Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 — Að þekkja... Krarnhald af bls. 34. greiddu mánaðarlega smáupphæð i sam- eiginlegan sjóð. f þessum hópi voru margir, sem síðar urðu frægir málarar, eins og t.d. Kooning og einnig aðrir, sem ennþá berjast i bökkum i list sinni. En i þá daga vorum vi allir heldur snauðir menn og þú getur þvi imyndað þér kostuglegheitin að i þennan félagsskap kepptist fina fólkið við að kom- ast — það þótti fint að taka niður fyrir sig, og iðulega gat þarna að lita margmilljónera veitast um innan um hálfslompaða og bláfátæka listamenn.“ Segðu mér frá því, þegar þú hittir Nínu fyrst? „Ég hitti Nínu fyrst árið 1945. Þá var það þannig, að i New York voru 3—4 sýningar- salir, sem sinntu samtimalist, það var nú allt og sumt. Hins vegar var fjöldinn allur af söfnum, sem sýndu ails konar list frá öllum öðrum timum, bæði eftir heima- menn og viðurkennda erlendra málara, þvi að nú voru striðstimar og margt fólk, bæði frá Frakklandi og Þýzkalandi, leitaði vest- ur um haf og þar á meðal kunnir málarar. Þar á meðal voru t.d. ýmsir „serialistarnir" en einnig Mondrian, Max Ernst og Léger. Þeir hittu bandariska málara og mörkuðu mikil spor i nútima myndlist þar. Upp úr þessum jarðvegi spratt afstrakt- expressjónisminn, heiti sem hefur verið mikið notað, en merkir i sjálfu sér ekki neitt, kannski helzt það að menn tjá sig i afstrakt formum. Þetta skall yfir eins og bylgja. Þama voru söfn, eins og Whitney-safnið, sem ein- skorðaði sig ekki við listamenn af banda- risku þjóðemi heidur stóð það opið öllum, sem unnu að list sinni i Bandarikjunum, sama hvers þjóðernis þeir voru. Þetta þótti mér ákaflega lofsvert og vona að safnið haldi áfram á þessari braut, þvi að þetta er i anda þeirrar grundvallarreglu sem banda- riskt þjóðfélag er byggt á. Og enda þótt margt misþjafnt megi segja um Bandarikin og ég viti að þau eru ekki i alltof miklu áliti meðal margra hér i Evópu, þá hefur mér sjálfum ailtaf fundizt mikið til um þennan þátt i bandarisku þjóðlifi, þessi áherzla sem lögð er á frelsi hvers einstaklings, kannski af þvi að ég kynntist eitt sinn og bjó um tima við einræði hinnar grimmilegustu tegundar. Hvar var ég? Já, ég var að segja þér frá söfnunum, og sýningunum þar. Mér er sérstaklega minnisstæð ein sýning i lok striðsins, þar sem var sýning á franskri samtimalist, sem frönsk stjórnvöld sendu yfir hafið. Þetta ver afspyrnu slæm sýning, og við þessir ungu málarar sem sáum hana, urðum fyrir meiriháttar áfalli. Við kom- umst auðvitað að þvi siðar, að þessi sýning var alls ekki dæmigerð fyrir franska mynd- list á þessum tima heldur að það hafði tekizt svona illa til við val á myndunum, en eins og á stóð töldum við að þetta væri sú list sem iðkuð væri i Frakklandi og dróg- um þá ályktun að henni hefði hnignað svona á styrjaldarárunum. Þetta virkaði þannig á okkur, að við fylltumst eldmóði og strengdum þess heit, að nú yrðum við að taka yfir þar sem myndlistinni sleppti i byrjun striðsins, við yrðum að taka á okkur að halda á lofti vestrænni hefð og góðri myndlist úr þvi svona væri komið fyrir Frakklandi. Þetta voru engin samtök með- al okkar heldur einhver tilfinning, sem fór eins og eldur um sinu. Við fylltumst ábyrgðartilfinningu. Við höfðum verk að vinna og ekkert gat stöðvað okkur — við beinlinis þröngvuðum afstraktexpressjón- ismanum upp á almenning og söfnin, sem voru alls ekki reiðubúin að taka við honum en áttu engan annan kost. Sigurinn vannst og okkur fannst við vera guðlegar verur. Afleiðingin varð siðan sú, að þungamiðja myndlistarinnar færðist frá Paris yfir til New York.