Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Alcopley og Nína islólnum við saumaskap. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Hvernigferdu að þvíað deila þér milli þessara tvegg/a heima —myndlislarinn- ar og visindanna? „Eg hef alltaf verið ákaflega litið gefinn fyrir að vera að vasast i öllu á sama tíma. Ég gerði mér þvi fljótlega Ijóst, að ég ætlaði að stunda bæði visindaiðkanir og listina samvizkusamlega, þá yrði það ekki gert nema á þann hátt að ég skipulegði tima minn nákvæmlega. Það varð þvi úr, aö ég ákvað að taka vissa daga undir visindastörfin og aðra daga undir myndlist- ina, og þá daga varð ég að vera mjög harður á þvi að enginn mætti trufla mig, hvorki vinir né minir nánustu, en auðvitað voru þetta ekki svo strangar reglur, að maður gerði ekki undantekningar i sérstök- um tilfelium. Vegna þess, að ég hafði fastan starfa sem vísindamaður, varð ég framan af aðallega að hclga laugardögum og sunnudögum myndlistinni, en samt hef ég aldrei litið á mig sem fristundamálara og vona reyndar að myndir minar beri það með sér að ég sé ekki slikur málari. Og þó ég hefði ekki nema þessa tvo daga aflögu til að mála, þá vann ég við að mála aðra daga — aðeins i huganum. Þú veizt hvemig það er, þegar maður er að vinna að ein- hverju sérstöku, þá er það stöðugt að gerjast i undirmeðvitundinni, þó að maður sé að glima við eitthvað allt annars eðlis, nú og hugmyndir skjóta upp kollinum þegar minnst varir. Núna hef ég minnkað dálítið við mig hvað visindarannsóknir minar áhrærir, og mála meira en áður eða 3—4 daga i viku. Til að mynda er ég hættur allri kennslu, og þótt ég kenndi aldrei mikið, þá er þetta engu að siður töluverður léttir. Fyrir eitt- hvað um 20 árum sagði ég einbeittur við sjálfan mig, að þegar ég hefði náð sextugs- aldri ætlaði ég að láta af öllum visinda- störfum og helga mig myndlistinni. Núna er ég 67 ára að aldri og er enn að garfa visindarannsóknum á sviði greinar minnar. lifefnafræði. Þetta stafar af þvi, að á sinum tima átti ég þátt i þvi að draga fram i dagsljósið tilteknar læknisfræðilegar ráð- gátur, og það hefur komið á daginn að það er ekki svo gott að draga sig i hlé meðan sumir þeirra eru enn óleystar. Svo að ég er ákveðinn i þvi að starfa að visindarann- sóknum nokkur ár enn en snúa mér siðan alveg að myndlistinni. Mig langar til að teikna meira, spreyta mig á plastlist og jafnvel jkúlptúr, sem ég hef veigrað mér við að fást við til þessa, bæði vegna þess hve það kostar mikið umstang i efni og krefst töluverðra likamsburða, en ég þekki vel takmörk min á'þvi sviði.“ Þú minntist á að þú hefðir hyrjað að mála fyrir slysni. Geturðu sagt mér nánar frá þvi „slvsi“? „Já, þetta er svo sem ekki merkileg saga, svo að ég veit ekki hvort ástæða er til að setja hana á prent. En þegar þetta var þá var ég ungur maður og kominn til Kansas City; hafði árið 1935 farið frá Þýzkalandi yfir til Sviss og siðan 1937 áfram til Ame- riku og nú var ég sem sagt kominn til Kansas. þar sem ég ætlaði að kynna mér bandarisk læknavisindi við háskólann i Kansas og meðferð sjúklinga á sjúkrahús- um i þessu stóra og fjölmenna riki. Ég man að mér leizt ekkert of vel á blikuna — þú þekkir þetta viðhorf margra Evrópumanna til Ameriku, — þeir eru á móti öllu ame- risku — og það var ekki alveg laust við að ég væri þannig