Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 15 r Irar hundsa síldveiði- bannið Dublin 1 9. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. frá AP REIÐIR írskir sjómenn létu ótvírætt í Ijós bræði vegna þess að brezkir sjóliðar stöðvuðu írskan sildveiði- bát og fóru um borð í hann, en hann var grunaður um að vera að ólöglegum síldveiðum. írski togarinn heitir Kinnure og er gerður út frá Skerries. Brezkir sjóliðar fóru um borð í hann úti af Mön í morgun. Kinnure var einn af þrjátíu sem sendur var af stað frá Dublin á fimmtudagskvöldið gagn- gert til að veiða síld í trássi við bann brezku stjórnarinnar. Svo sem frá hefur verið sagt ákvað brezka stjórnin að grípa til friðunaraðgerða á sildinni og banna allar síldveiðar, þar sem ofveiði síldarinnar hefði sett stofninn í mikla hættu. Var þetta ákveðið ein- hliða eftir að EBE-löndunum mis- tókst að ná samstöðu um málið. Átti bannið að gilda að minnsta kosti þetta ár. Bátarnir sem fóru á síldveiðar frá Dublin á fimmtudagskvöld komu aftur til hafnar í morgun með um 40 tonn af þessum óleyfilega veidda fiski. Er aflinn metinn á tíu þúsund sterlingspund. Þegar fréttirnar bárust um að brezkir sjóliðar hefðu farið um borð í frskan bát komu írskir togaraskip- stjórar saman til skyndifundar til að bera saman bækur sfnar og ákveða hugsanlegar hefndarráðstafanir. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins f London sagði að hópur sjóliða af Hms/Shavington hefði farið um borð f Kinnure til að athuga veiðarfæri togarans og hefði verið um að ræða venjubundið eftirlit. írski skipstjórinn sagðist hafa eft- ir yfirmanni brezka skipsins að þetta væri gert í nafni rfkisstjórna Bretlands, írlands og Manar. Skipstjórarnir kusu fulltrúa úr sinum hópi sem mun ganga á fund Brian Lenihans fiskimálaráðherra f kvöld eða á morgun og reyna að finna lausn á deilunni. VEÐRH) í nokkrum borg- um erlendis Veðrið í nokkrum borgum í gær: Amsterdam 19. stig, bjart Barcelona 24 stlg, skýjað Berifn 18. stig, skýjað Chicago 14 stig, skýjað Heisinki 13 stig, skýjað HongKong 33 stig, sól Genf 19 stig, bjart Kaupm.h. 17. stig, skýjað Madrid 22 stíg, skýjað Mallorka 28 stig, skúrir New York 16 stig, It.skj. Ösló 9 stig, rigning Parfs 18 stig, skýjað Rio de Janeiro 23 stig, bjart Stokkh. 14 stig, skúrir Þórshöfn 10 stig, skýjað Tekin 770 kg af hassi Beirut 19. ág. AP. TOLLVERÐIR í Beirut fundu i morgun 770 kg af hassi um borð i skipi sem var aó leggja af stað til Egyptalands. Hefur ekki áður ver- ið lagt hald á svo mikið hassmagn i Libanon, en landið er meðal helztu hassræktarlanda heims. Fjórir menn voru settir í gæzluverðhald vegna þessa. BIG BEN hefur löngum laðað til sin ferðamenn og klukkan góða er nú heldur betur í sviðsljósinu, því að nú er klukkuskífan lýst upp af leisergeisla frá stærsta leisertæki, sem framleitt hefur verið. Geislinn kemur frá Drury Lane leikhúsinu í Covent Garden og endurkastast um spegil þannig að hann kastast á Big Bén. Lýsingin er í tengslum við opnun leisersýningar í leikhúsinu í þessum mánuði. Tékknesk- ur andófs- maður svík- ur félaga sína? London, 19. ágúst — Reuter AMNESTY Internatiönal sagði í dag að einn af þeim sem stóðu að skjalinu „Mannréttindi 77“, væri að vinna að kvikmynd sem sýnd yrði við réttarhöld yf- ir honum og f jórum öðrum en mál þeirra verður tekið fyrir á næstunni. Verkamannaflokkurinn vann öruggan sigur í Birmingham Birmingham, Englandi, 19. ágúst — Reuter Verkamannaflokkurinn vann öruggan sigur 1 aukakosningum til brezka þingsins f Birmingham, og koma úrslitin nokkuð á óvart f kjölfar óeirðanna sem þar urðu fyrr f vikunni. Frambjóðandi Verkamannaflokksins, John Sev- er, hélt þingsætinu fyrir flokk sinn án