Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 20. AGUST 1977 13 Fiskvinnsla hefur dregizt saman samhliða útgerðinni. Hagnýttur þorsk- og flatfiskafli í Reykjavík var 16.8% af heildarnýtingu i landinu 1963. Nú er hann aðeins 8.7% (1975). Svipuð þróun hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu í heild. Hlutur þess i umræddri heildarnýtingu var25.2% árið 1963 en 13.6% 1975. Þetta hefur síðan leitt til þess að meðaltekjur í borginni hafa ekki hækkað hlut- fallslega jafn mikið og annars staðar og eru nú undir lands- meðaitali. 0 Orsakir samdráttar Sp.: Hverjar eru aðalástæður þessarar þróunar? Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. 1 fyrsta lagi hefur breyting á fiskimiðum leitt til samdráttar í bátaútvegi. Faxaflóinn hefur ver- ið friðaður og menn veigra sér við langri siglingu af nú tiltækum fiskimiðum inn til Reykjavíkur. Hin aðalástæðan, sem haft hefur mjög alvarleg áhrif, er mis- munun í opinberri lánafyrir- greiðslu. Þeir sem stundað hafa útgerð frá Reykjavík hafa ekki fengið sömu lánafyrirgreiðslu og aðrir. Byggðasjóður hefur til skamms tíma ekki lánað til at- vinnufyrirtækja hér. Og á sama tíma sem rikissjóður greiðir frá 75 upp i 100% af stofnkostnaði hafna utan Reykjavíkur, fær Reykjavikurhöfn, ein allra hafna, engan stuðning frá rikinu til sinnar uppbyggingar. Ef Reykja- vfkurhöfn hefði notið hliðstæðrar fyrirgreiðslu og aðrar hafnir, varðandi hafnarmannvirki hér, hefði hún að sjálfsögðu haft veru- lega meira fjármagn til að byggja vinnu og vissa þjónustu til Reykjavfkur. Þetta fólk greiðir hins vegar gjöld til þess sveitar- félags þar sem það hefur nú lög- heimili. Ástæða þessara fólks- flutninga er að minu mati fyrst og fremst sú, að auðveldara hefur verið að fá einbýlishúsalóðir þar en i Reykjavík um nokkurt árabil, sem efnameira fólk hefur sótzt eftir. Vitað er hins vegar að ungt og efnaminna fólk byggir yfirleitt ekki einbýlishús, kostnaðarins vegna. Reykjavíkurborg hefur talið það skyldu sfna, m.a. af þeim sökum að úthluta lóðum fyrir blandaða byggð, þe. fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús, til að mæta sem flestra þörf. Þetta hefur hins vegar leitt til þess að borgin hefur ekki getað fullnægt eftirspurn eftir einbýlishúsalóðum og því misst margt tekjuhátt fólk til nágrannasveitarfélaganna. 0 Hvað er til úrbðta? Sp.: Hvað er tii úrbóta varðandi framleiðsluatvinnuvegi? Enda þótt ekki hafi orðið vart atvinnuleysis i Reykjavík, þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyr- ir því, þegar horft er til lengri tíma, að atvinnuöryggi Reyk- vikinga verður ekki tryggt nema framleiðslustarfsemi aukist frá því sem nú er. Þær tiHögur, sem borgarstjórn mun nú gera, á grundvelli yfirgripsmikillar gagnasöfnunar og skýrslugerðar um atvinnumálin, verða að stefna að því marki. En það er ekki nóg. Grundvallarskilyrði fyrir því að hægt sé að snúa þessari þróun við, er að atvinnurekstur hér í sjóðum, sem þeir greiða i ekki siður en aðrjr, hafi verið notað til að kaupa atvinnutæki frá Reykja- vík. Tryggja verður atvinnu- rekstri hér sömu fyrirgreiðslu og Byggðasjóður og aðrir opinberir sjóðir hafa veitt fyrirtækjum i öðrum landshlutum. Sama máli gegnir um strzlu á að efla