Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGUST 19?7 31 VILMUNDUR ÁFRAM VILMUNDUR Vilhjálmsson spretthlaupari keppti í gær í undanrásuni i' 0 metra hlaupsins á Heimsleikum stúdenta i Soffu f Búlgaríu. Vilmundur varð annar f sfnum riðli á 10,46 sekúndum f mótvindi, sem er nýtt fslandsmet með rafmagnsklukku svarar þetta til 10,2 sek. á handklukku. Vi 1- mundur komst áfram í milliriðla, en keppt verður f þeim sfðdegis f dag. 45 hlauparar kepptu f undan- rásunum f gær f 8-riðlum og náði Vilmundur 13. bezta tfmanum. Þetta er mjög góður árangur hjá Vilmundi, þvf margir af beztu spretthlaupurum heims eru meðal þátttakenda, svo sem Glance, Bandarfkjunum, Petrov, Búlgarfu, Leonard, Kúbu, Kolesnikov, Sovétrfkjunum, Bombardella, Luxembourg, Lara, Kúbu, Arsinin, Sovétríkjunum og Carvani, ltalfu. Vilmundur kepp- ir einnig f 200 metra hlaupi. KA leikur mikilvægan leik við Ármann f 2. deild f dag. Myndin sýnir markakóng KA, Ármann Sverrisson skora glæsilega í leik gegn Þrótti, Neskaupstað, fyrir skömmu. Lokaslagurínn er framundan Lilja á 2:09,4 í 800 m LOKABARDAGINN er nú framundan I íslandsmótinu i knattspyrnu. Um helgina verða leiknir mjög mikilvæg- ir leikir bæði i 1. og 2. deild, leikir sem kunna að ráða þvi hvaða lið sigrar og hvaða lið falla. Aðeins eru eftir tvær umferðir i 1. deild og verður önnur þeirra leikin i dag og á morgun en 18. og siðasta umferðin hefst á þriðjudaginn og keppninni lýkur með leik Vals og Vikings á fimmtudaginn. Úrslit mótsins ráðast því á næstu dögum, nema til komi aukaúrslitaleikur um jslandsbikarinn milli Vals og ÍA. í 2. deild er 5 umferðum ólokið. Dagskrá 1 deildar verður þessi til loka keppninnar: Laugardagur 20 ágúst Laugardalsvöllur kl. 14, KR-FH Akranesvöllur kl 15, Akranes —• Keflavik Kópavogsvöllur kl 16. Breiðablik 6 Víkingur Sunnudagur 21. ágúst: Laugardalsvöllur kl. 19 Valur — Fram. Þriðjudagur 23. ágúst: Kaplakrikavöllur kl. 19 FH — Þór Vestmannaeyjavöllur kl. 19 ÍBV — Akranes Keflavikurvöllur kl. 19 Keflavík — Breiðablik. Miðvikudagur 24. ágúst: Laugardalsvöllur kl. 19. Fram — KR. Fimmtudagur 25 ágúst. Laugardalsvöllur kl. 19, Víkingur — Valur. 2. deild: Laugardagur 20 ágúst: Sandgerðisvöllur kl. 14, Reynir — Völsungur Kaplakrikavöllur kl 15, Haukar — Þróttur N Laugardalsvöllur kl 17 Ármann — KA Mánudagur 22. ágúst: Selfossvöllur kl. 1 9, Selfoss — Þróttur R Eins og sjá má eru þetta flestallt mikilvægir leikir, bæði I baráttunni um sigur og eins baráttunni um að sleppa við fall. „ÉG var ekki upplögó í hlaupinu, og auk þess lenti ég í aö leiða það frá upphafi og alveg þar til um 100 metrar voru eftir. Því varð timinn ekki betri að þessu sinni, en nteð aðstoð hefði ég getað hlaupið talsvert hraðar," sagði Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, í sant- tali við Mbl. f gær, en Lilja keppti f 800 metra hlaupi í Kil f Svfþjóð í gær og varð þar fjórða á 2:09,4 mfnútum. Lilja sagðist hafa æft stift að undanförnu og væri því nokkuð þung á sér. „En formið hefur batnað, og því er vonandi að ég taki það vel út í komandi keppn- um,“ sagði hún ennfremur. í dag heldur Lilja til V- Þýzkalands til að kynna sér að- stæður til æfinga keppni