Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 — Kambódía Framhald af bls. 49. brott, til einhverrar miðstöðvar. Sagt er að þeir hafí þurft að nota hrisgrjönin til útflutnings og til að borga skuldir við Viet-Nama. Smáskammtur kom svo til baka til dreífingar milli fólksins. Þannig sagðist Kam Kam Say. % Líttu bara á söguna Áður en samtali okkar var lokið, hafði komið inn fullorðnari maður, ákaflega stillilegur og hlédrægur. Þar var kominn prófessorinn sem þeir höfðu boðað, Thono Travano og birtist viðtalið við hann i sérramma með þessan grein. Sarun Dehi, sem hafði litið viljað segja í fyrstu, aðeins hlustað, blandaði sér i samræðurnar — Kommúnistarnir eru að útrýma íbúum Kambódiu, eins og þú heyrir sagði hann. Auk þess sem þeir láta fólkið farast úr hungri og harðæri heima, þá hlýtur herinn þeirra lika að ver farinn að þynnast, því þeir eiga í ófriði á landamærunum hér að vestan og að austan við Viet-Nama. Af þessu fáum við alltaf fréttir. Þú spyrð hvað í ósköp- unum þeim geti gengið til. Líttu bara á söguna, sagði hann. — Hvað gerðist í Tíbet og Mongólíu? Kinverja vantar landrými fyrir 50 milljónir manna. Kam- bódia er frjósamt land og gott. Þar er fiskur í sjónum, hrísgrjön á örkunum og afbragðs góðir skógar. Við áttum 3 stærstu orkuverin á þessum slóðum, menningarverðmæti eins og Ankor Wat og demantanámur á stóru svæði. Jarð- vegurinn er svo frjósamur aó auðveld- lega má fæða 50 milljónir manna ef vel er að staðið. Kínverjar vilja bara landið og nafnið á þvi. ekki fólkið — alveg eins og í Tíbet og Mongólíu. Þess vegna er þeim ösárt um að ýta undir það að íbúun- um sé útrýmt og hermenn kmeranna eigi í útistöðum við nágrannana. — Eg ætla að biðja þig um að segja umheiminum þetta, sagði Sarun Dehi, Rauðu kmerarnir fara með fólk eins og skepnar, nema hvað skepnur eru þó fóðraðar. Áður hafði fólkið i Kambódíu Norodon Sihanouk, sem það hafi tiltrú á. Kommúnistarnir notuðu sér veikleika hans, skjölluðu hann og notuðu vinsæld- ir hans. Nú hefur hann engin völd og getur ekkert aó gert. Hvað á að gera? Ég veit það ekki. Eitthvað verður að gera, annars deyr öll þjóðin. En það verðar að gerast fljótt. Við nutum ekki frelsis nema i 15 ár, eftir að nýlendustjórn lauk. Við viljum verja okkur, ekki bara flýja. En okkur skortir til þess vopn og foringja. 0 Ungi lista- maðurinn Seng Team Það hafði stytt upp meðan ég spjallaði við mennina fjóra. Krakkarnir voru um allt að sulla í pollunum, hlógu og skriktu, og konurnar stóðu í biðröð til að sækja matarskammtinn sinn. Uthlutað var hrfsgrjónum, kjöti og grænm'eti. En við fórum að leita uppi listamanninn unga, sem ég hafði séð eftir styttur úr tálgusteini, merktar „Mr. Seng Team, Kmer flóttamaóur, i ágúst 1977“. Erna hafði verið með þær í Bangkok, til að reyna að selja þær fyrir hann, svo að hann gæti unnið sér inn nokkra skild- inga. Hann hafði, eins og nokkrir aðrir, komizt upp á að vinna- með einföldum verkfærum, svo sem þjöl, úr þessum tiltölulega mjúka rauðbrúna og gráa steini listmuni, mest myndir af guðum og gyðjum eftir fyrirmyndum úr hinu fræga hofi Kambódíumanna Ankor Wat. En stytturnar hans eru einstaklega vel gerðar. Hann hafði komið sér snoturlega fyrir með föður sinum og ungri eigin- konu í sínu afmarkaða pallskoti i einum Strákarnir aðstoða við að blanda mjólkina i flóttamannabúðunum. Þeir höfðu skrifað á ensku á vegginn: „I will live upstaires in heaven when third war brakes out.