Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 __AUIAMIA „Marx og Lenin eru spámenn þeirra manna, sem semja kennsluskrá í þjóðfélagsfræði í Háskóla íslands, enda er kennsluskráin kynleg." eftir HANNES GISSURARSON Kennsluskráin í þjóðfélagsfræði Þjóðfélagsfræði er ung vísindagrein og umdeild, kenningar félagsfræðinga eru ekki enn jafntraustar og eðlisfræðinga og annarra náttúruvísindamanna. Hlutleysi visindanna, viðmið allra sannra fræðimanna, er torveld- ara en í náttúruvisindum, en grilluföngurum, sem vilja frelsa heiminn, en ekki fræða hann, auðveldari leikurinn Og viða erlendis hafa háskóladeildir i þessari grein orðið að vígjum slíkra manna Algengasta grillan er kenninc Marxs, þeir eru á sifelldum umræðufundum um hana og grípa til ofbeldis, þegar þeim hentar, en sinna engum fræðilegum rann- sóknum Ég hef ekki stundað nám í félagsvis- indadeild Háskóla íslands og veit ekki, hvern- ig kennslu í henni er háttað, en margt er kynlegt i kennsluskrá deildarinnar, sem kom út fyrir skömmu. Fastir kennarar i þjóðfélags- fræði eru fjórir, Ólafur Grímsson, Haraldur Ólafsson, Svanur Kristjánsson og Þorbjörn Broddason Þrír þessara manna, Ólafur, Svanur og Þorbjörn, eru starfandi i Alþýðu- bandalaginu Ólafur er umsvifamestur, enda þingmannsefni, Þorbjörn er borgarfulltrúi, og Svanur ritar reglulega i Þjóðviljann og flytur fyrírlestra á fundum sameignarsinna. Þremenningarnir kenna greinar eins og stjórnmálafræði, félagsleg stjórnmál, al- þjóðastjórnmál, þróun stéttaþjóðfélags, flokkakerfi íslendinga og þróun hagsmuna- samtaka, sem allar koma mjög við stjórnmál- um Ég ætla í þessari grein að fara fáeinum orðum um þessa kennsluskrá „alþjóðastjórnmálum 1" eru almenn sam- skipti rikja, og utanrikisstefna íslendinga er einnig gerð að umtalsefni. Lesefnið er, auk þriggja erlendra bóka, tvær ritgerðir. Önnur er eftir dr Þráin Eggertsson hagfræðing, heitir „Determinants of lcelandic Foreign Relations" og birtist fyrir nokkru í timaritinu Cooperation and Conflict. Hin er eftir Svan, heitir „Comments on The Determinánts of lcelandic Foreign Relations" og er svar hans við ritgerð dr Þráins (sem er ekki i trúflokkn- um). Svanur sendi hana reyndar sama tima- ritinu til birtingar, en henni var hafnað. enda eru gerðar mjög strangar gæðakröfur I virt- um erlendum tímaritum um alþjóðamál En í „alþjóðastjórnmálum 2" er eitt viðfangsefnið „kenningar Lenins og nýmarxista um heims- valdastefnu ásamt gagnrýni sem fram hefur komið á þessar kenningar ', segir i kennslu- skránni. Og lesefni er, auk tveggja erlendra kennslubóka og ritgerðar eftir Svan, bókin Heimsvaldastefnan eftir Lenín, en hún kom fyrst út árið 1916. Ekki þarf að fjölyrða um lesefnið í „alþjóða- stjórnmálum 1", ritstjórar erlenda tímaritsins hafa þegar gefið því einkunn En ég verð að geta lesefnisins i „alþjóðastjórnmálum 2", bókar Lenins Kenning hans um heimsvalda- stefnuna er í flestu fengin að láni frá Bretan- um Hobson, sem samdi bók um heimsvalda- stefnuna fjórtan árum á undan Lenín. Vandi Lenins var, eins og annarra marxtrúarmanna, að verkamennirnir í iðnríkjum Norðurálfu urðu ekki fátækari og misstu ekki fleiri at- vinnuna eins og þeir áttu að gera eftir kenningu Marxs Og lausn hans var, að þeir nytu góðs af arðráni nýlendna norðurálfurlkj- anna, heimsvaldastefnan væri „hæsta stig auðvaldsins" Þessa skoðun reyndi hann að styðja með staðhæfingum. tölum og öðrum upplýsingum, sem eru flestar annað hvort ósannar eða ónákvæmar Ekki þarf að ræða þessa kenningu Leníns efnislega, þvi að fræðimenn á Vesturlöndum eru sammála um að hafna henni, og má taka til vitnis tvo höfunda aðalkennslubóka i Háskóla íslands Paul Samuelson hafnar henni i neðanmáls- grein í kennslubók viðskiptafræðinema, Hag- fræði (. .Economics", 9. útb ). David Thom- son hafnar henni einnig í kennslubók