og at- vinnu hjá félagi þar í landi sem boðið hefur henni að ganga i sinar ráðir. Mun hún m.a. keppa þar eitthvað áður en hún heldur á ný til Sviþjóðar. Einar Öskarsson, sem stundar atvinnu í Svíþjóð, keppti einnig á mótinu i Kil, og náði hann sínum bezta tíma í ár í 800 metra hlaupi, 2:02,1 mínúta. LANDSLIÐSMENNIRNIR ÆFI MEÐ FÉLÖGUNUM „ÞAÐ er ljóst að landsliðs- kandfdatarnir eru flestir í tveim- ur félögum, Val og Vfking, og hefur orðið að ráði að láta þá æfa hjá félögunum en ekki hafa sér- stakar landsliðsæfingar fyrr en Enska deildin ENSKA deildakeppnin hefst í dag en hún er af sérfræðingum talin erfiðasta deildakeppni heims. í 1. deild munu 22 félög berjast um meistaratitilinn og svo kann að fara að úrslit verði ekki ráðin fyrr en að loknum öllum 42. umferðunum næsta vor. Sérstök athygli beinist nú að ensku deildakeppninni þar sem brezkum liðum hefur gengið vel f Evrópumótum á sama tfma og enska landsliðinu hefur gengið hörmulega illa og hápunkturinn var auðvitað sig- ur Liverpool f Evrópukeppn- inni f vor. Vmislegt hefur gerzt f sumar f ensku knattspyrnunni þótt leikmenn hafi átt frí. Fram- kvæmdastjórar hafa verið reknir og leikmenn keyptir og seldir. Stærsta fréttin var brott- hvarf Don Revie sem fram- kvæmdastjóra enska iandsliðs- ins en vegna þess máls hefur Enska knattspyrnusambandið höfðað mál á hendur Revie og ásakað hann fyrir að vanvirða knattspyrnufþróttina. Annar framkvæmdastjóri var f sviðs- Ijósinu. Tommy Docherty, sem rekinn var frá Manchester Uni- ted þegar hann tók saman við eiginkonu eins af þjálfurum félagsins. Ron Greenwood frá West Ham hefur tekið stöðu Rivie hjá enska landsliðinu og Dave Sexston hefur tekið við stjórn Manchester United. Frank Sibley tók sfðan við stöðu Selton hjá QPR. Sala Kevin Keegan frá Liver- pool til Hamburger SV var frétt sumarsins á „leikmannamark- aðnum" en 500 þúsund pundin voru aðeins skamma stund f skúffunni hjá Liverpool, þvf félagið keypti Kenn.v Dalglish frá Celtic fyrir 440 þúsund pund. Þá ke.vpti Manchester City góðan leikmann, Mike Channon frá Southamton, fyrir 340 búsund pund. Það eru mörg lið, sem ætla að berjast við Liverpool í vetur, sem hefur vörn F.nglandsmeist- aratitilsins f Middlesbrough f dag. Manchester City leikur á heimavelli gegn Leicester, Ips- wich leikur á heimavelli gegn Arsenal og Manchester United mætir Birmingham á útivelli. Þetta eru liðin, sem flestir spá frama f ár, en liö eins og New- castle, Leeds, Aston Villa og Everton gætu vissulega bland- að sér f baráttuna, en sfðast- nefnda liðiö styrkti liö sitt f vikunni með þvf að kaupa enska landsliðsmanninn Dave Thomas frá QPR fyrir 200 þús- und pund. Dýrasti leikmaður Bretlandseyja, Kenni Daiglish f Liverpoolbún- ingnum. Liverpool keypti hann frá Celtic fyrir 440 þúsund sterlingspund eða jafnvirði 150 miiljóna fslenzkra króna. — Spassky Framhald af bls. 32 víst að Korchnoi er ekki sá sami Korchnoi og hann var fyrir 9 árum þegar ég vann hann með 6‘/$ vinningi gegn 3V$. Hann er miklu betri skákmaður nú, og því veitir ekki af að undirbúa sig sem bezt." Spasskí var að þvi spurður hvort hann hefði fengið ein- hverja hjálp frá Smyslov, en hann dvaldi hjá Smyslov sfð- ustu daga einvfgisins. „Eg held að ég hafi ekki feng- ið neina sérstaka hjálp frá hon- um. Smyslov kom aðeins til að heimsækja mig sem vin. Sið- ustu skákirnar fannst mér vera léttastar í einvíginu og það er kanski af því að ég er farinn að finna mig aftur.