Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 Loðnan orðin 16—17% feit Góð loðnuveiði norður af Vestflörðum ENN ER allfíóð loónuveiði norður af Vestfjörðum ok á tímabilinu frá kl. 16 í fyrradaf; fram til kl, 16 í gær tilkynntu 8 skip afla. sam- tals 3910 lestir. Skipin hafa farið með aflann allt til Vestmanna- e.vja og Neskaupstaðar en þangað er 36 klst. sigling af miðunum. Loðnan. sem veið/t hefur að undanförnu, er mjög feit og góð, eða með 16—17% fituinnihald og þurrefnisinnihald hennar er á bil- inu 14—15%. Fæst því mjög gott verð fyrir ioðnuna um þessar mundir. Skipin, sem tilkynntu afla í gær og fyrrinótt, eru þessi: Þórkatla 2. GK 250 lestir, Grindvíkingur GK 620, Loftur Baldvinsson EA 800, Guðmundur RE 760, Víkurberg GK 250, Súlan EA 740, Kefl- víkingur KE 260 og Arsæll Sig- urðssðíi GK 230 lestir. Sveinn Þórarins- son fístmálari látinn SVEINN Þórarinsson listmálari lézt í Reykjavík ! fyrradag. Sveinn var fa'ddur í Kílakoti í N-Þingeyjasýslu þann 29. ágúst 1899 og var hann því tæplega 78 ára þegar hann lézt. Sveinn hóf nám hjá listmálur- unum Þórarni B. Þorlákssyni, As-’ grimi Jönssyni og Guðmundi Thorsteinssyni. Siðan lagði hann Hugrún með 35 lestir af djúprækju Bolungarvik, 18. ágúst VÉLSKIPIÐ Hugrún IS hefur undanfarið verið við djúprækju- veiðar og hefur skipið fengið 35 lestir af rækju síðan i byrjun júlí. Skipið hefur aðallega verið vió þessar veiðar á svæði sem er um 60 sjómílur norður af Horni. A þessu svæði virðist vera töluvert af rækju, en hún er dreifð. Hins vegar hefur engin könnun verið gerð af hálfu Hafrannsöknastofn- unarinnar á svæðinu. Fyrirhugað er að Hugrún verði við þessar veiðar fram til 15. sept- ember. Gunnar stund á framhaldsnám i Kinstaka- demiet í Kaupmannahöfn í þrjú og hálft ár og siðan í Paris. Þá fór hann í námsfarir til Spánar, og Þannig hugsar Anna Kristfn Þórsdóttir sér Lækjartorg og Austurstræti með gosbrunni og bunustokkshúsum, en gosbrunn- ur fyrir göngugötuna i Austurstræti var lokaverkefni hennazr til masters gráðu í arkitektúr við University of California. Anna mun á þriðjudagskvöld vera i Norræna húsinu með skugga- mvndasýningu með skýringum um vatn á borgarsvæðum og þar mun hún kvnna vatnsvirki það, sem myndin sýnir. Gosbrunnur með bunustokkshúsum Dagur iðnaðarins á Hellu I TILEFNI fimmtfu ára afmælis Hellukauptúns 20. ágúst var f gær haldinn þar dagur iðnaðarins og iðnsýning í þvf sambandi. Sýning- in var sett upp i gagnfræðaskóla staðarins, en hún hófst með þvf að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra opnaði sýninguna, en síðan var gestum boðið að ganga um og skoða hana. Á sýningunni voru nær allir þeir aðilar sem eitthvað starfa að iðnaði f Rangárvallasýslu. Sýning þessi og dagur iðnaðarins eru að mestu skipulögð af hreppnum f samráði við Iðnkynningu Islands. Eftir opnun sýningar var opinn fundur í Hellubiói um iðnaðarmál þar sem framsögu höfðu þeir Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- Sveinn Þórarinsson fleiri Evröpulanda. Hann bjó á árunum 1930—38 í Byrgi við As- byrgi, en dvaldist í Kaupmanna- höfn næstu tvö ár og kom siðan heim með Esju frá Petsamó 1940. Settíst hann þá að