veiðnust. Þeim mun kaldari sem áin er, þeim mun dýpra er venjulega veitt. Þá eru oft notaðar stórar flugudræsur; túpur og lúrur. Þegar vatnshitinn nálgast 7—10° skipta margir yfir í hæg- stökkvandi línu og smækka flugurnar, t.d. í 2,4 og 6, en það fer þó eftir ýmsu öðru, svo sem straumi og vatnshæð. 10° vatns- hiti og þaðan af meiri býður upp á skemmtilegustu að- stæðurnar, því nú kemur lax- inn upp og tekur í yfirborðinu, þannig að við sjáum hann þrífa fluguna. Nú notum við flotlínu og flugur I stærðunum 6—12, eftir atvikum, þó að ýmis frávik séu að sjálfsögðu á þessu. Mjög er misjafnt hve langt girni veiðimenn temja sér að nota og hve grannt, en einföld regla að fara eftir, er að hafa það svo þykkt að flugan slúti þegar haldið er um girnið einum til tveimur sentimetrum fyrir ofan hnútinn. Það er erfitt að kasta stórum flugum með grönnu girni og ástæðulaust að hafa það langt með sökklínu, því flugunni er ætlað að fara djúpt og um það sér linan. Á hinn bóginn, þegar veitt er í yfirborðinu með flugu nr: 8 eða 10 og aðstæður eru viðkvæmar, er girnið haft langt, t.d. ein og hálf stangarlengd, 10—14 fet, og er þá hnýtt saman úr mjókk- andi girnisbútum til endans, —- legu hjálpartæki, sem henni eru ætluð, fá að koma með í veiðiferðina. Þessi tæki eru í fyrsta lagi flugurnar, sem ég nefndi hér að framan, stórar og smáar í margvíslegum gerðum og litum, — og þrenns konar línur. Það er ekki þar með sagt að allt úrvalið sé notað í hverri ferð, en maður veit aldrei fyrir- fram hvað best á við og að- stæður geta breyst. Jafnvel á einum degi og þá er óþarfi að geta ekki bjargað sér, einkum þegar þess er gætt að tækin kosta lítið meir en þúsund maðkar og duga árum saman. í fyrri þáttum hefur mér orðið svo tíðrætt um flugur að ekki er sem er 0.30 eða jafnvel aðeins 0.25 að þykkt. Þegar við svo ákveðum hvaða flugu eigi að bjóða laxinum vandast málið. Við athugum birtuna, straum- inn, hitastigið, vatnshæð og hvort áin er tær eða skoluð. 1 rauninni höfum við ekki hug- mynd um hvað er rétt eða hvort eitthvað sé réttara en annað, — en það gerir bara ekkert til. Þetta tilheyrir leiknum og stundum hittum við á flugu sem laxinn tekur í fyrsta kasti. Þegar það skeður verður jáfn- vel sá litillátasti allra heiðurs- manna dálitið grobbinn. Lífið er skemmtilegt. J.Hj. Hlaut bíl „Sjálfsbjargar 59 NÝLEGA var afhentur aðalvinningurinn í Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar sem dregið var í 11. júlí s.l. Vinninginn, sem kom á með, var tekin þegar miða nr. 19902, hlaut c. .. ’ ,Sigriður tok a moti Sigriður Jonsdottir, Reykjavík. vinningnum, bifreið að Myndin, sem hér fylgir gerðinni Ford Capri. BLÁSÓL (Meconopsis botonicifolia) Blásól er náskyld draum- sóleyjum. Hún er ættuð frá Tíbet, úr Himalajafjöllunum. Blásólin er stundum nefnd blá valmúasystir eða blár val- múi. Þetta eru fagrar jurtir, blöðin grágræn og hærð, hjartalaga við stilkinn. Fyrri hluta sumars teygja 40—80 sm langir blöðóttir stilkar sig upp úr aðal blaðhvirfingunni og bera himinblá, stór, yndis- leg blóm sem að lögun likjast þrem vikum. Hafa þarf gott auga með ungplöntunum i uppvextinum, einkum þarf vel að því að hyggja að leyfa þeim ekki að blómstra of ungum. Af hverri þeirri sáð- plöntu sem teygir stöngul frá einni hvirfingu þarf að skera burt stöngulinn áður en hann nær að verða of stór. Nái plantan að blómstra afskipta- laust deyr hún eftir blómgun, verður aðeins tvíær. Ef blá- Blómstrandi blásól I breiðu draumsóleyjum Önnur lita- afbrigði eru til hjá Meconops- is svo sem hvít og fjólulit. Blásólin er fögur í blómi og þrífst vel í góðri garðmold en kýs helst rakan og frekar skuggsælan stað I garðinum. Hún er harðgerð og auðveld í ræktun þegar hún á annað borð er komin á legg. Auð- velt er að fjölga henni hvort heldur er með fræi eða skipt- ingu. Hún þroskar hér fræ sem best er að sá svo snem- ma árs sem við verður kom- ið. setja fræpottana út og láta þá frjósa og eru hafðir úti í 6—8 vikur. Þá eru þeir teknir inn og spírar þá fræið venjulega vel á um það vil sólin á að verða fjölær má ekki láta hana blómstra fyrr en hún hefur myndað a.m.k. tvær blaðhvirfingar eða með öðrum orðum myndað hliðar- vöxt. Ef þessa er gætt verður hún örugglega fjölær og lifir ár eftir ár, harðgerð og árviss i blómi — og augnayndi i blómskrúði sínu. Fleiri af- brigði af Meconopsis eru hér í ræktun Appelsínugula af- brigðið M. cambricia er blómsælt og fallegt en sáir sér svo freklega að sé þess ekki gætt að skera burt fræ- baukana getur það auðveld- lega orðið illgresi, sem hlýtur að teljast óæskilegt æx í garða. S.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.