“ Og hefur þú verið algjörlega trúr þeirri list sem spratt upp við þessar kringumstœður? Ég á við, að síðan hafa komið fram liststefnur sem nú vilja erfa ríkið, t.d. hugtakalistin — hefur aldréi hvarflað að þér að fást við eitthvað því um likt? „Hugtakalistin, já. Heyrðu, en ég gleymdi alveg að segja þér hvemig ég hitti Ninu fyrst — þú verður að minna mig á það á eftir, en fyrst ætla ég að segja þér skoðun mina á þessari nýju list. Sjáðu til — það eru alls kyns hópar til — framúrstefnu- hópar og þessa stundina ber kannski mest á hugtakalistinni. Og ég get sagt það, að ég kann að meta „hugdettur" og sumt af þvi, sem nú er verið að gera á þessu sviði, finnst mér býsna gott en almennt held ég að þessi list eigi ekki eftir að standast timans tönn. Strangt til tekið getur þetta naumast kallazt myndlist heldur er þetta miklu fremur sjónarspil. Þessa list skortir bæði styrk og dýpt að minu mati. Raunverulega má segja að hún sé i eðli sinu bókmenntaleg og við höfum áður upplifað bókmenntalegar stefnur innan myndlistarinnar, t.d. „seria- ■listina“ og þama er allt á eina bókina lært — ef það vantar myndræna þáttinn, þá stenzt hún ekki sem myndlist, þá skortir hana sannfæringarkraftinn. Og ég vil taka það skýrt fram, að þetta er ekki fordómar af minni hálfu, þvi að ég er opinn fyrir öllum nýjungum, svo mikið veit ég um sjálfan mig. Nei, þetta er list sem hefur enga dýpt og ég held hún sé sannast sagna tizkufyrirbrigði. Þú veizt, að sumir þessara listamanna hafa lagt það á sig að leggja plast kringum heil fjöll. Þetta er auðvitað umtalsvert afrek og heilmikið sjónarspil, en þegar öllu er á botninn hvolft þó ekki meira sjónarspil en svo, að það bliknar i samanburði við tækniafrek nútimans, t.d. lendinguna á tunglinu. Ef aðalmarkmið þessara listamanna er að framleiða sjónar- spil þá geta þeir eins lagt upp laupana strax, þvi að þeir hafa enga möguleika á þvi að keppa við nútimatæknina. Hún verður þeim ætið langtum fremri. Og þá erum við aftur komnir að því hvernig þú hittir Ninu. „Alveg rétt. Ég var þarna áðan að byrja að segja þér frá þvi, að það hefðu verið 3—4 sýningarsalir i New York, sem ein- ungis sýndu samtimalist, og maður hafði það fyrir venju að ganga reglulega á milli þeirra til að sjá hvað um væri að vera. Einn þeirra stóð við Madison-breiðstrætið i hornhúsi, sem venjulega er kallað Fuller- byggingin og maðurinn sem rak þennan sal hét J.B. Newman, Þjóðverji sem komið hafði vestur um haf á þriðja áratugnum og kynnti ýmsa þekkta evrópska málara fyrir Bandarikjamönnum, t.d. Klee, svo að ein- hver sé nefndur. Ég lagði þangað leið mina einn daginn og þegar ég kom að, sá ég að hann var fullur af fólki og vissi þar með að þarna væri verið að opna sýningu. Ég hafði ekki hugmynd hver málarinn var en rangl- aði um salina og virti fyrir mér myndimar. Þetta voru þróttmiklar myndir, sem mér gazt strax vel að og þar sem ég stóð þama kom Newman aðvifandi og spurði hvort