“ Og sýnir það kannski inn í skelfdan hugarheim þeirra. þó þeir skríki og brosi. skálanum, þar sem þau höfðu tjaldað af sem svefnpláss innri hlutann, en notuðu fremri hlutann sem íverustað. Þarna var allt merkilega hreinlegt við þessar að- stæður. En eins og siður er þar í landi, taka^illir af sér skóna áður en þeír stíga berfættir upp á pallinn. Því berast óhreinindi ekki þangað. Seng Team er nýkvæntur. Hann hafði kynnzt hiani ungu eiginkonu sinni, eftir að hann kom í flóttamannabúðirnar og þau gengið þar í hjónaband, sem nú mun sýnilega bera ávöxt áður en langt um líður. Hann kvaðst hafa sótt um að fá landvistarleyfi fyrir þau i Frakklandi. Kvaðst hafa góðar vonir um að einhvern tima kæmí að þeim og þau yrðu í þeim hópi þeirra heppnu flóttamanna, sem Frakkar taka við. En þeir eru eina þjóð- in, sem enn tekur reglulega við flötta- mönnum frá Kambódiu. Ungu hjónin voru sýnilega full eftir- væntingar, fengu heimilisfangið mitt til að skrifa mér þegar þau yrðu komin til Frakklands. Seng Team tók að sér að vera fylgdar- maður minn um sinn og lagði af stað með mér að leita að kambódíska lækninum. \ | A # • U Uy Thang Yoth hjálpar til í sjúkrahúsinu. Við fórum víða um þessar miklu flótta- mannabúðir, þar sem 7000 karlar, konur og börn lifa og biða — eftir einhverju. Við þessar ömurlegu aðstæður, þar sem skolp og sorp er vandamál, og eftir allt sem þetta fólk er búið að ganga í gegn um, virðist það enn megna að halda glaðlyndi sínu og reisn. Allir ganga i tandurhreinum fötum, leggja mikið upp úr því að vera ekki druslulegir og bjart bros birtist fljótt á andlitunum. Ég sá ekki horuð börn með útblásna maga, heldur virtust þau vel útlítandi. Stúlk- urnar frá PVO hjálparstofnuninni segja mér, að þarna séu engir munaðarleysing- ar. Missi barn foreldra sina, taki næsta fjölskyida það umsvifalaust upp á sína arma. Öll börn meðal kmera fái ást og umhyggju, svo sterk eru fjölskyldubönd- in ólíkt því sem þær þekktu frá Viet- Nam, þar sem mikið var um munaðar- leysingja. Þarna í búðunum gera menn það sem þeir geta til að hafa ofan af fyrir sér. Sumir höfðu byrjað á einhvers konar viðskiptum, seldu hinum ávexti eða eitt- hvert smáræði. Höfðu kannski fengið sent „stofnfé" frá ættingjum og vinum, sem komnir eru til þriðja landsins, Frakklands, Bandarikjanna og Kanada. Þeir heppnu eru duglegir að skrifa og senda smáseðla heim i flóttamannabúð- irnar og hafa þó sjálfsagt ekki mikið. Ég settist á trébekk og fékk mér með vinum mínum kaffi undir skýli i „kaffihúsi", þar sem fjölskyldan eldar súpu og kaffi til sölu. % Angistin býr í brjóstinu Vary, 26 ára gamlan Kambódíumann, bar þar að, og stúlkurnar fóru að spyrja hann hvernig honum liði af höfuðverkn- um, sem lengi hefur þjáð hann og ekki finnst orsök til. Enda var hann fjarska vesældarlegur á svipinn. Þegar ég fer að tala við hann, kemur raunar i Ijós að hann á ákaflega erfitt. Kannski er það orsök stöðugra höfuðkvala. Læknirinn franski segir mér, að þrátt fyrir brosin búi angistin inni fyrir. Það sé ástæðan fyrir öllum þessum kvörtunum um þrengsli fyrir brjósti, sem þeir átti sig ekki á sjálfir. Vary kveðst hafa flúið frá Kambódíu á árunum 1975 með fjölskyldu sinni. Þau voru 85 saman og gengu í 3 daga. Og þarna hafa þau verið síðan. Faðir hans vill ekki fara til Evrópu eða þriðja landsins. Og sjálfur á hann í miklu sálar- stríði um það, hvort hann eigi að vera kyrr hjá fjölskyldunni eða fara og reyna að búa sjálfum sér framtíð, ef tækifæri gefst. — Mig langar til að læra, segir hann. Og hann kveðst nú loksins vera búinn að ákveða að fara og hafa sótt um að komast til Frakklands. — Ég á þó einhverja framtið þar, sagði hann. Þráin eftir því að fá að læra virðist sameiginleg með öllu unga fólkinu. Þegar vitnaðist að einhver stofnun hefði beðið um lista yfir f jölskyldulausa unglinga, með það fyrir augum að koma þeim til fjölskyldna í efnaðri löndunum sem kostuðu þau í skóla, gáfu sig fjöl- margir þegar fram — skyndilega orðnir munaðarleysingjar og miklu yngri en þeir höfðu áður sagt, i von um að þarna væri þó tækifærið til að fá að læra. 0 Sendir til baka og drepnir Vary hafði raunar átt ættingja í þeim hópi flóttamanna, sem varð fyrir þeirri skelfingu að vera sendur tilbaka til Kambódíu. Þessir 26 flóttamenn voru komnir í flóttamannabúðirnar, þar á meðal föðurbróðir hans og tveir synir hans, 11 og 14 ára gamlir. Stúlkurnar frá PVO höfðu hitt þá við komuna, er þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.