vandkvæða, þrátt fyrir að sótt væri að honum af bæði hægri og vinstri öfgamönnum auk fram- bjóðanda thaldsflokksins. Engu að sfður tókst flokki öfga- manna til hægri, National Front, að skjótast fram fyrir Frjáls- lyndaflokkinn i atkvæðamagni, en hiutfall hans af greiddum at- kvæðum var þó aðeins um 6%. Fyrir kosningarnar var hins veg- ar talið að flokkurinn kynni að fá yfir 10% atkvæða i kjölfar krafna hans um að innflytjendum og af- komendum þeirra, sem aðallega eru af asísku bergi brotnir, yrði visað úr borginni. Þá var það einnig talið geta ógnað veldi Verkamannaflokksins, að ýmsir leiðtogar innflytjenda höfðu hvatt hina asisku kjósendur til að styðja ekki Verkamannaflokkinn en á daginn kom að Asíumennirn- ir þyrptust að kjörborðinu og flestir þeirra héldu áfram að styðja Verkamannaflokkinn. Öeirðir settu mjög mark sitt á kosningabaráttuna í Birmingham allt fram til hins síðasta, og þegar kjörstjórnin tilkynnti úrslitin og lesa átti upp atkvæðastyrk fram- Kirsch fær að fara Berlin 19. ág. AP. SARAH Kirsch, eitt þekktasta Ijóðskáld Austur-Þýzkalands, hef- ur fengið leyfi til að flytjast úr landi og mun að Ifkindum flytjast búferlum til Vestur-Berlinar síð- ar f þessum mánuði. Er þetta haft eftir heimildum þar í borg. Sara Kirsch er 42 ára gömul og hefur fengið margs konar viður- kenningu i Austur-Þýzkalandi fyrir ljóð sin, verið úthlutað verð- launum þar og notið mikillar hylli. Hún var rekin úr kom- únistaflokknum í nóvember i fyrra eftir að hún hafði skrifað undir bænaskjal, ásamt ellefu öðrum, Wolf Bierman i vil. Hún var gift austur-þýzka rithöfundin- um Rainer Kirsch, sem rekinn var úr kommúnistaflokknum árið 1973 vegna óánægju með verk hans. bjóðanda National Front kom til átaka i salnum þar sem atkvæðin höfðu verið taiin, og voru fjórir handteknir. Atburðir af þessu tagi eru nánast óþekktir i kosningum hin siðari ár, og þakk- lætis ávarp þingmanns Verka- mannaflokksins fékk þar af leið- andi aukinn áhrifamátt en þar sagói hann að með þessum úrslit- um hefði lýðræðið unnið góðan sigur. Flokkur vinstri sinnaðra öfga- manna, sem einkum hafði harða hildi háð við stuðningsmenn National Front síðustu vikur, fékk aðeins 152 aðkvæði í kosningunum og innan við 1% greiddra atkvæða, og kjósendur hans voru þannig mun færri en sá fjöldi óeirðaseggja, sem átt hafði i höggi við stuðningsmenn National Front og lögreglu á dög- unum. Úrslitin voru persónulegur sig- ur fyrir John Sever, því að hann fékk rúmlega 53% atkvæða með- an helzti keppinautur hans, fram- bjóðandi Ihaidsflokksins, fékk 28% atkvæða. 1 heild má Verka- mannaflokkurinn vel við una þessi úrslit. Þau báru með sér um 9% sveiflu atkvæða frá Verka- mannaflokknum yfir til Ihalds- flokksins miðað við síðustu kosn- ingar, sem er langt undir þeirri 20% sveiflu sem einkennt hefur aukakosningar undanfarið. Mennirnir fimm eru Vaclav Havel, Ota Ornest, Jiri Lederer, Vladimir Lastuvka og Ales Machacek. Taismaður Amnesty Int. sagði að eftir þeim fréttum sem tengiliðir Mannréttinda- nefndarinnar í London segðu frá, væri kvikmyndin gerð af Ota Orn- est, en hann er leikskáld og skrif- aði undir Mannréttindi 77. í myndinni kemur fram mikil sjálfsgagnrýni Ornest, að sögn Reuters. Heimildir í London sögðu að Ornest mundi játa sekt sina og ásaka Lederer og Machacek um að hafa skrifað og reynt að smygla bók, sem kölluð er „Samtöl“, út úr Tékkóslóvakiu. Verður réttar- höldum frestað unz myndin er fullbúin. Tékkneska sendiráðið í London hefur neitað að segja nokkuð um málið. Komust Sovétríkin í henaöaríeyndarmál? London. 