mér félli sýningin. — Já, og það var kominn timi til að þú héldir aimennilega sýningu, sagði ég, þvi að mér hafði þótt litið um sýningarnar þama undanfarið. Newman firrtist ekki meira við en svo, að hann spurði mig hvort ég vildi hitta listamanninn. Jú, ekki hafði ég á móti þvi og Newman leiddi þá fyrir mig unga konu og var þarna Nina komin. Ég var satt að segja dálitið undrandi, þvi að ég hafði átt von á þvi að listamaðurinn væri karlmaður eftir myndunum að dæma. Við hittumst siðan tvivegis án þess þó að nokkurt til- finningalegt samband kæmist á, og i sið- asta skiptið hafði talazt svo um á milli okkar, að ég byði henni út að borða. Hún bjó þá aðeins nokkrum húsum frá mér, svo að hið tiltekna kvöld gekk ég yfir til hennar en þá svaraði enginn hvemig sem ég barði upp á hjá henni. Ég botnaði ekkert i þessu, en gafst upp á biðinni og brá mér inn á veitingahús i grenndinni, sem ég kom oft á. Viti menn — situr ekki Nina þar og með öðmm karlmanni. Auðvitað fauk i mig, svo að ég strunsaði framhjá og yrti ekki frekar á hana. Það er annars skritið að i hvert sinn sem ég minntist á þetta atvik við Ninu, vildi 63 hún ekkert við það kannast og kvað þetta eintóman hugarburð i mér. Hún hvarf mér svo sjónum i fáein ár, faðir hennar lézt i millitiðinni og hún fór heim til fslands. En svo var það nokkrum árum siðar, að ég var enn staddur i þessum sama sýningarsal og þá stendur Nina þar allt i einu fyrir framan mig og heilsar mér, gleiðbrosandi, eins og gömlum vini. Ég er að visu nokkuð lang- rækinn en lét nú á engu bera, og ég man að Nina jpurði mig hvort ég vissi um nokkra vinnustofu á lausu. Nei, ég vissi ekki um neina slika en sagði, að hún gæti gefið mér simanúmer sitt og ég þá hringt i hana, ef ég hefði spurnir af vinnustofu. Þetta æxlaðist siðan þannig, að siðar þennan sama dag hringdi ég i hana, sagðist að visu ekki hafa fundið neina vinnustofu handa henni en ég væri að fara i samkvæmi til tónskálds nokkurs, kunningja mins, og hvort hún vildi koma með? Hún var til i það, við fórum til tónskáldsins og urðum siðan ástfangin. Þannig er nú sú saga. Heldurðu að þið Nina hafið haft áhrif hvort á annað i list ykkar? „Nei, gagnkvæmara áhrifa gætir ekki i einni einustu mynd okkar beggja, ieyfi ég mér að fullyrða, og eins og ég tel raunar að yfirlitssýningin hér beri glöggt vitni. Má það reyndar teljast furðulegt miðað við að sambúð okkar stóð i um tvo áratugi. Við bárum þá jafnan virðingu fyrir þvi sem hitt okkar var að gera, studdum hvort annað með ráðum og dáðum en fórum samt alltaf okkar eigin leiðir. Á þessari sýningu hérna er kannski ein mynd, sem minnir á Ninu og það visvitandi. Þetta er ein af fáum stórum myndum á sýningunni, mynd sem ég málaði þremur árum eftir lát hennar og er eins konar „in memoriam" um Ninu — með þessum stóru formum sem einkenndu myndir hennar en öðru visi upp byggð og með annars konar litasamsetningu. En ástæðan fyrir þessum litlu áhrifum er auð- vitað sú, að þegar við hittumst erum við bæði orðin þroskaðir persónuleikar og mótaðir listamenn, sem ekkert gat breytt. Hins vegar þekkti ég fjölmörg dæmi um áhrif milli hjóna, sem bæði eru myndlistar- menn, en þá er nú venjan sú, að annar aðillinn er sterkari og áhrif hans verður ríkjandi i verkum hins. Sérstaklega á þetta