innstilltur sjálfur i þá daga, þegar maður horfði daglega upp á allan materialismann sem þama blómgaðist, þjóðfélagsandstæðurnar, og listalifið og menningin virtist manni meiri og minni útvötnun á þvi sem maður hafði vanizt og alizt upp við i gamla heiminum. En þetta var útúrdúr. Já, þarna i Kansas árið 1939 kynntist ég ungri og aðlaðandi konu, sem var innanhúsarkitekt og gott ef einhver ái hennar haföi ekki skipulagt Chicago. Við vorum saman öllum stundum — þetta var löngu áður en ég hitti Ninu — og svo var það einhverju sinni að hún fékk mikið verkefni og þurfti að vinna að heim- an yfir helgi. Ég hélt mig heima hjá henni þennan tíma, og þar sem hún átti vatnsliti fór ég að drepa timann með þvi að lita á blað. Ég hugsaði ekkert meira út i þetta nema hvað morguninn eftir hringir hún i mig i töluverðu uppnámi, segist hafa fund- ið vatnslitamynd vöðlaða ofani bréfakörf- unni og hvort ég hafi málað hana. Ég játti þvi og þá krafðist hún aö fá að eiga hana sem ég gat varla fariö að neita henni um. Svo var það litlu siðar, að ég efndi til samkvæmis heima hjá mér. Ég átti i þá daga litiö en gott safn málverka, sem ég hafði komið með vestur um haf og hafði uppi á veggjum i ibúð minni. Nú vildi vinkona min endilega hengja myndina mina þama fyrir samkvæmið en ég taldi öll tormerki á þvi, það væri algjörlega út í hött að troða upp með þessa mynd innan um verk stofmálara. Hún maldaði i móinn, beitti fyrir sig rökum eins og þeim að enginn tæki eftir henni og ef svo óliklega Alcopley — sjdlfsmynd eins og hann sér sjálfan sig. vildi til að einhver færi að hafa orð á henni, þá þyrftum við ekkert að láta uppi hver málarinn væri. Þá lét ég undan. Samkvæmið rann upp og það er skemmst frá þvi að segja, að myndin min var aðalumræðuefni gestanna, enda vin- kona min búin aö setja myndina i slikan viðhafnarramma að hún gat varla farið fram hjá nokkrum manni. Á þessum tima var ég ákaflega upptekinn af tveimur mál- urum, Chaim Soutine og Georges Rouault, og sennilega hefur hrifning min á þeim komið fram i myndinni, þvi að sam- kvæmisgestir veltu mjög vöngum yfir þvi hvort myndin sem þama hékk væri Soutine eða Rouault, og þegar þetta var borið undir mig svaraði ég aðeins að eftir minni beztu vitund væri myndin eftir hvor- ugan þeirra. Ein af myndum Alcopleys á sýningunni d Kjarvalsstöðum. Morguninn eftir vaknaði ég við það, að það var komið með pakka heim til min og þegar ég leit á spjaldið sem fylgdi með, stóð þar aðeins: — Þú ert málari. Þin Jean, en svo hét vinkona min. I pakkanum voru litir og penslar eða allt sem einn málari þarf. Og þannig varð ég málari; smám saman fór ég að mála meira og meira unz þetta átti hug minn allan. Ég sneri aftur til New York og fór að umgangast ýmsa upprennandi myndlistarmenn, menn sem vissu það eitt að ég var málari en höfðu enga hugmynd um hina iðju mina, rann- sóknimar.