Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1977 51 Sameiginleg vatns- veita i sveit — og draumur um hitaveitu Fréttapistill úr Öxarfirði Skinnastað, 10. sept. BÚSKAPURINN Tiðarfar í Öxarfjarðarhéraði hefur verið nokkuð óstöððdugt þetta sumarið. Hafa skipst á sól- skinskaflar og dumbungskaflar. Eftir að friður hópur bændafólks kom úr Norðurlandareisu var far- ið að huga að sprettu og hugsa til heyskapar. Spretta var ágæt, en heyþurrkur gerðist óstöðugur. Flestir munu þó hafa lokið hey- skap kringum 20. ágúst, enda ekki skortur á stórtækum heyvinnu- vélunt, og svo súgþurrkun til upp- bótar. Fáir verka hér i vothey, enda er héraðið þekkt fyrir sól- skin og sunnanvind. Þó munu ein- hverjir bregða því fyrir sig. Hlöð- ur eru yfirleitt fullar af góðum heyjum og bíða menn nú eftir göngum og réttum. Nokkrir bændur fást við úti- húsabyggingar, en mikið hefur verið um það undanfarin ár, að bændur hér endurnýjuðu og stækkuðu útihús sín, samfara fjölgun i bústofni. Minna hefur kveðið að túnrækt hin siðustu ár. Nokkrir bændur í Öxarfirði eru að koma sér upp sameiginlegri vatnsveitu. Ýmsa dreymir um hitaveitu, enda er gnótt jarðhita í Öxarfirði og talsvert i Keldu- hverfi. Gengur illa að fá Jarðhita- deild Orkustofnunar til að kanna málin. SÓKNARKIRKJUM SÓMISÝNDUR Hinn 26. júní s.l. afhentu syst- kinin frá Kilakoti, með Björn Þór- arinsson, fyrrv. bónda þar í farar- broddi, Garðskirkju í Kelduhverfi vandaðan ljósakross á kirkjuturn- inn til minningar um foreldra sína, sem lengi bjuggu í Kílakoti. Var ljósakrossinn vígður við guðs- þjónustu sama dag. Sum Kílakots- systkina eru brottflutt, en önnur búa enn i Kelduhverfi. Björn i Kílakoti var forvígismaður í mörgum hlutum í sveitinni, áður en hann flutti burtu. Ljósakross- inn er mikið staðarprýði. Hinn 14. júlí s.l. afhentu syst- kinin frá Hróastöðum Skinna- staðarkirkju i Öxarfirði fagran altariskross og ljósastikur til minningar um foreldra sina, Skarphéðinn og Gerði, sem lengi bjuggu á Hróastöðum. Voru gjaf- irnar vígðar við messu í kirkjunni sama dag. Hróastaðasystkin eru þekkt hagleiksfólk, en öll brott- flutt úr héraði. Enn bera þau þó hlýjan hug til sóknarkirkju bernsku sinnar. Nýju gripirnir prýða hina gömlu kirkju. Vikuna 15.—22. ágúst dvöldu hér börn og tengdabörn séra Páls heit. Þorleifssonar, prófasts á Skinnastað, með prófastsfrúna í fararbroddi. Máluðu þau Skinna- staðarkirkju hátt og lágt að utan, frá turnkrossi niður á stétt, og dyttuðu að ýmsu. Gáfu þau bæði efni og vinnu. Gekk þetta góða fólk, sem allt er embættismenn og frúr á höfuðborgarsvæðinu, rösk- lega til vinnu og vandaði verk sitt. Skinnastaðarkirkja verður senn 125 ára, en heldur þó mjög sinum gamla stíl, og vel að henni hlúð. MÝVATNSELDAR HINIR NVJU Fimmtudagurínn 8. þ.m. var fyrsti sólskinsdagurinn eftir lang- varandi norðanfýlu og himinn heiður og klár. Kl. um 16.20 fór að bera á vægum, tíðum Kröflu- skjálftum á jarðskjálftamæli hér til húsa, og um kl. 17.30 mögnuð- ust þeir um allan helming. Var auðsæilega eitthvað illt á seyði. Ekki var þó litið til himins, fyrr en kl. 18.30 og bar þá við loft i suðsuðvestri háa, hvíta gossúlu, sem hnyklaðist