Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 42 Gunnar Olafsson —Minningarorö Gunnar Ólafsson er látinn. Stutt er síðan ég sá hann reifan og kátan með glettnisbros á vör, eins og hans var von og vísa. Hann var mikill vinur fjölskyldu minnar. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar, á sorgar- stundum nærgætinn huggari. Ævinlega þegar ég sá svipinn yfir karlmannlegu andliti hans, þá varð mér hugsað: „Hvi ertu að þusast út í veröldina, hvað hún er erfið." Þannig leit ég Gunnar fyrst, unglingur að árum, fyrst þegar hann kom með elsta barnið sitt, Sigga, í sveit til foreldra mínna og siðar er ég kom á heimili hans í Reykjavík, þar sem hann bjó með konu sinni, Helgu Oddsdóttur, frændkonu minni. Mín fyrsta nótt í Reykjavík var á heimili Gunnars og Helgu. Þau bjuggu þá í kjallaraíbúð á Njáls- götu 52, en ibúðin öll var minni en meðalstofa er i dag. Þetta var á kreppuárunum, þegar margir bændur höfðu orðið að leggja allan sinn bústofn og jarðnæði í veð fyrir skuldum og margir Reykvíkingar lifðu á at- vinnubótavinnu, fengu eina viku i mánuði hjá Reykjavikurbæ og kr. 52.00 í laun fyrir vikuna. Nú á dögum þætti slíkt ekki peningar til þess að vera aflögufær. Upp- hæðin virtist vera drjúgur skild- ingur hjá Gunnari og Helgu, sem tóku rikmannlega á móti gestum, sem að garði bar, sem voru margir úr heimabyggð Helgu, Dölunum. Gunnar Ólafsson var bjartsýnis- maður. Hann studdi konu sína í því að taka höfðinglega á móti fólkinu að vestan, sem allt varð vinir hans, auk þess sem hann hjálpaði henni við að binda aftur margan kassann, sem vestur fór, til ættingja og vina, sem kannski höfðu ennþá minna að lifa á en þau. Gunnar hafði hlýtt hjarta, enda vinmargur og vinur vina sinna. Vegna náins skyldleika og tengsla konu Gunnars við fjölskyldu mina i Magnússkógum, skapaðist traust vinátta milli hans og okkar systkinanna þaðan og foreldrar mínir höfðu óbilandi mætur á Gunnari sem góður sonur væri. Hér að framan gat ég þess að mín fyrsta nótt í Reykjavík hefði verið á heimili Gunnars og Helgu. Eftir sjóveikina með „Suðurland- inu“ úr Borgarnesi, tók Gunnar á móti mér. Hann sótti mig á vöru- bílnum sinum og það var eins og hann fagnaði því að ég, sveita- barnið, væri komið til borgarinn- ar. Kona hans, Helga, beið með vistir og uppbúið rúm, til þess að ég gæti hvílst eftir sjóvolkið. Það var eins og að koma heim að koma á heimili þeirra Gunnars og Helgu. Tárin á vöngum þornuðu, sem brotist höfðu fram við að fara í fyrsta sinn frá pabba og mömmu. Hjá Gunnari og Helgu naut ég alls hins besta, uns tvær elstu systur mingr tóku mig undir sinn verndarvæng. Af Njálsgötunni flutti Gunnar með fjölskyldu sína í Skerjafjörð, í hús Ólafs föður sins, sem þá var orðinn ekkjumaður: Þar bjó fjöl- skyldan í mörg ár, eða þar til rýma þurfti fyrir Reykjavíkur- flugvelli og nokkur hús þaðan voru flutt hreppaflutningi inn á Hrísateig. Hús Gunnars og Helgu var númer 9 við Hrísateig og þangað lærðu fljótt að rata vinirn- ir sem voru tiðastir gestir hjá þeim í Skerjafirðinum. Gunnar sá eingöngu björtu hlíð- arnar á öllum málum. Við flutn- inginn á húsinu við Skerjafjörð, öðlaðist hann leyfi fyrir bílskúr, sem hann innréttaði sem hesthús, og þar gat hann haft hesta sína