Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 57 fclk í fréttum + Þetta glæsilega hús er í Genf í Sviss. Eftir útlitinu að dæma er ekkert undarlegt þótt keisarinn í íran hafi áhuga á að kaupa það. En aldrei þessu vant varð þessi voldugi herra að sætta sig við að fá ekki vilja sínum framgengt. Svissnesk lög eru mjög ströng er varðar sölu fasteigna til útlendinga. En keisarinn á nú þegar hús í St. Mortz í Ölpunum svo það er engin ástæða til að vorkenna honum þótt hann fengi ekki að kaupa þessa glæsilegu fasteign. + Englendingurinn Terry Warrall frá Stafford hefur látið tattovera Elvis Presley á hrjóstið á sér. Hann var meðal þeirra 600 manna sem söfnuðust saman fyrir framan skrifstofu Bresku útvarpsstöðvar- innar BBC í Manehester og skoruðu á útvarpið að spila meira af lögum EIvis og öðrum rokk- lögum frá sjötta áratugn- um. + Kvikmyndaleikarinn heims- friegi Dann.v Kaye hefur nýlega verid útnefndur heiðursdoktor í bókmenntum við Colgate- háskólann í Hamilton i New York, í þakklætisskyni fyrir það sem hann hefur gert fyrir börn um víða veröld. „fig er mjög hrærður“, sagði Danny þegar hann tók á móti doktorsnafn- bótinni. „Nú get ég jafnvel búist við að börnin fari að bera virðingu fyrir mér." Harry umkringdur glöðum ellilffeyrisþegum f einni af ferðun- um. Að þessu sinni í Svíþjóð. Brjóstmynd af Harry W. Holm hefur nýlega verið sett upp í Slemmestad. + Harry W. Holm er fæddur og uppalinn í Slemmestad í Nor- egi. Það eru mörg ár siðan hann yfirgaf fæðingarbæ sinn en hann hefur ekki gleymt bæn- um eða fólkinu sem þar býr. Það er fyrst og fremst gamla fólkið, ellilífeyrisþegarnir í Slemmestad, sem Harry hefur viljað gleðja. t sex ár hefur hann boðið hóp af ellilífeyris- þegum i ferðalag. Hann hefur farið með þá til Danmerkur, Svfþjóðar, Júgóslavíu og Spán- ar. 1 sfðustu ferðinni sem farin var í sumar voru þátttakendur eitt hundrað. Harry er mjög auðugur maður. Auðæfi sín á hann að þakka handáburðinum „Atrix" sem flest okkar kann- ast við. Hann á verksmiðjur á Spáni, í Svíþjóð, Danmörku, Englandi og Þýskalandi sem framleiða þennan handáburð. Allar þessar verksmiðjur eru nú leigðar út. Það er hótelrekst- ur sem Harry ver mestum tíma sínum í. Hann á meðal annars stórt hótel á Gran Canaria. Sjálfur segist Harry hafa orðið ríkur vegna þess að honum hef- ur alltaf fundist vinnan skemmtilegt tómstundastarf. Hann byrjaði með tvær hendur tómar en er nú margfaldur milljónamæringur. Harry hef- ur lifað sannkölluðu flökkulífi og segist oft hafa búið mestan hluta ársins í ferðatösku. Hann á þó hús í Sviss og Þýskalandi og svo á Spáni þar sem hann dvelur nú mestan hluta ársins. Hann segir þó að sér Ifði hvergi betur en f litla húsinu sfnu í Noregi þar sem hann slappar af ásamt Anni konu sinni. Það er þó engin lúxusvilla. Það er að vfsu sundlaug í garðinum og allra snotrasti bátur við höfn- ina. En eitthvað verður nú milljónamæringur að láta eftir sér. Harry varð snemma að fara að vinna. Hann var t.d. látinn vinna fvrir fermingarfötunum sínum og fleiru sem kaupa þrufti til að ha-gt væri að ferma hann. „En þegar faðir ntinn tók 300 krónurnar sent ég fékk í fermingargjöf þá tók ég saman dót mitt og fór að heiman," segir Harry W. Holm. Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6 Hafnafirði við hliðina á Fjarðarkaup Nú seljum við alla þessa viku mikið af ódýrum fatnaði. Galla- og flauelsbuxur, flauels- oggalla- jakka á kr. 2000,— Margar aðrar tegundir af buxum á kr. 1000 — og 1 500 —. Barnaúlpur á kr 2900. — og 3720. — . Enskar barnapeysur á kr 750. — . Rúllukragapeysur í dömustærð- um á kr 950.— Stormjakka karlmanna kr. 3500 — og margt fleira mjög ódýrt Þetta er sér tilboð sem stendur alla vikuna. Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6, Hafnarfirði við hliðina á Fjarðarkaup. LÖKK Á BÍLINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍUNN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gædavara, margreynd og henta islenskum staðháttum. Gefið okkur upp bílategund, árgerö og litanúmer. Viö afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- fást einnig hjá okkur. Laugavegi 178 simi 38000 ar og sparsl IMLAR LUCITE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.