Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI hækka um 19% og því þurfi hann að fá 19% meira fyrir kjöt sitt nú en áður. Allt í lagi. Hann fær sitt. En 19% hækkun til hans gerir aðeins 9,5% heildarhækkun kjötsins, þar sem hans hlutur er aðeins helmingur útsöluverðsins. Ef kjötið er hins vegar hækkað í útsölu — með óbreyttri niður- greiðslu í ikisins en um breytingu á henni hefur ekki heyrst — um umræddar 19% er um leið búið að hækka greiðslurnar á öllum öðr- um þáttum verðmyndunar kjöts- ins um 19%, þar með talið álagn- ingu milliliða og kaupmanna. Það er þvi i mínum augum ein- tóm vitleysa, þegar talað er um að hækka þurfi kjötið um 25—30% til þess að mæta hækkuninni til bóndans, áðurnefnd 19%, auk kostnaðarauka slátrunar, flutn- inga ofl., sem þyrfti þá samkvæmt einföldum reikningi að þurfa að hafa hækkað um hvorki meira né minna en 31—41% hver einstak- ur liður. Þetta er píp og þeint sem reikna og láta fara frá sér þannig frá- gengið dæmi er það til skammar. Það þýðir ekki að leggja það fram að ef hluti af kökunni hækki um 19% og annar um 6%, að þá verði htutirinn að hækka um 25%. En svo virðist mér dæmin hafa verið reiknuð undanfarin ár. Á þessu græða náttúrlega ein- hverjir óheyrilega mikið, því ekki fá bændurnir það, og það mætti segja mér það að þess konar út- reikningar á afurðum bænda und- anfarin ár væri stærsta orsökin til auðsöfnunar S Í.S., sem óneitan- lega er stærsti kjötmeðhöndlari þess lands og stærstur milliliður. Ef þetta er rangt skora ég á að nefnd sú, er lætur plata sig svona hryggilega ár hvert og oft á ári — álit mitt — komi fram í dagsljósið og rökst.vðji allar hækkanir bú- vara betur en gert hefur verið og reyni þannig að sannfæra mig og aðra um ráðvendni sína. Guðmundur Þórarinsson." Svo mörg voru þau orð Guð- mundar og væri sjálfsagt fengur að því að heyra meira um þessi mál, þennan útreikning, sem virð- ist vera nokkuð flókinn. 9 Burt með gam- aldags einokun Þessa fyrirsögn hefur bréf- ritari valið sem yfirskrift á pistli sinum þar sem hann ræðir ýmis- legt um sláturgerð og mörkaup: „Senn líður að sláturtið. Að venju munu margir vilja kaupa þann góða og holla mat, slátrið, þrátt fyrir hátt verð eins og á öðrum búvörum. En ein óhæfa hefur lengi tiðk- azt við sölu þessarar vöru, og ekki fengizt leiðrétt, þótt um hafi verið kvartað. Hver, sem kaupir slátur, verður nauðugur viljugur að kaupa ákveðinn mörskammt með hverju slátri. Fæstir kæra sig um svo mikla feiti í blóðmör eða lifr- arpylsu. Talsvert af þessum mör fer víða beint i öskutunnur, því að flestar húsmæður eiga fullt í fangi með að nýta alla þá feiti sem að heimil- inu berst með óhóflega feitu lambakjöti. Væri ekki einhverju af „ösku- tunnumörnum” betar varið t.d. til að blanda i fóðurbætisköggla handa búfé og spara svo innflutn- ing erlends fóðurbætis? Krafa timans er að kaupandi fái að ráða hversu mikinn eða litinn mör hann kaupir nteð hverju slátri. Seljendur hafið á boðstól- um mör i hálfs eða heils kg pökk- um og leyfið neytandanum að velja. Gætið þess að hínn hefð- bundni verzlanarmáti fælir niarg- an frá kaupum þessarar vöru. Það er ekki víst að slíkt sé ávinningur f.vrir íslenzkan landbúnað. Líka mætti benda þeim á sem framleiða slátur til sölu i búðum að hafa jafnan á boðstólum til- tölulega magurt slátur og þá ann- að feitara fyrir þá sem það kynnu að girnast. Sem sagt burt með gamaldags einokunarfyrirkomulag á sölu þessarar landbúnaðarafurðar. Neytandi." Þessir hringdu . . kom frá í Velvakanda nýlega um hver bæri ábyrgð á börnum, sem hleypt væri heim af gæzluvelli án fylgdar, er það að segja að for- t'áðamenn barnanna bera ábyrgð á þeim komi eitthvað fyrir þau á leið heim frá gæzluvelli. Reglur segja að ekki skuli hleypa börn- unum af völlunum án fylgdar og undantekningar teljum við að skuli ekki gera. Vil ég í þessu sambandi hvetja alla foreldra, sem senda börn sin á gæzluvell- ina, til að lesa reglurnar sem þeir fá er komið er með börn í fyrsta sinn á gæzluvelli. Varðandi sæl- gæti á völlunum er það að segja að gæzlukonur eru yfirleitt mjög mótfallnar sælgæti, en ekki eru nein ákvæði um það í regiunum. Erfitt er að sporna við sælgætis- áti, en tekið er fram að hvers kyns nesti sé börnunum óþarft. Það eina sem börnunum er heimilt að hafa meðferðis er leikföng, en þó er ekki tekin ábyrgð á þeim. % Þjóðveldisbær er nafnið Frá forsætisráðuneytinu hafa borizt þær upplýsingar varð- andi nafngift á bænum er reistur var í Þiórsárdal og opnaður í sum- ar, að bærinn skuli heita þjóð- veldisbærinn í Þjórsárdal. Fellst ráðuneytið á þessa nafngift, sem er tillaga byggingarnefndar bæj- arins. Varðandi daglega umsjón og stjórn bæjarins er það að segja að sérstök bæjarnefnd sér um hann en hana skipa: Gisli Gests- son, tilnefndur af Þjóöminjasafn- inu, Eirikur Briem, tilnefndur af Landsvirkjun, og Steinþór Ingv- arsson bóndi, tilnefndur af Gnúp- verjahreppi. HOGNI HREKKVISI ?-/ © lt77 MeNa^ht 1.«. Má hann fara meó hann í reynsluferó? 53? SlGeA V/öGA £ “íiLVtRAW • Um gæzluvellina Margrét S. Einarsdóttir for- maður leikvallanefndar hafði þetta að segja um fyrirspurn um ábyrgð barna á gæzluvöllunum: — Varðandi þá spurningu, sem * Hljóðkútarnir / komnir ^ Höggdeyfar í úrvali J. Sveinsson & Co., Hverfisgötu 116 Simi 15171 \ & \ \ % \ & \ \ $ & i aö dansa hjá faglærðu fólki * & Auður Haraldsdóttir Ástríður Johnsen Edda Scheving Edda Pálsdóttir Emilía Ólafsdóttir Erla Haraldsdóttir Guðbjörg Björgvinsdóttir Guðbjörg H. Pálsdóttir Guðrún Jacobsen Guðrún Pálsdóttir Harpa Pálsdóttir Heiðar R. Ástvaldsson Hermann R. Stefánsson Hulda Björnsdóttir Iben Sonne Bjarnason Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Jóninna Karlsdóttir Klara Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sigurður Hákonarson Sigríður Ármann Sigvaldi S. Þorgilsson Svanfríður Ingvadóttir Svanhildur Sigurðardóttir Unnur Arngrimsdóttir DANSKENNARASAMBAND ISLANDS W TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi & \ & \ \ &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.