19. ágúst — Reuter GJALDÞROT brezks fyrirtækis, sem sá herjum f ýmsum löndum Atiantshafsbandalagsins fyrir hlutum f hernaðartæki, kann að hafa valdið þvf að Sovétríkin hafi fengið aðgang að hernaðarleynd- armálum varðandi vopnabúnað NATO. Brezka varnarmálaráðu- neytið hefur þó borið þessa fregn til baka. Fyrirtækið nefnist Cylinder Formings Ltd. og hafði samning við varnarmálaráðuneyti Frakk- lands, Belgíu og Bretlands auk Rússar í sjöunda himni á Norðurpól Hjóla og yrkja kvœði Moskva, 19. ágúst — Reuter RÚSSAR kunna sér naumast læti yfir afreki sovézka fs- brjótsins, sem sigldi til Norður- pólsins á dögunum. Alfred Shpring, einn af skipverjunum f þessari ferð, gerði sér til að mynda lítið fyrir og hjólaði á heimatilbúnu einhjóli (sem einatt eru notuð í f jölleikahús- um) kringum sjáfan Norður- pólinn. Sovézkir fjölmiðlar eru fullir af frásögnum fréttaritara um borð i ísbrjótnum Arktika, sem árla miðvikudags varð fyrsta skipið til að sigla ofan sjávar alla leið til Norðurpólsins. Kemur fram í fréttum, að með- an Alfreð skipverji steig hjól sitt, hafi félagar hans þeytt húf- um sínunt í loft upp, kysstst og faðmazt, eins og Rússa er vandi við hátíðleg tækifæri. Hrifningaraldan varð til þess að andinn kom yfir annan vél- stjórann, Alexander Kopylov, og eftirfarandi ljóð varð til: Við létum roka um langan veg, lengi börðumst við ísuð sker, om þðtt förin þyki frækilej;. fræ«d né metnað ei j’irntumst vér, aðeins vort Rússland vildum hylla og veldi þess lofa og gylla. Við hátíðlega athöfn á hvirfli jaróar var sovézki fáninn dreg- inn að hún. Einnig skyldi leið- angurinn eftir á isnum hólk sem hafði að geyma drög að hinni nýju stjórnarskrá Sovét- ríkjanna, eintak af Prövdu, nöfn áhafnarinnar og mynd af ísbrjótnum. Ferð isbrjótsins frá Mur- mansk i N-Rússlandi til Norður- pólsins tók aðeins sjö og hálfan dag, en vegalengdin er alls um 2.700 sjómilur. Haft er eftir við- skiptaráðherra Sovétrikjanna, sem var um borð i isbrjótnum i þessari ferð, að Sovétrikin muni áður en langt um líður koma upp skipaleiðum um heimsskautsbauginn. samninga beint við Atlantshafs- bandalagið, þar sem fyrirtækið annast gerð vélarhluta í eldflaug- ar. Að þvi er fyrrum forstjóri fyrirtækisins segir hafði fyrirtæk- ið um skeið tekið lán frá sovézka Narodnybankanum, en megintil- gangur hans er að fjármagna við- skipti milli austurs og vesturs. Skuldaði fyrirtækið bankanum upp undir eina milljón sterlings- punda, þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota, en i kjölfar þess fengu fulltrúar sovézka bankans aðgang að skjölum fyrirtækisins, þar á meðal skjölum sem voru trúnað- armál af hernaðarlegum ástæð- um. Þessu hefur verið mótmælt af hálfu brezka varnarmálaráðu- neytisins, sem segir að ekkert af framleiðslu fyrirtækisins, hvorki fyrir brezka aðila né Atlantshafs- bandalagið, hafi talizt til hernað- arleyndarmála. Desai í ferðir til Sovétríkjanna o g Bandaríkjanna Nýju-Delhi 19 ágúst AP MORAI Desai. forsætisráðherra Indlands. hefur þegið boS frá Banda- rlkjunum og Sovétrlkjunum um a8 koma þangaö I heimsókn. en þaS verður aS vera á þeim árstlma. þegar hlýtt er I veöri, þar sem hinn aldni forsætisráöherra er kulvls maöur að þvl er segir I tilkynningu um málið. Hann stefnir að þvi að fara I báðar þessar ferðir fyrir veturnætur að þvl er talið er Það var Gromyko, utanrikis- ráðherra Sovétrikjanna. sem bar hon- um boðin frá Sovétrikjunum og hefur nú endurnýjað þau „Það er mjög lík- legt að forsætisráðherrann fari til Sovétrikjanna. en það verður að gerast fyrir 1 5. okt en þá fer að kólna snögg- lega." sagði talsmaðurinn Þá hefur Carter Bandarikjaforseti boðið Desai til Bandaríkjanna og Desai hefur einnig boðið honum til Indlands Búizt er við að Desai fari til Bandarikjanna i september ellegar þá ekki fyrr en að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.