Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 17 ' yVYNDUSTARSYRPA Samkvæmt nýbirtri auglýs- ingu Listasafns Islands munu kosningar hinna ráðgefandi að- iala varðandi listaverkakaup til safnsins auk ýmissa annarra at- hafna, standafyrir dyrum. Tim- inn líður hratt, þvi að mér finnst skammt frá síðustu kosn- ingum, sem eru mér í fersku minni fyrir það tvennt, að ekki náðist vitanlega félagsleg sam- staða um nýjan mann í safnráð í stað þess er út gekk og þau má) voru að mestu afgreidd í gegnum síma, — svo og það að einungis greiddi um helmingur vísast skapa meiri festu og örva fundarsókn ef þannig væri að málum staðið og jafnan horft til félagslegrar samstöðu svo langt sem náð verður. Spyrji nú einhver, hví ég reifi þessi mál hér, þá er því til að svara að á félagsfundum nær maður í besta falli til þriðjungs félagsmanna og engra er fyrir utan standa... Lista- og minjasöfn „Líkhús eða listmiðlar“ Þeir Sigurður A. Magnússon listaverka og sjá um að þau sem uppi eru búi jafnan við rétt skilyrði varðandi hita og raka. Hér er um visindagrein að ræða og þeir sem vilja gerast hlutgengir á því sviði þurfa að ganga i gegnum langt og strangt nám. Framfarir í þess- ari vísindagrein hafa verið stór- felldar á síðustu árum, enda má segja að menn hafi hér virkjað tæknina til fulls í þjónustu sína og fara hinar ótrúlegustu sagn- ir af afrekum ýmissa töfra- manna í þessu fagi, svo sem ósjaldan er getið um í fjölmiðl- Myndlist eftir BRAGA ASGEIRSSON fram, sem ég vissi raunar fyrir, að hvarvetna teljast Listahá- skólar meðal mikilvægustu grundvallarstofnana allrar æðri menntunar. Þá hefur sú spurning þráfaldlega komið upp, hvort ekki sé tímabært að koma myndlistarfræðslu hér- lendis á háskólastig. Væri örugglega farsælla að flytja inn i landið ábyrgðina á mótun list- hönnuða hvers konar og mynd- listarmanna, og þá jafnframt að geta útskrifað arkitekta og list- fræðinga. Þetta væri ekki ein- asta þjóðhagslegur ávinningur, þeirra atkvæði er til þess höfðu rétt. Þykir mér slikt áhuga- og andvaraleysi alvarlegt fyrir- bæri því að frekar hefði mátt búast við að þorri þeirra greiddi atkvæði í jafnmikilvæg- um kosningum. Umræður um störf og skipan Safnráðs mættu gjarnan vera meiri en nú ger- ist, en undirróður minni. Eðli- legt er að menn skipist hér i raðir og fylki sér um ákveóna menn — slíkt er heilbrigt, en það sem gerðist við síðustu kosningar, að menn vissu ekki fram á siðustu stundu um hvern samstaða hefði náðst, má ekki henda í annað sinn því að það býður ólýðræðislegum vinnubrögðum heim. Hér er ekki verið að deila á neinn ein- stakan heldur það alvöruleysi sem kemur hér fram af hálfu myndlistarmanna við mikils- varðandi val til ábyrgðarstarfa. Hvi ekki að reyna hér próf- kjör svo að almennur vilji FÍM- manna svo og utanfélagsmanna komi fram, og síðan velja milli þeirra er flest atkvæði hljóta, svo sem reglur lýðræðis bjóða? Máski gætu slík prófkjör hleypt nýju lífi i aðalkosningarnar. —Hér má um leið víkja að því af gefnu tilefni, að inntaka nýrra félaga FlM hlýtur að varða alla félagsmenn en ekki einungis þá sem sjá sér fært og hafa geð til að mæta á aðalfund- um. Sjálfsagt er að kynna félagsmönnum öllum með rúm- um fyrirvara umsóknir sem berast um upptöku í félagið og gefa öllum kost á að neyta hér atkvæðaréttar er staðið hafa skil á félagsgjöldum. 