Morgunblaðið - 18.09.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.09.1977, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 K> AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt um það hvort miðborg Reykjavíkur sé að missa allt líf og þá minnzt á að miðbærinn sé að verða hálfgerð draugaborg eftir að verzlanir og þjónustufyrirtæki hafa lokað á kvöldin og ekki lengur hægt að reka erindi þ r. Þá hefur það einnig komið til tals að ekki er um marga staði að ræða þar sem hægt er að fá keypt kaffi eftir almennan lokunartíma og til að kanna örlítið þessi mál ræddi Mbl. við eigendur nokkurra kaffihúsa í og við miðbæinn til að heyra þeirra viðhorf til þessara umræðna og spyrja þá hvort þeir hefðu orðið verulega varir við minnkandi ferðir fólks um miðbæinn að kvöldlagi. Þurfum að mæta óraunhæfri samkeppni segir Sigurjón Ragnarsson hjá Hressingarskálanum Þarf að leggja sálina íþetta segir Guóný Gudjónsdóttir á Mokka Neðarlega á Skólavorðustignum, nánar tiltekið í húsinu nr 3a, er Mokka- Expressó Kaffi, eins og það heitir i símaskránni og reka það hjónin Guðmundur Baldvmsson og Guðný Guðjónsdóttir Þegar blm og Ijós- myndari rákust þar inn um hálffimm- leytið dag einn í síðustu viku var hvert sæti skipað og í nógu að snúast hjá afgreiðslufólkinu Guðný gaf sér þó tima til að setjast niður með okkur um stund og hún var fyrst spurð hversu gamall þessi staður væri — Það eru nú liðm 1 9 ár frá þvi að Guðmundur hóf að reka Mokka kaffi og hef ég reynt að standa við hlið hans þennan tíma og má segja að þetta sé eins konar fjölskyldufyrirtæki hjá okkur Aðrir starfskraftar hafa verið ein stúlka á hvorri vakt, og í sumar hafa dætur okkar einnig aðstoðað Ykkar opnunartími hefur lítið breytzt frá þvi þið hófuð reksturinn? — Já, við höfum alltaf haft opið frá kl 9 30 á morgnana til kl 23 30 á kvöldin. nema á sunnudögum, þá opn- um við ekki fyrr en kl 14 00 Við höfum lagt á það áherzlu að hafa þetta rólegan stað og það hefur fólk kunnað að meta, margir af okkar viðskiptavin- um koma hingað aftur og aftur. ekki á hverjum degi, en svona við og við Þessir góðu gestir hafa fylgt okkur um árabil, skólafólk, t d úr M R lítur við og leitar aftur hmgað þegar það hefur e t v komið heim frá námi erlendis Þá hefur það fundið þennan sama stað aftur, enda höfum við lagt á það áherzlu að breyta sem minnst Er þetta eina kaffihúsið þar sem fæst italskt kaffi? — Já, v.ð byrjuðum á þessu og i fyrstunni má segja að við höfum orðið að kenna fólki að drekka það, en það hefur sýnt sig að fólkið kann að meta það Einnig hefur fólk á síðari árum farið meira til suðurlanda og komist í kynni við þetta kaffi þar Ég hygg að við séum þeir einu, sem höfum þetta kaffi á boðstólum hérlendis, og það er jafnvel ekki víða á Norðurlöndum að því er mér skilst Það kom hér einu sinni ítali, sem hafði verið i Finnlandi og Danmörku og þegar hann komst að þvi að hann gat fengið sitt italska kaffi hér þá Ijómaði hann allur En nú virðist Mokka vera eina kaffi- húsið hér við miðbæinn sem er opið lengur en til niu á kvöldin, hefur það alltaf gengið jafnvel? —1 Við urðum vör við nokkra breyt- ingu þegar íslenzka sjónvarpið hóf göngu sína, þá fækkaði mjög fólki hér á kvöldin, en það er eins og það dragi ekki lengur úr aðsókn Það er alltaf einhver umferð bæði ungra og gamalla Við höfum reynt að vera alltaf með sömu vöruna svo fólk hefur vitað að hverju það hefur gengið þegar það kemur til okkar Og hér er rólegt og þessu viljum við ekki breyta Það þarf lika að geta lagt sálina svolitið i kaffi- lögunina, eins og við segjum stundum og við erum hæfilega bjartsýn á að fólk haldi áfram að sækja okkur heim, einnig á kvöldin Það hefur lengi verið siður hjá þeim á Mokka að hafa myndlistarsýningar og var Guðný að lokum spurð um þær — Já, við höfum boðið hinum og þessum að setja hér upp verk sin og hér hafa bæði verið listamenn sem eru að byrja sitt starf, og einnig aðrir sem þegar hafa verið þekktir og hygg ég að sumir líti hér inn til að kíkja á hvað sýnt er Við reynum að skipta á um það bil þriggja vikna fresti, en heldur sjaldnar á sumrin, sagði Guðný Guðjónsdóttir að lokum HRESSINGARSKÁLINN, eða Skálinn og Hressó, eins og margir kalla hann í daglegu tali, er eitt elzta kaffihúsið í Reykjavik og hefur hann verið starf- ræktur í sama húsnæði í Austurstræti 