Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 41 fclk í fréttum + Svend Asmussen, sem hefur verið taiinn einn af snjöllustu fiðluleikurum heims, ætlar að fara að læra að spila á fiðlu. Jú, þetta er alveg rétt. Snillingur- inn sem í 50 ár hefur framkali- að sannkallaða töfratóna úr fiðlunni sinni heidur því fram að hann eigi ýmislegt ólært. Vandinn er bara að finna nógu duglegan kennara, eða kannski öllu heldur einhvern sem vill taka það að sér. Sjálfur segist Asmussen vera í dálitium vafa um að hann finni kennara sem viii taka hann i tíma. „Það hljómar kannski heimskulega að ég skuli ætla í tfma í fiðlu- ieik, en tæknilega séð er margt sem ég þarf að laga. Löngunin til að læra meira hefur komið eftir að ég nú í þrjú ár hef unnið með sænsku hijómiistarmönnunum Putte Wickman og Ivan Renlin. Það hafa verið forréttindi að fá að ferðast með þessum mönnum og halda hijómleika í sænskum kirkjum. leika þjóðlög og baroktóniist, en það er tóniist sem ég hef lítið fengist við um dagana. Það er einmitt þegar ég spila klassiska tónlist sem mig vantar tæknilega þekkingu. Það verður ekki auðvelt að læra þetta, ég hefði átt að fá kennslu í þessu þegar ég var 4—12 ára. Svend Asmussen er 62 ára og er hann var spurður að því hvern- ig hann færi að því að halda sér svona unglegum og ungum í anda svaraði hann: „Ég hef ekki hugsað svo mikið um það, kannski er það vegna þess að ég jef ekki glatað þeim meðfædda eiginleika að vera ákaflega for- vitinn. Ég hef ennþá mikinn áKuga á öllu sem gerist í tón- listarheiminum. Ég fer á alla þá tónleika sem ég mögulega get komist á. Það eru allt of margir á minum aldri sem verða svo værukærir." Svend Asmussen skipuleggur aldrei langt fram í tímann. „Þegar eitthvað gengur vel hætti ég áður en langt um liður. Ég ótt- ast alltaf að vaninn geri hlutina leiðinlega og mér finnst gaman að byrja á einhverju nýju. Það sem fyrst og fremst er að brjót- ast í mér nún er að læra meira. Vonandi tekst það," segir Svend Asmussen að'lokum. Fyrrverandi eiginkona Trudeau skemmtir sér MEÐAN Piérre Elliott Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, fylgir Elísabetu drottningu í opinberri heimsókn hennar í Kanada, stigur eiginkona ráðherrans, Margaret, dans af aug- sýnilegri innlifun við vin sinn Bruce Evans. Margret hafði látið í ljós von um að þau hjón myndu taka upp samvist- ir á nýjan leik, en af því hefur enn ekki orðið. Mokkakápur og jakkar OPIÐ FRÁ 1—6 LAUGARDAGA1 PELSINN, NJÁLSGÖTU 14, SÍMI 201 60 GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Enskur Musquash Finnskur Bizam pels Stuttar og siSar leðurkápur I hádeginu alla daga ”Shawarma„ ísraelskur grillréttur Borinn fram í brauóhleif, með sinnepssósu og salati Verð kr 500/- I Verió velkomin H II LOFTLEIÐIR Veitingabúð HOTEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.