Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Skiltið yfir innKanKÍnn í flóttamannabúðirnar. Eitthvað verður að gera fljótt annars ferst öll þjóðin, sagði einn afflóttamönnunumfrá Kambódíu í þessari grein segir Elín Pálmadóttir frá degi í flóttamannabúðunum við landamæri Thailands og Kambódíu þar sem hún átti viðtal við flóttafólkið Ononu Sam An fann ég eftir nokkra leit í húsi nr. 26 við eina götuna í flótta- mannabúðum Kambódíumanna í Aranyaprathet í Thailandi. Kvöldið áðar hafði éf> heyrt að þessi nýkomni flótta- maðar, hefði fengið dapurlegar fréttir af fjölskyldu sinni. Rauðu kmerarnir höfðu tekið konu hans og börn cftir að hann flúði og drepið þau. Eg lét það verða mitt fyrsta verk, er ég kom út í búðirnar kl. 8 um morguninn, að leita hann uppi með góðra manna hjálp. Sam An lá fyrir á strámottu á palli-num sem honum hafði verið úthlutaður ásamt nokkrum öðrum einhleypum mönnum í húsalengjunni. En flóttafólkið frá Kambódíu býr þarna í löngum skálum úr harðviði með íbúðar- palli eftir endilöngu húsinu, en honunt síðan skípt á þverveginn í umráðasvæði hverrar fjölskyldu, þannig að hver hefur sinn inngang þó í sama sal sé. Ononu Sam An hafðí verið bóndi og ræktað jörðina heima í Kambódíu, sagði hann. En þegar Rauðu kmerarnir tóku völdin var hann sem aðrir hrakinn af býli sínu og látinn vinna í þorpi í 3 km fjarlægð. Þaðan hafði hann svo flúið ásamt nokkrum öðrum snemma í sumar. Þegar hann kom yfir til Thailands, hafði honum verið stungið í fangelsi í Kambin- bury og setið þar í 3 mánuði. Thailend- ingar eru tortryggnir við Kambódíu- menn sem allt í einu skjóta upp kollin- um í þeirra landi, skilrfkjalausir. Halda að þeir kunni að vera njósnarar og skæruliðar, sendir yfir til þeirra. Og meðan málið er athugað sitja þeir í fang- elsinu. Ononu Sam An hafði setið óvenju lengi inni. Kanadíski trúboðinn Sam Kormack hafði heimsótt hann í fangelsið og svo aftur í búðirnar 3 dögum eftir að honum hafð verið sieppt. Honum hafði hann sagt sorgarfréttirnar. ) Drápu konu hans og börn Hann hafði við komuna í búðirnar hitt mann sem flúið hafði seinna, sagði hann mér. Sá færði honum þær fregnir að Rauðu kmerarnir hefðu tekið konu hans og tvö börn eftir að hann flúði. Konan hafði samt ekki verið á sama stað og hann, sagði hann. Hún hafði verið látin vinna á einhverri annarri hrísgrjóna- ekru og börnin verið þar hjá henni. Hvað tæki nú við hjá honum? — Ég hugsa ekki um það. Eg má bara ekki láta sorgina ná yfirhödninni, svaraði hann og reyndi að brosa. Þann tíma, sem ég hafði verið f Thai- landi, höfðu blöðin kvartað undan þurrkunum. Nú átti að vera kominn regntimi þegar plantað er út hrísgrjón- unum og maísinn vex i hlýrri vætunni. Hitinn var að vísu 25—35 stig daglega, en ekkert regn. Vá var fyrir dyrum. En einmitt þennan dag, sem ég hafði fengið skriflegt skjal með dvalarleyfi inni í flóttamannabúðunum, kom loksins þetta langþráða hitabeltisregn. Það hafði bul- ið alla nóttina á glugganum hjá mér i Aranaprathet og hljóðið blandazt í morg- unsárið öllu gæsakvakinu úr nálægum görðum. í flóttamannabúðunum flaut þvi allt i leðju, þó allir hefðu fyrir skömmu verið látnir grafa grunna skurði meðfram gangstigum og húsum. í þessar nýju búðir hafði verið flutt fyrir rúmu ári, og þá flúið úr gömlu búðunum, sem voru nær ánni og flæddi um regn- tímann. Hlýtt regnið gerði mér ekkert til, en ilskórnir festust alltaf í leðjunni og sátu eftir í þessum leiðangri að leita að húsi nr. 26. En þegar ég kom að mjólkurhúsinu höfðu hjálparhellur mín- ar, þær Erna, Louís, Sue og Aly, þegar ekið í bæinn og keypt létt gúmmístígvél. Þær eru ekki lengi að leysa hvern vanda. Nú voru þær að hefja morgunverkin sín, að blanda mjólk úr mjólkurdufti með hjálp stráka úr búðunum i nýja mjólkurhúsinu, gjöf frá góðu fólki í Bretlandi. Svo héldu þær af stað með vítamínbættu mjólkina hús úr húsi, götu eftir götu, mjólkurglas handa hverju barni. En um leið sjá þær hvernig líður og hver fullorðinn fær tækifærí til að tala við þær og bera upp vandamál sín. Það var glatt.á hjalla i mjólkurhúsinu. Strákarnir skríktu og voru eitthvað að pukrast úti í horni. Er ég gætti betur að, sá ég að þeir höfðu náð sér í krít og voru að skrifa á töfluna: „I wili live upstairs in heaven when third war breaks out.