“ „Ég er ekkert farinn að hugsa um næsta einvigisstað. Eg hefði ekkert á móti því að tefla í Reykjavík aftur, þvi þar er ég eins og á heimavelli, en það er of snemmt að segja nokkuð ákveðið f þessu efni,“ sagði Spasskí þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á að tefla við Korchnoi i Reykjavik. „Tólfta skákin réði úrslitum. Það var sárgrætilegt að missa unna skák niður i jafntefli. Það var eins og ég lamaðist við þetta og ég náði mér ekki á strik aftur,“ sagði Lajos Portisch þegar Morgunblaðið ræddi við hann að einvíginu loknu. „Einvigi sem þetta tekur ákaflega á mann, og sjálfur tel ég skákirnar of margar. Þessi einvigi þurfa að vera styttri. Hvers vegna tók ég mér viku- frí? Einfaldlega vegna þess að ég mátti til. Um mitt einvigið var ég að niðurlotum kominn," sagði Portisch enn fremur. Morgunblaðið spurði Portisch hvort Spasski hefði teflt sið- ustu skákirnar mjög vel. „Ánn- að hvort hefur hann gert það, eða ég svona illa. Um annað er ekki að ræða.“ Januzs kemur,“ sagði Sigurður Jönsson formaður HSl, þegar Mbl. spurðist f gær fyrir um undirbúning fyrir lokakeppni HM f Danmörku. Sigurður sagði að meiningin hefði verið sú að vera með þrek- þjálfun á þessum tíma en fallið hefði verið frá þvi, þar sem félög- in, Valur og Vikingur, yrðu með mjög strangar æfingar á næstu vikum. Varia yrði um að ræða landsliðskandidata utan þessarra félaga nema þá helzt Geir Hall- steinsson FH og Gunnar Einars- son Haukum auk „útlending- anna“ og svo Þórarin Ragnarsson, sem á við meiðsli að striða. „Það verður haldinn fundur með strák- unum eftir helgi og málin rædd“, sagði Sigurður. Ætlunin er að landsliðsþjálfar- inn Januzs Cerwinski, komi til landsins um miðjan október eða jafnvel fyrr. Tekur hann strax til óspilltra málanna og verður með æfingar fram að Heimsmeistara- keppninni i lok janúar. Næg verk- efni eru framundan, 3 landsleikir við Kínverja i októberbyrjun, Norðurlandamótið hér heima um miðjan október, ferð til Póllands og V-Þýzkalands i nóvember og landsleikir við Ungverja og ef til vill fleiri þjóðir í desember. Þar til Januzs kemur verða félögin látin sjá urn þjálfunina, en leikn- ar verða 4 umferðir í Islandsmót- inu áður en undirbúningurinn fyrir HM kemst i fullan gang. Golf á Hval- eyrarvellinum Opna íslenzka meistaramótið i golfi, „Icelandic Open“ verður haldið á Hvaleyrarvelli i Hafnar- firði nú urn helgina. Þetta er holukeppni og verða allir beztu golfleikarar landsins meðal þátt- takenda, en mótið er aðeins opið þeim kylfingum. sem hafa 6 eða lægra i forgjöf. Badminton hjá KR BADMINTONDEILD KR er að hefja vetrarstarfið. Æfingar byrja 1. september n.k. og verður æft á sömu timum og i fyrra. Er ætlun deildarstjórnar að starfa af krafti i vetur. Þeir sem ætla að æfa á vegum deildarinnar eru beðnir að hafa samband við Frið- leif Stefánsson í síma 12632.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.