Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1977 HÉR fer a eftir fimmta viðtal Morgun- blaðsins við borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Rætt er við Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúa og formann atvinnumálanefndar Reykjavíkur, um at- vinnumál, skýrslu sérfræðinga um atvinnu- horfur á höfuðborgarsvæðinu, húsnæðis- mál og tugþúsundabyggð, sem risið hefur í Breiðholtshverfum á fáum árum. Byggðin á Breiðholti svo að segja spratt upp úr jörðu 0 Samdráttur í framleiðslu- atvinnugreinum. - Sp.: Hvað vilt þú segja um skýrslu embættismannanefndar um atvinnumál Reykjavfkur- borgar? Ég tel mikinn feng að þessari skýrslu starfshóps sérfræðinga, sem að ósk borgarstjóra hefur síðan í ársbyrjun 1976, m.a. í sam- ráði við atvinnumálanefnd, unnið að athugun á atvinnuuppbygg- ingu á höfuðborgarsvæðinu, einkum með hliðsjón af nýjum atvinnutækifærum á sviði iðnaðar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur jafnan gert sér grein fyrir því, að nauðsynlegt væri að 0 Atvinnu- málanefndir Sp.: Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, þú ert formaður atvinnumálanefndar Reykjavfk- urborgar. Hver var aðdragandi og hvert er starfssvið þeirrar nefndar? Núverandi atvinnumálanefnd var sett á laggirnar 11. febrúar 1975 og er skipuð 7 mönnum. Verkefni hennar er fyrst og fremst að fylgjast með útliti í atvinnumálum borgarinnar og gera tillögur, ef þurfa þykir, til að fyrirbyggja atvinnuleysi. Sem betur fer hefur ekkert atvinnu- leysi verið Reykjavik á þessum tfma, fremur en annars staðar á landinu, þrátt fyrir hrakspár þar um. 0 Tvö þúsund táningar Sp.: Áður en lengra er haldið, Magnús, hvað um atvinnuvanda skúlafúlks? Eitt af verkefnum atvinnumála- nefndar hefur verið að tryggja þúsundum skólanema, sem koma inn á vinnumarkað vor hvert, at- vinnu við hæfi. Þetta hefur oft verið erfitt viðfangsefni hjá flest- um sveitar- félögum. I unglingavinnu (vinnu- skóla) Reykjavíkur vinna milli 1000 og 1100 unglingar, 14 og 15 ára, nú i sumar. Þá vinna um 900 unglingar, 16 ára og eldri, við ýmis störf hjá borginni í sumar. Þannig hafa um 2000 skólanemar haft vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar. Það er vissulega átak að koma öllu þessu skólafólki í vinnu, en það er hins vegar þýðingarmikið, bæði vegna tekju- möguleika þessa unga fólks — og ekki síður vegna nauðsynlegra tengsla þess við margháttuð störf í borgarlifinu. Að sjálfsögðu vinna svo fjölmargir unglingar hjá vinnuveitendum víðs vegar um borgina, sumir fyrir milli- göngu vinnumiðlunar borgar- innar. Skólanemar í unglinga- vinnu hjá Reykjavíkur- borg. fylgjast vel með þróun atvinnu- mála í borginni og tryggja at- vinnuöryggi Reykvíkinga til frambúðar. Minna má á, að það var í ársbyrjun 1970 sem borgar- stjórn samþykkti tillögu þáverandi atvinnumálanefndar þess efnis, að gerð yrði áætlun um atvinnumál í Reykjavik og skyldi þar m.a. gerð grein fyrir þróun atvinnulífs í borginni og á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum. Þegar farið var að vinna að þessari athugun kom brátt í ljós nauðsyn þess að miða almenna þætti fyrirhugaðrar áætlunar- gerðar við Reykjavikursvæðið í heild. Var því æskilegt talið að efna til samstarfs allra sveitar- stjórna á þessu svæði um við- fangsefnið. Aðfrumkvæði borgarstjórnar Magnús L. Sveinsson, borgarfull- trúi. samþykkti stjórn Samtaka sveit- arfélaga í Reykjanesumdæmi, í maí 1972, að ganga til samstarfs við Reykjavikurborg um gerð at- hugunar á sjávarútvegi á öllu þessu svæði. Þessari athugun lauk á sl. ári og þann 4. maí 1976 mættu fulltrúar allra þessara sveitarfélaga til fundar i Reykja- vik, þar sem niðurstöður skýrsl- unnar voru ræddar. Niðurstöður þessara athugana voru ætlaðar bæði ríki, sveitarfélögum og öðr- um, sem hlut eiga að máli, til leiðbeiningar við skipulag og mat á f járfestingarþörf. Á fundinum var samþykkt að leggja áherzlu á það, að halda stöðugt við því gagnasafni, sem komið hefurverið upp, auk þess sem unnið skyldi að framhaldsat- hugunum og kynningu á því efni, sem lægi fyrir, í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög. Það kemur m.a. fram í skýrslu sérfræðinganna, sem nýlega var lögð fram og þú spyrð um, að verulegur samdráttur hefur orðið i framleiðslugreinum á undan- förnum árum, sjávarútvegi og raunar sumum þáttum iðnaðar, bæði í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæðinu. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning í þjónustu- starfsemi ýmiss konar. I Reykja- vík hefur á tiu ára timabili 1965—75, orðið samdráttur I framleiðsluatvinnugreinum sem svarar til 803 mannára — á sama tima sem aukning hefur verið I landinu í heild um 2768 mannár. Á sama tima og þessi samdráttur verður i framleiðslugreinum í Reykjavik, verður þar hins vegar umtalsverð aukning á ýmsum þjónustugreinum. 1 heilbrigðis- þjónustunni einni hefur t.d. orðið aukning sem svarar 2041 mannári. Á þessum 10 árum hef- ur mannaflaaukning i Reykjavík orðið sem svarar 6242 mannárum — en í landinu í heild 18593 VIÐ STJÓRNVÖL BORGAR Tugþúsundabyggð á tíu árum Framtak einstaklinga í Breiðholti hefúr komið fram í ótrúlegum afrekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.