Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 45 Gott dæmi um samræmda sjón- form- og handmennt á háu stigi sjáum við í niarmarastyttu Michaelangelos af David. Börn eiga aö k.vnnast frumformum strax á fyrsta ári í forskóla, — einungis best menntuðu kennararnir eru hér nógu góðir. heldur sjá, — hlusta með sjón- inni. Allt miðast hér í þessari grein við að útiista yfirburði skapandi formunar yfir eftirlikingar og tilbúnar stöðlaðar hugmvndir sem nemendur eru matreiddir á og gerir skólanámið oftlega svo skelfilega eintóna og leiðinlegt, nemandanum kvöl og pína er hann ber ósjaldan merki lífið í gegn. Nemendur verða latir og áhugalausir þótt i upphafi hafi þeir komið fullir áhuga og þrótti, afleiðingin veröur leiði og öfug- þróun. Astsæll menntamaður og mikill fræðimaður lét eitt sinn svo unt mælt: „Lifið er hart, gott fyrir unga menn að vita það i tíma." Hér er viturlega mælt, en skyggnist maður nánar í setninguna fær þetta ekki með öllu staðist frekar en að grasið sé ævinlega grænt og hafið ævinlega blátt. Lífið er einnig'leikur og af hollunt leik má nema. Leikinn má hagnýta til náms og þroska og hér er hinn skapandi leikur það, sem meginmáli skiptir. Það er jafn- mikil fjarstæða að ætla að leikur huga og handar sé tímasóun og t.d. að lita á frelsi i vinnubrögðum sem réttinn til að gera ekki neitt. Ætla mætti að hér sé um svo augljósar staðreyndir að ræða, að allir skilji þýðingu þess að halda slíku námi að nemendum í öllum skólastigum. Slikt nám hlýtur jafnframt að verða til góðs varðandi önnur kennslufög, ef rétt er á málum haldið. Hér er einnig um það að ræða, að þroska fegurðarskyn og smekkvisi ásamt næmni nemenda til að greina milli ekta forma og óekta, verðmætra og verðrýrra. Það er ákaflega mikilvægt, frá þjóðhags- og menningarlegu sjónarmiði, að hver einstaklingur sé sem færastur til að beita rök- vísri og skipulegri hugsun við starf sitt, hvert svo sem það er, halda honum vakandi og frjóum, sjálfum honum og umhverfi hans til gagns og gleði. En hér kemur að því að mynd- og handmennt er þvi miður van- metið fag, og misskilið af mörgum stjórnendum skóla, ef marka má álitsgerð er nýiega birtist i blöðum frá mynd- og hand- menntakennurum, er lýsa þar m.a. vanþóknun sinni á öfug- þróun sem átt hafi sér stað varðandi mynd- og handmennta- greina við Fjölbrautarskóla Suðurnesja i Keflavík, en þar hefur námsgreinin algerlega verið felld niður. Þetta gerist á sama tíma sem fagið er i markvissri uppbyggingu við Fjölbrautarskólann í Breið- holti, og er komið i námskjarna þar. Það er sannarlega bágborín framvinda, að uppb.vgging sumra fjölbrautarskóla reynist byggð á öórurn forsendum en i upphafi var áformað — þegar hlutverk og skipulag f jölbrautarskóla var kynnt fyrir landsmönnum. Þá er það andsnúið ef gengið er fram- hjá mönnum með menntun og réttindi i slíkum námsfögum, en réttindalausir látnir hljóta stöóuna, svo sem dæmi munu fyr- ir. Að sjálfsögðu geta réttinda- lausir verið vel menntaðir gegn- jm sjálfsnám, og manna bestir tennarar, en ef sú er ekki raunin >g annarlegar ástæður liggja að )aki ráðningu í mikilvæg náms- ög er um háskalega athöfn að æða, sem þörf er að vekja athygli i til varnaðar. Virðist hér eðlilegt, tíl að sam- æma allt rnynd- og handmennta- lárp, að námsstjóri verði sá sami rá forskóla til háskóla að sérskól- im í faginu undanteknutn, og ;tti það að geta komið i veg fyrir lvarleg mistök ogöfugþróun. Hér er ekki verið að hvetja til ess, að námsgreinin verði stöðl- ð f.vrir landið allt, heldur að rundvallaratriðin verði þau 3mu, og að áherzla verði lögð á jölbreytni og sveigjanleik í frant- væmd. Island er myndauðugt iand og iclja má eðlilegt, að landsmenn séu myndglaðir, svo sem fram hefur komið. Stundum virðist Framhald á bls. 63. NÆRINGARGILDI: Skyr Jarðarberjaskyr Efnisinnihald pr. 100g Efnisinnihald pr. 100g Prótín 13,0 G Prótín 11,0 G Mjólkursykur 2,5 G Mjólkursykur 2,12 G Sykur 0,0 G Sykur 8,0 G Mjólkurfita 0,4 G Mjólkurfita 0,35 G Kalcium 85,0 MG Kalcium 72,0 MG Fosfór 180,0 MG Fosfór 153,0 MG Járn . 0.3 MG Járn 0,25 MG Vítamín A 13,0 ALÞJ.EIN. Vitamín A 11,0 ALÞJ.EIN. Vítamin D 0,3 ALÞJ.EIN. Vítamín D 0,25 ALÞJ.EIN. Tíamín 0,03 MG Tiamín 0,025 MG Riboflavín Vitamin B 0,35 MG Ríboflavín Vítamín B 0.3 MG Níacin 0,1 MG Niacín 0,085 MG Askorbinsýra Vítamín C 1.0 MG Askorbinsýra Vítamin C 0,85 MG Hitaeiningar 74,0 Hitaeiningar 84,0 Mjólkursamsalan DANSKIR SJÓLIÐAJAKKAR Stærðir 34—44 Svartir og dökkbláir ! Póstsendum. VERÐLISTINN SÍMI: 25275. 'É’ 'fc KLAPPARSTÍG 27 y lÉ 3 Raftæ kjaverzlu nin Lampinn, Laugaveg 87 Auglýsir öðru frernur innlenda framleiðslu Lampar og skermar frá Lampagerðinni Bast Úrvals varningur á samkeppnisfaeru verði. Mikið úrval skerma úr silki og blöðruskinni Ný sending frá Svíþjóð LÍTIÐ INN í LAMPANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.