Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. AGUST 1977 Fyrir skömmu ræddi Jimmy Carter, Bandarikja- forseti, utanríkisstefnu sína við þá Henry Grunwals, ritstjóra Time, Hug Sidey, útibússtjóra Time í Was- hington, Stanley Cloud, fréttamann blaðsins í Hvíta húsinu, Strobe Talbott, fréttamann í utanrikisþjón- ustunni og Chris Ogden, fréttamann í utanríkisráðu- neytinu. Fara kaflar úr viðtalinu hér á eftir. Höldum enn í heiðri þær hugsjónir og reglur, sem lágu til grund- vallar stofnun Bandaríkjanna Blm.: Nú hefur ekkert frétzt af því opinberlega, að leiðtogar þjóð- anna, sem hlut eiga að deilunum kynnu að hnika stefnu sinni. Er hafa þeir látið í það skína vié yður? Carter: Já. Þeir hafa allir látið ao því liggja við mig, að þeir myndu ganga eins langt og þeim væri unnt — að sjálfsögðu með þeim fyrirvara, að leiðtogar hinna ríkj- anna brygðust ekki. Blm.: Haldið þér, að við yrðum heldur bjartsýnni, ef við fengjum að vita hvað ykkur fór á milli í einkaviðræðunum, yður og Beg- in? Carter: Þessu get ég ekki svarað. Ég tel, að Begin sé búinn að gera allljósa grein fyrir skoðun sinni opinberlega. Við áttum reyndar einkaviðræður, sem vöktu mér nokkra bjartsýni. Og ég held, að hann sé einnig bjartsýnn. Hefur hug á að hitta Brézhnev Blm.: Hinn 3. október í haust rennur SALT-samkomulagið út og virðist ósenniiegt, að nýtt sam- komulag náist fyrir þann tíma. Hvað hyggist þér fyrir í því efni? Carter: Við viljum að sjálfsögðu komast að samningum, og samn- inganefndir okkar vinna stöðugt að því. En fari svo, að samningar takist ekki vonast ég til þess, að hægt verði að framlengja núfild- andi samkomulag um sinn. Blm.: Hafið þér enn hug á því að hitta Brezhnev að máli? Carter: Já. Hann lítur svo á, að við ættum ekki að hittast fyrr en greinilega hefur þokazt i átt til samkomulags milli ríkja okkar. Mín skoðun hefur hins vegar ver- ið sú, að fundur okkar yrði til gagnkvæmra kynna og við sjálfir gætum þá dregið eitthvað úr ágreiningi samningamanna okk- ar. Okkur greinir sem sé á um þetta atriði. Reyndar erum við alls ekki áfjáðir í, að fundurinn verði haldinn mjög bráðlega. Það er þó von min, að ekki líði margir mánuðir þar til ráðið verður fram úr þessu, svo að báðir megi við una. Blm.: Hvers vegna teljið þér, að þessi fundur myndi draga úr þeim fjandskap, nærri persónu- legri úlfúð, sem orðinn er milli Sovétmanna og Bandaríkja- manna? Carter: Ég get ekki fallizt á þessa forsendu ykkar. Mér finnst, að á undanförnum mánuðum hafi dregið nokkuð úr fjandskap þeim, sem lesa mátti í ritstjórnargrein- um og fréttagreinum Sovét- manna. Þeir eru hættir að veitast að mér sjálfum. Og mér finnst þeir hafa sagt frá Charleston- ræðunni nokkurn veginn eins og hún var meint — sem sé tilmæli um bættan skilning og gagn- kvæman. Samskiptin við aðrar þjóðir ráða úrlsitum Blm.: Það var haft eftir einum aðstoðarmanni yðar, að Banda- ríkjunum stjórnuðu ungir menn og þróttmiklir, en Sovétríkjunum gamlir menn og þreyttir. Takið þér undir þessa lýsingu? Carter: Nei, ég tek-alls ekki undir þennan greinarmun. Við Banda- ríkjamenn eigum líka að etja við