Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 Jón H. Þorbergsson, Laxamýri: Andinn er yfir efninu. Þess vegna byggist mannjíildi og menning fölksins á því að þaö sé sem mest mettað af andlegú verðmæti, sem nothæft er til réttra hugsana og verka. Hvort fólk gerir sér grein fyr- ir því eða ekki, þá er lífstak- mai k vors allra — fyrirbúið af skaparanum — að vinna sér hér í tíma daganna þegnrétti í ríki Guðs. I umdæmi andlegra verð- mæta er lesmálið mikill þáttur og er þá vissulega ekki sama hvað lesið er. Á æskuheimili minu, skömmu fyrir aldamótin, þegar ég fór að fylgjast með, var Guðsorð mikið stundað. Þá Pílatus sagði Kristur: „Til þess er ég kominn að ég beri sann- leikanum vitni.“ Hann sagði líka að sannleikurinn gerði okkur frjáls. Enn fremur sagði Kristur: „Hver sem er sannleik- ans megin, heyrir mína rödd". (Jóh. 18.30) og Hann sagði: En sá sem iðkar sannleikann kem- ur til ljóssins, til þess að verk hans verði augljós, því að þau eru í Guði gjörð". (Jóh 3.21). Allt sem Jesús talaði, er sann- leíkur, lifandi orð, sem gilda í dag og fylgja mannheimi með- an hann stendur. Min orð munu ekkí undir lok liða,“ segir Hann sjálfur. Það, sem Hann sagði. gleði, friður, langlyndi, gæska, göðvild, trúmennska, hógværð, sjálfstjórn og annað sem göfugt er. Þetta skiljum við öll og höf- um frjálsræði til að velja og hafna. Valið á að vera krikja Krists, kenníng hennar og fyr- irheit, þá er allt fengið. Þrátt fyrir allt sem gert er í landinu og með þjóðinni, sam- kvæmt Guðs vilja, vantar þjóð- ina miklu meiri kristni i athöfn- um sinum, svo að allt megi vel fara. Það vantar meira kristni- líf i söfnuði krikjunnar, i skóla- báknið, í stjórnmálin, margs konar félagsstörf og fl. Þó að krikja Krists hér á landi í sókn. Hún hefur starfs- háttanefnd til að koma á breyt- ingum sér til styrktar. Hún eyk- Andleg verdmæti var lesið úr þvi á hverju kvöldi allan veturinn og oftar, að við- stöddu öllu heimilisfólki og á föstunni sungnír Passíusálm- arnir, að kvöldinu af öllum. Eldra fólkið kunni þá utanbók- ar. Þá voru börn látin læra og hafa yfir bænir til drottins, kvölds og morgna, lesa bæn og signa sig þegar fyrst var komið út á mórgnana, og biðja fyrir bágstöddum. Sjálfsagt þótti að sækja vel messur, þá var lesið, einn fyrir alla. er fólk var að vinnu á kvöldvökunni, Islend- ingasögur, úrvalssögur og Ijóð. Þannig var þetta víða á bæjum þá. Þá var lítið um skóla í sveit- inni. Heimilin önnuðust um uppfræðslu barnanna, sem oft fór vel, einkum í guðsötta og góðu siðferði, sem ávallt er þýð- ingarmest fyrir góða afkomu í lífinu og eignast andleg verð- mæti. Prestarnir höfðu gott eftirlit með fræðslu barnanna. Þá hús- vitjuðu þeir rækilega. Nú er öldin önnur, nú er mik- ið um skóla, sem jafnvel þjaka sál æskunnar á köflum og vantar það sem mestu varðar, guðsótta og góða siði. Nú er miklu lesmáli hrúgað inn á fólkið í landinu, eldri og yngri. Fjöldinn les allt ætt og óætt, nema guðsorð, sem helst þarf þó að lesa til þess að eignast andleg verðmæti. Þjóðinni er mikil þörf ritdómara, sem dæma alþýðu lesmálið með menningu þjóðarinnar fyrir augum, eins og þeir gerðu á sinní tíð séra Jónas Jönasson á Hrafnagili og Þorsteinn Gísla- son ritstjóri, blaðaútgefandi og skáld í Reykjavík. Öll þurfum vér að leita sann- leikans. Hann er grunnurinn sem allar hugsjónir og fram- kvæmdir verða að byggja á stefnu mannlífsins. Hver sem getur með sanni sagt, að hann beri kærleik til sannleikans, á þar dýrmæt andleg verðmæti. Utan þeirra þjáist fólk af margs konar lífsflækjum. Sannleikur- inn er frá Guði kominn eins og allt annað, sem gott er og nauð- synlegt fólkinu til lífs. Við ber oss öllum að veita fulla athygli og breyta samkvæmt því. Þar höfum við öll vor and- legu verðmæti, sem líf vort byggist á. Kristur sagði: „Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvild. