Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Hjálpartæki eiga að undirstrika hugkvæmni en ekki að fela hugmyndaskort. ! röð sex mynda sjáum við hvernig sjónlátbragðs og m.vndmennt er samræmd í skemmtilegum leik við að kenna börnum í forskóla að telja. Bragi Ásgeirsson: Mynd- og handmennt (V anmetin námsgrein) A undanförnum árum hefur af hálfu skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins fáriö fram umfangsmikil úttekt á þeim námsgreinum er hafa hlotið sam- heitið ,,mynd- oa handmennr'. Þetta er nýyrði sem hyggt er á sameiginlegum stofni frjálsrar myndlistar og hvers konar hand- íða. — Þetta er fremur óþjál þýðing á hinu norræna orði „Forming", en hins vegar þótti t.d. nafnið myndió höföa of mikið til myndlistar, en við þetta situr þar tíl heppilegra orð finnst. Hér er að sjálfsögðu átt við mótun hvers konar efniviðar i hlutlæga eða óhlutlæga mynd, með mikilli áherzlu á virkjun skapandi kennda hjá nemendur til eflingar sjálfstæðri athafnaþrá og hugkvæmni. Til nánari skýringar á eóli þessa náms má t..d visa til þess, að eitt er að lesa og annað að skilja textann, eins og það er tvennt ólíkt að sjá og horfa. Nákvæmlega á sama hátt og það er eitt að taka upp mynstur úr bók eða blaði og annað að vera fær um að hanna mynstur sjálfur. Segja má að til skamms tíma hafi meginhluti allrar mynd- og þá einkum handmenntar byggst á þvi að láta nemendur vinna eftir aðfengnum hugmyndum og þótti sá að sjálfsögðu færastur er var flínkastur við að „líkja eftir". Slíkt verður að sjálfsögðu aldrei annað en dautt fagnám þar sem skapandi eiginleikar viðkomandi fá ekki útrás. Svo rammt var um þessa stefnu, að þeir er dirfðust að víkja örlítið út frá gefinni formúlu voru annað tveggja Hverjum skóla á að vera það heilöjí skylda að rækta þann áhuga, lífsgelði og fróðleiksþorsta er skín úr andliti þessa forskólanem- anda. Fagurlega hannaöir gripir í iönaði svo sem transistir og myndavél er ávöxtur gildrar undirstöðu- menntunar í sjón- og handmenntum. nefndir klaufar eða þeir spurðir í gamni hvort þeir hygðust hasla sér völl á akri listagyðjunnar! Allir hafa tilhneigingu til vana- festu og þykja þeir hlutir þekki- legastir er þeim standa næst og eru orðnir þeim að eins konar reynslutákni, sbr. máltækið „hverjum þykir sinn fugl fagur". Heimaslóðirnar fegurstar, ættlandið fegurst o.s.frv. Likt og íslendingum þykir hálendið fagurt þykir Dönum hið frjósama skógiklædda flatlendi auganu hugnæmast.Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlilegt, þvi að menn tengjast þeim formum sterkustu tilfinningaböndum er þeir hafa að jafnaði í næsta sjónmáli og að sjálfsögðu gegnir sama máli um litina i náttúrunni. Þetta eru sjálfgefnar staðreyndir sem höfða til tilfinningategnsla viðkomandi, en það er ekki eins víst að menn þekki umhverfi sitt, þvi að um- hverfi mannsins verður sem betur fer aldroi numið að fullu. Endurnýjunarkraftur náttúrunnar er svo mikill að hún er stöðugum breytingum háð, þótt hægar séu í flestum tilvikum. Það er mögulegt að horfa af vana á alla hluti og skapa sér ákveðnar fastmótaðar hugmyndir um um- hverfi sitt og þarmeð loka sviðinu, loka þeir sér öllum öðrum möguleikum. í kennslu- bókum er sagt að grasið sé grænt, hafið blátt, himinninn blár mold- in brún o.s.frv. Gegnum slík orð- tákn lærum við heilmikið sem við síðar notum ósjálfrátt á sjónræn- an hátt, án þess að aðgæta réttmæti kenningarinnar með aðstoð sjónarinnar. Slík sam- blöndun orða og sjónrænna tákna sljóvga vissulega upplifunarhæfi- leika þann, sem felst i þvi að uppgötva fjölbreytni og endur- nýjunargildi hluta. En grasið er sannarlega ekki ævinlega grænt, himinninn er ekki ætíð blár, og hafi skiptir um lit eftir því hvernig Ijósið fellur á það og eftir hita og kuldastigi. Allt þetta er næsta auðvelt að sanna með athugun i náttúrunni. — Nú spyr máski einhver: „Hvað kemur þetta allt mynd- og hand- mennt við, hvert er verið að fara“? Því er hér til að svara, að kjarni mynd- og handmenntanáms er einmitt hinn gefni hæfileiki ein- staklingsins til að uppgötva og upplifa á eigin spýtur möguleika efniviðarins er hann vinnur i hverju sinni, umforma og móta eftir eigin brjóstviti, — finna gleðina' við það að hin skapandi öfl leysast úr læðingi og hvernig sviðið stækkar í hvert skipti er nýjum áfanga er náð. Það hlýtur að vera hverjum og einum mikill ávinningur að losa um og virkja þessi duldu öfl, og það losast sjaldnast um þau af sjalfu sér, þó að hverjum og einum séu þau af skaparanum gefin, — í mismunandi mæli þó. A öllum tímum hefur manneskjan látið sig dreyma langt inn í heima, sem ekki eru til, ímynduðum möguleikum hafa aldrei verið takmök sett. Leyndar- dómurinn liggur ekki einungis í því að skilja, heldur öðru fremur í því að upplifa, — ekki horfa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.