Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 53 Samkvæmt þessum samningi er Magnús virkjaður sem laga- smiður og að sögn hans hefur Chappells-fyrirtækið nú mestan áhuga á að hann helgi sig þyngri verkunum, en sleppi popplögun- um að mestu. Stóra platan hans, ,,Stiil photographs", sem kom út fyrir tæpu ári hafði að geyma ýmis popplög sem höfðu hvilt á honum og staðið i veginum_fyrir framförum á vissan hátt. ,,Ég þurfti að koma þeim á plötu til að fá útrás og losa mig við þau," segir hann. • LONDON AFTUR HÖFUÐBORG POPPSINS Við erum komnir út á fjöru- kambinn vestast á Álftanesinu, stöðvum bilinn og göngum út. Skerjafjörðurinn, Faxaflóinn og Snæfellsnesið í fjarska, allt geisl- um baðað, þetta er útsýni sem Magnús kann að meta. Við tyllum okkur á steina og talið beinist að nýju bylgjunni sem hefur hrært duglega upp i popplífi Bretlands. ,,Mér finnast Peter Gabriel úr Genesis og Mike Oldfield vera með það bezta sem nú heyrist i Bretlandi," segir Magnús. ,,Það sem yngri hljómsveitirnar eru með er mjög hrátt. Þegar þessir ungu krakkar, 17—20 ára. heyra í hljómsveitum eins og Genesis, Doobie Brothers og lOcc, þá hafa þeir enga möguleika á að flytja slikt efni. Þeir byrja þvi upp á nýtt á þriggja gripa lögunum, rokkinu, þessir yngri menn geta ekki leikið eins fágaða tónlist og þeir eldri. Hins vegar er gífuleg orka i flutningnum hjá þeim. Þeir minna um margt á Bítlana og Rolling Stones, eins og þessar hljómsveitir voru { fyrstu, að öðru leyti en þvi að tiðarandinn i dag er annar og setur sinn svip á flutninginn, hljóðfærin til dæmis dálitið öðru vísi o.s.frv. Rudda- skaputinn er líka áberandi, en það virðist þurfa eitthvað slíkt til að vekja athygli. Það ljóta i fari þeirra kemst fyrst i fjölmiðlana." Fyrir nokkru lýsti einn blaða- maður brezka tónlistarblaðsins Melody Maker því yfir, að þessi nýja bylgja hefði gert London að höfuðborg poppsins að nýju. Magnús tekur undir þetta og segir að það sé alveg sams konar spenna í loftinu og var hér á landi á fyrstu árum bítlatónlistarinnar, þegar hljómsveitirnar spruttu upp í bílskúrunum. ,,Það er sama andrúmsloftið, sama spennan," segir hann. „Það koma litlar „punk'- rokkhljómsveitir nærri daglega til Chappells með efni, sumt mjög gott. Það er bara spurning um hvaða hljómsveit slær fyrst í gegn fyrir alvöru, en ég er alveg viss um að einhver hljómsveitin á eftir að gera það og koma fram með eitthvað alveg nýtt. Þær eru raunar búnar að því að vissu marki, hljómsveitirnar. Nokkrar þeirra eru mjög athyglisverðar og þó að megnið af efni þeirra sé ekkert sérstakt, þá eru alltaf eitt—tvö lög innan um sem eru mjög góð." ISLENDINGUR MEÐ SVIPAD EFNl En þótt útsýnið sé fallegt, þá er vindurinn svalur og það setur hroll að okkur. Við flýjum inn í bílinn og höldum spjaliinu áfram. Magnús nefnir nafn Hilmars Gunnarssonar, ungs lagasmiðs sem fáir þekkja til. Hilmar var í Englandi fyrir nokeru og tók upp plötu með eigin efni og Magnús stjórnaði upptökunum. „Nokkur laga Hilmars eru ein- mitt full af þessum sama krafti og einkennir „nýbylgju"- hljómsveitirnar. Þetta eru lög um efni eins og óveður, Læragjá og fleira, en það merkilega er, að Hilmar sarndi þessi lög fyrir löngu siðan. En hann hefur einn- ig samið mörg mjög falleg lög, sem eru algerar andstæður fyrr- nefndu laganna, lög sem fjalla um þá sem standa honum næst." Talið berst að íslenzkum plöt- urn og Magnús segir, að nýja plat- an frá Eik sé langbezt að sínu mati. Hann segist viss um að ef sú plata væri hljóðblönduð að nýju með góðum enskum textum, þá hefðu erlend fyrirtæki áhuga á þessu efni. Eg spyr Magnús, hvort honum finnist tónlist sín bera íslandi merki. Hann svarar játandi: „Mér finnst landið hafa geysi- leg áhrif á mig og ég skynja það alltaf sterkara eftir þvi sem ég er lengur í burtu. Þetta er i mörgum öðrum lika, til dæmis Gunnari Þórðarsyni. Þessi hæga sveifla yf- ir landinu sem kemur framú' fólk- inu lika — hún heyrist i tónlist- inni. Þó er lifið hér orðið dálítið stressað, af þvi að efnahagskerfið hér er ekki mjög gott, en landið sjálft er mjög gott. Þó að fólkið sjálft geri sér kannski ekki alltaf grein fyrir þessu, þá