Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 55 afhentu þeim þvottaáhöld, mjólk og þessháttar. En þá var tilkynnt í hátalar- ann að þeir ættu að gefa sig fram því þeir væru ekki búnir að vera í fang- elsinu. Þeir tóku dótið sitt og stigu upp á bílinn. En í stað þess að fara með þá til fangelsisins í Thailandi, var bundið fyrir augun á þeim og billinn ók með þá rakleiðis að brúnni, sem tengir Thailand og Kambódíu. Meðal thailenzkra hermanna hafði komið upp grunur sem þeir töldu staðfestan vegna landakorta og þessháttar i fórum flóttamannanna að þessi hópur væru skæruliðar, erindrekar Rauðu kmeranna í dularbúningi flótta- manna. Þegar billinn ók út á brúna — og að því urðu mörg vitni — áttuðu þeir sig og hrópuðu og veinuðu. En það var til einskis. Varla var búið að afhenda þá löndum sinum, Rauðu kmerunum, er þeir voru ailir teknir af lífi á staðnum. Þessi meðferð á kambódisku flótta- mönnunum komst i blöðin í Bangkok og urðu mikil blaðaskrif um þetta hneyksli. Enginn þóttist hafa tekið ákvörðun um að senda flóttamennina til baka i hendur kvalara sinna. Herinn vísaði á borgara- leg yfirvöld í héraðinu og þau á herinn. eða menn hver á annan. En það gat engu breytt um þennan harmleik. Siðdegis var fólk hjálparstofnananna önnum kafið og ég rölti um. I heilsu- verndarstöðinni voru frönsku læknarnir tveir og kanadiska hjúkrunarkonan að bólusetja hópa af fólki, sem streymdi að. Markmiðið er að bólusetja alla við lömunarveiki, kóleru og taugaveiki, en berklabólusetningu er lokið. Læknarnir höfðu þjálfað upp aðstoðarfólk úr hópi flóttamanna. Ég tók tali ungan Kambódíumann sem þar grindi i smásjá, Uy Thang Yoth að nafni. Hann lýsti því fyrir mér hvernig hann í þorpinu, þar sem hann var látinn vinna, hefði séð Rauðu kmerana drepa 3 menn, bundu hendur þeirra aftur fyrir bak og skutu þá. Skömmu seinna slapp bróðir hans yfir til Thailands. Þá þóttist hann vita að Kmerarnir rauðu mundu brátt drepa hann sjálfan, svo hann lagði á flótta. Móðir hans og litla systir urðu eftir. Siðan eru liðin tvö ár. Hann sagðist hafa frétt það frá flóttamanni, sem kom síðar, að móðir hans hefði verið flutt með systur hans i annað þorp. — Eg ætla að biða hér í von um að ég geti farið aftur og leitað að þeim, sagði hann. Ég vona að einhvern tima komi að því. A meðan reyni ég að læra eins mikið og ég get, bæði hér í heilsuverndarstöðinni og líka erlend tungumál. Ég kom við í enskutíma hjá Louis Ashe sem ekki skortir áhugasama nemendur. 300 fullorðnir Kambódíu- menn þuldu enska textann með henni. Þessir flóttamenn vita hve mikilvægt það er þeim að kunna eitthvert annað tungumál en kambódíönsku, ef þeir verða svo lánsamir að komast til þriðja landsins og úr flóttamannabúðunum. Aly var önnum kafin með börnin i leik- skólanum meðan Sue sinnti erindum fyr- ir flóttamennína i bænum, fór í pósthús, banka og búðir, þvi þeir fá ekki að fara út fyrir girðinguna. En Erna hafði farið til að líta til fátækrar thailenzkrar bóndakonu skammt frá búðunum sem sat yfir dauðvona barni sinu. Þær höfðu áður hjálpað henni að koma því í sjúkra- hús, en nú var öll von úti, barnið að veslast upp. En frá hjálparstarfinu mun ég segja í næstu grein. — E.Pá. Svona er byltingin sagði menntaskólakennarinn frá Kambódíu Stillilegur og hlédrægur fullorð- inn maður kom inn í smiðjuna, þar sem fréttamaður Mbl. var að tala við nokkra flóttamenn frá Kamhódíu. Þar var kominn Thono Trayano eða „prófessorinn", sem þeir höfðu kallað til. Sögðu að hann væri nýkominn frá Kambódíu og vissi allt um ástandið þar. Thono Trayano kvaðst hafa kennt f menntaskóla áður en Kauðu kmerarnir tóku völdin og var í Kambódíu þar til hann flúði yfir til Thailands 