“ Voru þarna komnir félagar þinir i Klúbbnum, þvi frœga fyrirbrigði i Myndlistarlifi New York-borgar? „Nei, Klúbburinn kom ekki fyrr en nokkru siðar eða um 1949. Já, hann var merkilegt fyrirbrigði. Upphaf hans var eiginlega, að nokkrir listamenn fóru að koma saman og drekka kaffi á kaffiteriu á Sjötta breiðstræti, sem kallaðist Waldorf og á ekkert skylt við lúxushótel með sama nafni. Þetta var einkennilegur staður, mest sóttur af fólki, sem bjó við kröpp kjör og eitt sinn sá ég t.d. konu fæða þarna bam. Og svo vorum við — listamennirnir, sem lögðum undir okkur eitt borð, fyrst aðeins fjórir saman en smám saman fjölgaði okk- ur og fleiri stólar voru dregnir að borðinu. Þarna var svo setið og skeggrætt um listir. En veitingamanninum var ekkert um okk- ur gefið. Við höfðum flestir litil auraráð, keyptum kannski aðeins einn kaffibolla fyrir heilt kvöld en tókum upp borð frá öðrum og vænlegri viðskiptavinum. Svo að kvöld eitt var veitingamanninum nóg boð- ið og henti okkur út. Þá hafði einhver okkar, Franz Kline, að mig minnir, haft spurnir af þvi að nýsjál- enzkur listamaður var að rýma vinnustofu sina þarna nokkrar húslengdir frá og væri tilbúinn að leigja hana. Kom fram sú hugmynd, að tilvalið væri fyrir okkur að gera vinnustofuna að samkomustað okkar en leigan stóð töluvert i okkur — 500 dollarar, sem var meiri peningur en sumir okkar höfðu séð um dagana. Um þetta var rætt fram og aftur unz að þvi kom að ég fór ofan i vasann, tók upp þá 20 dollara, sem ég var með á mér, og lagði á borðið. Þar með hófst formleg söfnun og við tryggðum okkur vinnustofuna. Upphaflega vorum við, sem að þessu stóðum, 12 saman, likt og postulamir, en það var þó hrein tilviljun. xVið dyttuðum að vinnustofunni, máluðum hafa fallega og þar fram eftir götunum, og fómm siðan að hittast þama reglulega. Það sem tengdi okkur saman var áhuginn á listinni en að öðru leyti var þetta anzi ósamstæður hópur. Innan um voru menn haidnir alls kyns fordómum, vildu ekki konur i hópnum eða kynvillinga og sumir voru á móti kommum þótt undarlegt megi virðast. Aðrir okkar gerðu sér grein fyrir, að það var tóm vitleysa að takmarka klúbbinn á þennan hátt og smám saman fór alls konar fólk að drifa þarna að. Við hittumst yfirleitt um tiu-leytið á föstudags- kvöldum og réð ég þeim tima, þvi að ég stundaði fasta vinnu á þessum tima, en þama i Klúbbnum var auðvitað haft áfengi um hönd og yfirleitt giaumur og gleði fram eftir nóttu, svo að það hefði verið útilokað að ætla að mæta til vinnu, ef hann hefði verið hafður opinn i miðri viku. Og svo var haldið áfram á laugardögum. Þetta var skemmtilegur timi. Þama fóru fram háalvarlegar umræður um allt hið markverðasta sem var að gerast í list á þessum tima en á milli þess var stiginn dans, hljóðfærasláttur og fengið sér i staup- inn. Það var safnað fyrir áfenginu meðal samkvæmisgesta og menn siðan gerðir út af örkinni til að kaupa það. Stundum komu þeir sem sendir voru alls ekki aftur, en menn kipptu sér ekki upp við slikt heldur var safnað aftur og aðrir sendir í þeirra stað. Við iögðum blátt bann við þvi, að menn fengju að auglýsa sýningar þarna i Klúbbnum og settum okkur þá megin- reglu að taka ekki við neinum framlögum til klúbbsins, enda þótt ýmsir auðkýfingar væru reiðubúnir til þess. Það varð nefni- lega svo, að klúbburinn okkar varð ákaf- lega eftirsóttúr og betri borgarar margir hverjir vildu ólmir og uppvægir fá þarna aðgang. En enginn fékk að fara inn fyrir "iíyr nema hann væri i fylgd með einhverj- um af klúbbfélögunum. Þó voru aldrei stofnuð nein formleg samtök um starfsemi klúbbsins, aldrei kosinn formaður eða ráð- inn framkvæmdastjóri heldur var honum haldið gangandi með þvi að félagar Framhald á bls. <>3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.