Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 19 VIÐSKIPTI ÆvíntýrafevOir til næstu nágianna Giænland TENGIMl tSLENZKIR auglýsingateiknarar hafa lengi barizt fyrir því að fá löggildingu stjórnvalda á starfi sínu. Þeir lögðu inn fyrstu umsókn sfna um löggildingu 1969 og í október 1973 var frumvarp þar um lagt fyrir Alþingi. Málið dagaði svo uppi við þingrofið; en nú hyggjast auglýsingateiknarar fara aftur af stað og ýta á málið. Af því tilefni átti Morgunglaðið samtal við tvo auglýsingateiknara, þá Ottó Ólafsson, formann félags auglýsingateinara, og Lárus Blöndal. .Jfc er sumarfrikl «>áÍB«ig;irfr.S!ski("tsfe ævintýri VHI upp»*tmnirei *t*vpuasA<a hét * | er MÍInii...............*** • VCRKSiMuii C-KXAR I UOOOUVCKW totKKClðwn ** «l»: .■n»W.ft1).v xj immV <ym *.-|>('*'■>( Un4»m»nr« <*»Ot tN««ii»* 4 x.U-c* t*{*&■:. Þeir Ottó og Lárus sögðu að starfssvið auglýsingateiknar- ans væri vítt og næði það meðal annars yfir gerð auglýsinga í dagblöð og aðra fjölmiðla, gerð fyrirtækjaskilta, merkja og bréfsefnis, merkingu bíla og út- lit annarra gagna fyrirtækisins, sem snúa út á við. Þá felst og í starfanum gerð bæklinga, vegg- spjalda, sölubréfa, uppsetningu sýninga og alls kyns mynd- skreytingar. Þá sögðu þeir það innan verksviðs auglýsinga- teiknara að gera auglýsinga- áætlun og annast skiptingu auglýsingafjár og ákveða hvar og hvenær auglýsing birtist. Hvernig verður auglýsing til? Þeir Ottó og Lárus sögðu að upphaf auglýsingar væri venju- lega þannig að aðili kæmi til auglýsingastofu með ósk um gerð ákveðins verefnis. „Fyrst er nefnd ákveðin upp- hæð, sem við erum beðnir að nota og þá koma til greina ýms- ar leiðir til að nýta þá upphæð,“ sögðu þeir. „En áóur en auglýsingastofa tekur að sér verkefnið, þá þarf hún að ganga úr skugga um að hún hafi ekki þegar viðskipta- vin, sem starfar i sömu grein. Það er regla hjá auglýsingastof- um að reyna að vinna ekki fyrir tvö fyrirtæki, sem eiga i sam- keppni. Viðskiptavinurinn gefur okk- ur ákveðnar hugmyndir og upp- lýsingar, sem 'við eigum að vinna úr. Skilgreina þarf til hvaða aldurshóps auglýsingin á að höfða, hver fjárráð hópsins eru, hve stór hann ^r og út frá því hvaða fjölmiðiil eða fjöl- miðlar henti bezt til þess að auglýsingin nái til þeirra, sem hún á að höfða til. Þá þurfa að fara fram ákveð- in upplýsingaskipti á milli aug- lýsingastofunnar og fyrirtækis- ins, en þau eru mjög nauðsyn- leg. Því meira sem auglýsinga- stofan veit um viðskiptafyrir- tæki sitt, þvi betri verður hugs- anlegur árangur af starfi henn- ar. Auglýsingastofan þarf að þekkja þau rök, sem eru mikil- vægust fyrir fyrirtækið og hafa góða þekkingu á vörunni eða þjónustunni, sem á að auglýsa. Næstu stig eru hugmynda- vinna, gagnaöflun og skilgrein- ing á útfærslumöguleikum. Reynt er að ákveða hvort byggja eigi auglýsinguna upp með ljósmynd eða teikningu og hvaða liti skuli nota. Þetta ger- ist í tengslum við val auglýs- ingamiðla, en það veltur meðal annars á fénu, sem er til ráð- stöfunar og til hvaða hóps aug- lýsingin á að ná. Því næst er komið að tillögu- gerð. Þá er sezt niður með textahöfundi og þeim sem gerir fyrstu útlitstillögu. Auglýsinga- stofan gerir ef til vill nokkrar frumtillögur og síðan fram- haldstillögur, sem sýndar eru viðskiptavininum. Betra myndauga Tillögur þurfa að vera vand- aðar og