Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Þórður Jónsson, Látrum: „Sögualdarbærinn” KG VAR strax í upphafi hrifinn af þoirri huKmynd þcjíar hún kom fram, a<) þjóúin lóti bysgja einn gamlan bæ eins og bæir voru á söguöld. Eöa semsagt, í upphafi sam- þykkur því sem Höröur Agústs- son húsamcistari sagöi í útvarpsviötali nú f.vrir skiimmu: Aö forfeöur okkar a-ttu þaö inni hjá okkur, aö viö byggöum einn gamlan ba- til minningar um þá og hagleik þeirra í húsagerö. Nú hefir þetta gerst og þjóöin eignast sinn Sögualdarha-, en þótl ég sé ána-göur meö framkva-mdina í stórum dráttum, þá er ég óána-öur meö gerö ba-jarins, sérstaklega ytri gerö hans í flcstum atriöum. Strax og líkan kom fram af þessum ba- þá var ég óána-göur meö þaö, og gagn- rýndi nokkuö i Morgunblaöinu 13/3.—'71. Nú hef ég séö ba-inn okkar, minnisvaröann um húsa- byggingarmann fortíöarinnar — sögualdarinnar. Eg segi „ba-inn okkar", því ég tel hann þjóöareign, og tel mig því hafa leyfi til aö gagnrýna hann, og jafnvel bera skyldu til þess samvisku minnar vegna þar sem ég tel hann ekki vitna um þá reynslu og þekkingu sem þeirra tíma menn hal'a hlotiö aö vera búnir aö ná í varanlegri og hagkva-mri gerö slíkra húsa, og úr þeim efnum sem landiö á hverjum staö gaf aö mcstu, annarra kosta var oft ekki völ. Ba-irnir hljóta því aö hafa veriö misjafnir eftir efnum og ásta-öum, eins og liíbýli manna á öllum tímum. I útvarpsviötali 13/7 ’77 sagöi Hörður Ágústsson, sem hannaö hefir bæinn. aö hann væri settur fram sem líkan eöa til- laga af sinni hendi. Nú er þaö svo, aö ég veit ekki hvort fleir- um hefir veriö gefinn kostur á aö leggja fram tillögu eða líkan, en þaö hefði þó vel mátt vera. þar sem sennilega veit einginn í smáatriðum hvernig þessir hæir voru geröir. Hörðui' segir grunninn traustan, en þar eru lagöar til grundvalJar rústirnar í „Stöng", í Þjórsárdal, og þar er ég sammála svo langt sem þaö nær en flest annaö verður aö ná saman úr sundurlausum upplýsingum hvaðanæva aö, og þar sem það hrekkur ekki til verður aö skapa eftir líkum, svo að baki hönnunar bæjarins læt ég mér detta i hug að liggi gifurlegt starf, sem þjóðin má vera Herði Agústssyni þakklát fyrir. Það er þvi ef til vill rangt og óréttlátt að vera að gagnrýna það hverníg til hefir tekist, en ég leyfi mér nú samt að gera það, af því ég veit, að hönnuðurinn mun ekkert hafa á móti því, og af því ég vil leggja mitt til, að nútímafólk og komandi kynslóðir hugsi sig um, áður en það slær þvj föstu að forfeðrum okkar hafi ekki í raun og veru tekist betur um húsagerð en þessi hær vitnar um. Það skal tekið fram. aö allt handbragð úti sem inni er að minu mati mjög gott og vandað, hver maður virðist hafa kunnað sitt fag. Það er gerð bæjarins að ýmsu leytí sem ég er ekki sáttur við, reyndi að sætta mig viö, en tókst ekki, og þvi er þe-ssi grein rituð, sem túlkar minar hugmyndir um bæinn studdar nokkurri reynslu af gerð torfhúsa og því sem ráða má af bókum, en að sjálfsögðu ekkí gallalausar. Það skal tekið fram, að mér finnst leiðinlegt að farið skyldi úti það að hafa steinsteypu- veggi innani torfveggjunum, þar með er byggingin fölsk eftirlíking, og ekki kæmi mér á óvart, að fyrir það mundu torf- veggirnir endast verr og þurfa mun meira viðhald en ella hefði veriö. (jþétt grjótlag hefir verið sett undir veggina að utan, ekki heid ég að fyrri menn heföu gert það, því ef ekki væri þessi steinsteypu- kjarni inni i veggjunum mundi það valda því að vatn af þakinu og veggnum ætti þarna greiðan gang inn og undir vegginn, og forráða veggnum fyrir aldur fram, auk þess aö valda raka í gólfi bæjarins, og þá einkum í „Skolunum". Þetta fyrirbæri finnst mér fráleitt. Þá finnst mér veggurinn alltoaf brattur aö utan. Allir vegghleðslumenn sem ég hef séð aö verki og talað við fyrr og síðar, hafa mótað og hlaðið sína veggi með það fyrir augum hvað veggurinn