í Reykjavík og bjó þar síðan. Sveinn var kvæntur Karen-Agnete listmálara Ene- voldsen. Evrópumót íslenzkra hesta: Leiknir í 3. sæti í hlýðniæfingum 2 herra, Ingólfur Jónsson þingmað- ur og Jón Gauti Jónsson sveitar- stjóri, síðan fóru fram almennar umræður. Þegar fundi þessum var lokið hélt iðnaðarráðherra boð fyrir Rangæinga sem að iðnaði standa. Þar komu m.a. fulltrúar hinna ýmsu sambanda í iðnaði og veittu fólki sem starfaði i iðnaði viður- kenningu fyrir tuttugu og fimm ára starf eða lengra. Skiveren 19. ágúst Frá Tryggva Gunnarssyni blaðamanni Morgunblaðsins EVRÖPUMÓT íslenzkra hesta hófst f Skiveren á Norður- Jótlandi i dag. Var keppt f undan- rásum í hiýðniæfingum 2, fimm- gangi og f jórgangi, og skeiðhestar Bókaklúbbur AB: M. - Samtöl I eftir Matthías Johannessen t DAG kemur út hjá Bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins bókin M—Samtöl I, eftir Matt- hías Johannessen. I bókinni eru samtalsþættir við 17 við- mæiendur, sem Eirikur Hreinn Finnbogason hefur valið úr hátt á annað hundrað samtals- þáttum Mattíasar á 25 ára starfsferli hans við Morgun- blaðið. í Fréttabréfi BAB ritar Eiríkur Hreinn Finnbogason útgáfuirtstjóri um bókina. Þar segir hann m.a.: „Samtalsþætt- ir Matthíasar Johannessens birtust undir titlinum. í fáum orðum sagt. Þeir gerðu höfund sinn strax þjóðkunnan og urðu undanfari mikilla og merkra ritverka i samtalsformi, þar sem rætt var við helztu skáld og listamenn þjóðarinnar. Kom fyrsta samtalsbókin út 1959, i kompaníi við allífið, viðtöl við Þórberg Þórðarson, og síðan fylgdu margar viðtalsbækur á eftir eins og kunnugt er — við Tómas Guðmundsson, Pál ís- ólfsson, Ásmund Sveinsson, Kjarval, Gunnlaug Scheving, Halldór Laxness o.s.frv." í grein sinni fjallar Eiríkur Hreinn um samtalstækni Matt- híasar og segir þá m.a.: „Samtöl Matthíasar eru yfirleitt fjör- mikil — stundum gáskafull (það fer þó eftir viðmælandan- um), list og fróðleikur samofin svo að ekki verður skilið á milli. Hjá honum er stöðug þróun í samtalstækninni, og kemur það glöggt fram í þessari bók.“ Um heiti bókarinnar segir Eiríkur Hreinn að M-ið í aðal- titlinum sé sótt til þess, að Matt- hías merkir samtalsþætti sina á þennan hátt. „Tölustafurinn I i undirtitli gefur til kynna að framhald sé fyrirhugað á út- gáfu þessara þátta. Um heildar- útgáfu verður þó ekki að ræða, en hve margar bækur koma í viðbót við þessa fer eflaust nokkuð eftir viðtökum klúbbfé- laga við þessari bök.“ Sem fyrr segir eru við- mælendur í bókinni 17 talsins og eru fleiri en eitt samtal við suma. Þáttunum er raðað eftir stafrófsröð viðmælenda, sem eru þessir: Matthfas Johannessen Björn Pálsson, flugmaður; Eggert Stefánsson, söngvari; Elías Hólm; Guðríður Jónsdótt- iiidir, 100 ára, Akranesi; Gunn- ar Gunnarsson, rifhöfundur; Helga Larsen á Engi; Jón Magnússon, seglasaumari; Júlíus Jónsson, áður bóndi Hólsfjöllum; Louis Armstrong, tónlistarmaður; Magnús Hafliðason i Hrauni; María Andrésdóttir, 100 ára; Stykkis- hólmi; Ólafur Túbals, listmál- ari; Sigurður Nordal, prófess- or; W. H. Auden, skáld, og Þór- arinn Jónsson á Melnum, verkamaður. kepptu. lslenzku sveitinni vegn- aði vel f keppninni og