Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 49 Allir læknar drepnir og eng- in nútímalyf til Viðta/ vid kambódíska /ækninn Men Bun F.vrir utan sjúkraskýlið í flóttainannabúðunum, Erna Grant or að þýða skeyti. Til hægri er kambódlski læknirinn IVten Bun Hueht Medeunk. 1 dyrunum standa fönsku læknarnir frá stofnuninni „Medecin sans frontiere" eða Læknar án landamæra, sem senda lækna sem sjálfboða liða á svona staði. Jucht Medeunk Men Bun Hucht Medeunk nefnist læknir frá Kambódíu, sem komst úr landi 16. júní 1976 eða fyrir rúmu ári, og er í flöttamannabúðunum í Aran.vaprathet IThailandi, þar sem undirritaður hlaðamaður hitti hann. Hann hafði starfað sem lækn- ir í Vináttusjúkrahúsi Sovétmanna f Pnom Penh á árunum 1960—1969, en fluttist þá að aðalsjúkrahúsinu 1 borginni Battambang. Eftir að kmerarnir tóku völdin 17. apríl 1975 og höfðu hrakið alla sjúklinga jafnt sem lækna út úr sjúkrahúsinu var hann rekinn meðstraumnum 1 austurátt um 20 mílna vegalengd í lítið þorp. Þar var hann neyddur til að vinna á hrísgrjónaökrunum og síðar fluttur í annað þorp. — Ég vann sem dráttardýr, dró plóg sagði hann. — Eg skipti um nafn í upphafi og reyndi að dyljast, útskýrði hann. Um börnin mfn þrjú, sem eru 12 ára telpa, 10 ára drengur og 4ra ára drengur, veit ég ekkert. Ég og konan mín vorum skilin að, hún látin vinna við fisk í 70 km fjarlægð frá þeim stað sem ég var. Af hverju ég fór? Ég vildi í rauninni ekki flýja. En þö maður vinni svona. eins og ég var látinn gera, þá fá menn ekki nóg að borða. Og sé maður ekki nógu fljótur að hlíða hverri skipun, þá er maður umsvifalaust drepinn. Ég horfði á litla drengi drepna af þeim sökum. Ég vildi ekki fara þannig frá konu minni móður og börnum, en það var ekki um neitt að velja — ef ég ætlaði að halda lífi. — Vinur minn Ky Seiro, sem var bæði tannla'knir og læknir í sjúkra- húsinu í Battambang var höggvinn niður 5 km frá borginni. Þeir vissu hver hann var, að hann var læknir og tannlæknir, og létu hann vinna f einn mánuð við að gera við tennur. Svo tóku þeir hann og drápu. Hann átti konu og sex börn. Ég veit ekkert hvað um þau varð, sagði Men Bun Hucht Medunk og hélt áfram: — I)r. med Uon Cmhout, aðstoðaryfir- la'knirinn á sjúkrahúsinu í Battam- hang, var líka drepinn. Þeir höfðu upp á honum og drápu hann í apríl- mánuði sl. Þangað til vann hann á ökrunum og tökst að d.vljast eins og ég. — Sjúkrahúsin sem enn eru eftir, eru bara fyrir hermenn Rauðu kmeranna. En það eru svo til engin nútímalvf til í landinu. Kambodíu- Maeta, hjúkrunarkonan frá flóttamannastofnuninni bólusetur flóttakonu. Aðgerðarleysið er mesta böl fólksins í flóttamannabúðunum. Nokkrir ungir menn hafa af vanefnum komið sér upp smiðju. Hermann Rauðu kmeranna skiptu borg- inni í 4 svæði og ráku þá íbúa, sem staddir voru á viðkomandi fjórðungi í áttina út úr borginni þeim megin, eins og þegar skipt er á dansgólfi. Síðan hefi ég ekki heyrt eða séð neitt af minni fjölskyldu. — Ég var þarna i Pray Lapan í 3 mánuði, þrælaði á hrísgrjónaökrunum og fékk sem svaraði einni Nestle mjólk- urdós af hrfsgrjónum að lifa á daglega. Allir voru orðnir veikir i kring um mig. En ég var fflhraustur fyrir. Að þremur mánuðum liðnum var ég fluttur til Pursat. Þá voru um það bil ein milljón manna reknir aftur af stað og látnir flytja sig í nýjar