sjávar- útveg, veiðar og vinnslu sjávaraf- urða hér í höfuðborginni. Öflugur sjávarútvegur leiðir til grósku í öðrum atvinnugreinum. Þá ber að efla málmiðnað i borginni, sér í lagi skipasmíðar og viðgerðir. Stefnt er að framtiðarstað- setningu fyrir þessa atvinnugrein við Gelgjutanga í Sundahöfn. Sennilega verður þó langt í land með svo viðamikla og kostnaðar- sama framkvæmd. Óhjákvæmi- legt er því að bæta aðstöðu þessa iðnaðar í Vesturhöfninni. í því sambandi fara nú fram viðræður milli Slippfélagsins, Stál- smiðjunnar og hafnarstjóra. Það er þýðingarmikið að borg- aryfirvöld séu vakandi yfir því að nægilegt land og góð aðstaða sé jafnan til staðar fyrir hvers konar atvinnurekstur. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum út- hlutað stórum landsvæðum undir atvinnurekstur, enda þótt ekki hafi verið hægt að fullnægja allri eftirspurn. Sem dæmi um bygg- ingu atvinnuhúsnæðis, þá var lok- ið við byggingu 1.546 þúsund rúmmetra atvinnuhúsnæðis á ár- unum 1970 til 1976. Á siðasta ári var úthlutað stórum svæðum i Borgarmýri, Súðarvogi og Vatna- görðum fyrir atvinnurekstur. Og nú fyrir nokkru var úthlutað svæði fyrir atvinnurekstur. i Mjóddinni i Breiðholti I. Oft er kvartað undan þvi að gatnagerðargjöld atvinnurekstrar IIRRHIIIOLTl yzs- Fyrirhuguð heilsugæzlustöð í Breiðholti I Mjóddinni, sem þjóna á um 1200C mannsi Breiðholti I og II. Þar verðui læknisþjónusta með 6 læknum, röntgenstofu félagsráðgjafaþjónustu, tannlæknaþjónustu, harm skoðun o.fl. Framkvæmdir getahafizt þegar er lögskilin f járveiting fæst frá ríkinu. Borgarstjórn samþ.vkkti á sl. ári áskorunartillögu frá Magnúsi L. Sveinssyni um tilskilda fjárveitingu Þessi mynd er af 1. áfanga í byggingu verkamannabústaða í Seljahverfi, 308 íbúöum, sem nú er að ljúka. Borgarstjóri tók fyrstu skóflustungu að 2. áfanga sl. laugardag. I þeim áfanga verða 216 íbúðir, í litlum fjölbýishúsum, auk 60 raðhúsa. Beykjavíkur- borg greiðir nærri 200 milljónir króna til þessara framkvæmda á þessu ári. Reykjavik og á höfuðborgarsvæð- inu búi við sama rétt — jafn- keppnisaðstöður — og atvinnu- rekstur annars staðar á landinu, m.a. varðandi fjárhagslega fyrir- greiðslu. Það ber að fagna því að á síð- ustu árum hefur orðið veruleg aukning i atvinnuuppbyggingu víðsvegar um land m.a. vegna opinberra fjárframlaga, sem stöðvað hefur fólksflóttann til suðvesturlandsins og tryggt fólki i strjálbýli betri lifsskilyrði. Það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að jafnvægi haldist í öllum byggðum landsins. Það er því óþolandi annað, þegar nú liggja fyrir óyggjandi gögn um þróun atvinnumála í Reykjavík, en að horfið verði þegar frá þeirri mis- munun, sem átt hefur sér stað á gegnum árum, þegar Reykvik- ingar hafa horft upp á það, að fé úr sameiginlegum og almennum mannár. 33% af mannafla- aukningunni í Reykjavik hefur farið í heilbrigðisþjónustuna. 0 Fækkun fiskibáta, samdráttur í fiskvinnslu. Sp.: Hverjar vóru niðurstöður könnunar á sjávarútvegi í borg- inni? Fiskibátum hefur þvi miður fækkað mjög í Reykjavik. Árið 1960 voru hér 78 fiskibátar undir 500 tonna stærð. Þessi tala er nú komin niður i 51 (þar af 20 undir 30 tonnum). Arið 1960 vóru hér 23 togarar (síðutogarar). Nú eru hér 10 skuttogarar og 3 siðutogar- ar, eða 13 togarar á móti 23 1960. upp og bæta þjónustu við útgerð og fiskvinnslu. 