hafnaði Leiknir, Sigurðar Sæmundssonar, í 3. sæti f hlýðniæfingum 2, og hann náði einnig heztum tfma í skeiði á þessum fyrra degi skeið- keppninnar, rann tvöhundruð og fimmtíu metrana á 24,5 sekúnd- um. 1 fimmgangskeppninni kom- ust tveir úr fslenzku sveitinni áfram f keppni um 1. til 5. sætið og aðrir tveir í keppni um 6. til 10. sæti. Keppnissveitir eru mætt- ar frá 10 löndum og alls keppa á mótinu 60 hestar og flestir í fleiri en einni grein. Einn hestanna, sem valinn hafði verið í íslenzku keppnis- sveitina, Valur, Benedikts Þor- björnssonar, heltist á æfingu fyr- ir mótið hér úti og er talið að hann hafði snúizt á fæti. Vara- hesturinn Funi, Harðar G Albertssonar, knapi Eyjólfur ísólfsson, tók sæti Vals í sveitinni af þessum sökum. — Við erum ánægðir með þann árangur sem við höfum náð á þessum fyrsta degi keppninnar og erum þegar búnir að fá ein verðlaun. Veðrið og öll aðstaða er góð, skeiðbrautin er að vísu nokkuð þung en það var hún ekki fyrir tveimur dög- um, það rigndi í nótt og því er hún þyngri, sagði Petur Behrens, liðs- stjóri islenzku sveitarinnar, í sam- tali við blaðamann Mbl. Hitinn í Skiveren var milli 20 og 22 stig, en blés öðru hverju af austri og því ákjósanlegt veður fyrir ís- lenzku hestanna. Keppni i einni grein, hlýðniæf- ingum 2, er lokið á mótinu og sigraði þar Heinithjut, Sviss, á Dreyra frá Ytra-Dalsgerði, annar var Walter Schmith, V- Þýzkalandi, á Baldri frá Stokk- hólmi og þriðji var Sigurður Sæmundsson á Leikni frá Dýr- finnustöðum. Undanúrslit fóru fram i fimm- gangi og fjórgangi. í fyrri grein- inni kepptu tuttugu hestar og í Framhald á bls. 20. Fannst látinn EFTIR hádegi í gær fannst skammt frá Hafnarfirði lík Jóns Þórs Lárussonar, 20 ára gamals Hafnfirðings, sem hvarf heiman frá sér í fyrrakvöld. í gærmorgun var hafin mikil leit að Jóni Þór, og tóku þátt í leit- inni björgunarsveit Slysavarn- arfélagsins í Hafnarfirði, Fiska- klettur, Hjálparsveit skáta, sem var með sporhunda og enn- fremur var þyrla notuð við leit- ina. Stödvar helg- arvinnubann loðnulöndun í Eyjum? UM TÍMA f gær leit út fyrir, að þrjú loðnuskip, sem voru á leið til Vestmannaeyja með fullfermi, yrðu að snúa við, þar sem óvíst var hvort þau fengju löndun um helgina, sökum helgarvinnu- banns í Vestmannaeyjum, sem i gildi er á tfmabilinu frá 1. maf til 15 semptember. Verkalýðsfélagið heimilaði að lokum að skipin fengju að landa og einnig bræðslu á loðnunni um helgina, en enn er óvfst um framhaldið. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins í Vestmanna- eyjum, sagði i samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að hann ætti von á að undanþága yrði gef- in til löndunar og vinnslu á loðnu um helgar meðan yfirvinnubann- ið væri i gildi, þvi ef það væri ekki gert færu loðnuskipin á aðra staði með aflann. Hins vegar sagði Jón, að í gær hefði aðeins náðst í hluta af stjórn og trúnaðar- mannarráði félagsins og endanleg ákvörðun þvi ekki tekin. Það yrði hins vegar gert á fundi eftir helg- ina. Þá sagði Jón, að þetta væri 16. árið, sem yfirvinnubann um helg- ar væri í gildi í Vestmannaeyjum að sumarlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.