20 öll árin Einn af þrem eigendum Hressingarskálans er Sigurjón Ragnarsson og varð hann fúslega við þeirri beiðni að ræða örlítið um hvern- ig þessum kaffihúsamálum borgarmn- ar er komið — Að mínum dómi hefur lokun Austurstrætis haft neikvæð áhrif og er hún höfuðástæðan fyrir þvi að við hættum að hafa opið til hálftólf á kvöldin, en nú er aðeins opið til kl níu frá kl 8 á morgnana Reyndar má segja að öll umferð í bænum sé búin fljótlega eftir að búðum er lokað, eða um sjöleytið — Þetta var allt annað hér áður Þá var hinn eiginlegi ..rúntur" i gangi á kvöldin og mannfjöldi safnaðist saman Fólk hætt að eiga erindi í miðbæinn segir Guómundur Kristinsson / Tröd VEITINGAHÚSIÐ Tröð i Austurstræti rekur Guðmundur Kristinsson og sagðist hafa gert það í 1 3 ár og tekið við því eftir að Naustið hafði rekið það i ein tvö ár Tröð er ems og margir vita í Austurstræti 18, í miðri göngugötunni Guðmundur var í upphafi spurður um opnunartimann — Við höfum opið núna frá kl níu á morgnana til kl 6 á kvöldm. en hér áður fyrr var alltaf opið frá 8 til 23 30 En nú er bærinn að deyja, þ e miðbærinn og engin umferð orðm lengur á kvöldm og ekki heldur um helgar Eitthvað breyttist þetta einnig þegr sjónvarpið byrjaði, en það hefur kannski ekki áhrif lengur — Mér finnst við hafa misst mikið eftir að götunni var lokað og nú eru kvöldin alveg ónýt Fólk sem er hér á ferli á daginn á líka í nokkrum erfiðleik- um, það er í kapphlaupi við stöðu- mæla, því hér er næstum hvergi hægt að leggja bílum Ég er sannfærður um að miðbærinn á eftir að verða stein- dauður ef ekki verður eitthvað að gert, en hvað það á að vera er ég ekki viss um Við getum bara tekið það dæmi að áætlanir eru uppi um að flytja bóka- búðina hér niðri, Eymundsson upp í Breiðholt, þeir vilja euki eiga neitt á hættu með aðeins eina búð hér íbúða- hverfin eru komm svo langt frá okkur og einmg þjónustan við þau, svo fólk fer bráðum að hætta að eiga nokkurt ermdi hinga í miðbæinn Þú hefur eitthvað af föstum viðskiptavinum, er ekki líka t d nokkuð um ferðamenn hér á sumrin? — Jú, hér koma bæði þessir föstu hópar og ferðamenn mikið að sumar- lagi í hádeginu sitja Valsmenn við hringborðið þarna, lögfræðingar eru við eitt borðið, fólk frá ferðaskrifstofun- um Útsýn og Sunnu við eitt og er ágæt samvinna þeirra í milli svona í matar- tímanum Annars eru þessi mörgu mötuneyti hér í kring að drepa okkur, þar þarf fólk ekki að borga nema fyrir hráefnið og það gefur auga leið að við getum ekki keppt við þau Eru önnur sérstök vandamál varðandi reksturinn? — Það má nefna allan fastan kostnað hann hækkar mjög, hjá okkur er þetta byggt á landbúnaðarafurðum og náttúrlega kaffi og þessar vöruteg- undir hafa hækkað einna mest að und- anförnu Hrikalegasta þróunin er því sennilega verðlagið Svo má emnig nefna að margir eru veikir fyrir alls kyns smáréttum, brasi. eins og það er nefnt i daglegu tali, en hver veit nema að megrunarkúrmn hjá sjónvarpinu eigi eftir að bjarga því Þú ert þá ekki mjög bjartsýnn? — Nei, ekki beinlínis. enda er ætlunin að loka hér 1 des . þá rennur út leigusamningur hjá mér og ég er ekkert að standa í þessu þegar ekkert er út úr því að hafa En þetta er orðin mikil breyting, i Hafnarstræti einu voru t d ein 4 eða 5 kaffihús fyrir 10—20 árum. því þá var fólk hér á ferli í miðbænum, gekk um, en nú eru flestir komnir á sína bíla og fólk því hætt að ganga hér noukuð um Meira að segja erw skólarnir að fara úr miðbænum, svo ég held að það sé alltaf að fækka hér fólki, bæði að deginum og á kvöldin, sagði Guðmundur Kristinsson að lokum Óhress með hvað lítið er að gera á kvöldin segir Birgir Páll Jónsson hjá Nýja kökuhúsinu SENNILEGA er Nýja Kökuhúsið yngsta kaffihúsíð í miðborg Reykjavíkur, en það hóf rekstur hinn 26 marz s.l og er undir stjórn Birgis Páls Jónssonar Blm hitti hann að máli þar sem hann var við störf I bakaríi, sem hann einnig rekur undir sama nafni: — Það er nú ekki hægt að tala um að reynsla á einum sérstökum opn- unartima sé fyrir hendi hjá okkur, en við höfum haft opið alla virka daga kl 9—23:30, en aðeins frá kl 13 á sunnudögum En þvi er ekki að leyna að ég er óhress með hvað litíð er að gera á kvöldin Það var rætt um það i vetur að svona stað vantaði hér í miðbænum svo við ætluðum að prófa ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.