þó við um ung hjón, og venjulega er það þá konan sem verður háð listsýn mannsins og mörg dæmi eru um það að konan detti út úr listinni, sennilega vegna þess að það kemur i hennar hlut að annast börnin, þegar þau koma, og allt heimilishaldiö. Liklegast er, að þama sé að ferðinni karlmannskúgunin alræmda — the male chaucinism. Þetta kann að vera að breytast og Nina hefði aldrei látið sér svona lagað lynda. Hún var ábyggilega mikil jafntéttis- kona á þess tima mælikvarða." — b.v.s. — Mynd- og handmennt Framhald af bls. 45 næsta ótrúlegt og jaðrar við að vera fáránlegt hve vel selst á myndverkasýningum hérlendis, en of litið er gert að því að þroska mynd- og formskyn almennings og fræða hann í þessum efnum. Hér er brýn þörf úr að bæta með haldgóðri upplýsingamiðlun f öllum skólum landsins og fjöl- miðlum. Fjölmiðlar hafa hér nokkuð lagt til rnála á síðari árum, einkum er gagnrýni varðar en þar skortir meira af greinum almenns eðlis um listir. Aðgengi- legar fræðandi greinar um hinar aðskiljanlegustu tegundir lista. Mér er kunnug að vilji er fyrir hendi hjá menntamálaráðuneyt- inu uni að stórefla mynd- og hand- menntakennslu í skólum landsins, en ófáir skólastjórar munu hér ekki vera með á nótun- um og telja, að margt annað eigi að hafa forgang t.d. að auka hjálpartækjakost fyrir önnur kennslufög. Þetta virðist skannn- sýn afstaða, því að sjálfsögðu koma hjálpartæki að litlum notum í höndum þeirra, er ekki geta beitt skapandi hæfni, á sama hátt og enginn verður læs af þvi einu að fá sér gleraugu og er hér einföld, en hliðstæð samliking. Fegurstu smíðisgripirnir hafa ekki endilega verið gerðir með fullkomnustu tækjunum, né nafn- toguðustu málverkin unnin með bestu penslunum. Eðlilega hef ég öðru fremur rætt um myndina í þessum pistli, en mynd- og handmennt spannar mjög víðfeðmt svið, svö viðfeðmt að ég hef hugleitt hvort ekki væri réttara að nota hér samheitið Sjón- og handmennt. I fyrsta lagi hljóta allar myndmenntir að vera handmenntir einnig og i annan stað kemur sjónin allstaðar við sögu gagnvart handmenntum og þá vitaskuld einkum hin þjálfaða sjón. Hér eru sjóndaprir og blind- ir undantekning, en þeir geta náð mjög langt i handmenntum er mætti greina sem „skynrænar handmenntir". Ég hef reynt að skýra hér gildi og þýðingu sjón- og handmennta i skólakerfinu og vil að lokum benda á það, að i sambandi við íslenzkan iðnað, sem stöðugt er verið að leitast við að efla, styrkja og auglýsa með iðnkynningum víða um land, — að það er tómt mál að hyggjast byggja upp gildan iðnað án gildrar menntunar i skólakerfinu varðandi mynd- og handmennt. Hér gildir það sem annarsstaðar að undirstaðan sé rétt. Bragi Asgeirsson. olílitir 2 gæðaflokkar ■ vatnslitir plötur og túpur þekjulitir plötur, túpur og glös acryl-iitir taulitir postulinslitir silkiþrykkslitir 2 gerðir þrykklitir f dúk strigi blindrammar grunnur og oliur penslar marðarhár svinshár íkornahár nylon olíulitasett pallettur dúkskurða rsett karton ótal gerðir pallettuhnifar teiknivörudeild Hallarmúa 2 SENDUMí PÓSTKRÖFU „Allt til að auka listina' eða listaukandi . . . KVEÐJUHÓF ÁRSHÁTÍÐIR FUNDAHÖLD FERMINGARVEIZLUR TJARNARBÚÐ — SÍMI - 19000 - 19100 — BINGO AFMÆLISHÓF BRÚÐKAUPSVEIZLUR ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.