sagn- fræðinema. Norðurálfusögu frá tfmum Napóleons („Europe since Napoleon"). Sannleikurinn er sá, að þessi kenning er ekki umræðuverð nú á dögum fremur en aðrar fornar og fræðilegar tilgátur sem hafa reynzt rangar, hvort sem hún hefur verið það árið 1916 eða ekki. Hún er safngripur með öllum öðrum en kreddumönnum, sem eru marxtrú- ar. Hjalti Kristgeirsson kennir um Marx Forvlgismann félagsvisindanna voru marg- ir, Comte, Weber, Marx, Pareto, Durkheim og fleiri menn, en kenningum Karls Marxs er einum helguð heil námsgrein i þjóðfélags- fræði I Háskólanum Hana kenna Svanur Krístjánsson lektor og Hjalti Kristgeirsson, en Hjalti er ákveðinn fylgismaður Marxs og samdi með öðrum stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins Gátur verður einar að geta um það, sem Svanur Kristjánsson hefur numið I fræð- um Marxs i „Macalister College" i Minnesota og kennir þjóðfélagsfræðinemum á vetri komanda, en Hjalti er að minnsta kosti vel að sér um þau, og af fjölda heimilda má sitt hvað ráða um fræðilega hætti hans. Hann er einn íslendinga kenndur við Ungverjaland, enda átti hann þess kost að sjá kenningu sína framkvæmda, þegar hann var við nám I U ngverjalandi I þjóðaruppreisninni árið 1 956. Ég efast reyndar um, að frásögn hans af þessari framkvæmd verði mjög nákvæm, því að hann sagði i viðtali við rikisútvarpið 1956 (sem mér var bannað að endurflytja i þætti um uppreisnina 1976), að hann hefði varla orðið átakanna var: „Já, ég spásseraði dálitið um göturnar I fyrri átökunum, sem hófust 23 október, þannig að maður sá og heyrði ýmislegt En i seinni átökunum hélt maður kyrru fyrir innanhúss eins og aðrir. Á síðustu vikum hefi ég ekki séð neitt af átökum eða heyrt. Siðustu vikurnar hefir verið kyrrlátt i Búdapest." sagði hann. Og ein skýring hans I útvarpsviðtalinu á hvötum ungverska flóttafólksins er sæmandi hverjum kennara í þjóðfélagsfræði: „Ég býst við, að það hafi ekki flúið að gamni sínu, þó að meðal flóttafólksins sé ýmislegt af svona óábyrgum elementum, við skulum segja börn innan lögaldurs, serh hafa flúið af ævintýraþrá " Hvers vegna sagði maðurinn íslendingum svo frá þjóðaruppreisn Ungverja og öllum flóttamönnunum, sem flýðu undan kommún- istum? Hjalti er einn af hinum alræmdu S.( A-mönnum. kommúnistum. sem voru við nám og störf í kommúnístarlkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum, höfðu þá með sér leynisamtök (S I A var Sósialistafélag íslendinga austantjalds) og eru nu áhrifamikl- ir í Alþýðubandalaginu Leyniskýrslur þeirra komust til ágætra lýðræðissinna og voru gefnar út i RauSu bókinni árið 1 963. í einni leyniskýrslu Hjalta er svarið við spurningu okkar, þvi að hann segir I henni um kerfi kommúnismans: „Við aðlögumst því að meira eða minna leyti, og teljum okkur skylt að verja það fyrir óvinum þess i ræðu og riti." Og I annarri skýrslu kveður hann svo að orði sem kommúnisti: „Við erum þeírrar skoðunar, að hlutleysi og hlutlægni hafin yfir stétt sé húmbúkk." f RauSu bókinni má lesa bréfaskipti Hjalta og Islenzks námsmanns i Peking, sem var að missa kommúnistakjarkinn vegna eymdar og kúgunar flokksbræðranna I Peking. Hjalti reyndi að telja kjarkinn I hann aftur og tók aðstæður I Ungverjalandi til dæmis. Eitt- hundrað þúsund menn voru I vinnubúðum kommúnista á upphafsárum kommúnista- stjórnarinnar fyrir litlar sem engar sakir að sögn Hjalta, enginn var óhultur um líf sitt, llfskjör voru mjög lök og „skematiskur formalismi" áskilinn I menningarefnum. En Hjalti komst að þeirri niðurstöðu i bréfi sinu, að kúgunin hefði verið óhjákvæmileg: „Samt vil ég fullyrða, að I grindvallaratriðum hafi ekki verið um aðra leið að ræða fyrir Ung- verjaland, ef það átti ekki að hafna sósíalism- anum " Um það erum við Hjalti sammála, að kúgun er óhjákvæmileg i hagkerfi og stjórn- kerfi sósialista, og öll