upp af Reykja- heiði, um 40 km. í burtu. Hæst varð gosskýið milli kl. 19.00 og 20.00 og varð þá upp undir 3500 metra hátt, skv. ófullkomnum mælingum, og lagði mökkinn til suðausturs. Vestursólin roðaði hvita, iðandi gosbólstrana. Eftir að dimma tók sást eldveggurinn vel frá bæjum þeim, sem hátt standa í Öxarfirði, með hæstu eld súlunum syðst og nyrst á sprung- unni og gusandi kvikustrókum á milli sín. ískyggilegt var að fylgjast með þvi á jarðskjálftamæli um kvöld- ið, er jarðskjálftarnir mögnuðust og virtust færast sunnar og sunn- ar, nær byggð i Mývaznssveit, ekki síst ef mönnum varð hugsað til ættingja og vina í Reykjahlíð- arhverfi. Símasambandsleysið í Öxarfirði við næstu byggðir er skelfilegt — samband 4 tima á sólarhring! Þetta er þriðja smágosió í Leir- hnjúkshraunum síðan í des. 1975, og sjötta jarðskjálftahrinan á sama tima. Eldgos eru að vísu ægileg og skemmileg nærri byggð, en engar náttúruhamfarir eru þó líkt því eins ógnvekjandi og eyðileggjandi og stórir land- skjálftar. Skáka þeir flestum öðr- um höfuðskepnum. HAUST A FJÖLLUM Um mánaðamótin gerði langt norðanhret, með vætuhraglanda og þokufýlu. Þegar þokunni létti voru fjöll hvít af haustsnjó niður fyrir miðjar hlíðar, enda fór hita- stig í byggð niður í frostmark sumar nætur. Farfuglar eru fyrir nokkru teknir að fljúga i flokkum og hefur fækkað mjög. Kartöflu- gras mun vera fallið og kippt hef- ur úr berjasprettu. Uthagi sölnar, en kjarrskógur lætur lítið á sjá. Fé hefur streymt af heiðum ofan síðustu vikur og fjölgað mjög í heimahögum. Senn fara bændur að búa sig i göngur og ríða Keld- hverfingar á vaðið í dag. Eru ntenn fyrir nokkru farnir að þjálfa gangnahestana, þótt bændur noti óspart jeppa og dráttarvélar i smalamennskum. Séra Sigurvin. Eyjamenn sigruðu á sjóstangaveiðimóti Akureyri, 15. september SJÖSTANGAVEIÐIMÖT Sjó- standaveiðifélags Akureyrar var haldið 10. september. R6ið var frá Dalvík á 6 bátum, lagt frá bryggju kl. 7.30 og komið að aftur kl. 15.30. Þrjátíu og einn kepp- andi tók þátt f mótinu. Aflahæst varð sveit Vestmanna- eyinga, en hana skipuðu Sveinn Jónsson, Bogi Sigurðsson, Jón Ögmundsson og Arnþór Sigurðs- son. Aflahæstur einstaklinga var Sveinn Jónsson, Vestmannaeyj- um, en Matthias Einarsson, Akur- eyri, veiddi flesta fiska. Albert frá Dalvik varð aflahæsti bátur- inn. Þessir menn veiddu stærsta fiska af hverri tegund: Einar In. Einarsson þorsk, Jóhann Kristins- son og Magnús Oddsson (jafnstór- ar) ýsur, Jón ögmundsson stein- bít, Einar Einarsson lijðu og Riehard Ingibergsson ufsa. sv.e. Ui- l»«* HEILDVERZLUN Ólafur Kjartansson, Lækjargötu 2. Nýju Ultralucent kremin halda rakanum sérlega vel í húðinni enda kemur árangurinn strax i Ijós*_____ Skjót viðbrögð Við vitum hvað það er hvimleitt og varasamt að þurfa að biða lengi með bilað rafkerfi - leiðslur eða tæki. Eða ný heim- ilistæki sem þarfað leggja fyrir. Þess vegna höfum við komið á laggirnar neytendaþjónustu, höfum harðsnúið lið sem bregður skjótt við þegar kallað er. Leggjum nýtt - lögum gamalt RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 21700 2 8022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.