skynja ég mjög vel, hvað Islendingar eru heppnir i raun og veru." Við ökum af stað á ný, snúum við og höldum til Hafnarfjarðar. Enn skin sólin og Magnús segir frá verki sem hann samdi við ljóö- ið Gunnarshólma. Hann segist hafa mikinn áhuga á að leika þetta verk inn á plötu með Karli Sighvatssyni og einnig hafi komið til tals að Karl fari utan tneð honum til að leika á plötunni með geimferðaævintýrinu, ef unnt er. Magnús segist einnig vera með efni á barnaplötu sem hann langi til að senda frá sér. „Eg á tilbúið efni á fjórar stórar plötur," segir Magnús. „Eg sem svo miklu meira úti i Englandi en hér heima. Þar fæ ég miklu meira næði og get hugsað miklu betur um það sem ég er að fást við. Aðstaðan sem Chappells veitir mér er líka mjög göð. Ég fæ til nota átta rása stúdíó til að gera reynsluupptökur af öllu niínu efni og fæ kunningjana í lið með mér til að annast undir- leikinn." • SKO/KUR DVERGASTEINN Við ökum yfir hraunið. Kannski eru þar álfar og dvergar sem gætu orðið Magnúsi tilefni til tónlistar- sköpunar. Hann rifjar upp fyrstu heimsókn sina til höfundar dvergasögunnar sem fyrr var nefnd: „Ég hafði samið alla tónlistina, áður en ég fór að tala við hann. Hann er mjög sérstæóur, lifir al- veg i þessum heimi dverganna og talar við þá um allt mögulegt. Hann telur sig vera fulltrúa þeirra og vera að flytja heiminum boðskap þeirra. Þetta var veilauð- ugur maður, en hann hefur varið stórfé i dvergasögurnar sinar og er nú orðinn gjaldþrota. Þegar við komum tveir til hans, þá kom hann með stein og sagði okkur, að þetta væri dvergasteinn úr göml- um kastala í Skotlandi. Sagðist hann hafa verið að róta þar i gömlu drasli og þá fundið gamlan, ryðgaðan kistil, sem bókstaflega bráðnaði i höndunum á honum, en eftir stóð steinninn. Hann tók þessa sögu sína greinilega svo al- varlega, að mér þótti vísast að vera honum alveg sammála. Ég fór að segja honum frá islenzkri þjóðtrú og þá sagöi hann mér frá þvi, að hann hefði einmitt verið að biða eftir Islendingi til að semja tónlist við dvergasögurnar. Skozkur spámaður hefði nefni- lega spáð því, að einhvern tímann myndi Islendingur semja slíka tónlist. — Nú, svo barst talið aftur að dvergasteininum. Maðurinn sagði okkur, að steinninn hefði þá ár- áttu, að ef honum likaði ekki við fólkið sem héldi á sér, þá yrði hann beinharður. Við vorum látn- ir halda á honum í fimm mínútur hvor — og viti menn — steinninn varð hinn mildasti í höndunum á okkur. Þá sagöi maðurinn: Stein- inum likar stórvel við ykkur. Nú eru dvergarnir komnir í heila höfn með mál sín, nú eru betri horfur en áður." —sh. TIL HÚSBYGGJENDA Vinsamlegast athugiö, aö lögn rafmagnsheimtauga er mun dýrari aö vetri en aö sumri, og að allmiklir annmarkar eru á aö leggja þær, þegar jarövegur er frosinn. Af þessu leiöir, aö húsbyggjandi getur oröiö fyrir verulegum töfum viö aö fá heimtaug afgreidda aö vetri. Þvi er öllum húsbyggjendum, sem þurfa heimtaug í haust eöa vetur, vinsamlegast bent á að sækja um hana sem allra fyrst. Þá þarf aö gæta þess, aö byggingarefni á lóðinni eða annað, hamli ekki lagningu heimtaugarinnar. Jarövegur á því svæöi, sem heimtaugin liggur, þarf einnig aö vera kominn í sem næst rétta hæö. Gætiö þess einnig, að uppgröftur úr húsgrunni lendi ekki fyrir utan lóöamörk, þar sem hann hindrar með því lögn, m.a. að viðkomandi lóö. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæö. Simi 18222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Á morgun kl. 16:00 hefst Iðnkynning í Reykjavík. Iðnkynningin verður sett við hátíðlega athöfn, sem fer fram í Austurstræti - á móts við Pósthúsið. Dagskrá: Kl. 15:110 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Kl. 16:00 Albert Guðmundsson, form. Iðnkynn- ingarnefndar býður gesti velkomna. Ávörp: Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri. Hjalti Geir Kristjánsson, form. verkefnisráðs Islenskrar iðnkynningar. Setning Iðnkynningar í Reykjavík: Björn Bjarnason, form. Landssambands iðnverkafólks. Austurstræti, Lækjartorg og Lækjargata verða sér- staklega skreytt í tilefni iðnkynningar. IÐNKYNNING Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.