vinnubúðir. Karlarnir voru aðskildir frá konunum. Ég er ein- hleypur og einn á báti. Þar sem við vorum látin stanza, voru engir vegir eða nokkuð annað, sem tilheyrir menningar- lífi. Fólkið var neytt til að byrja á því að leggja slóðir og ryðja akra með berum höndunum. Allt gekk út á það að vinna mikið og borða lítið-Gamia fólkið, sem ekki gat unnið erfiðisvinnu, var látið flétta mottur. Börnin voru aðskilin frá öðrum. Þau fengu enga kennslu, enda búið að útrýma kennurunum, sem eru í hópi óæskilegra menntamanna í hinu nýja þjóðfélagi. Hve mikla menntun þarf til þess? Sá sem hefur 7 ára skóla- göngu er menntaður og því fellur hver kennari í þann hóp. Matarskamturinn var naumur. Fyrir kom að heilli fjöl- skyldu voru skömmtuð 300 gr. af hríf- grjónum, sama hve margir voru f heim- ili. Allir voru orðnir bólgnir af vannær- ingu og sjúkir. Malaría og aðrir sjúkdóm- ar herjuðu. Eftir að uppskerutíma lauk var hrisgrjónunum safnað saman. Kaup- félagsstjórinn, eða hvað sem hann nú var, lét hlaða þeim á trukk og flytja á Framhald á bls. 54 Vary á í miklu sálarstríði. Faðir hans vill ekki fara með fjölskylduna, en hann langar að eiga framtíð og sækja um að komast til Frakklands. fylgdist með fólksstraumnum, sem rek- inn var í vesturátt frá borginni. Um 30 km fyrir vestan Pnom Penh var hópur- inn látinn stanza og fara að rækta hrís- grjón á staðnum, sagði hann. — Rauðu kmerarnir vissu ekki hver ég'var og að ég hafði verið í hernum. Allir mínir félagar, sem þeir vissu um, voru líka drepnir eftir uppgjöfina. Á þessum stað voru margar fjölskyldur saman, en mér var ekki leyft að fara neitt og gat þvi ekki leitað að foreldrum minum. Fjöl- skyldunni hafðj verið tvístrað og rekin sitt i hverja áttina út úr Pnom Penh. Nokkrir flóttamannanna vinna styttur af guðum og gyðjuni úr tálgusteini með þjöl og re.vna að koma þeim í verð til að cignast einhverja aura. Myndir E. Pá. Men Bun Hucht Medeunk var la-knir við Vináttusjúkrahús Sovét- manna í Pnom Penh og síðar í Battambang. Nú er hann flótta- maöur, flestir starfsbræður hans voru drepnir. menn hafa ekki þegið neina aðstoð erlendra hjálparstofnana eða keypt inn lyf. Því eru engin meðul til og um leiö veit umheimurinn ekkert um hvað er að gerast f landinu. I sjúkrahúsunum eru engir læknar lengur, aðeins einhverjir sem ekkert kunna. Þeir gefa sprautur af handahófi, eða jurtalyf. Yfirla'knir- inn af sjúkrahúsinu í Battambang vinnur núna á ökrunum, eins og ég gerði. Þeir vita hver hann er og þegar þarf að framkvæma einhvern stóran uppskurö, sem þeim finnst þess virði, þá sa'kja þeir hann og senda svo aftur út á akurinn. Allir aðrir í sjúkrahúsinu eru hermenn eða fyrrverandi hermenn Rauðu kmeranna. A minni stöðuni er engin la'knamiðstöð eða heilsu- verndarslöð. 1 hæsta lagi skottu- la'knar með jurtaseiði. — Che-Chen, starfsbröðir minn og sérfra'ðingur í geislala'kningum, sem rekinn var út úr sjúkrahúsinu með sjúklingunum þegar borgin féll, og út á akrana. þra'laði þar. Þeir komust svo að því hver hann var og a'tluöu að drepa hann. En hann komst undan á flótta og skildi eftir fimm hörn. Ilann kom hingað 12. júní 1977. Hann lýsti því fyrir mér hvernig ástandió væri á spftölunum. Sjúklingunum væri bara gefið eitfhvað. Dropar væru I- ramhald á hls 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.