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, þvi ég er hóg- vær og af hjarta lítillátur og þá skulið þér finna sálum yðar hvild, þvi mitt ok er indælt og byrði mín létt“ (Matt II. 28—30). Þetta er trúboð! Trúin á almáttugan Guð og þann, sem Hann sendi, Jesúm Krist, er undirstaða allrar menningar. Enda menningin sjálf. Kenning kristninnar inniheldur allan sannleikann um tilgang og verðmæti mannlegs lífs. Þá vit- um við líka hvar við eigum að halda til. Kristur sagði: „Safnið yður fjársjóðum á hímni". Til þess verðum við að lifa kristin- dóm í hugsun, orðum og gjörð- um: Þá munum vér ná tak- markinu: Þegnrétti í ríki Guðs. Við höfum Heilaga ritningu. Ættum öll að lesa í henni dag- lega, t.d. að kvöldinu. Það veitir góða hvíld, svefn og margs kon- ar blessun og andleg verðmæti. Þeir sem eru óvanir að líta í þessa bók bókanna, ættu að byrja á guðspjöllunum rituð í fyllingu timans, þegar Kristur kom til jarðarinnar af samtiðar- mönnum Hans og lærisveinum. Þar er greint frá verkum Hans og kenningu og stofnun krikju hans, Kirkju Krists. Hún er hjálpræði og leiðarljós fólks á jörðunni. Það getur ekki breyst. Enginn trúarleiðtogi hefir getað frelsað fólkið, nema Kristur. Enginn hefur heldur gengið á vatninu nema Hann. Biblían er innblásin bók af anda Guðs. Hún talar til hvers einasta manns, undir sólinni, um svo margt eins og um einka- mái þeirra, hvernig þeim skuli mæta í viðburðum daganna o.s.frv. Löngun til að lesa i biblíunni er einfaldlega sú að trúa orði Guðs og finna og skilja alla þá blessun, sem trúin veitir. Kristur sagði: „Biðjið og yður mun gefast“. Bænin er viðáttumikið svið til að eignast andleg verðmæti. Með ástund- un hennar hefur Drottinn opn- að okkur leið til sín og leið til trúar. — Án hennar er bænin dauð. — í einlægri trúarbæn finnum við oss sjálf, vaxandi í náð og kærleik Guðs. Likami mannsins deyr, ef hann getur ekki andað að sér súrefni og út kolsýru. Bænin er andardráttur sálarinnar. Hún deyr nema hún andi að sér anda Drottins, en út öllu því, sem hann hefir van- þóknun á. Páll postuli segir í bréfinu til Galatamanna, að þeir, sem ekki leiðast af anda Drottins séu syndinni háðir á margan hátt, sem lýsi sér i óhreinleika, fryllulífi, saurlífi, fjandskap, deilum, metingi, reiði, eigin- girni, tvidrægni, flokkadrætti, öfund, ofdrykkju og margs kon- ar svalli. En að ávöxtur Guðs anda í manninum sé kærleikur, ur starf sitt í liknarmálum. Hún er að reka „Nýju guðfræðina" á dyr. Hún hefur stofnsett kristi- Ipgan lýðskóla í Skálholti. Nú eru Hólamenn að safna fé í sjóð til stofnunar kristilegs heima- vistarskóla á Hólum í Hjaltadal. Þetta er vitað í fréttum. Þeir Pétur Sigurgeirsson vígslubisk- up á Akureyri og séra Arni Sigurðsson á Blönduósi, for- maður Hólafélagsins, hafa tjáð mér þetta. Þetta er fögur hug- sjón og nauðsynlegt mál. Ættu sem allra flestir í gamla Hóla- stifti og Hólamenn hvar sem eru að styrkja þetta mál með framlögum í skólasjóðinn. Þótt ekki væru háar upphæðir frá hverjum, þá safnast þegar sam- an kemur. Allir eru sjálfráðir um það, hve mikið þeir gefa í skólasjóðinn. En hann þarf mikið fé. Nýlega var biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, að vigja skólaprest, og veitir síst af. Fleira mætti telja sem miðar í góða átt i krikjunni eins og æskulýðsfélög kirkjunnar og frjáls samtök ungs fólks sem nefnir sig „Ungt gólk með hlut- verk“ og er mikilsvert að fá unga fólkið með í kirkjustarfið. I þessu stærsta máli þjóðar- innar verður stefnan og tak- markið að vera það að koma á með þjóðinni almennri trúar- vakningu i kirkju Krists. Að því þurfa allir hennar menn og konur í landinu að vinna rögg- samlega. Næðist það áform, næði þjóðin öllu þvi sem hún þarf til andlegra