svifaseint skrifræði, eins og Sov- étmenn; þeir eru, að mörgu leyti mjög öflugir og harðir í horn að taka — og öfugt. Okkur stendur enginn ótti af Sovétmönnum; við óttumst hvorki það, að þeir kunni að leggja undir sig heiminn né hitt, að lýðræðið sé á undanhaldi. Hins vegar ber ég virðingu fyrir Sovétmönnum. Þeir hafa afrekað mikið i tæknigreinum. Og áhrif þeirra víða um heim hafa verið okkur áhyggjuefni vegna þess hve viðtæk þau hafa verið. En ég held, að það muni ekki ráða úrslit- um hvor rikin eru öflugri eða hvor hafa meiri herstyrk. Ég held, að það muni ráða úrslitum hvernig okkur tekst í samskiptun- um við þau riki, sem ekki hafa skipað ^ér i fylkingar, þróunarrík- in; hvort okkur tekst að fá þær þjóðir til að reyna þá staðhæfingu okkar, að stjórnkerfi okkar sé ákjósanlegra, og gera þeim ljóst, að við höfum alls ekki hug á því að ráða þeim eða ríkja yfir þeim. Blm.: Nú er ljóst orðið, að Israels- menn fallast ekki á þær tillögur, sem þér hafið boðað til samkomu- lags í miðausturlöndum. Hvers vegna leggur Bandarikjastjórn þá slikt kapp á það að koma saman Genfarráðstefnu? Er ekki líklegt, að hún fari út um þúfur — ef á annað borð verður af henni? Carter: Vissulega er það hugsan- legt. Það væru mikil mistök að gera ráð fyrir því að Genfarráð- stefnan verði stutt eða auðveld framkvædmar. En þetta verður — ef til kemur — fyrsta tækifær- ið, sem leiðtogum Araba og ísra- elsmanna gefst til þess að koma saman til víðtækra samninga, til þess að gera sér, hvorir um sig, ljósa afstöðu og viðhorf hinna, og ennfremur verður þetta fyrsta tækifærið, sem gefst til þess að samræma viðhorf ríkja heimsins til deilumálanna. Setjum svo, að afstaða einhvers ríkisins væri nokkuð þröng og á ráðstefnunni yrði ljóst, að hún kæmi í bága við afstöðu annarra ríkja, sem hlut ættu að máli, þ.á m. Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Þá held ég, að það yrði leiðtoga þessa ríkis mikil hvatn- ing til þess að fella afstöðu sína að viðhorfi meirihlutans. Ekki er hægt að lofa því, að samkomulag náist. Þessar deilur hafa staðið i 29 ár eða lengur — jafnvel þús- undir ára, að því er sumir segja. En ég held, að ráðstefnan sé stórt skref í áttina. Og ég held einnig, að þeir, sem ekki vilja mæta til hennar nema tryggt sé að hún heppnist, séu heldur ólíklegir til þess að taka fyrsta skrefið í átt til friðar. Óheppilegt að setja deil- urnar niður í áföngum Blm.: Myndu stríðslíkur ekki aukast, ef ráðstefnan leystist upp i illdeilur? Carter: Það er hugsanlegt. En ég trúi því statt og stöðugt, að leið- togar alira ríkjanna æski friðar. Þeir hafa allir lýst opinberlega yfir „sveigjanlegri" afstöðu og sagt, að um allt mætti semja. Og þetta er bezta tækifæri, sem gef- izt hefur í mörg ár. Blm.: Sétjum svo, að afstaða Isra- elsmanna í Genf kæmi mjög i bága við afstöðu yðar. Haldið þér , að þér gætuð þá talið þeim hug- hvarf eða lagt að þeim einhvern veginn? Carter: Um það get ég ekki sagt. Hitt get ég sagt, að við aðhyllumst enn þá stefnu, sem við lýstum yfir áður. Hún var nokkuð almennt orðuð, en það var af ásettu ráði. Hvorki leiðtogar Araba né