sem og hesta konu sinnar sem voru vinir þeirra beggja og allir úr Dölunum. Gunnar hafði miklar mætur á hestum og hjá þeim eyddi hann mörgum tómstundum sínum. Hann kemdi þeim, svo búkur þeirra glansaði, og gældi við þá. Hann keypti hestana eingöngu úr Dölunum, vegna þess að hann hélt að allt væri best þaðan, sem konan hans Helga var ættuð, og þar sem hún átti sina ættingja og vini. Gunnar Olafsson var einstæður maður. Það var alltaf eins og mað- ur byggist við meira af honum en íWA£T VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS efnir til hádegisverðarfundar um f ramtíðarhlutverk atvinnustef nu 0 Verzlunarráðs Islands í íslenzkum efnahagsmálum mánudaginn 19. september 1977 kl. 12,15 í Víkingasal, Hótel Loftleiða. 1. Gísli V. Einarsson formaður Verzlunarráðs íslands kynnir stefnu þess í atvinnumálum. Gisli V. Einars. 2. Gylfi Þ. Gíslason, alþm. og fyrv. viðskiptaráðherra. 3. Ingólfur Jónsson, alþm. og fyrrv. viðskiptaráðherra. Gylfi Þ. Glslas. Þátttaka tilkynnist í síma 11555 Ingólfur Jónss. því sem kom fram i daglegri um- gengni við hann. Hann var Reykjavíkurbarn, en hafði samt mikið dálæti á sveitinni og sveita- fólkinu, sem hann dáði fyrir dugnað og eljusemi. Arum saman sem drengur var Gunnar í sveit á sumrin í Biskups- tungunum, en þaðan var faðir hans ættaður. Hann dásamaði sveitadvölina og hve mikið hann hefði lært og sveitastörfin þótti honum hafa þroskandi áhrif á Reykjavíkurdrenginn. Gunnar lagði mikið kapp á að koma sínum eigin börnum í sveit á sumrin. Þá bæi sem hann kom þeim á, lofaði hann sem frábæra verknámsskóla fyrir þau. Fólkið á sveitaheimilunum, sem tók börn- in hans, varð órofa vintr Gunnars, sem hann fann sig knúinn til óendanlegs endurgjalds. Hann endurgalt þvi með gjöfum og órjúfanlegum vináttutengslum. Vegna trúmennsku og heiðar- leiks var Gunnar eftirsóttur í vinnu. I bernsku fékk hann sjúk- dóm sem hafði þær afleiðingar að hann var fatlaður á fæti. Hann valdi sér snemma það starf sem hentaði honum vel og gerðist bif- reiðastjóri. Gunnar starfaði lengi sem bif- reiðastjóri hjá Reykjavíkurbæ. Vegna skyldurækni hafði hann oft meiri vinnu en almennt gerð- ist. Vinnufélagar hans kunnu vel að meta góðlát gamanyrði hans og spaug. Hann kom öllum í gott skap sem í kringum hann voru. Ég kveð Gunnar Ólafsson, Sæ- viðarsundi 21, sem einn af vild- ustu vinum mínum, foreldra minna og systkina frá Magnús- skógum. Gunnar Ölafsson var einn af bestu vinum okkar fjölskyldunn- ar frá Magnússkógum. Eg þakka hans bjarta svip það, að ég á að taka veröldinni eins og hún er, með léttu gamanyrði og með bros á vör. Eg og fjölskylda min frá Magnússkógum vottum frænd- konu okkar, Helgu Oddsdóttur, dýpstu samúð, er hún horfir nú á bak lífsförunauti sínum • eftir fjörutíu og átta ára sambúð, vini okkar allra sem honum kynnt- umst. Börnum þeirra, Sigga, Didí og Birgi og þeirra fjölskyldum, votta ég og fjölskylda mín dýpstu sam- úð. I guðsfriði hvíl þú elsku Gunn- ar. Laugarvatni, 11/9. 1977. Jensína Halldórsdóttir frá Magnússkógum. í hárgreiðslu og hárskurði í Laugardalshöll sunnudaginn 18. september kl. 10-18 FEGRUNARSÉRFRÆÐINGAR KYNNA STARF SITT Samband hárgreiðslu-og hárskerameistara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.