0 Hvers vegna lægri meðaltekjur í Reykjavík. Sp.: Hvað veldur lægri meðal- tekjum f Reykjavfk en í nágrannasveitarfélögum. Auk ástæðna, sem að framan greinir, vil ég benda á að hér í Reykjavík er mun hærra hlutfall aldraðs og óvinnufærs fólks en í öðrum sveitarfélögum. Þetta fólk hefur yfirleitt ekki atvinnutekjur og kemur það fram í lægri meðal- tekjum á heildina litið. Nokkuð hefur borið á þvi að fólk á bezta vinnualdri, með háar tekjur, hafi flutt í nágrannasveit- arfélögin, þó það sæki áfram at- í Reykjavík séu of há. Það er mín skoðun að vel komi til mála að lækka þau — en ná þeim tekjum, sem við það missast, með lóða- leigu. Þá kemur til greina að borgin taki þátt i byggingu iðnað- arhúsnæðis, til að auðvelda nýj- um iðnfyrirtækjum að hefja rekstur og nýta fyrr og betur iðn- aðarlóðir. 0 Fleiri við- bótaríbúdir en vidbótaríbúar Sp.: Þú hefur, Magnús, haft áhuga og afskipti af húsnæðis- málum Iborginni? Húsnæðismálin eru einn þýð- ingarmesti málaflokkur sem hugsazt getur. Þegar fjallað er um þau er fjallað um frumþörf hvers einasta manns. Eigið húsnæði skapar áhuga á umhverfinu: mal- bikuðum götum, skólaþjónustu, heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þótt mikið hafi verið byggt i Reykja- vik undanfarin mörg ár er ibúða- skortur enn mjög mikill. A sl. 7 árum (1970—76) hefur verið lokið við 5088 fbúðir, eða að meðaltali 727 fbúðir á ári. A sama tíma hefur fbúum Reykjavfkur fjölgað um 3380. Þannig hafa ver- ið fullgerðar 1708 fbúðir umfram f jölgun einstaklinga í borginni. Það eru aðeins 10 ár síðan byrj- að var að byggja fyrstu húsin i Breiðholtinu. Þegar hverfin verða fullbyggð, eftir á að gizka 5 ár, verða þar nálægt 25.000 manns, eða meir en svarar íbúa- fjölda Hafnarfjarðar og Kópavogs Framhald á bls. 20. p Á næstunni fermajl pskipvor til íslands| É sem hér segir: ð 1 ANTWERPEN: Úðafoss 24. ágúst Skeiðsfoss 29. ágúst Úðafoss 5. september ROTTERDAM: Úðafoss 25. ágúst Skeiðsfoss 30. ágúst Úðafoss 6. september FELIXTOWE: Mánafoss 23. ágúst Dettifoss 30. ágúst Mánafoss 6. september Dettifoss 13.september P HAMBORG: l_5j Mánafoss 25. ágúst líjT] Dettifoss 1. september r=j Mánafoss 8. september n Dettifoss 1 5. september ll NJ: PORTSMOUTH: 'lj (fij Hofsjökull 24. ágúst Í3 Selfoss 6. september r yj Bakkafoss 7. september l! (Jjj| Brúarfoss 14 seþtember Ij KAUPMANNAHÖFN: | Laxfoss 23. ágúst Háifoss 30. ágúst l Laxfoss 6. september Háifoss 13.september j GAUTABORG: ; Laxfoss 24. ágúst Háifoss 31.ágúst Laxfoss 7. september j Haifoss 14. september HELSINGBORG: Tungufoss 22. ágúst Álafoss 31. ágúst Tungufoss 12. september MOSS: Tungufoss 23. ágúst Álafoss 1. september Tungufpss 1 3. september KRISTIANSAND: Tungufoss 24. ágúst Álafoss 2. september Tungufoss 14. september STAVANGER: Tungufoss 25. ágúst Álafoss 3. september Tungufoss 1 5. september m GDYNIA/GDANSK: Múlafoss 6. september VALKOM: írafoss 30. ágúst Múlafoss 13.september VENTSPILS: Skip 7. september WESTON POINT: Kljáfoss 23. ágúst Kljáfoss 7. september Reglubundnar ferðir hálfs- mánaðarlega f rá Valkom í Finnlandi ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.