átti að gera umfram það að vera tíl skjóls, hvaða hlutverki hann átti að þjóna, væri um grjót- vegg að ræða. Þá var hver steinn lagður í vegginn eins og lögun hans þjónaði best ætlunarverki veggjarins, spurningin var því: Átti veggurinn einungis að standa undir sjálfum sér, átti hann að bera þungt þak með hellum, viðum og öllu saman, eða átti hann að vera sig og hreyfingu torfþaksins, eins og mun hafa verið algengast hér á stórhýs- um sögualdarinnar. Mér finnst, eftir þvi sem séð verður af grunninum í „Stöng“, að þar hafi hin vissu lögmál vegghleðslu burðarveggjarins verið látin ráða, innri brún veggjarins að neöan aðeins bogadregin, sem bendir til að hann hafi verið fullkomlega lóðréttur um miðjuna eða vel það, er kómið var í fulla hæð, og þá efri bún hans orðin svotil bein, eða bein lína. Þannig lagaður spyrnir veggurinn meira á móti þunga torfþaks- ins. Að utan var svo ákveðinn halli á veggnum sem fór einnig nokkuð eftir hlutverki veggjarins, og mikil áhersla lögð á að gera vegginn sem allra þéttastan utan. Viss hlut- föll voru á milli hæðar og breiddar (þykktar) veggjar>ið jörð, og væru allar þessar regl- ur í heiðri hafðar við gerð veggjar þá þurfti enginn að efast um að hann stæðist sitt hlutverk. Min skoðun er sú, að engin þörf hafi verið að hafa þennan steinsteypta kjarna i veggjunum, sem engu bjargar nema síður sé, en við vitum að hann var ekki í slíkum veggjum á Söguöld og stóðu þó, en steyptu veggirnir hafa kostað mikið fé, sem er að mínu mati verr en á glæ kastað, því það skerðir sögu og sönnunargildi bæjarins. Þetta eru að mínu mati höfuðmistökin við bygg- ingu bæjarins og sem óhjá- kvæmilega leiða önnur af sér. Við komum þarna með stein- steypu tuttugustu aldarinnar inní torfveggi tíundu aldar, þetta tvennt á enga samleið og er óverjandi með öllu. Með þessari steinsteypu undirstrik- um við vantrú okkar á getu og kunnáttu sögualdarbyggingar- mannsins til að byggja sér bústað úr þeim efnum sem fyr- ir hendi voru, vanmetum og vanvirðum mennina sem þjóðin ætlaði að heiðra rneð fram- kvæmdinni. Þá kem ég að þakinu, það finnst mér of bratt af torfþaki að vera, því á söguöld var ekki til plast eða önnur gerviefni til að taka af leka og gera ýmsar kúnstir með. Brött torfþök þornuðu um of, einkum á ibúðarhúsum, sólbrunnu, hlupu í sundur og urðu lek, svo er það einnig ekki rétt gert, aö minu viti, að því leyti að slöður eða laut kemur þar sem saman kemur þak og veggur eða um ufsirnar sem mundi valda leka, ef ekki væri plast til að varna því. A þessum bæ er hætt við að torfveggirnir sígi frá steypunni af þunga þaksins, þegar þungi þess kemur svo innáílega á vegginn en hann lóðréttur utan. Þá virðist mér mjög með ólíkindum að á söguöld hafi þeir verið með brotin þök á þessum bæjum, ekkert mælir með að hafa slík þök, heldur mundi hafa verið reynt að hafa viðina sem mest heila af vegg og upp í mæniás. Hver raftur mundi þá hvíla á þremur burðartrjám, syllunni sem bor- in er uppi af útstöfunum, á brúnásnum sem borinn er uppi af innstöfunum, og mæniásnum sem borinn er uppi af dvergum frá vöglunum, en raftarnir enduðu ekki á syllunni eins og synt er á líkani bæjarins heldur héldu áfram útaf syllunni og útí veggin svo þakið fékk stuðning frá veggnum. Þar með voru líka komnir máttarviðir yfir „skotin”, en skot var kallað bilið frá útstöfunum eða skála- þili og út að torfveggnum eins og kunnugt er. Þetta bil virðist hafa verið haft nokkuð breitt, eða vel manngengur gangur læt ég mér detta í hug, þótt ég hafi hvergi séð það í bókum, að það hafi veriö gert einkum í tvénnum tilgangi, aðallega til þess að þarna væri hægt að komast að veggjunum innanverðum til viðgerðar og viðhalds, án þess að hreyfi þil eða innviði skálans, og til þess að fá þarna gang á bakvið setln og lok- rekkjur, og vafalaust einnig hin þarfasta geymsla fyrir eitt og. annað. Þá komu skotin