Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977 — Þegar svæðið í Laugardal verður fullnýtt, en nú er skammt í land með að svo verði, verður hér meira og glæsilegra íþróttasvæði en stórborgir erlendis, jafnvel milljónaborgir, geta státað af, sagði Baldur Jónsson vallarstjóri íþróttavalla Reykjavíkurborgar er Morgunblaðsmenn litu við hjá honum nýverið. Tilefni spjalls okkar við Baldur var, að nú er gerð nýs íþróttavallar í Laugardal, fullkomins frjáls- íþróttavallar, svo til lokið, en völl- urinn er austan aðalleikvangs Reykvíkinga, Laugardalsvallar. Vegfarendur um Suðurlandsbraut hafa líklega veitt þessum nýja velli eftirtekt, því nú í haust hefur iðjagrænt gras hans skotið upp kollinum og dafnað vel í veður- blíðunni undanfarið, en sáning fór fram í lok ágústmánaðar. Hérna verður meira og glæsilegra íþróttasvæði en víða erlendis, segir vallarstjóri Baldur Jónsson vallarstjóri Baldur tjáöi okkur aö byrjað heföi verið á hinum nýja velli fyrir fjórum árum. — Fram- kvæmdir við hann lögöust þó niö- >ir bar sem við einbeittum okkur að þvi aö klára grasvellina fyrir framan Laugardalshöllina, sagði Baldur, en þar er nú grassvæöi sem vel er af látið og á stærð við þrjá knattspyrnuvelli. Baldur sagði að síðan hefði verið hafizt handa með hinn nýja völl í vor. Þær framkvæmdir hafa gengið af- burðavel og allt staóizt áætlun, sagði Baldur, og höfum við verið mjög heppnir með verktaka, en framkvæmdirnar hefur fyrirtæki Gunnars Rósinkranz, Vægi sf., séð um, að undanskilinni undirvinnu svæðisins sem Hlaðbær hf. sá um. Baldur Jónsson kvað undirbún- ingsvinnu við hinn nýja völl svo til alveg lokið. Væru hlaupabraut- ir, stökksvæði og aðhlaupsbrautir tilbúnar undir lagningu asfalts, en til að hægt verði að leggja hið endanlega gerviefni á völlinn næsta sumar kvað Baldur nauð- Séð yfir hinn nýja frjáis- íþróttavöll, en undirbúnings- framkvæmdum að lagningu gerviefnis er nú svo til lokið synlegt að neðra asfaltlagið, 3,5 sentimetrar, yrði lagt nú í haust. Ofan á neðra asfaltlagið verður s'vo lagt annað asfaltlag, 2 sm það lag þarf ekki að leggja fyrr en næsta sumar, en gerviefnislagið verður .síðan lagt ofan á þetta lag. Baldur sagði að ekki væri enn búið að ákveða hvaða gerviefni verður sett á hinn nýja frjáls- íþröttavöll. Hefðu fjölmörg svör borizt við útboði Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar, en sú stofnun ætti enn eftir að gera samninga við hina erlendu aðila. Morgunblaðið hefur fregnað að 8—9 tilboð hafi borizt í lagningu gerviefnis á hinn nýja frjáls- íþróttavöll í Laugardal og í fljótu bragði sé hagstæðast tilboð sænskra aðila sem framleiða gerviefnið Rubtan, bæði hvað snertir kostnað og viðhald í ná- inni framtíð. Baldur tjáði okkur að tilboðin sem borizt hafa hafi verið á bilinu 33—80 milljónir króna. Hinn nýi frjálsíþróttavöllur í, Laugardal mun sennilega kosta eitthvað frá 80—100 milljónir króna þegar hann verður full- gerður, að sögn Baldurs. Sagði Baldur að í dæmið vantaði þó búningsklefa. Hann kvað þá eina vandamálið sem við yrði að glima í Laugardal i náinni framtið, en þar er búningsaðstaða af skornum skammti sem stendur. Við höfum þó alltaf leyst vel og örugglega öll vandamál sem komið hafa upp i þessu sambandi og svo mun áfram verða, sagði Baldur. Að lokum báðum við Baldur að segja okkur frá hver íþróttaað- staðan í Laugardalnum væri, fyrir utan sundlaugarnar og íþróttahöllina. Sagði hann þá: Fyrst ber náttúrulega að nefna aðalleikvanginn, en undir stúku hans er leikfimisalur, frjáls- fþróttasalur með hlaupabrautum svo og lyftingaherbergi. Grasvell- irnir fyrir framan Laugardals- höllina eru glæsilegir, en það svæði jafngildir stærð þriggja knattspyrnuvalla. Þá er hérna fullkominn kastvöllur fyrir kast- greinar frjálsíþrótta, þ.e. kúlu- varp, kringlukast, spjótkast og sleggjukast. Á mílli aðalleik- vangsins og sundlauganna er síð- an ágætur æfingavöllur. Nú svo er það von manns að hinn nýi frjálsíþróttavöllur verði kominn í gagnið næsta sumar. ef veður leyfir. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.