Isra- elsmanna hafa fallizt alveg á til- lögur okkar, eins og kunnugt er, og ég get ekki heldur sagt, að Sovétmenn fallist alveg á þær. En ég held, að flestir hafi fallizt á það, að óheppilegt væri að setja deilurnar niður í áföngum, það tæki of langan tíma, væri þreyt- andi, og sættir yrðu auk þess aldrei alheilar með því móti. Ég held, að flestir séu á sama máli um þá tillögu, að við reynum að komast að víðtæku samkomulagi byggðu á friðarsamningum allra Arabarikja og ísraelsmanna. Ég get ekki sagt um það fyrir fram, hver afstaða okkar yrði. Ég mundi fyrst og fremst reyna að tryggja stuðning þjóðarleiðtoga. I öðru lagi almenningsálitið heima fyrir, álit kjósenda i Bandaríkjun- um, sem hefði áhrif víða um heim, skoðanir manna í Evrópu- löndum og í Arabaríkjunum. Hreinskilnis- legar vid- ræður við Begin Blm.: Lét Begin það i ljós við yður, að hann myndi ekki leggjast gegn því, að P.L.O., Frelsishreyf- ing Palestinumanna, tæki þátt í Genfarráðstefnunni, ef hreyfing- in viðurkenndi tilverurétt Israels- rikis? Carter: Nei. Begin ræddi við mig um flóttamenn og Palestínumenn yfirleitt. En hann hefur lýst þvi yfir, að hann sé því ekki mótfall- inn, að Palestínumenn eigi full- trúa í sendinefndum Arabarikj- anna, t.d. i sendinefnd Jórdaníu- manna. Síðan sagði hann, þegar á hann var gengið á blaðamanna- fundi, að hann myndi leggjast gegn þvi, að leiðtogar P.L.O. yrðu í sendinefndunum — vegna þess, eins og hann bætti við, að það væri yfirlýst ætlun P.L.O. að tor- tima lsraelsríki. Nú get ég ekki talað fyrir munn Begins. En ef leiðtogar Palestínumanna breyttu þessari afstöðu sinni (og viður- kenndu tilverurétt Israelsrikis), eða samþykktu ályktanir Samein- uðu þjóðanna nr. 242 og 338 sem grundvöll fyrir samninga i Genf færum við þegar í stað að leggja á ráðin um viðræður við þá. Það er von mín, að Begin fallist á þetta (þátttöku einhverra leiðtoga Pal- estinumanna i Genfarráðstefn- unni) — en ég get engu spáð um það, hversu hann bregzt við. Blm.: Það voru ekki liðnir nema nokkrir dagar frá vinsamlegum fundi ykkar Begins, þegar hann lýsti landnámið á hernumdu svæðunum I ísrael löglegt. Sú skoðun hefur komið fram, að hann hafi í reyndinni farið á bak við yður. Carter: Mig minnir nú, að ég hafi lesið það í blöðunum, að Izak Rab- in hafi ráðizt á Begin fyrir það, að Begin hefði látið mig snúa á sig! Það fór sérlega vel á með okkur Begin allt frá upphafi, það ríkti gagnkvæmt traust með okkur og við áttum mjög hreinskilnislegar viðræður. Við minntumst aldrei á það, að landnámssvæðin yrðu lýst lögleg. Ég leiddi ekki hugann að þvi. Ég ítrekaði við Begin þá skoð- un okkar Bandaríkjamanna, að landnámið á hernumdu svæðun- um væri ólöglegt; það hefur verið okkar álit og svo er enn. Ég sagði honum enn fremur, að ég teldi, að það myndi hamla friði, ef Israels- menn stofnuðu til nýrra byggða á hernumdu svæðunum. Og við er- um enn þeirrar skoðunar. Frá fundi Carters og Begins I Washington. „Mér fannst tími tíl kom- inn að mima á það", sagði JimmyCarter Bandaríkjaforsetí í samtaii um utanríkisstefnu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.