1 víðara samhengi má einnig minna á, að frammi fyrir fyrirfram- ákvörðuðum málum standa menn að hálfu fjötraðir — öll umræða er nauðsyn. Það myndi rithöfundur og Þór Magnússon Þjóðminjavörður hafa vakið upp hressilegar og nauðsynleg- ar deilur um varðveizlu forn- minja og listaverka. Tilefnið var Kjallaragrein eftir Sigurð í Dagblaðinu 23. júlí sl., er bar ofangreinda fyrirsögn „Likhús eða listmiðlar“, en frumkveikj- an var þó ummæli Frank Ponzi listfræðings um skyld mál i við- tali við hann í Lesbók 10. april sl. Mig hefur lengi stórfurðað á að þessi mál skuli ekki fyrr hafa komið upp á yfirborðið í ríkari mæli. — Ég hef nokkrum sinnum vikið að þessu efni i pistlum mínum hér í blaðinu en aldrei í sjálfstæðri grein, enda hef ég hér ekki þá faglegu þekkingu sem t.d. Frank Ponzi. Engum getur þó dulizt að varð- veizlu þjóðminja- og listaverka er hér víðast stórlega ábótavant og vita sennilega fæstir íslend- ingar hve hér er um mikilvægt mál að ræða. & Uppboðshald- ari nokkur sagði t.d. í blaðavið- tali í vor; „að munurinn á myndverkum og bílum væri sá, að myndverkin þyrftu ekkert viðhald" (!) — Hér skipar fá- fræðin öndvegi þvi að fátt er t.d. jafnviðkvæmt komi til röng meðhöndlun sem myndverk, en hér kemur að sjálfsögðu til önn- ur tegund viðhalds en á bifreið- urn, og hvað skyldi t.d. Lista- safn Islands hafa þurft að greiða mikið fé fyrir viðgerðir og hreinsun listaverka frá fyrstu tíð? Varðveizla og rétt meðhöndl- un listaverka er mikið mál og stór útgjaldaliður fyrir flest listasöfn, enda hafa mörg þeirra á sínum snærum valið lið færustu fagmanna er einungis starfa að viðgerð og viðhaldi um. Að sjálfsögðu þurfa allir viðkvæmir minjagripir og lista- verk og búa við rétt hita- og rakastig og fólk innleiðir skemmdir slíkra gripa með því t.d. að yfirgefa íbúð og loka um leið fyrir hita. Slík eru áhrif kulda, raka og raunar einnig of mikils sölarljóss. Hér er annars margs að gæta og væri fróðlegt að fá greinargott viðtal um þessi mál við fagmenn á borð við nefndan Frank Ponzi. Mér er ekki kunnugt um hvort nokkur sérfræðingur á þessu sviði er á vegum Þjóð- minjasafnsins, en enginn slikur mun á vegum Listasafns ís- lands, og geymsla þess með öllu óhæf, — þar liggja myndverkin undir skemmdum vegna þrengsla og kulda. Hér þarf að koma til vel búin geymsla í hinu væntanlega safnhúsi og kalla þarf til færustu sérfræð- inga um hönnun geymslunnar. Þá er brýn þörf á að ráðinn verði til safnsins fagmaður á þessu sviði til að gera við a.m.k. smærri galla á myndum og það á velbúnu sérhönnuðu verk- stæði til slikra starfa... — Varðveizla listaverka og uppsetning þeirra eru óskyld mál, — safn sem hefur slíkan fullkominn búnað getur verið „líkhús" að öðru leyti. Hér er komið að öðru og gjörólíku sviði og hér koma til aðrir fag- menn með allt aðra menntun. Nýiega var sýnd hér í sjónvarpi mynd frá sýningu á verkum Thorvaldsens í Köln. Var hér um merkt og eftirminnilegt framtak að ræða sem mikla at- hygli