verðmæta. Þjóðkrikjan, kristilega sinn- aðir og starfandi söfnuðir og hópar innan þjóðkirkjunnar og utan hennar ættu að halda sam- eiginlega fundi til að ræða og taka ákvarðanir, um það, hvað helst beri að gera og hvernig sú framkvæmdastarfsemi á að vera sem miði að því að koma á í landinu, með þjóðinni, al- mennri og lifandi kristilegri trúarvakningu. Þetta er fram- kvæmanlegt ef samtök hinna trúuðu eru sterk í ástundun og bænir til Drottins fylgja trúar- vakningu. Umræðuefnin á svona sameiginlegum fundum yrðu mörg og þyrftu góðan und- irbúning. Kirkja Krists er fólk. Heimilin í landinu eru þjóðin. Kirkjan þarf að gera rannsókn á heimilum þjóðkirkjunnar um ástand fólks í trúarlegum mál- um, á stærri og minni svæðum. Það mundi skapa starfsgrund- völl fyrir störf almennrar trú- arvakningar í landinu. Prestar og fulltrúar krikjunnar yrðu að framkvæma þessa rannsókn. Bera þarf saman fjölda kristins fólks, trúleysingja, vantrúaðra og hálfkristinna. Ef hinir van- trúuðu yrðu i meirihluta, sem óttast má um, vex þörfin fyrir vakningarstarfið. Eitt er þó vist að meirihluti fölksins í landinu vill ekki missa krikjuna úr þjóðfélaginu, þótt skortur sé mikill á ástundun Guðs orðs. — Það sýna átök fólks, ef sóknar- kirkja er að hruni komin. Svo sem kunnugt er gera kvenfélög- in margt fyrir safnaðarhúsið, krikjuna. Þrátt fyrir þetta get- ur þetta fólk vantað sanna trú og ástundun Guðs orðs, innan heimilis síns og utan þess. Það sem allir þurfa að vita sem veruleika, er það að hvorki er mögulegt að lifa eða deyja án blessunar, hjálpar og náðar Guðs. Þessa alls má afla sér í trú og iðkun Guðs orðs. Hve margt þjóðkirkjufólks er utan þessara sjónarmiða? Guð hefur gefið inná mannlífið frið, sannleik og kærleik. Án þess- ara eiginda er ómögulegt að lifa lífinu eins og á að lifa þvi. Kristur sagði: „Hver sem lifir og trúir á mig, skal aldrei að eilífu deyja.“ í trúnni á Jesú er gott að lifa. Auðvelt að leysa öll timanleg vandamál og eignast um leið þegnréttinn í riki Drottins og líka öll andleg verð- mæti, sem lifið útheimtir. Kristin trú gerir mannlifið skiljanlegt. En án hennar er það óskiljanlegt. Kristur segir: „Leitið fyrst rikis Guðs og rétt- lætis og þá mun allt þetta (ann- að) veitast ýrður að auki.“ (Fjallræðan). Ef við gerðum það öll er vakning í trúnni kom- in. „Sá sem hefur Soninn hefur lifið. Sá sem ekki hefur Guðs son hefur ekki lifið." (I. Jóh. 5.12.). Að síðustu bið ég öllum bless- unar sem lesió hafa greinar mínar og sýnt mér vinsemd. sjóvarfréttir Meðal efnis Á döfinni: Markaðsmál: Lifrarvinnsla: Útgerðin: Nýjungar: Á miðunum: Fiskverð — aflabrögð: Farskip: Og fleira og fleira Kolmuni til manneldis. Rætt við dr. Björn Dagbjartsson. íslenzka útflutningsmiðstöðin. Flytur út 40% rækjuframleiðslunnar. Sjávarfréttir halda áfram að fjalla um bætta nýtingu lifrarinnar Reynsla Fisiðjusamlagsins á Húsavík af rekstri skuttogara. Loftlínan. Ný tegund fiskilinu, sem hefur gefið góða raun. Með Berki NK 1 22 á kolmunaveiðum Verð á ýmsum mörkuðum og afli fyrstu sex mánuðina. Skipakaup Einmsipafélagsins Sjávarfréttir — sérrit sjávarútvegsins. Eina alhliða íslenska sjávarútvegsblaðið í nýjasta tölublaði Sjávarfrétta er farið í linuróður með Akranesbátnum Haraldi AK. — Sagt er frá sölu og auglýsingamarkaðsmálum, og kynningarstarfi fyrir fisk í Bandaríkjunum, en blaðamaður Sjávarfrétta var þar á ferð. — Viðtal við siglingamálastjóra og rætt við forsvarsmenn Fiskaness hf. í Grmdavík. — Fjallað er um úttekt á bræðslustöðvunum og sagt frá fiskverði og aflabrögð- um, ásamt margvíslegu öðru efni. | Til Sjávarfrétta Ármúla 18, pósthólf 1193 . Rvik. Oska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang XAskriftarsími 823001 Simi siávarfréttír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.