5. júlí sl. Þá kom hann frá þorpi, þar sem hann hafði verið látinn yrkja jörðina, eins og allir aðrir. Honum hafði lánazt að flýja með 12 ára gamlan son sinn, sem ég hitti seinna í búðunum. Barninu var sýnilega brugðið. — Fyrst eftir fall Kamhódíu 17. apríl 1975 vorum við rekin af stað um 30 km frá borginni Battambang, hóf hann frásögnina. — En eftir 1976 vorum við öll hrakin aftur af stað og í annað þorp á öðrum stað. Konan min hafði farið til foreldra sinna og ég sá hana ekki aftur, né hin börnin fjögur. Börnin mín eru 18 ára, 17 ára, 10 ára og þriggja ára. Það yngsta var með móður sinni. Ég veit að þau voru flutt í burtu, en ekki hvert. Ilvernig á maður að vita það? Það er enginn póstur og engir fjölmiðlar. Og enginn fær leyfi til að fara neitt. Maður er látinn þræla alla daga þar sem maður er kominn og fær Iftið viðurværi. Hann kvaðst ekki hafa flúið fyrr en honum fundust öll sund lokuð fyrir Kambódíu. — Við flúðum fjór- ir saman og gengum í austur frá þropinu, þar sem við höfðum þræl- að á hrísgrjónaekrunum. Þeir eltu okkur með byssur. Við földum okk- ur á daginn og gengum á nóttnnni gegn um frumskóginn og þurftum stundum að synda yfir ár, oft f kafi. Við komumst yfir landamærin nálægt Aranayprathet. Þar var mik- ið af jarðsprengjum. Ef vel er að gáð er oft ha'gt að greina ummerki jarðsprengjanna, örlitla pinna upp úr jarðveginum. En á nóttunni sér maður ekkert. En hvernig...? Par le bon Dieu, Madame, greip félagi hans Sarun Dehi fram í. Með guðs hjálp. — Þegar svona er komið vill maður allt til vinna að sleppa. En það verður sífellt erfiðara. En hvernig tekst þeim að halda fólkinu svona niðri? — Þeir skipta landinu í héruð. Eg var í norð- vesturhéraði. Síðan f sveitir sem bera númer, mín var númer sex. Síðan er hverri sveit skipt í þrjár einingar, sem eru nokkurs konar hreppar og svo í lítii þorp eða húsa- þyrpingar. Einhver tryggur Rauður kmeri hefur alræðisvald yfir hverri einingu og tekur við skipun að ofan. Það er búið að breyta þessu öllu. Uppbygging stjórnkerfisins er byggð á hernum. t hernum er allt niður í 12 ára drengi. Sýni þeir ekki fullkomna hlýðni eru þeir drepnir. Og þeir hlýða skilyrðislaust. Hver sem ekki gerir allt sem honum er skipað, er bara uppreisnarseggur og svikari, sem á umsvifalaust að út- rýma. Maður má ekki fara neitt nema með leyfi. Og það þýðir f raun að enginn fær það nema þeir sem aka flutningatækjum Kauðu kmer- anna. Reyni einhver að flýja, er hann drepinn. Ef honum tekst það, þá er konan hans kannski flutt langt f burtu eða lokuð inni og fær ekki að fara út eftir vinnu — sé hún þá ekki drepin. Jú, jú, ég sá sjálfur fólk drepið, farið með það út í skóg með hendurnar hundnar fyrir aftan bak og slegið aftan á hálsinn með haka. Ekkert siður konur en karla. Raunar eru allir orðnir hungraðir, sjúkir og hraktir. Svona er bylting- in. ' — Strax á árinu 1975 byrjuðu þeir að láta börnin mynda einskon- ar æskulýðshópa. Og þegar kom frani á 1976 fóru þeir að taka eldri börn en 7 ára, láta þau búa sér og fá sérstaka uppfræðslu. Foreldrarrtir fá ekki að sjá þau. Sanit eru börnin látin vinna erfiðisvinnu og upp- fræðslan er ekkert nema áróður og byltingarsöngvar. Thono Trayano kvaðst sjálfur hafa farið huldu höfði. Ef þeir hefðu vitað að hann var mennta- skólakennari væri hann ekki þarna til frásagnar. En hann kvaðst ekki í bili hafa áhuga á að fara lengra en í flóttamannabúðirnar í Thailandi. — Land mitt er Kamhódía, sagði hann. Og bætti við: — Þig megið alls ekki halda að allir kmerar séu rauðir. Við erum flest kmerar sem komuni frá Kambódíu. En það eru kommúnistar í landinu sem kalla sig Rauða kmera. Sumir kmerar eru andkommúnistar og á