sér vel, varðandi þá þjóðtrú að vara- sámt væri að koma framan að dauðum manni áður en búið væri að veita honum nábjargirnar, samanber með Skallagrim, það var ekki talið þorandi framan að honum Iátnum í lokrekkjunni af hættu við að hann gengi aftur, svo það var farið i skotið að baki lok- rekkjunni og hann tekinn öfug- ur útí skotið, en talið var á draugar rötuðu ekki aðra leið um híbýli manna en þá sem farið væri með líkin, eftir þvi sem sagan greinir. Með því að láta þakviðina koma saman óbrotna i mæninn og allt út í veggina, þá varð þak og veggir meira órofin heild sem studdi hvað annað, þvertrén, vaglar og stafir sáu svo um að þakgrindin félli ekki saman. Annars er það margt sem ég sakna við gerð þessa bæjar eftir þeim hugmyndum sem ég hefði gert mér um slíka bæi útfrá því er ég hafði lesið af bókum. Til dæmis tél ég það ekki þjóna neinum tilgangi að fara með gaflhlöðin svona hátt, því ef loft hefir verið á þvertrjám í endum skálans, sem sennilega hefir oftar verið til geymslu eða svefnstaður, þvi mikið húsrými þurfti til þar sem margt fólk var, þá var staður til að komast inn á það utan frá af gafl- hlaðinu, leið arfasátunnar, samanber Njálsbrennu. Líkur eru því til að hvössustu burstirnar hafi verið teknar af þakinu og þar hafi komið skáld- raftar, og á sniðið gluggi eða dyr, því það er mjög ólíklegt að slik stórhýsi hafi verið með öllu gluggalaust. Mér finnst aó líklegustu staðir fyrir glugga hafi verið einkum þrir, við brúnásana, niður á syllu um miðbik skálans, sem gæfu þá birtu í öndvegin æðra og lægra, sitt hvoru megin, og í þriðja lagi á endum skálans, ef efstu horn þaksins væru sniðin af niður undir vagla, svo þar kæmi á sami halli og á þakinu, gafl- hlaðið gæti verið mun lægra og stæði betur. Af þessu hafa for- feður okkar á söguöld vafalaust verið búpir að fá reynslu. Sama er að segja um eldstæðin, þar finnst mér eitthvað á skorta, en ég hef ekki gert mér grein fyrir ennþá hvað það er. Hitt má telja fulivist, að ekki fái staðist að strompurinn yfir eld- stæðinu, eins og frá honum er gengið, só eini birtugjafinn i svo stóran bæ, hvað dagsbirtu snertir. Að lokum þetta: Mér finnst margt við þessa framkvæmd vel hafa tekist, eins og staðar- valið og gott umhverfi sent bærinn fellur svo vel inn í og ekki má gleyma stjórnstöðinn, það fannst mér mjög snjallt, og margt fleira, og mér þykir vænt um sem einum þegni þessa lands að vera búinn að fá þennan áþreifanlega tengilið við fortiðina, þótt ég hefði kosið gerð hans á nokkuð annan veg. En þótt bærinn verði látinn standa eins og hann er (ef hann getur það þá) er mjög margt sem æskilegt væri að hafa í bænum, svo hann geti betur þjónað sinu hlutverki sem minnisvarði til skoðunar fyrir innlenda og útlenda, eða til nokkurrar fræðslu fyrir upp- vaxandi æsku okkar. Ur því get- ur að visu góður leiðbeinandi, eins og ég hitti á, mikið bætt, en aldrei eins og að sjá hlutina fyrir sér. Sem sagt, bærinn þarf að vera þannig, að hann gefi skoðendum sinum sem flest raunhæft unt að fólk hafi getað lifað í slíkum húsakynnum góðu lifi fyrir 10—11 öldum, og hvernig var farið að því, um það á að vitna húsið sjálft og búnaður þess, en við vitum að þetta gerðist. Læt ég svo útrætt unt bæinn okkar i biii. Ferðalangar aö vestan viö Sögualdarbæinn. Taliö frá vinstri: Sigríöur Olafsdóttir, Bryndís Ilrafnkcls- dóttir, Þóröur ,1. Kristjánsson og Þörður Jónsson greinarhöfundur. List frá Lettlandi Sýning á bókaskrevfingum (grafik), auglýsinga spjöldum og ■ unum eftir lenttneska lista menn er opin í Lt j il Þjóðminjasafnsins laug ardag og sunnudag kl. 14 — 22 báða dagana. Síðustu sýninqardaqar M/R Jazzkjallarinn Fríkirkjuvegi 11 Jazzkvöld verður haldið mánudaginn 19. sept. kl. 21.0 . Jazzkvartett leikur Karl Möller. Guðmundur Stein- grímsson, Gunnar Ormslev, Gunnar Rafnsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.