hefur vakið þegar, þótt gerst hafi á þessu ári, þvi senni- lega hafa myndir listamannsins s^aldan eða aldrei notið sin bet- ur en á þessari sýningu. Hér var leikur ljóss og s4|igga virkj- aður á meistaralegán hátt til áherzlu á hinum sérstök^ form- ftm í hverri mynd fyrir sig. Mið- að við þessa sýningu er virðist hafa gert myndir Thorvaldsens ýirkar í nútímanum er Thor- valdsensafnið í Kaupmanna- höfn líflítil stofnun og þó ólikt lífmeiri en fyrr á árum. — Og hér i Reykjavik eigum við safn er Hnitbjörg nefnist og er allra safna óaðgengilegast og nær því að líkjast grafhýsi en virku safnhúsi. .. Rétt er sem Sigurður segir, að Þjóðminjasafnið sé óyndis- leg bygging, en ég samþykki ekki með öllu þann framslátt, að þar hafi íslenzk list fortíðar og nútíðar verið kviksett. Vís- ast má í mörgum tilvikum koma hlutunum betur fyrir og skipu- legar en minna má á, að húsið sjálft bindur hendur þeirra er þar starfa. Aðkallandi eru breytingar á húsinu í náinni framtíð t.d. er Listasafnið flyt- ur burt, og væri rétt að hefja strax að hanna slíkar breyting- ar á teikniborðinu. Útitröppur hverfi, þær eru móðgun við fót- veikt fólk og bæklað, — inn- gangur kæmi þá frá jarðhæð og svo þyrfti lyfta að vera á milli hæða. Þetta eru frumskilyrði þess að fleiri en fullhraustir geti skoðað og notið safnsins — um innri breytingar vísast til sérfræðinga. .. Myndlistar- háskóli Sá er hér ritar hefur lengi unnið að þvi með öðrum að móta ný lög fyrir Myndlista- og handíðaskóla íslands og i þvi sambandi rannsakað stöðu listaskóla i skólakerfum meðal menningarþjóða. Það kemur heldur hlyti það einnig að efla tilfinningiT fyrir séríslenzkum arfi og stílsmótun á sem flest- umsviðum. Tengslin við um- heiminn myndu siður en svo minnka ef rétt er á málum hald- ið og frekar aukast þvi að eng- inn skortur er á hámenntuðu erlendu úrvalsfólki sem taka vildi að sér kennslu i hinum aðskiljanlegustu listgreinum. Kennslukrafta má sem sagt í og með flytja inn í landið í formi gestaprófessora til að efla og styðja það sem íslenzkt er i stað þess að senda héðan til útlanda nemendur sem í mörgum tilvik- um koma heim sem „spakvitrir naflastrengir", útlendari en út- lendingar. . . I beinu framhaldi af því sem ég sagði fyrr um varðveizlu myndverka er brýn þörf á stofnun deildar í efnistækni, sem íslenzk myndlist myndi njóta góðs af. Hér er átt við handfasta, en ekki einungis fræðilega menntun innan fags- ins, t.d. að rifa liti, búa þá til úr náttúrulegum efnum og vera hér með hvers konar tilrauna- starfsemi varðandi séríslenzk náttúrueinkenni, — búa til lér- efts- og aðra grunni, svo og vinnu i hvers konar hliðarefn- um og við gerð veggmynda m.m. Hér eru, svo sem ég hef fyrr vikið að, erlendir fagmenn boðnir og búnir til aðstoðar og að miðla reynslu sinni. Það er nefnilega í eðli sínu allra hagur að myndverk séu gerð af sem bestri efnislegri þekkingu, og slikt kemur í veg fyrir mistök og ótímabærar skemmdir. Stofnun myndlistarháskóla myndi vissulega valda straum- hvörfum um listræna menntun og þroska landsmanna, — opna ótal leiðir til aukinnar listmiðl- unar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.