yfirleitt vandaðri hér á Islandi en gengur og gerist er- lendis. Það er vegna þess að erlendis virðast menn hafa næmari tilfinningu fyrir aug- lýsingúm og betra myndauga en íslendingar. Þar nægir að sýna grófar skyssur á meðan tillögur þurfa oft að vera í sem næst fullgerðu formi hér. Þetta hækkar auðvitað kostnaðinn við gerð auglýsingarinnar. Framhaldstillagan er því oft í þvi sem næst endanlegri mynd. Þar kemur yfirleitt fram end- anleg leturgerð, unninn texti og slagorð og annað. Á þessu stigi er einnig oft búið að ákveða birtingaráætlun. Nú fara fram skoðanaskipti um tillögur til lagfæringar, breytingar eóa niðurfellingar. Afstaða fyrirtækja getur verið mjög mismunandi í þessum efn- um. Sum eru sveigjanleg og op- in fyrir nýjum hugmyndum en önnur standa föst á sinum hug- myndum. Yfirleitt eru íslenzk fyrirtæki mjög viðkvæm gagn- vart keppinautum og almenn- ingi og hrædd við að fara ótroðnar slóðir. Eftir gerð og samþykkt fram- haldstillögu er farið að huga að aðkeyptri vinnu, svo sem ljós- myndun og fullvinnslu texta. Við gerð sjónvarpsauglýsingar hefur auglýsingastofan með höndum gerð kvikmyndahand- rits og ákvörðun myndefnis. Hún stjórnar jáfnframt töku kvikmyndarinnar og klipping- um. Við gerð augiýsingar og ann- arra verkefna fylgist auglýs- ingastofan meða allri fram- leiðslu þeirra, svo sem prentun, filmugerð og myndamótagerð og hvernig tekizt hefur til við birtingu auglýsingarinnar, hvort hún hefur komið á réttan stað, prentazt vel og hugsanlega hvaða áhrif hún hefur haft.“ Gildi auglýsingar Þeir Ottó og Lárus sögðu að á margan hátt rikti skilningsleysi á hlutverki og gildi auglýsinga og töldu þeir það bæði stafa af götóttu skólakerfi, litlum mark- aði og því að auglýsingateiknar- ar hefðu vanrækt fræðsluhlut- verk sitt. „Þetta skilningsleysi kemur oft fram hjá beztu fyrirtækjum og verður til þess að auglýs- ingafé þess nýtist ekki sem skyldi. Dæmi um þetta er að oft ákveður forstjóri fyrirtækis gerð auglýsingar án samráðs við til dæmis sölumenn fyrir- tækisins, sem yfirleitt hafa næmasta tilfinningu fyrir markaðnum og ættu því að vera með í ráðum. Því gerist það oft að fyrirtækið hefur ekki gert sér næga grein fyrir öllum markaðsaðstæðum, þannig að það nær ekki því markmiði, sem það upphaflega ætlaði sér með auglýsingunni. Það gerist lika oft að auglýs- ingaáætlunum er ekki fylgt nægilega vel eftir og því rýrnar gildi auglýsingarinnar. Það ger- ist til dæmis oft að fyrirtæki fara út fyrir birtingaráætlun, með því að kaupa pláss fyrir auglýsingu á stað þar sum hún hefur litil áhrif, af allt öðrum ástæðum en viðskiptalegum. Þá kemur það fyrir að fyrir- tæki auglýsi vöru, án þess að eiga nægar birgðir af henni, þannig að þegar auglýsingin er farin að hafa gildi þá eru birgð- irnar búnar og auglýsingaféð nýtist ekki nema að hluta. hverra auglýsingin ætti að ná og hvað það væri stór hópur. „Eigi auglýsingin að ná til takmarkaðs hóps eða stéttar, þá koma sérrit helzt til greina, svo sem Frjáls verzlun fyrir for- stöðumenn fyrirtækja, sjávar- útvegsrit ef varan er tengd sjávarútvegi og læknarit ef henni er beint að læknum. Ef til dæmis er auglýst í Tímanum má búast við því að auglýsingin nái betur til bænda. Þó að sjónvarpið sé sterkasti auglýsingamiðillinn fyrir sum- ar vörur hentar það ekki fyrir allar. Vegna þess hvað