er frásögn Hjalta af framkvæmd sóslalismans mjög lærdómsrlk, en ég efast þó um, að hann kenni nemend- um slnum á vetri komanda um þessa fram- kvæmd fræðanna, hvort sem hann gerir „skematiska formalismann" og „óábyrgu ele- mentin" að umtalsefni eða ekki. En með þvl að þessar tilvitnanir mínar eru vissulega ótrúlegar, ber að geta þess, að Hjalti höfðaði mál (og vann) gegn útgefendum Rauðu bókarinnar Hverjar voru kröfur hans? Hann krafðist höfundarlauna. Slik efnishyggja er söguleg Hvað ber að segja? Þessi kennsluskrá þjóðfélagsfræðinganna er svo sannarlega kynleg: Einungis kenna starfandi alþýðubandalagsmenn um islenzk stjórnmál (en I stefnuskrá Alþýðubandalags- ins er hlutleysi vlsindanna hafnað sem „borg- aralegri vlsindaheimspeki"), lesnar eru ótæk- ar tlmaritsgreinar og úreltar og eldfornar bækur Lenins, og marxsinnar kenna einir um Marx. I forsal Háskóla íslands eru letruð vísuorð Jónasar Hallgrimssonar: „Visindin efla alla dáð " Eiga þau við lektorinn frá „Macalister College" I Minnesota og mann- inn frá Ungverjalandi. sem hafnar hlutleysi vísindanna með lltilsvirðingu og telur kúgun óhjákvæmilega? Um það verða aðrir að dæma en ég. en tvenns konar vanda má taka til athugunar vegna þessarar kennsluskrár, einkum námskeiðsins I kenningu Marxs: Á að gera hana að viðfangsefnritennslu I há- skóla lýðræðisrlkis? Og eiga fylgismenn hennar einir að kenna hana? Ég held reynd- ar, að tilefni sé til þess að kenna hana I Háskóla Islands. Skilningur á kenningu Marxs er nauðsynlegur til skilnings á nútlma- sögu og stjórnmálum (eins og skilningur á fasismanum er einnig), þótt flestir óháðir fræðimenn efist um fræðilegt gildi hennar. Eiga marxsinnar einir að kenna þessa kenningu? Þjóðfélagsfræðingarnir eru I raun- inni að stofna aðra þjóðkirkju: marxtrúar- menn prédika sjálfir kenningu sína úr stóln- um, leggja helgar bækur slnar út I nafni vísindanna og á kostnað rikisins. Marxsinnar segja án efa sér til varnar, að „hugmynda- fræði borgarastéttarinnar" sé ráðandi I vis- indarannsóknum á íslandi En kjarni málsins er sá, hver þessi „hugmyndafræði borgara- stéttarinnar" er: Hún er, að fræðimenn sinni kröfu sannleikans, en fórni honum ekki fyrir stjórnmálaskoðanir sinar, að þeir hafi hlut- leysi vísindanna að viðmiði i fræðilegum athöfnum slnum, ef þeir eru launaðir af rlkinu, en þeir séu látnir afskiptalausir um einkaathafnir slnar og einkaskoðanir. Lýð- ræðissinnar gera greinarmun á manni sem starfsmanni vísindastofnunar og sem ein- staklingi Vísindin eru, telja þeir, umfram allt frjáls samkeppni hugmynda, og ein leik- reglan þessarar samkeppni er hlutleysi fræðimannsins En kenning marxisma er ekki einungis hugmynd sem keppir við aðrar hugmyndir á frjálsum markaði fræðanna, þvl að marxsinnar hafna leikreglunni sjálfri llka, hlutleysi, fræðimannsins. Hlutdrægni felst beinum orðum i kenningu þeérra, enda kenndi Marx, að ekki væri unnt að gera greinarmun á hugsun og starfi fræðimanns- ins („teóriu" og „praxis"), og umgetin orð Hjalta og stefnuskrá Alþýðubandalagsins eru öll I þessum anda. En getur frelsí fræði- mannsins vérið fólgið I frelsi til hlutdrægni? Á að leyfa þeim mönnum, sem hafa leikregl- urnar að engu, að leika leikinn? Geta þeir verið fræðimenn? Ég legg það I dóm les- enda Bók Leníns aðallesefnið Tvær námsgreinar þjóðfélagsfræðinnar eru einkum athyglisverðar eins og frá þeim er sagt I kennsluskránní Þær eru „alþjóða- stjórnmál 1 — 2" og „kenningar Karls Marxs" Svanur Kristjánsson lektor kehnir þessi „alþjóðastjórnmál", en hann hefur stundað nám I „Macalister College" í Minne- sota I Bandarlkjunum og látið mjög að sér kveða I trúflokki þeim, sem kallar sig þessa stundina „Samtök herstöðvaandstæðinga", og vitnað á samkomum hans. Viðfangsefnið I KYNLEG KENNSLUSKRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.