Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 41 STAFNSRETT cr cin af þessum Kömlu sóðu réttum, scm lengi hefur, vel og dyggilega þjónað sínu hlutverki og þaðan á margur maðurinn eflaust góðar minning- ar. Stafnsrétt er framan við bæ- inn Stafn í Svartárdal og þar eru á hausti hverju réttaðar þúsundir fjár og einnig ótölulegur fjöldi hrossa. Aðalréttin, eða almenn- ingurinn, er orðin ævagömul. sennilega frá því fvrir aldamót að þvi er fróðir menn tjáðu okkur Morgunblaðsmönnum í Stafnsrétt í vikunni. Að sjálfsögðu er hleðsl- an I almenningnum farin að láta á sjá, en það leynir sér ekki að listilega hefur verið að byggingu réttarinnar staðið. Dilkarnir eru hins vegar ekki allir eins vel gerðir, þeir hafa verið gerðir á mismunandi tímum og hróflað upp ef til vil á stuttum tíma. Þeir gegna þó sínu hlut- verki, en sumir þeirra virðast orðnir ósköp þreytulegir. Kannski fá þeir líka hvíldina innan tíðar því til umræðu er að rlfa gömlu réttina framan við Stafn og byggja þar nýtízkulega steinrétt eins og gerast orðið I flestum svéitum. Einnig er ólíklegt að hross verði réttuð I Stafnsrétt næsta haust. Yrði vissulega sjónarsviptir að hrossaréttinni, en ekki þykir lengur við hæfi að rétta hross og reka á afrétt eins og tíðkast hefur I öll þessi herrans ár. Það voru þó ekki þessar hug- leiðingar sem sóttu á menn i Stafnsrétt á miðvikudaginn, það var líðandi stund, sem skipti máli þar. Trúlega hafa hátt I þúsund hross verið réttuð I Stafnsrétt að þessu sinni, flest I eigu Skagfirð- inga, að því er kunnugir sögðu, en Húnvetningar áttu einnig drjúg- an hóp þarna. Þeir hrossríkustu drógu i eigin dilka, aðrir voru saman um dilka, en einnig voru sveitir eða byggðarlög dregin saman. Ekki er langt siðan vegur var lagður fram Svartárdalinn og fór fólk því i réttina riðandi, fastur liður I lífinu að riða til réttarinn- ar. Þá er ekki Iangt síðan vegur — ef veg skyldi kalla — var gerður um Kiðaskarð, út Svartárdal yfir i Mælifellsdal. Eru hrossin rekin yfir skarðið að loknum réttum og að nýju er haldin rétt fyrir Skag- firðinga f Mælifellsrétt. SKEPNURNAR VANAR FRELSINU A FJÖLLUM Það var ómæld orka í Stafnsrétt á miðvikudaginn. Rennilegar, stæltar skepnurnar orðnar vanar frelsinu á fjöllum og likaði því ekki alls kostar helsið, sem mað- urinn hafði lagt á þær. Það var ekki á eins manns færi að ná lökum á skepnunum. Til að koma böndum á eða ganga ur skugga um mark á fullvöxnu hrossi þurfti þrjá eða fjóra — stundum finnn menn og veitti ekki af. Sum hrossanna voru baldnari en önn- ur, stundum tókst ntönnum að hemja hrossin fljótlega, oftsinnis fengu ofurhugarnir fyrir ferðina Myndir: Frið- þjófur Helgason * Texti: Agúst Ingi Jónsson atganginum og gaf sig hvergi. Lagt upp I flugferð. Það var hyggilegra að hafa nokkra aðstoðarmenn þegar lagt var til atlögu við baldinn fola. Óttinn leynir sér ekki f svip skepnunnar, en enginn má við margnum. Eilíf átök, alltaf eitthvað að gerast hjá skepnunni, sem ekki hafði séð mann i nokkra mánuði. Eilíf átök, allt af var eitthvað að gerast. Þarna mættust stálin stinn. Ungir ákafamenn, striðir folar. Lítil folöld virðast utangátta i látunum. Önnur stærri, kannski tvævetur, gefa sig ekki átaka- laust. Fólk á öllum aldri f.vlgist með sumt langt að komið, flest úr nágrannasveitunum, sem þekktar eru fyrir góð hrossakyn. Margir taka þátt í átökunum við skepnurnar, aðrir standa undir vegg eða uppi á réttarveggjunum og hafa gaman af þvi sem fyrir augu ber. Þarna eru býsna margir karakt- erar, kallar. seni maður getur eig- inlega ekkí gert sér í hugarlund að þrifist annars staðar en innan um skepnurnar. Þeini bregður að- eins örskot fyrir, svo eru þeir um leið komnir í átökin og hamagang- inn. Sungið er i hornum. vasapel- anum l.vft, hóflega dre.vpt á i flest- um tilfellum. Kaupmenn ræða sín á milli, boðið er i gripina. Tölur fara ekki hátt. en kunnugir vita npkk. hverjir lyfta munu peningavesk- inu áður en dagurinn er allur. Undir kodda sumra lækkar ef- laust en aðrir sofa hærra með höfuðið nóttina eftir hrossarétt- ina. ÉG SA ÍIANA I BlL Glöggir hrossabændur greina rnörkin á eyrum skepnanna á færi, í flestum tilfellum. Það er þó ekki ailtaf. en þegar skepnan hefur verið króuð af er yfirleitt einhver seni þekkir viðkomandi mark. Ef ekki, er flett upp i markaskránum, þar eru svör við öllum spurningum um mörk. Hnúturnar fljúga á milli manna. gantast er með hlutina og ef menn geta ekki svarað f.vrir sig, þá þeir um það. Upp er kominn ágreiningur um skjótta meri og líflegar samræður fara fram manna á milli. — Það þarf ekki að gá að henni þessari. ég sá hana í bil í vor. segir Dúddi á Skörðugíli. — Sástu þá skjóltu í bil. segir Vallýr réttarsljóri og blær ógur- lega, það hvín i mannskapnum. — Er samt ekki rétt að flelta upp á markinu, spyr hann. —Jú. skárra væri það nú. kveður við. — Ég þekki hana samt segir Dúddi og gefur sig hvergi. Eg man bara ekki nafnið. jú, á hann llelgi hana ekki. Hann Helgi. hérna. þið vitið, segir Dúddi. en enginn veit og upp er flett i markaskránni. bibliunni. Jú. viti menn. Helgi á Borg á skepnuna. — Sagði ég ekki, segir Dúddi. — Eg sá hana í bil. og mikið er hlegið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.