auglýs- ingatíminn er stuttur getur ver- ið erfitt að koma, til dæmis, tækniatriðum fram í sjónvarps- auglýsingu. Það verður því oft að hafa samverkandi auglýsing- ar i sjónvarpi og í blöðum, eins og til dæmis áminningu i sjón- varpi en svo nánari upplýsingar í blöðum. I sambandi við val auglýs- ingamiðils þarf einnig að gæta að liftima auglýsingar. Auglýs- ing í timariti, sem liggur lengi frammi, til dæmis á biðstofum, og skoðast af mörgum i langan tíma, á langan líftíma Hún get- ur haldið áfram að selja löngu eftir að hún birtist fyrst. Lif- tími auglýsingar i dagblaði er hins vegar venjulega ekki nema einn dagur, nema í helg- arblöðum, þá er hann eitthvað lengri. Sjónvarpsauglýsing á hins vegar ekki nema örfárra sekúndna liftima." Forðast neikvæðar auglýsingar Þeir Ottó og Lárus bentu á að auglýsingateiknurum væri oft vandi á höndum um gerð verk- efnis, sem varðaði siðferðis- kennd þeirra. „Auglýsingar geta verið nei- kvæðar aðallega á tvennan hátt. Auglýsingaaðferðin sé nei- kvæð, eða þá aó auglýst sé vara sem sé til skaða. ' Auglýsingateiknarar i FlT kappkosta að gera ekki nei- kvæðar auglýsingar, heldur er það markmið þeirra að upplýsa neytendur en ekki blekkja og auglýsa aðeins góðar vörur. Hins vegar má benda á það að skjall og skrum hefur verið rikjandi i auglýsingagerð og er Auglýsingatillögur þurfa að vera vandaðri hérlendis en annars staðar Til þess að koma i veg fyrir svona lagað er mjög mikilvægt að auglýsingastofan starfi mjög náið með fyrirtækinu og kynn- ist því þannig að hún komist aó innstu rótum þess og þekki ná- kvæmlega stöðu þess. Það er einnig mikilvægt að auglýsinga- teiknararnir starfi náið með sölumönnum fyrirtækisins. Það er einnig dæmigert fyrir skort manna á skilningi á gildi auglýsinga, að þegar harðnar i ári og dregur úr eftirspurn, þá er það rikjandi hjá sumum að skera fyrst niður auglýsingaút- gjöld. I því felst afneitun á þvi klára mati að auglýsing sé sölu- hvati og þvi felst lítill sparnað- ur í sliku, heldur öllu fremur tekjumissir. I slíkum vanda- málum er ekki nægilega mikið litið á auglýsingastofur sem ráðgefandi". Sterkasti auglýs- ingamiðillinn. En hver er þá sterkasti aug- lýsingamiðillinn? Þeir Ottó og Lárus sögðu að því væri ekki hægt að svara í fljótu bragði því þetta væri ekki einhlitt. Það yiti, eins og áður sagði, á þvi til það ennþá. Að þessu leyti verð- um við oft að beygja okkur und- ir kröfur auglýsenda og verðum þá oft að nálgast siðferðismark- ið. Hvað auglýsingateiknari á að beygja sig langt er undir hverjum og einum komið." Löggilding Eins og sagði i upphafi hafa auglýsingateiknarar lengi bar- izt fyrir þvi að fá löggildingu á starfi sínu. Sögðu þeir að það stafaði mikið til af því að æ fleiri hafi farið að seilast inn á það sem þeir telja sitt starfs- svið. ' „Fjölmiðlar byggja afkomu sína æ meira á auglýsingum og þvi er æskilegt að góð, gagn- kvæm samskipti séu á milli þeirra og auglýsingastofu. Hörð samkeppni á milli fjölmmiðl- anna hefur hins vegar leitt til þess að þeir hafa komið upp ókeypis auglýsingaþjónustu og fara þannig inn á okkar starfs- svið og draga jafnframt úr gæð- um auglýsinga. Þettateljum við slæma þróun og viljum sporna við henni með þvi að afla okkur löggildingar á starfi okkar og serþekkingu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.