þeim síðast- nefndu þurfum við nú að halda, til að bjarga fólkinu frá þessari mar- tröð. Við þurfum líka vopn til að geta hamlað á móti. Því skyldum við fara til Frakklands eða Ameríku? Okkar staður er hér. Það verður eitthvað að gerast áður en langt um líður. Annars verður öllum íbúum Kamhodíu útrýmt. — E. Pá. kMili Thono Trayano, menntaskólakennarinn, er lengst til hægri. Með honum eru Sarun Dehi, Haypolncsk.v og Kam Kam Say, en viðtöl við þá eru í greininni hér fyrir franian í blaðinu. — Allir læknar Framhald af bls. 49 látnir drjúpa í augun á þeim eða slíkt. Hann sagði að nú væru engir nema hermenn í Battambang og það tiltölulega fáir hermenn. Hann kvaðst sjálfur liafa séð menn tekna af lífi. Annar vinur ininn, sem að vísu er ekki læknir, en fékk að starfa eitthvað áfram á sjúkra- húsinu í Battambang, sagðist hafa séð, þegar þeir tóku fyrrum hermenn Lon Nol stjórnarinnar í pagóðuna við hliðina á spítalanum og hjuggu þá þar niður. Svo voru líkin brennd þarna á staðnum. — í rauninni vorum við sigraðir af Norodom Sihanouk prinsi. Það var hann sem sveik þjóðina, í hendur kommúnista, því svo margir trúðu á hann persónulega. Hann var upplýstur maður og hélt fram þjóð- legri stefnu. Nú er hann sjálfur f stofufangelsi í Pnom Penh. Og ég þekki marga la-kiia og fylgjendur hans, sem voru teknir til fanga og neyddir til að þræla á ökrunum seni aðrir. — Ef við hefðum vopn, gætum við vafalaust tekið Kamhódíu. því allir hala kommúnista þar núna, sagði læknirinn er ég spurði hvort ekkert væri hægt að gera. — En fólkið er orðið of máttfarið til að verja sig. Það hefur ekki nema hálfa til heila mjólkurdós af kartöflusúpu eða hrfsgrjónum á dag til að halda í sér lífinu. Sjúkdómar herja og fólk hrynur niður. Fæðingar fara fram án hrcinlætisaðstöðu og ungbörn l'alla eins og flugur. Eg skil ekki hvað þeir vilja. Svo virðist sem þeir vilji ekkert nema börn innan við 10 ára aldur. Þau geta þeir mótað cins og þeir vilja. Þar sem ég var unnu cldri börnin líka á ökrunum, en börn eldri en fimm ára voru látin vinna í görðunum og gamlir, hrumir menn voru látnir ga'ta þeirra barna, sem yngri voru, svo konurnar gætu Ifka unnið á- ökrunum. Engir skólar eru, engin stjórn borgara, bara hermcnn kmeranna, sem hafa öll völdin í þorpunum. Og þetta eru kornungir menn. — Fólk getur ekki dregið fram lífið og neyðist til að re.vna að flýja. En nú komast sárafáir út lengur. Nýlega lentu 69 flóttamenn á jarðsprengju, auk þess sem þeim var dreift með skothríð. Enginn komst af. Flóttamaður, sem síðar komst út sagði frá þvf. Hann lá f felum f skóginum og margir eru þar enn, án þess að komast yfir landa- mærin. Þegar ég var á leið út sá ég sjálfur sex Ifk nálægt landa- mærunum. Það voru 2 úttútin Ifk af karlmönnum og fjögur barnalík, því þeir drepa börnin líka. Mér sýndist þetta fólk hafa veriðskotið til bana. Jú, ég sá Ifka sjálfur lík af fólki, sem hafði verið myrt. Til daMiiis lágu 30 lík um 30 km. frá Battamhang f Thibadet f jöllunum. Þar sem ég var að vinna á ökrunum höfðu þeir drepið 300—400 fyrrum hermenn. Beinagrindurnar lágu um allt. Við sáum á skvrtuleifunum að þetta hefðu verið hermenn. — Hvað nú? Ég er bara flótta- maður hér í búðunum og híð. vil ógjarnan fara mikið lengra. Ég verð hér a.m.k. 2—3 næstu mánuði og sé tit, áður en ég sæki um að fará nokkuð annað. Ég er feginn að hafa hér verkefni, þó opinberlega hafi ég ekki lcyfi til að vera læknir hér. En franski læknirinn frá „Medecin sans Frontiere" sem er hér í búðunum notar mig, og á nóttunni sé ég uni sjúklingana f sjúkraskýl- inu og er sóttur ef eitthvað er að. Ég er þakklátur fyrir að fá að starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.