“ Þeir eru farnir að læra ensku, en setn- ingin sýnir kannski óöryggið í tilveru þeirra. 0 Sárt að þurfa að flýja land sitt Er ég kom inn í flóttamannabúðirnar, sem 7000 flóttamenn frá Kambódíu hafa orðið að gera að sfnu heimili, hafði ég séð hóp manna á göngu til líkamsþjálf- unar. Þar höfðu forgöngu röskir ungir Kambódiumenn. Mér var sagt að þeir væru menntamenn og hefðu talsverða forystu þar í búðunum. Ég fékk að heim- sækja þá i smiðjuna sem þeir hafa komið sér upp af vanefnum til að geta haft eitthvað fyrir stafni og jafnvel unnið einhver áhöld, svo sem axir, hnifa og þess háttar, sem reynt er að koma í verð i Bangkok. Robert Ashe frá PVO þurfti einmitt að flýta sér um kvöldið til Bankok, þar sem eitthvert fyrirtæki hafðí lofað honum járnafklippum handa flóttamönnunum að vinna úr. En aðgerð- arleysið er ein versta plága fullfrisks fólks sem situr í búðunum. Fyrst hitti ég að máli þrjá menn, Sarun I)ehi, Haypolncsy og Kam Kam Say, sem tóku mér kurteislega en af varkárni. Þeir sögðu að bráðum kæmi „prófessorinn", sem væri nýkominn út úr Kambódíu, og mundi segja mér hvernig ástandið væri þar núna. Allir voru þeir frönskumælandi og yfir kaffi- bolla rættist úr samræðunum. Hver um sig vildi þó vita, áður en hann veitti mér trúnað sinn, í hvaða tilgangi ég væri að leita eftir viðræðum við þá, og hvort mín þjóð hefði þar einhvern áhuga. Ég sagði þeim, að minn tilgangur sem blaða- manns væri bara að flytja réttar fréttir af þvi sem væri að gerast i Kambódíu, sem svo litið væri um vitað. Og ísland, þó litið væri, hefði þó eitt atkvæði hjá Sam- einuðu þjóðunum og væri að auki fimmti hluti Norðurlandablokkarinnar, ef við kærðum okkur um að veita lið. Þessir þrír höfðu allir verið náms- menn, sem i striðinu höfðu verið kallaðir í stjórnarherinn, einn verið flugmaður, annar flogið þyrlum og sá þriðji verið i sjóhernum. Sarun Dehi hafði stundað nám í búfræði, en hinir verið i lögfræði og félagsfræði, minnir mig. Fjórum dög- um fyrir uppgjöfina, eða 13. april 1975, hafði hann flogið flugvél sinni og lent nálægt landamærunum, en gengið þaðan yfir til Thailands. Vinur hans Haypolncsy, sem var liðsforingi, hafði verið í þjálfun í Thailandi frá 1974, og komst ekki aftur heim þó hann reyndi það, þegar Kambódia féll. Sem betur fer kannski, sagði hann, því kommúnistarn- ír drápu alla Kambódíumenn á staðnum, sem komu þannig til baka inn í landið. Þeir hafa jafnvel umsvifalaust drepið flóttamenn, sem Thailendingar hafa tor- tryggt og sent þeim til baka. Okkur lang- ar alltaf heim til Kambódíu. Það er sárt að þurfa að flýja land sitt, þótt það hafi orðið manni til lífs, bætti hann við. Hvorki hann né Sarun hafa á þessum tima sótt um að fá hæli í þriðja landinu. Þeir fylgjast vel með því sem er að gerast i Kambódíu gegn um flóttamenn- ina sem þaðan koma og vona að þeir geti á einhvern hátt orðið landi sínu að liði. Ungir menntamenn fá heizt hæli i öðr- um löndum, en yfirleitt verða svo eftir þeir sem minna mega sín, leiðtogalausir og ráðvilltir. Þess vegna vilja þeir ekki fara of langt í burtu í von um að geta hjálpað sínu fólki. % Fjölskyldunni tvístrad Kam Kam Say hafði verið liðsforingi í sjóhernum áður en Kambódía féll. Hann kom til Thailands 10. febrúar 1977, flúði þá frá þorpinu Pussat, skammt frá Battambang. Hann hafði verið látinn vinna þar við að fella tré i skóginum og tekizt að sleppa. Hafði mælt sér móti við þrjá félaga sina, sem einnig höfðu hug á að flýja. Um 70 km vestar urðu tveir hermenn Rauðu kmeranna þeirra varir. Þegar þeir skipuðu þeim upp með hend- urnar, hlupu þeir. — Hermennirnir skutu, sagði Kam Kam Say. — Ég var með tilbúna handsprengju, sem ég hafði náð af hermanni nokkru fyrr. Nú kastaði ég henni og annar hermaðurinn féll. Hinn elti okkur. Ég náði rifflinum hans og særði hann. Þá lagði hann á flótta. Hinir voru þá horfnir og þá hefi ég ekki séð siðan. Ég var einn eftir. Eg gekk í 28 daga yfir fjöllin og gegnum skógana, faldi mig á daginn og gekk á nóttunni. Það var erfið ferð. Ég innti hann eftir því, sem fyrir hann hefði komið þegar Pnom Penh féll, en þar var hann þá staddur. — Við afhent- um vopn okkar og klæddumst borgara- legum fötum eftir uppgjöfina, eins og okkur var skipað, sagði hann. — Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.